Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 21 Verð- og markaðskönnun á hjólreiðahjálmum Allt að 79% verðmunur milli verslana TÖLUVERÐUR verðmunur er á hjólreiðahjálmum og nam hann allt að 79% milli verslana á sams- konar hjálmum. Algengustu hjólahjálmarnir á markaðnum, Atlas-hjálmar, reyndust ódýrastir í Leikbæ þar sem þeir kosta 1.995 af öllum stærðum og gerðum. Atlas Hot Shot-hjálmur sem kostar 1.995 krónur í Leikbæ kostar 3.580 krónur þar sem hann er dýrastur í Intersport. Þetta kemur fram í könnun sem starfsfólk Samkeppnisstofnunar gerði á framboði og verði hjól- AÐ SÖGN Birnu Hreiðarsdóttur hjá Lög- gildingarstofu er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar samkvæmt 1. gr. reglna um notkun hlífð- arhjálms við hjólareiðar barna. Bami er ekki skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar ef það hefur fengið læknis- vottorð, sem undanþiggur það notkun hans af heilsufars- eða læknLsfræðilegum ástæð- um. Lögregla skal vekja atliygli barna á skyldu skv. 1. gr. Óheimilt er að setja á markað hér á landi reið- hjólalijálma sem falla undir gildissvið reglna (501/1994) nema þeir séu merktir með CE-merk- inu. Að sögn Bimu Hreiðarsdóttur hjá Löggiidingar- stofu teljast reiðhjólahjálmar sem bera CE merkið og númerið EN 1078 (íslenskur staðall ÍST-EN 1078) uppfylla kröfur um gerð og búnað reiðhjóla- hjálma á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðrar merkingar á reiðhjólahjálmum eru góðra gjalda verðar en nægja ekki einar sér til að heimila markaðssetningu hér á landi. Norræna umhverfismerkið Svanurinn á íslenska framleiðslu NÆSTA fimmtudag verður nor- ræna umhverfismerkið sett á íslenska vöru frá Frigg hf. en það er í fýrsta skipti sem ís- lenskt fýrirtæki sækir um og fær samþykki til að nota merkið. Merkið sem sýnir svan byggir á merki ráð- herranefndar Norðurlanda- ráðs. Yfir merkinu stendur „Norræna umhverfismerkið". Varan sem Frigg hf. fær svan- inn settan á kallast Marathon milt og er þvottaduft. Að sögn Tore Skjenstad, um- sjónarmanns norræna umhverfis- merldsins hjá Hollustuvernd ríkis- ins, hafa um 500 leyfi verið veitt til notkunar á norræna umhverfis- merkinu á Norðurlöndum og innan hvers leyfis eru mismunandi vöru- heiti. A Islandi er 41 leyfi skráð en allt eru það erlendar vörur. „Markmiðið með norræna um- hverfismerkinu að veita neytend- um leiðsögn við val á vörum og þjónustu sem skapa sem minnsta hættu fyrir um- hverfið úr því úrvali sem er á markaðnum og að hvetja til vöruþróunar sem byggir á um- hverfisvemd." Tore segir að ráð- herranefnd Norðurlandaráðs sem fjallar um neytendamál hafi ákveð- ið að hrinda í framkvæmd sam- ræmdri og hvetjandi vörumerking- aráætlun sem byggist á viðhorfum umhverfisverndar. Áætluninni var hrint af stað árið 1989 og ísland tók þátt í samstarfinu frá árinu 1991 en þá voru fyrstu norrænu umhverfismerkjaleyfin einnig veitt. Verkefninu stjóma sérstakar nefndir í Finnlandi, á íslandi, í Noregi og Svíþjóð sem starfa sam- an í norrænu umhverfismerkis- nefndinni. Hlutverk þeirra er m.a. að taka ákvarðanir um þá vöm- flokka sem merkja má með nor- ræna umhverfismerkinu og sam- þykkja viðmiðanir fýrir vöm- flokka. Á Islandi er þessi starfsemi í höndum Hollustuvemdar ríkis- ins. Má afturkalla leyfið Umhverfismerkið er veitt þeim vömm sem standast tilteknar við- miðanir. Framleiðendur vöra, inn- flytjendur eða umboðsmenn geta lagt inn umsóknir hjá viðkomandi stofnunum sem í okkar tilfelli er Hollustuvernd ríkisins. Þegar samþykkt hefur verið að vara megi bera norræna umhverfis- merkið í einu landi, gildir heimild- in einnig í hinum aðildarlöndunum án þess að frekara mats sé þörf. Ef í Ijós kemur að framleiðsla ein- hvers fýrirtækis stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru má aftur- kalla leyfið. reiðahjálma í 31 verslun á höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppnis- stofnun hefur framboð á hjólreiða- hjálmum stóraukist á undanföm- um áram. Árið 1991 þegar sam- bærileg könnun var gerð vora að- eins 13 tegundir hjólreiðahjálma á markaðnum, árið 1993 hafði úrval- ið aukist og núna enn frekar. Kristín segir þetta sýna að ís- lenskir neytendur geri sér í æ rík- ara mæli grein fyrir mikilvægi hjólreiðahjálma. „Eins og sjá má era á boðstólum hjálmar af öllum stærðum og gerð- um. Verðið er afar mismunandi, eða frá 990 krónum og upp i 9.514 krónur og mismikið er borið í hjálmana svo sem léttleiki, öndun- areiginleiki, útlit og svo framveg- is.“ Þijár tegundir ólöglegar Kristín bendir á að í könnuninni hafi sérstaklega verið athugað hvort hjálmamir væra CE-merkt- ir, en óheimilt er að selja hjólreiða- hjálma á Evrópska efnahagssvæð- inu sem ekki era CE-merktir. „Sú merking tryggir neytendum að þær lágmarksöryggiskröfur sem gerðar eru til hjólreiðahjálma hafi verið uppfýlltar af framleiðendum hjálmanna. í ljós kom að þrjár teg- undir hjálma bára ekki CE-merki, en seljendur þeirra ákváðu að taka þá úr sölu.“ Finndu rétta litinn fyrir varir þínar Eiga þær að vera mattar? Clansandi? Mjúkar og náttúrulegar? Eða áberandi litaðar? Líttu inn í næstu Estée Lauder verslun og fáðu aðstoð við að finna litinn og áferðina sem hentar þér best. Varablýantur að eigin vali fylgir kaupum á varalit frá Estée Lauder. Útsölustaðir: Gullbrá Nóatúni, Hygea Austurstræti, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Lyfja Lágmúla, Lyfja Setbergi, Sara Bankastræti, Snyrtistofan Maja Bankastræti, Snyrtistofan Hrund Grænatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Amaró Akureyri,. Apótek Keflavíkur. ESTEE LAUDER Nýtt Metabo rafmag-ns- verkfæri BÍLANAUST hefur tekið að sér dreifingu og þjónustu á Islandi fýrir Metabowerke Gmbh í Þýska- landi. I fréttatilkynningu frá Bfla- nausti kemur fram að Metabo raf- magnsverkfæri hafi fengist hér um árabil. Sérstakt kynningarátak stendur yfir hjá Bílanausti og frá 13.-15. maí verða helstu nýjungar kynnt- ar. Meðal helstu nýjunga hjá Meta- bo era borvélar með svokallaðri „impuls“ tækni en það er sérstak- ur rafeindabúnaður sem á að auð- velda skrúfuvinnu og gera að verk- um að vélin láti betur að stjórn þegar borað er í harða fleti eins og stál og keramikflísar. I tilefni af Metabo kynningar- dögum er staddur hér á landi sér- fræðingur frá Metabo sem hefur umsjón með kynningunum. Sölustaðir Metabo verkfæranna era um 40 talsins, um land allt. Nú getur þú keypt stærri skammt af bragðgóðri Fismjólk fullri af heilnæmum próteinum, B2-vítamíni, fosfór, kalki og a- og b-gerlum. Fismjólk í 500 ml umbúðum er hagkvæm í innkaupum! Fistnjólk er kjörin fyrir þá sem vilja gceta að línunum og borða hollan og bragðgóðan mat. sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.