Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 13 LANDIÐ Ferðaþjónusta á Vestfjörðum Isafjörður sem ráðstefnubær ísafirði - Hótel ísafjörður og Vest- urferðir á ísafírði kynntu nýlega átak sem er a_ð hefjast og miðar að því að efla ísafjörð sem funda- og ráðstefnubæ. Til kynningarinn- ar var boðið stjómendum fyrir- tækja, stofnana og félagasamtaka í þeim tilgangi að vekja athygli á þeirri aðstöðu sem til staðar er á Isafirði fyrir funda- og ráðstefnu- hald. Að sögn Sigríðar Kristjánsdótt- ur hjá Vesturferðum er markmið átaksins að fjölga fundum og ráð- stefnum sem haldnar eru á ísafirði. „Öflug ferðaþjónusta eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og tekjur af atvinnugreininni eru veruleg lyftistöng fyrir þjónustu- fyrirtæki á svæðinu og þar sem ráðstefnur og fundir eru oftast haldin utan háannatíma þá liggur í hlutarins eðli að ef tækist að fjölga ráðstefnum og fundum hérna myndi það lengja ferða- mannatímabilið og auk þess bæta ímynd svæðisins út á við.“ Sigríður segir að funda- og ráð- stefnuaðstaða sé að mörgu leyti mjög góð á ísafirði, t.d. á Hótel ísafirði þar sem starfi hópur sér- menntaðs fólks sem leggi sig fram um að veita faglega þjónustu. Hún segir jafnframt að í Stjómsýslu- húsinu á ísafirði sé góð aðstaða fyrir stærri fundi sem og í Fram- haldsskóla Vestfjarða. íþróttahús- ið að Torfnesi er enn einn mögu- Ieikinn en það hentar vel fyrir vöru- sýningar og mjög stóra fundi og ráðstefnur. Vesturferðir hafa síðan 1993 annast skipulagningu og sölu skoð- unarferða og þar á meðal skoð- unarferðir í tengslum við fundi og ráðstefnur. Auk skoðunarferða hafa Vesturferðir annast skipu- lagningu og undirbúning fyrir fundi og séð um ýmsa þjónustu við fundargesti meðan á fundum stendur. Sigríður segir að í upp- hafi sé ætlunin að kynna átakið fyrir heimamönnum því að í raun séu þeir bestu sölumennirnir og gestgjafamir. Fljótlega verður síð- an hafist handa við kynningu ísa- fjarðar sem ráðstefnustaðar á landsvísu. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Fengu 2. verðlaun í lestrarkeppninni Mími Kirkjubæjarklaustri - Einn af þeim bekkjum sem fengu verð- laun í samnorrænu lestrarkeppn- inni Mími var 5. bekkur í Kirkju- bæjarskóla sem fékk 2. verðlaun í flokki 5.-7. bekkjar. Tveir full- trúar fimmtubekkinganna fóru til Reykjavíkur til að veita verð- laununum viðtöku og komu svo færandi hendi til hinna með verð- launaskjöl og boli eins og myndin ber með sér. Þessi 16 manna hópur las tæplega 20.000 blaðsíð- ur, svo sannarlega má segja að þau hafi ekki legið á liði sínu. Bráðhressar fjallafálur skila sér heim á þorra Drangsnesi - Þó göngur og réttir séu löngu liðnar í Kaldrananes- hreppi er fé enn að koma af ijalli- Ingimar Jónsson, bóndi á Kald- rananesi, hefur síðan á áramótum fengi sex kindur sem ekki skiluðu sér í göngunum í haust en 7. febr- úar náðust tvær ær og ein gimbur í hús. Daginn áður sást-til þeirra og átti þá strax að koma þeim heim að bæ, en þær létu sig ekki og náðust ekki þrátt fyrir mikinn eltingarleik. En næsta dag náðust þær í hús eftir annan eins elt- ingarleik og höfðu þá m.a. skellt sér í sjóinn og synt yfir vog til að sleppa frá þeim sem ætluðu að fanga þær. Önnur ærin hafði sloppið frá leitarmönnum í Hvannadalsleit eftir mikinn eltingarleik í haust og hafði bóndinn á Geirmundar- stöðum, Hjörtur Þórsson, fundið lambið undan henni nú um ára- mótin frammi á Selárdal en þá hefur sú botnótta sennilega verið komin á heimleið. Alda Sigurðar- dóttir á Kaldrananesi sagðist alls ekki hafa verið búin að afskrifa þessar ær. Aftur á móti vantaði enn tvær og þeim ætti hún alls Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir INGI V. Ingimarsson og litla heimasætan á Kaldrananesi, Alda Ýr Ingadóttir, gefa einni ánni sem heimtist. ekki von á og hefði afskrifað þær fyrir löngu. Kindurnar sem hafa skilað sér heim nú á þorranum líta alls ekki illa út eru að vísu magrar en að öðru leyti amar ekkert að þeim. Sennilega hafa þær komið heim til að hlýða kalli náttúrunnar því enginn hrútur var með þeim á fjöll- um. íþróttamaður ársins á Siglufirði Helgi Stein- ar útnefndur Siglufjörður - Helgi Steinar Andrésson, ungur skíðamaður, var útnefndur íþróttamaður árs- ins 1996 á Siglufirði um síðast- liðna helgi. Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði hefur frá árinu 1979 haft það fyrir sið að útnefna mann ársins í hverri þeirri íþrótt sem stunduð er á Siglufirði og veita þeim viður- kenningu svo og að útnefna íþróttamann ársins. Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur og góða ástundun í íþróttum og er þeim, auk þess að vera viður- kenning, ætlað að vera hvatning til aukinnar íþróttaiðkunnar. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SKÍÐAMAÐURINN Helgi Steinar Andrésson var kjör- inn íþróttamaður ársins. Hraðbúð ESSO opnuð í Vognm Vogum - Söluskáli ESSO í Vogum hefur verið opnaður eftir gagngerar breytingar og stækkun undir kjör- orðinu Hraðbúð ESSO, allt til alls. Verður verslunin opin frá 7.30 til 23.30. Vöruval í búðinni á að henta sem flestum og vöruverð það sama og í hraðbúðum ESSO á höfuðborg- arsvæðinu. Verslunin í Vogum er fyrsta hrað- búðin sem verslunarkeðjan Hraðbúð ESSO, allt til alls, mun opna utan höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson ÚR verslun Hraðbúðar ESSO í Vogum. rðalán 'ÝJUfili Handhöfum Eurocard og Visa býðst nú að greiða íýrir öll flugfargjöld og pakkaferðir með raðgreiðslum til allt að 24 mánaða. Leiðin út í heim Flugleiða FLUGLEIÐIR Traustur fslemkur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.