Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Undirvitund og minni MYMPLIST Listhúsið Kambnr MYNDVERK KÍKÓ KORRIRÓ Opið alla daga nema miðvikudaga. Til 2. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fer ekki mörgum sögum af listhúsum í dreifbýlinu hér á landi, sem hafa annan og háleitari tilgang en að miðla list eigendanna, svo það er í meira lagi fréttnæmt að eitt slíkt opnaði dyr sínar á Rangárvöllum. Það gerðist sl. laugardag, er Ingólfur Gylfi Pálmason alþingismað- ur vígði og opnaði listhúsið Kamb í nágrenni Þjórsár, nýkominn úr málmfuglinum af einhverju þingi í Svíaríki. Nánar tiltekið er sveigt út á hægri afleggjara miðsvegar milli Þjórsár og Hellu, hann ekinn í nokkrar mínútur og er það greið leið á vegi sem nýborið hefur verið í. Eigandi listhússins og jafnframt rekstrarstjóri er Gunnar Öm Gunnarsson myndlistarmaður, og er það í litlu nýuppgerðu húsi stein- snar frá vinnustofu hans. Hefur það verið tómstunda- iðja listamannsins um langt skeið að gera húsið upp og hefur vel tekist til, er hið vistlegasta þótt ekki sé það stórt. En mjór er mildls vísir eins og sagt er. Húsið var vígt með sýn- ingu á verkum hins sérstæða einfara Þórðar G. Valdi- marssonar, er tekið hefur sér listamannsnafnið, Kíkó Korriró, og nefnir hann gjörninginn Myndir úr þjóðarsálinni. Varð fyrst nafnkunnur, er Listmunahúsið við Lækjargötu og Knútur Braun kynntu verk hans með veglegri og eftirminnilegri framkvæmd fyrir 15 árum. Undirtónn mynda Kíkó Korrirós var þá rík bernsk kennd sem birtist í miklu flæði frásagnarlegs inntaks, er iðulega fyllti myndflötinn til hins ýtrasta. Kynjafiskar, marmennlar, óvættir, hof, hörg, oddmjóar tum- spírur og munúðarfullar konur svifu um myndflötinn í ástþrungnum pataldri, jafnvel með hið geistlega vald og krosstáknið frá Hausa- skeljastað í bakgrunni. Afar skýrar vísanir til breiskleika holdsins og getnaðarins, eilífrar framrásar efnis og anda. Um myndverk sín að Kambi, sem eru 37 talsins, segir listamaðurinn: „Þau eru tilraun til könnunar á und- irvitund minni og viðleitni til að ná til stærri heildar af því tagi, sem eins konar reynslu- eða myndbanki kynstofns vors og allífsins, sem sá guð, sem er veröldin sjálf. Hinn bernski undirtónn er vissulega til staðar í öllum myndunum, sei sei jú, en Korriró hefur einfaldað myndmál sitt til muna og hleður það sjaldnast smáat- riðum. Nú eru það helst fuglar og lostmeyjar sem skera og eða ganga þvert yf- ir myndflötinn, án þyngdar- lögmáls eða yfirhöfuð lög- mála af neinu tagi. Þau verða einfaldlega til milli handa gerandans meðan á sköpunarferlinu stendur. Myndefnið leiðir á stundum hugann að goðsögninni um Ledu og svaninn, en er samt í þessu formi líkara lofnar- gyðjum og smáum og stór- um fuglum er teygja álkuna og gogga sem frekast má í holdlegum og lostsárum funa. Hér er hin frumstæða, prímatíva, og bemska kennd í algleymi og eirir engu, fuglaballett í brimdansi við Simbalínufoss, með hrif lands og grómagna sem eldsneyti á ímyndunaraflið. Bragi Ásgeirsson KÍKÓ Korriró; Danstúlkun á fuglalífi, 1995, pastel á pappír, 43x30 cm. Síðasti fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norræna húsinu Vigdís Finnbogadóttir ræð- ir konur í sögum Laxness TÓLFTI og síðasti íyrirlesturinn að sinni um Halldór Laxness og verk hans á vegum Laxnessklúbssins og Vöku-Helgafells verður fluttur í Norræna húsinu næstkomandi mið- vikudag, 13. maí, og hefst kl. 17.15. Þar ræðir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, um kon- ur í skáldsögum Halldórs Laxness. Aðgangur er ókeypis. Vigdís Finnbogadóttir sagði um Halldór Laxness látinn meðal ann- ars: „Hann skrifaði af meiri skiln- ingi og snilld um konur en skáld- bræður hans í heiminum. Allar per- sónur í skáldverkum Halldórs Kilj- ans eru minnisverðar en konumar í skáldsögum sínum gerir hann að drottningum." Vigdís mun í fyrir- lestri sínum ræða um þessar drottn- ingar í verkum Nóbelsskáldsins. Erindi Vigdísar er það tólfta og síðasta í fyrirlestraröð þeirri sem Vaka-Helgafell og Laxnessklúbbur- inn hafa efnt til á undanfómu ári. Matthías Johannessen reið á vaðið í maí í fyrra en síðan hafa Skúli Bjöm Gunnarsson, Armann Jakobsson, Jón Karl Helgason, Margrét Guð- mundsdóttir og Guðrún Ingólfsdótt- ir, Viðar Hreinsson, Guðný Halldór- sóttir, Vésteinn Ólason, Valgerður Benediktsdóttir, Pétur Már Ólafs- son og Ólafur Ragnarsson fjallað um ævi og verk Halldórs Laxness á þessum vettvangi. Fleiri listaverka- þjófnaðir framdir París. The Daíly Telegraph. TALIÐ er að þjófamir, sem stálu verki eftir franska impressjónist- ann Corot úr Louvre-safninu í París, hafi verið hinir sömu og höfðu verk eftir Bretann Alfred Sisley á brott með sér úr listasafni í Orleans í Suður-Frakklandi fyrir viku. Ekki var hins vegar tilkynnt um þjófnaðinn á mánudag en þjófamir báru sig svipað að og í París. Verk Sisleys er metið á um 50.000 sterlingspund, um 6 millj- ónir ísl. kr., en Corot-verkið á um 8 milljónir ísl. Þjófnaðurinn í Louvre þykir til marks um afar slælega öryggis- gæslu, en aðeins 300 öryggis- vörðum var ætlað að hafa auga með 460.000 fermetra sýningar- plássi þar sem tugir þúsunda gesta virtu fyrir sér listaverkin. Verki Corots var stolið um há- bjartan dag, en það var japansk- ur ferðamaður sem fyrstur tók eftir því að verkið var horfið og lét vita. Tíu mínútur liðu áður en dymm safnsins var lokað, sem nægði þjófnum til að komast und- an. Um 20.000 manns, sem voru innandyra, voru ekki jafn heppn- ir, því leitað var á öllum áður en þeim var sleppt út og skapaðist mikil ringulreið innandyra. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjófar fá augastað á verkum Corots. Árið 1984 var fimm verk- um eftir hann stolið úr listasafni í Semur-en-Auxois og fundust fjögur þeirra þremur áram síðar í Japan. Verkin sem var stolið nú eru hins vegar talin allt of þekkt til að hægt sé að bjóða þau til sölu. Sá sem hafi látið stela þeim hafi því væntanlega ágirnst þau í einkasafn sitt og ekki hirt um þótt þau væra illa fengin. Stórmerk listaverka- gjöf til Metropolitan New York. Reuters. METROPOLITAN-listasafninu í New York hefur verið ánafnað eitt merkasta safn listaverka í einkaeigu. Verkin, 85 að tölu, eru eftir listamenn á borð við Picasso, Matisse, Braque, Modigliani, Balt- hus og á þriðja tug annarra myndlistarmanna. Þau voru í eigu listaverkasafnarans Natöshu Gelman, sem lést í síðustu viku, 86 ára að aldri. Arfleiddi Gelman safnið að verkunum. Forstöðumaður Metropolitan, Philipe de Montebello, kvaðst ekki geta sagt til um verðmæti gjafar- innar, en það næmi líklega hund- ruð milljónum dala, miUjörðum fsl. kr. Sagði hann að um væri að ræða merkasta safn tuttugustu aldar verka sem safninu hefði áskotnast. Gelman og eiginmaður hennar, Jacques, sem lést árið 1996, söfn- uðu verkunum sl. hálfa öld. Margt stórmerkra verka er í safni Gelman, verk sem mörkuðu jafnvel þáttaskil á ferli listamann- anna. Á meðal verkanna má nefna klippimyndir Matisse, og mynd hans „Ungur sjómaður II“, verk eftir Francis Bacon og Alberto Gi- acometti, og sjálfsmynd sem Picasso málaði árið 1906. Þá nefndi de Montebello átta verk eftir Miro og tvö verk frá upphafi kúbismans, eftir Braque og Picasso. Reuters „UNGUR sjómaður 11“ eftir Henri Matisse er eitt verkanna sem Natasha Gelman ánafnaði Metropolitan-safninu. Gjöfin kom ekki á óvart, þar sem Natasha Gelman ræddi fyrir- ætlanir sínar við de Montebello. Þá voru flest verkin sýnd í Metropolitan-safninu árið 1989. Ekki er ljóst hvenær verkin verða sýnd almenningi. f erfðaskrá Gelman er tekið fram að ekki megi skipta gjöfinni og að sýna verði verkin í einu lagj. Þá megi ekki blanda þeim saman við önn- ur verk í eigu safnsins. Frelsi og þjáning listamannsins KVIKMYNPIR Langarásbfú DECONSTRUCTING HARRY ★★★ Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Allen. Aðalhlutverk: Woody Allen, Bob Balaban, Eric Lloyd, Hazelle Goodman, Kirstie Alley, Demi Moore, Judy Davis, Amy Irv- ing, Elizabeth Shue, Billy Crystal og ótal fleiri meira og minna fræg- ir. Sweetland Films 1998. WOODY Allen er nú alltaf sam- ur við sig, og þessi nýjasta mynd hans ber öll þau einkenni sem áhorfendur elska hann fyrir eða hata. Woody leikur sjálfur rithöf- undinn og gyðinginn Harry Block, en gamli háskólinn hans sem eitt að heiðra hann fyrir ritverkin. Til að mæta ekki einn í afhendinguna býður hann syni sínum með sér, hjartveikum vini og gleðikonu sem hann svaf hjá seinustu nótt. Rit- höfundurinn á þó ekki sjö dagana sæla því sálarkreppan tekur sinn toll. Hann er einstaklega freudísk- ur og kynlífíð og vinnan eru það eina sem skiptir máli í lífinu. Hann getur ekki elskað, er einstaklega taugaveiklaður, haldinn ofsóknar- brjálæði en er jafnframt með ein- dæmum sjálfhverfur. Veröldin er afskræming sem hann neyðist til að meðtaka, og hann getur ekki lifað nema í gegnum sögupersónur sínar. Enda þegar undirmeðvit- undin vill láta í sér heyra lifna þær við og segja honum til syndanna. Við könnumst öll við þessa per- sónu sem hefur verið á vappi í all- mörgum kvikmyndum Woodys, þar sem þessi persónueinkenni hafa dreifst á mismarga karaktera. Það er ekki nema von, því þetta er hann sjálfur. Og það er einmitt efni þessarar myndar; hann sjálfur og hversu mikið frelsi hann getur leyft sér að taka í sköpun skáld- sagnapersóna þegar hann sækir í brann fjölskyldu og vina. Það hefur alltaf verið aðals- merki þessa fína kvikmyndaleik- stjóra að taka hvorki sjálfan sig né aðra alvarlega og er það sama uppi á teningnum í þessari mynd. Hún er alveg ótrúlega fyndin; bæði er söguþráðurinn absúrd og innskotin sem tekin era upp úr bókum hins mikilsmetna rithöf- undar eru einstaklega hégómleg, grunnhyggin og lítt smekkleg. Það er líka gaman að sjá hvemig per- sónur sem byggjast á raunvera- leikanum fegrast þegar þær end- urfæðast í skáldsagnarheiminum. Woody beinir fyrst og fremst sínu háðska grínspjóti að sjálfum sér, en snobbið, gyðingdómurinn, fjöl- skyldan, smáborgaraskapurinn og ástarlífið fá auðvitað að finna fyrir því líka. Woody hefur safnað í kringum sig fjölda skemmtilegra leikara sem fara með mismikilvæg hlut- verk í myndinni, og það eitt gerir myndina skemmtilega að sjá. Sumir eru auðvitað betri en aðrir, og má þar nefna þá stórgóðu leikkonu Judy Davis í hlutverki svekktrar mágkonu rithöfundar- ins sem hann hefur farið illa með. Demi Moore verður öragglega ekki kosin versta leikkona ársins þriðja árið í röð fyrir hlutverk sál- fræðings þótt hún sé ekki fædd í það. Einnig var glæsilega blökku- konan Hazelle Goodman einstök sem gleðikonan Cookie. Billy Crystal svíkur ekki áhorfendur sína né Woody sjálfur. Deconstructing Harry er ekki meðal bestu mynda Woody Allens en hefur skemmtilega sérstöðu fyrir það hversu augljóslega hann er að brjóta sjálfan sig niður og sálgreina. Hún er fyrirmyndar skemmtun sem óhætt er að mæla með og jafnvel fyrir þá sem ekki hefur líkað við Woody Allen hing- að til. Það má alltaf kenna gömlum hundi að sitja eða a.m.k. reyna það. Hildur Loftsdóttir Aðalfundur Félags um Lista- háskóla Islands AÐALFUNDUR Félags um Lista- háskóla Islands verður haldinn þriðjudaginn 12. maí kl. 20. í Rúg- brauðsgerðinni í Borgartúni 6. Á fundinum verður m.a. fjallað um stofnun Listaháskóla Islands sem verður stofnaður nú á næst- unni. Á fundinum verða kjömir full- trúar félagsins í stjórn skólans. Bráðabirgðastjórn skólans sem menntamálaráðherra skipaði hefur að undanfömu unnið að stofnun skólans, en nú verður fyrsta stjóm skólans skipuð. Stjóm skólans skipa þrír fulltrúar félagsins og tveir full- trúar menntamálaráðherra. Meðal fyrstu verkefna stjórnar- innar verður að ganga frá skipu- lagsskrá skólans og ráða honum rektor. Deildarforsetar skólans og fjármálastjóri verða svo væntan- lega ráðnir í kjölfarið. Þar með hefst vinna við skipulag skólans og frágang á húsnæðinu, en skólinn verður til húsa í SS-húsinu í Laug- arnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.