Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 61 FOLK I FRETTUM Að finna sinn eiginn stíl Trommarinn sagði engan fæðast fullmótað- an tónlistarmann, þetta væri spurning um á hvaða vettvangi maður kysi að þroska sig. Hildur Loftsdóttir hitti þrjú ungmenni sem halda brottfarartónleika sína í vikunni. Þau veltu fyrir sér náminu og framtíðinni. SNORRI, Þóra Gréta og; Hjörleifur utskriftartónleikunum S °S Sanna á DAGANA 12., 14. og 15. maí halda Þóra Gréta Þórisdóttir söngkona, Snorri Sigurðarson trompetleikari og Hjörleifur Jónsson trommuleikari brottfarartónleika sína í tónleikasal PIH, þar sem þau hafa stundað djasstónlistarnám síðustu ár. Skól- inn er ungur og enn í mótun, og má segja að kennarar og nemendur þrói námsbrautirnar í sameiningu. Þóra og Snorri eru t.d. þau fyrstu sem út- skrifast sem trompetleikari og söngvari. Iljörleifur: Einhvern veginn þá kemst maður upp með ótrúlega sér- visku í þessum skóla, þá meina ég í lagavali en ekki hijóðfæraleik. Þessi skóli stendur eiginlega saman af ein- tómum sérviskupúkum. Þóra Gréta: Það er bara svo margt ennþá í mótun, þess vegna er allt frjálst og þannig verða ekki allir steyptir í sama mót. Snorri: Ég held að við Þóra höfum eiginlega rutt brautina af því við þurftum sjálf að fínna út hvemig við vildum haga náminu. Núna vita kennaramir hvemig á að fara að þessu. Þóra: Það var mjög gaman, þótt það gæti verið erfitt stundum. Rjörleifur: Mér finnst það í raun- inni vera þannig með alla nemendur, því hver og einn leggur gmnninn að því hvað hann ætlar að gera í út- skriftartónleikunum. Manni era gefnar mjög frjálsar hendur og má þess vegna spila Metallica. Snorri: Maður velur sér samt eng- un stíl í upphafi. Málið er að hlusta á ógrynni af tónlist og reyna að spila allt sem er dæmigert fyiár það sem þú ert að hlusta á, svo pikkar maður ósjálfrátt út það sem maður vill nota. Persónulegur stfll kemur ekki fyrr en seinna þegar maður er búinn að spila meira. Hjörleifur: Það fæðist enginn full- mótaður tónlistarmaður og þetta er spuming um á hvaða vettvangi mað- ur kýs að þroska sig. Það er þess vegna hægt að sitja heima, æfa sig alla daga og vera sinn eigin kennari. Skóli er ekki aðalatriðið. Þóra Gréta: Það er náttúralega misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Hjörleifur: Já, einmitt og mér finnst FÍH gefa hverjum nemanda það frelsi sem til þarf til þess að karakter hans skíni í gegn. Nám í djasstónlist gengur að miklu leyti út á að læra að snarstefja eða „improvísera“ og þá er nauðsyn- legt að hafa góða grannþekkingu á hljóðfærið. Þetta er því framhalds- nám og það hefur brannið við að það vanti sérhæfða djasskennara. En er það ekki einmitt framtíðarverkefni fyrir útskriftarnemana? Hjörleifur: Nei, mig langar alls ekki til að kenna. Snorri: Ég er nú reyndar í kenn- aradeild skólans en það er eiginlega til að fá að læra á öll hljóðfæri. Þóra Gréta: Ég held að það sé best að segja aldrei aldrei í sam- bandi við kennslu. Hjörleifur: Maður hugsar samt alls ekki þegar maður er tíu ára: Best að læra á trommur þá get ég farið að kenna. Maður vill spila og gera flotta tónlist. Snorri: Það er best að komast í tísku sem stúdíóspilari til að fá eitt- hvað að gera hér á landi. Þóra Gréta: Maður lifir náttúra- lega ekki lengi á því að spila djass og gera ekkert annað. Snorri: Þegar við komumst á elli- lífeyri getum við stofnað hljómsveit saman og spilað djass. - Er það þá bara eymdin ein sem bíður ykkar eftir brottfarartónleik- ana? Þóra Gréta: Nei, alls ekki, nú fer maður að spila og syngja tónlist að eigin vali. Hjörleifur: Ég vil reyna að starfa sem mest við tónlist. Eg er að spila með bandinu hennar Móu og við munum fara víða. Málið er samt að geta skapað einhverja tónlist en ekki bara að vera góður spilari og bíða eftir að einhver hringi í mann. Það gerir það enginn. Snorri: Ég ætla að nota þetta ár til að þróa tónlistarsmekkinn og finna mig sem spilara í stað þess að vera alltaf að klára einhverja áfanga. Það gæti eitthvað skemmtilegt gerst. Hjörleifur: Samt vantar alls ekki áhuga hjá tónlistarmönnum til að kenna. Það strandar allt á yfirvöld- um sem eiga að borga, og margt í eflingu tónlistarstarfsins er unnið í sjálfboðavinnu af hugsjón. Eina sem yfirvöld gera er að hreykja sér á tyllidögum af öflugu tónlistarlífi í landinu. Þóra Gréta: Þetta er mjög áhuga- verður skóli og mikill uppgangur í honum. Það væri virkilega gaman að sjá hann fá meðbyr. Snorri: Maður getur lært allt í honum því kennararnir era virkir tónlistarmenn sem fylgjast með því sem er að gerast, en ekki bara kenn- arar. - Hvað ætlið þið að spila á tónleik- unum til að laða fólk að? Snorri: Meirihlutinn af dag- skránni er frekar ný tónlist. ECM tónlist sem er mjög flæðandi djass- tónlist. Menn eins og Keith Jarret, Kenny Wheeler og fleiri tengjast þessari stefnu. Þóra Gréta: Dagskráin mín er töluvert blönduð; Miles Davis, Steve Coleman og Duke Ellington. Ég fer svona víðar í tíma en Snorri. Svo verður dagskráin líka að sýna á manni sem flestar hliðar. Hjörleifur: Ég er bara að spila uppáhaldslögin mín, lög sem ég varð ástfanginn af fyrst þegar ég heyrði þau. A tónleikunum verð ég eigin- lega að sýna hvað ég get, og sumt er mjög mikið „sjó off‘ það verður að viðurkennast. - Skiptir það ykkur miklu máli að margir komi á tónleikana? Þóra Gréta: Það yrði mun skemmtilegra. Hjörleifur:Það vita náttúralega mjög fáir hver við eram, og þess vegna er mikilvægt upp á framtíðina að fólk úr sem flestum áttum láti sjá sig. Snorri: Ég vona að eitthvert fólk komi af því að það hefur áhuga á að heyra mig spila, ekki bara af því að það þekkir mig. IljörIeifur:Ég vil bara fá sem flesta. Það er ömurlegt að spila það sem maður er búinn að undirbúa í heilt ár fyrir fjöratíu manns. - Er leiðinlegt að vera að skiíja við skemmtilegan skóla? Hjörleifur: Mér hefur aldrei á æv- inni liðið jafnvel með nokkuð. Ég er orðinn of vanur skólanum og það hefur verið kyrrstaða hjá mér í tvö ár. Maður vill að hlutirnir séu alltaf í þróun og það er hollt að vera að fara að gera eitthvað annað. Þetta er búið að vera mjög fint. Snorri: Framhaldið tekur við ... Þóra Gréta: ...og við færam okkur áfram. Þaö sem gerir heimilið aö sælureit er notalegt umhverfi meö fallegum húsgögnum þar sem öllum getur liðið vel og látiö fara vel um sig. Viö í Húsgagnahöllinni leggjum mikiö upp úr því aö bjóöa alþjóðlegt og fallegt úrval vandaöra húsgagna. Hefðbundin húsgögn til þess nýjasta nýja og öll verðbreiddin. Ví<í eruwi Hér í-yrír J>íg/ Fia sófasett Fáanlegt í mörgum litum V HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöföl 20-112 Rvfk - S:510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.