Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 29 LISTIR Elsta sögu- ljóð heims BÆKUR Söguljóð FYRSTA LJÓÐ HEIMSINS SÖGULJÓÐIÐ UM GILGAMESH Gunnar Dal þýddi, Muninn bókaútgáfa, Islend- ingasagnaútgáfan 1998 -135 bls. BÓKMENNTASAGAN á ekki eldra heil- legt rit en söguljóðið um Gilgamesh sem stundum hefur verið nefnt Gilgamesh-kviða. Ljóðið er ævafornt og varðveitt að mestu á leirtöflum frá ýmsum tímum og stöðum. Þær elstu eru hátt í fjögur þúsund ára gamlar og hluti kviðunnar líklega enn eldri. Til hafa verið brot úr þessu rit í íslenskri þýðingu. En á sein- asta ári kom út þýðing Stefáns Steinssonar á kviðunni og nú hefur Gunnar Dal birt aðra þýðingu og allt öðruvísi á þessu söguljóði og nefnir hana Fyrsta ljóð heimsins, söguljóðið um Gilgamesh. Sögusvið söguljóðsins er Mesapótamía fýrir 4-5000 árum. Sagt er frá hetjunni Gilgamesh, konungi í Urúk. Hann var að tveim hlutum guðlegur en einum hluta mannlegur. Þótt hann þyki einstakur að atgervi kúgar hann þjóð sína og guðirnir bregðast svo við að þeir senda honum mótherja, Enkidú. Það tekst þó með þeim vinátta og þeir vinna afrek saman, komast í ónáð hjá guðunum sem láta Enkidú deyja. Dauði hans veldur Gilgamesh miklu hugarangri. Hann rís þó upp gegn dauðanum og reynir að öðlast eilíft líf en mistekst að mestu. Söguljóðinu tengist ýmist goðsögulegt efni. M.a. er í því sögnin um syndaflóðið sem er lítið breytt í Biblíunni. I eðli sínu eru hinar tvær þýðingar ólíkar. Söguljóðið um Gilgamesh hefur fundist nokk- uð viða í ólíkum gerðum og á mismunandi tungum. Það er unnið í leirtöflum sem varð- veist hafa misvel og í flestum útgáfum hafa menn því þurft að raða saman brotum úr ólík- um áttum. Þýðing Stefáns er mjög bundin svokallaðri staðalgerð. Hún er byggð á fornri gerð kviðunnar sem kennd er við fræðaþulinn Sin-lekí-únninní. Þar að auki gerir hann ná- kvæma grein fyrir þýðingu sinni, afbrigðum, viðbótum og því sem sleppt er. Allt er aftur á móti óljósara í riti Gunnars Dals um eðli og uppruna þýðingar hans enda er því bersýni- lega ætlað að vera alþýðlegt rit fremur en fræðilegt. Hann segir þó í inngangi að hann byggi á „mörgum fomum leirtöflum sem hafa aðallega fundist á sjö stöðum." Þrátt fyiir það hve víða Gunnar leitar fanga er kvæðið í þýð- ingu hans mjög heillegt. Það er hins vegar spurning hvort sú heild sé fengin á kostnað nákvæmninnar. Eg hef borið þýðingu Gunnars saman við þýðingu Stefáns og aðra enska þýðingu eða endursögn. Það eru vitaskuld ekki vinnubrögð sem duga til að tryggja óyggjandi dóm um gæði þýðingarinnar þótt varla sé hægt að gera meiri ki'öfur til blaðaritdóms. Af þeim saman- burði þykir mér þó ljóst að viða er engu líkara en að þýðing Gunnars sé því nær að vera end- ursögn. Hún er mun styttri og víða er stiklað á stóru. Texti staðalþýðinganna byggist mjög á samtölum. I þeim er endurtekningum mikið beitt sem stílbragði og þannig þýðing verður því endurtekningasöm og framvinda verksins hæg. En hún er trúrri verkinu og frumtextum þess. I þýðingu Gunnars er þessum endur- tekningum og jafnvel samtölum víða sleppt og framvindan því hraðari. Verkið verður liprara og aðgengilegra. Eigi að síður finnst mér Gunnar ganga fulllangt, jafnvel þannig að mildlvægir þættir verksins glatast. Út frá þýðingu Gunnars er t.a.m. erfitt að sjá að Enkidú sé skapaður af guðunum sem jafningi Gilgameshar honum til höfuðs enda þótt Gunnar geti þess í inngangskafla. Enkidú hefur einnig miklar efasemdir um skynsemi þess að ráðast á Húmbaba, óvininn sjálfan. I staðalþýðingunni flytur hann beina ræðu þar sem hann lýsir Húmbaba sem hryllingi mann- kyns. Oskur hans er flóð, kjaftur hans eldur, öndin dauði o.s.frv. en í endursögn Gunnars verður ræða Enkidús léttvæg: „Enkidú stóð ógn af skógi Húmbaba / og vildi ekki fara. / En hann var ekki / eins sleipur og Gilgamesh í orðræðum / og þeir voru vinir.“ Yfirleiltt vefj- ast smáatriði lítt fýrir Gunnari. í staðalþýð- ingu er leit Gilgameshar að eilífu lífi lýst. Þar þarf hann m.a. að fara á skipi yfir haf dauðans og því er lýst hvernig hann eigi að sækja sér þrjú hundnið stjökunarstafi til að mjaka sér áfram og skilja þá jafnóðum eftir. í þýðingu Gunnars breytast þessir stjökunarstafir aftur á móti í árar: „Höggðu niður skipsfarm af stórum trjám / og bikaðu þau með jarðbiki. / Þau verða árar þínar / til að koma bát þínum yfir haf dauðans." Vandasamt er að sjá hvað Gilgamesh átti að gera við allar þessar árar þar sem hann var einn á ferð með ferjumann- inum Úrshanabí. Skömmu seinna sér Gilga- mesh samkvæmt staðalþýðingunni að stafimir duga ekki til þess að stjaka honum alla leið. Hann klæðir því ferjumanninn úr og notar klæði hans sem segl. Aftur á móti er hann allt í einu orðinn einn á ferð í þýðingu Gunnars og þá kemur í ljós að áramar vora allar einnota: „Þegar hann hafði notað / allar árarnar nema eina / gerði hann úr henni mastur. / Hann fór úr fötunum / og notaði þau sem segl.“ Stundum rekst lesandi svo á hugleiðingar og athugasemdir í þýðingu Gunnars sem virð- ast ekki standast og jafnvel vera tilbúningur hans. Þannig lætur hann konu Útnapíshtím segja: „Karlmenn era hrokafullir / og hafa enga hæfileika til að lifa í friði.“ Það eina sem líkist slíkri alhæfingu í staðalþýðingunni er hugleiðing Útnapíshtím (sem er eiginlega Nói Biblíunnar) í þá veru að Gilgamesh sé vand- ræðaskepna. Hafa ber í huga að nákvæmniskrafan er ekki eina krafan sem gera verður til góðrar þýðingar. En hún er mikilvæg. Texti Gunnars er oft mjög glæsilegur og fullur af skáldlegri andagift. Þar sem Gunnar er frumtextunum trúr komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana. En ónákvæmni og ósamkvæmni í þýðingunni gerir það að verkum að hún tekst ekki sem skyldi. Skafti Þ. Halldórsson Nú tökum við til á lagernum og bjóðum því... RYMINGARSÖLU VEKB... Verð áður Verð nú á völdum vörutegundum! Alvöru heimabíótæki HITACHI CP 2865 Black Line myndlampi PHILIPS VR 655 HiFi Video 4 hausar UIIDIG ST70-270 100 riða tæki, Super Black Line myndlampi, íslenskst textavarp, fjarstýring, barnalæsing o.m.fl. Philips sjónvarp PW6322 119.900.- Philps sjónvarp PT7103 99.900.- Daewoo sjónvarp 28" 49.900.- Daewoo 21 “ sjónvarp 34.900.- Philips VR175myndbandst. 29.900.- Hitachi VTM605 Myndbandst 29.900.- Panasonic VCR NVSD 220. 39.900.- Philips TV/VCR sambyggt 79.900.- JVC myndbandsupptökuvél 99.900- Thomson ferðatæki m/CD 12.900.- Edesa gtrfugleypir 9.970.- Edesa kæliskápur 140 cm 49.900.- Nardi ofn, hvítur 58.900- Braun KF140K kaffivél 4.900.- Braun PV2205 gufustrjaujárn 4.490.- Philips HD4830 brauðrist 3.990,- Elram PT196 brauðrist 4 sneiðar 2.990- Philips HR1540 handþeytari 3.490.- Cloer 150 vöfflujárn 4.490.- JVC MX-D301T mini stæða 39.900.- JVCDX-E10ministæða 24.900.- Grundig KM12 mini stæða 29.900.- Sony Walkman m/útv. 5.690- Doro dec þráðlaus sími 19.900.- Citizen P852 ferðasjónv. 11.990.- Elram eggjasuðutæki 2.490.- Edesa ísskápur 170 cm 59.900.- Edesa ísskápur 160 cm 49.8OO.- Edesa gufugleypir 1M útdr. 11.790.- Edesa gufugieypir 2M 13.900.- Edesa gufugleypir 2M útdr. 17.900.- Edesa veggofn m/blæstri 34.86O.- BrauðristTE-195 3.290.- BrauðristTE-2130 4.290- Áleggshnífur 4.590.- Nardi ofn, spegill 64.900- Creda Winchester ofn 59.900.- Edesa helluborð 19.900.- Pöntunar- ng þjnnustunúmer fyrir landsbyggðina S. 5G8 8G90 3 /K Greiðslukjör við allra hæfi -Œ 99.900- 94.900. - 47.900. - 29.900. - 26.900. - 26.900. - 29.641.- 69.900. - 79.900- 9.900. - 5.990. - 29.900. - 49.900. - 3.900. - 3.390.- 2.790.- 1.990. - 1.990. - 2.990. - 34.900. - 19.900. - 23.900. - 4.900. - 16.900. - 9.900. - 1.970.- 49.900. - 39.900. - 7.900. - 6.066.- 7.900. - 19.900. - 1.900. - 2.490,- 2.990.- 49.900. - 44.900. - 10.900. - VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR Tieirnsendingafþjónusta þjónusta viögeröarþjónusta á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeöja í Evrópu RdFMKilflUERZLUII ÍSLílNDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.