Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 47» MARZELINA FRIÐRIKSDÓTTIR HJÖRTUR NIELSEN + Marzelina Friðriks- dóttir fæddist á Brekku í Öngulstaða- hreppi í Eyjafirði 12. maí 1898. Hún lést 21. febrúar 1969. Hjörtur Nielsen fæddist á fsafirði 16. apríl 1898. Hann lést á ísafirði 21. júlí 1985. í dag, 12. maí, hefði móðir mín, Marzelína F. Nielsen, orðið eitt hundrað ára gömul væri hún á lífi, en hún lést ár- ið 1969, og faðir minn, Hjört- ur Nielsen, hefði einnig orði hundrað ára gamall 16. apríl í eitt •, en Rúmlega tvítugur sigldi faðir minn til Kaupmanna- hafnar og stundaði nám í matreiðslu og framreiðslu- störfum. Hann var bryti á skipum Eimskipafélags ís- lands á árunum 1920 til 1932. Hann hóf störf á Hótel Borg árið 1934, fyrst sem þjónn, síðan sem veitingastjóri til ársins 1952. Árið 1953 stofn- aði hann eigin verslun með kristal og postulín í Templ- arasundi 3, uns hann seldi hana árið 1983, er hún stóð á þrítugu. Móðir mín, Marzelína Frið- hestaþingum og farnaðist það vel. Á þeim árum voru tamningar ekki tal- in álitleg atvinnugrein til að fram- fleyta sér og sínum. Því nam hann húsasmíði og starfaði alla tíð að iðn sinni. Það fór samt ekki á milli mála að hestamennska og umgengnin við hesta átti hug hans allan. Eins og flestir vita er tamning hesta nokkurt vandaverk og misjafnlega vel að hestum farið. Það hefur sá vitað sem kastaði fram þessum stökum: Farðu vel með folann minn fæstum reynist þægur. Hann er eins og heimurinn hrekkjóttur og slægur. En þegar það tekst að gera góðan hest úr göldum fola verður ánægjan og gleðin sterk: Vekur yndi, veitir frið, vonir rætast mínar, gegnum taum að tala við tilfinningar mínar. (Höf. ók.) Þegar Hestamannafélagið Sörli fékk úthlutað svæði undir hesthúsa- lóðir að Hlíðarþúfum var hann einn af frumbyggjunum og frá þeim tíma fór hann að taka virkan þátt í félags- starfinu. Ágúst og Elín kona hans voru mjög samhent í unglingastarfi Sörla og hafa unnið þar mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir félagið. Ekki dró það úr áhuganum að einkasonur þeirra Ragnar heillaðist einnig af hestamennskunni og hefur verið síð- ustu árin einn af sigursælustu knöp- um félagsins. 1996 og 1997 var hann valinn hestaíþróttamaður Sörla. Hin seinni ár hafði Ágúst hafið þróttmikið og árangursríkt ræktun- arstarf sem átti hug hans allan. Hann beitti sér fyrir stofnun hrossa- ræktardeildar Sörla sem er deild í Hrossaræktarsambandi Suðurlands og var hann kosinn í fyrstu stjórn deiidarinnar. Ágúst hefur lengi verið í stjórn mótanefndar Sörla og lengst af for- maður hennar. Einnig hefur hann verið síðustu árin einn af fulltrúum Sörla á landsþingum Landssam- bands hestamanna og var kosinn í varastjóm LH. Á síðasta fjórðungsmóti LH á Hellu 1996 var hann fuUtrúi Sörla í framkvæmdastjórn mótsins og vann þar mikið og fórnfúst starf. Síðastliðið haust var hann kosinn varaformaður Sörla. Þegar hann var beðinn að taka sæti í stjórninni sagði hann eins og alltaf: Ef þið teijið að ég geti orðið að Uði þá er ég tilbúinn. Öll sín störf rækti hann af ein- lægni og trúmennsku. Ekki sóttist hann sjálfur eftir vegtyllum, heldur tók að sér störfin að þrábeiðni félag- anna, því hann hafði gott lag á að un- gangast fólk, var bóngóður og menn virtu skoðanir hans þótt þeir væru ekki ætíð sammála. Stjórn Hestamannafélagsins Sörla vill þakka fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem Ágúst innti af hendi fyrir félagið og hesta- mennskuna í landinu. Genginn er góður drengur og við getum eflaust tekið undir með höfundi vísunnar: Heyri ég dyn og hófaklið, hvarflar skin ura veginn. Sjálfsagt vinur sjáumst við seinna hinumegin. (B.B.) Elínu og Ragnari sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá Hestamanna- félaginu Sörla. Eg get svo fátt sem býr i bijósti sagt það bindur tungu sterkur bugar tregi en eins og kærleiks blómin blessuð lagt á bleikan hvarm þinn vinur elskulegi. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Elsku Ella og Ragnar okkar, móð- ir, systkini og aðrir ættingjar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Finnur og Sigríður. • Fleirí minningargreinar um Ágúst V. Oddsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hann lést árið 1985. Hjörtur Nielsen fæddist á ísa- firði 16. apríl 1898. Faðir hans hét Sophus Jorgen Nielsen, danskur, sem kom til íslands 18 ára gamall, bjó á Isafirði alla tíð og lést þar ár- ið 1905. Móðir hans hét Þórunn Gunnlaugsdóttir Blöndal sýslu- manns á Barðaströnd, Björns Blöndals sýslumanns á Hvammi í Vatnsdal. Eftir lát eiginmannsins fluttist Þórunn til Reykjavíkur með börnin og lést þar árið 1941. riksdóttir, fæddist 12. maí 1898 á Brekku í Öngulstaðahreppi í Eyja- firði. Foreldrar hepnar hétu Friðrik Pálsson og Ólöf Árnadóttir er þar bjuggu ásamt sex börnum sínum. Eftir tvítugt fór hún til Reykja- víkur og stundaði þar ýmis störf uns hún gerðist skipsþema á gamla Gullfossi. Þar kynntist hún föður mínum sem þá var bryti þar og felldu þau hugi saman. Þau opinber- uðu trúlofun sína 22. júh' árið 1930 í London þar sem skipið var statt ogt- létu taka mynd af sér af því tilefni og er það myndin sem fylgir þessari grein. Skömmu seinna giftu þau sig. Þau eignuðust þrjú börn, Sófus, Svölu og Emu. Ég ólst upp á Reynimelnum vest- ur í bæ frá átta ára aldri og á ég yndislegar minningar um ástríka foreldra sem gáfu okkur systkinun- um það besta sem hægt er að gefa, umhyggju og gott uppeldi. Ég minnist þess þegar ég var lítil og trítlaði við hlið foreldra minna á leið til kirkju á sunnudögum, þar _ sem ég drakk í mig guðs orð og* söng, sem reyndist mér gott vega- nesti eftir því sem árin liðu. Ég minnist foreldra minna með virðingu og þakklæti með þessum orðum: Kærum foreldrum þakka ég það góða uppeldi þau veittu mér, fótspor þeirra á jörðu hér er sú minnmg sem yljar mér. Svala Nielsen. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og iangamma, VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Hólmgarði 1, er lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 23. apríl sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Einar Árnason, Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurður L. Einarsson Anna María Einarsdóttir, Árni Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Þórir Þórðarson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Gústaf Guðmundsson, Ragnhildur Nordgulen, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, INGVI KARL JÓNSSON frá Brekku, Aðaldal, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði laugar- daginn 2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, SIGURÐUR Þ. GUÐJÓNSSON járnsmiður, Grettisgötu 32, Reykjavfk, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkurföstudaginn 8. mai. Systkini hins látna. + MAGNÚS SIGMUNDSSON, Vesturgötu 55, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Vinir. Lokað Lokað er eftir hádegi í dag, þriðjudag inn 12. maí, vegna jarðar- farar ÁGÚSTAR V. ODDSSONAR Parket og gólf, Vegmúla 2. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRfÐUR KETILSDÓTTIR, Lambhaga 2, Selfossi, andaðist á Ljósheimum laugardaginn 9. maí. Erling Gunnlaugsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Áskell Gunnlaugsson, Eygló Gunnlaugsdóttir, Ásta Gunnlaugsdóttir, Ólafur í. Jónsson, Sesselja Óskarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Björn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, Drangsnesi, lést mánudaginn 4. maí. Útförin fór fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Svandfs Jóhannsdóttir, Finnfrfður Jóhannsdóttir, Guðrfður Ása Jóhannsdóttir, Bryndfs Jóhannsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Jón Rúnar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Haukur Torfason, Hörður Þorleifsson, Gunnar Torfason, Jón Már Guðmundsson, Debóra Dupuis, t Elskuleg eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG STEFÁNSDÖTTIR, Hlyngerði 3, lést á Sjúkrahúsi Reykjavfkur að morgni sunnudagsins 10. maí. Guðni Helgason, Sigurlfna Guðnadóttir, Ástmundur Kristinn Guðnason, Helgi Guðnason, Stefán Kristinn Guðnason, Kristfn Guðnadóttir, Marfa Fríðjónsdóttir, Laurie Guðnason, Sóiveig Indriðadóttlr, Garðar Hilmarsson og barnabörn. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, DAGBJÖRT LOVÍSA ÁRNADÓTTIR, Úthlíð 3, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 7. maf. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 14. maí kl. 15.00. Linda Arvids, Guðbjartur Þór Kristjánsson, Linda Kristfn Kjartansdóttir, Andri Steinarr Viktorsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.