Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 41 AÐSENDAR GREINAR Um samskipti okkar Gunn- laugs M. Sigmundssonar MER hafa borist þau tíðindi hingað til Svíþjóð- ar að nafn mitt hafi óverðskuldað verið dreg- ið inn í unu-æður öllu meiri og merkilegri manna en vesalings míns. Háttvirtur þingmaður Vestfirðinga, Gunnlaugur Sigmundsson, mun í bréfi til Alþingis hafa gert mig sérstaklega ábyi'gan fyr- ir því að ekki mun allt með felldu varðandi eign- arhlut hans og fjölskyldu í varnarverktakafyrir- tækinu Kögun hf. Og ekki nóg með það, ekki er annað að skilja en ég beri sérstaka ábyrgð á því að valin- kunnur sæmdarmaður, Sverrir Her- mannsson, fer að bera þingmanninn sökum sem að Gunnlaugs mati hefðu betur mátt liggja í þagnargildi. Það er nú svo að þetta blessaða nafn mitt er kannski það eina sem ég á um þessar mundir og mér er dálítið annt um það, ekki svo mjög sjálfs mín vegna heldur þeirra sem ég fékk það frá. I minni ætt hefur það nefnilega ætíð verið litið alvarlegum augum að vera kallaður ósannindamaður, aliar götur frá frænda okkar, Ara fróða Þorgilssyni. Af þessum sökum bið ég ritstjóra Morgunblaðsins að fá að hreinsa nafn mitt af þeim auri sem Gunnlaugur M. Sigmundsson hefur einhverra hluta vegna talið sér ávinning í að ata það með. í „tíma og ótíma“ Alvarlegasta ásökun þingmannsins sem varðar mig persónulega er sú að ég hafi í „tíma og ótíma“ áreitt hann með símtöl- um og persónulegum ónotum. Sannleikurinn er sá að ég hringdi í hann aðeins einu sinni! Hann hafði reyndar sjálfur frumkvæði að því að hringja í mig. Sagðist þá hafa frétt að ég héldi uppi fyrirspurnum um hann og að ég hefði í hyggju að skrifa um hann einhverja grein. Síðan bauðst hann til að svara þeim spurning- um sem ég hefði fram að færa en bar við tíma- skorti er ég hafði tekið boðinu fegins hendi og hugðist byrja að spyrja hann. Hann bað mig þess í stað að hringja seinna. í þessu sam- tali voru engin ónot hvorki af hans hálfu og enn síður minni. Næsta samtal varð lengra (og það vfll svo tii að ég á það uppskrifað). I því fóru heldur engin ónot fram okk- ar í millum, þvert á móti. Það er hins vegar önnur saga að hann gat fá svör gefið sem hönd var á festandi, síst af öllu um eignarhlut hans og fjölskyld- unnar í Kögun hf. I þeim efnum vís- aði hann á fyrirtækið Talnakönnun sem er meðal margra smárra hlut- hafa í Kögun og fyrirtæki sem birtir tölulegar upplýsingar af ýmsu tagi um íslensk fyrirtæki, m.a. um hluta- fé. Er ég sneri mér til Talnakönnunar fékk ég síðan að heyra að af einhverj- um ástæðum væru þessar upplýsing- ar nú týndar hjá þeim. Starfsmaður- inn þar sagði að erfiðlega hefði geng- ið að fá þessar upplýsingar en þær hefðu samt komið áður en þeir gáfu út umfjöllun sína um Kögun. Þær voru hins vegar ekki birtar því eftir sem hann hafði heyrt þá voru sumir hluthafa viðkvæmir fyrir því að þesar upplýsingar yrðu birtar. Og hvernig sem á því stæði þá fyndist þetta ekki lengur hjá Talnakönnun. Vildi fá mig í Framsóknarflokkinn En aftur að símtölunum. Þetta síð- ara símtal við hann var það eina sem ég átti frumkvæði að og það fór svo * Itrekuðum tilraunum mínum til að fá Gunn- laug og stuðningsmenn hans til að benda á ein- hverja rangfærslu í þessari grein minni, segir Vigfús Geirdal, hefur aldrei verið svarað. vel á með okkur að hann spurði hvort ég vildi ekki ganga í Framsóknar- flokkinn! Jafnframt lýsti hann yfir vilja sínum til að hafa frekara sam- band við mig og stuttu síðar hafði hann samband aftur og bað mig sem starfsmann Fræðsluskrifstofu að setja sig inn í skólamál, einkum á Vestfjörðum. Eg varð við þessari ósk hans, sendi honum ýmis gögn ásamt greinargerð sem ég hafði tekið saman. Öll þessi samskipti okkar voru í rauninni svo vinsamleg að hann fann sérstaka ástæðu til að heimsækja mig á Fræðsluskrifstofuna strax eftir að hann kom vestur til að hefja kosninga- baráttuna. Um þetta getur þáverandi samstarfskona mín vitnað, grandvör kona og gegnumvönduð eins og aliir ísfirðingar vita. Hún getur líka borið því vitni að samtal okkar Gunnlaugs þama á skrifstofunni fór fram í mesta bróðemi. Þetta voru samskipti okkar Gunn- laugs M. Sigmundssonar áður en grein mín um hann og vamarverk- takafyrirtækið Kögun hf. birtist í Vestfirska fréttablaðinu 8. mars 1995. Eftir það höfum við nánast engin per- sónuleg samskipti haft og aldrei að mínu frumkvæði. Sendisveinar hans í Framsóknar- flokknum réðust á mig með persónu- níði og sjálfur sá hann einhverjum sinnum ástæðu til að ráðast að mér með óhróðri í útvarpsviðtölum. ítrek- uðum tilraunum mínum til að fá Gunnlaug og stuðningsmenn hans til að benda á svo mikið sem eina einustu rangfærslu í þessari grein minni hefur aldrei verið svarað. Eru þeir ósannindamenn? Ég hef bent á það áður og árétta það enn að grein mín er aðallega unn- in með því að fara í gegnum upplýs- ingabanka Morgunblaðsins og Strengs, skýrslur utanríkisráðherra og Alþingistíðindi. Hún er að tölu- verðu leyti beinar tilvitnanir í Gunn- laug sjálfan, Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Að auki var ég í sambandi við einn margra smárra hluthafa í Kögun, starfsmann Kögunar, fyrirtækið Vigfús Geirdal Talnakönnun og Þróunarfélagið. Ég óska enn eftir því að Gunnlaugur bendi á það hvar þessir heimildar- menn mínir fara með rangt mál eða hvar Morgunblaðið hefur haft rangt eftir honum sjálfum Gunnlaugur segir í bréfi sínu til þingheims að þrisvar sinnum hafi ver- ið á sig ráðist. Fyrst hafi það verið Vigfus „nokkur" Geirdal, því næst Helgar- eða Morgunpósturinn og að síðustu Sverrir Hermannsson. Það hentar háttvirtum þingmanninum að segja að af þessum þremur árásum hafi umfjöllun Morgunpóstsins verið skárst. Fór á bak við stjórn Þróunarfé- lagsins og utanríkiráðuneytið Hvað Morgunpóstinn varðar þá er _ umfjöllun hans í öllum aðalatriðum byggð á grein minni með einni mikil- vægri undantekningu. Þar er það staðfest i viðtali við Pál Kr. Pálsson, stjómarformann Þróunarélagsins, að Gunnlaugur hafi farið á bak við stjóm og eigendur Þróunarfélagsins þegar hann seldi hlutabréf Þróunarfélagsins í Kögun til Kögunar og af þeim sökum verið tafarlaust látinn hætta hjá Þró- unarfélaginu. Þetta er í rauninni al- varlegasta ásökunin á hendur Gunn- laugi M. Sigmundssyni. Þetti gerði hann þrátt fyrir gildandi samning milli utanríkisráðuneytisins og Þróunarfélagsins um að gera Kög- un hf. að almenningshlutafélagi. Ég verð að segja það að mér þykir dálítið leitt að vita að þessi framsókn- '' arþingmaður skuli enn í dag burðast með mig á heilanum. Hvorki fram- sóknarforystan sem ábyrgð ber á honum, tryggir framsóknarkjósend- ur, né einu sinni hið háa Alþingi sáu neitt athugavert við siðferði hans þrátt fyrir allt. Mér finnst hann megi vel við una. Sjálfur hef ég ekkert á móti honum persónulega; minnist hans meira að segja í bænum mínum alitaf þegar ég man eftir. Höfundur er fyrrverandi kennslufull- f trúi á Fræðsluskrifstofu Vestfjarða RAÐAUGLVSINGAR FUIMDIR/ MANNFAGNAÐUR MENHTAFÉLA6 BYGGIHGARIÐHAflARIWS Aðalfundur Menntafélags byggingariðnaðarins verður haldinn á Hallveigarstíg 1, þridju- daginn 26. maí nk. kl. 17.00. Til aðalfundar eru boðuð öll félög og fyrirtæki sem eru aðilar að Menntafélagi byggingariðn- aðarins. í lögum MB segir m.a.: „Aðalfundur er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað án tillits til fundarsóknar. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Menntafélags byggingariðnaðarins." Á aðalfundi verða þessir dagskrárliðir: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Gjaldkeri leggurfram til samþykktarendur- skoðaða ársreikninga. 3. Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 4. Framkvæmdastjóri leggurfram fram- kvæmdaáætlun næsta starfsárs. 5. Lagabreytingar enda séu þær kynntar í fund- arboði. 6. Tilnefningar til stjórnar. 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi. 8. Önnur mál. • Kjarnaskóli bygginga og mannvirkjagreina. • Starfsgreinaráð. Stjórnin. Aðalfundur MARKAÐURINN HF JmV Aðalfundur Faxamarkaðarins hf. verður haldinn á Gauká Stöng miðvikudaginn 20. maí kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalafundarstörf, samkvæmt samþykktum félagsins 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Norrænafélagið í Reykjavík heldur aðalfund í Norræna húsinu þriðjudaginn 19. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn hvattirtil að mæta. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Garðs ehf. verður haldinn miðviku- daginn 20. maí 1998, kl. 16:00 á Lögmanns- stofu Jónasar A. Aðalsteinssonar í Lágmúla 7, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin. Breiðablik — skíðadeild Aðalfundur deildarinnar verður haldinn fimmtu- daginn 14. maí kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. Fundarboð Aðalfundur Þroskaþjálfafélags íslands verður haldinn á Grettisgötu 89, 4. hæð, fimmtudaginn 14. maí 1998 kl. 20.00. Dagskrá aðalfundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. AT VI NNUHÚSNÆÐI Lagerhúsnæði 403 fm Til leigu er lager- og iðnaðarhúsnæði í nýju húsi í Smárahvammslandinu í Kópavogi. Sala kemurtil greina. Flúsnæðið er nú laust. Upplýsingar veitir Hanna Rúna á skrifstofutíma í síma 515 5500. Skrifstofuhúsnæði 54 fm Til leigu og hugsanlega til sölu er innréttað skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Ármúla. Húsnæðið getur verið laust fljótlega til afnota. Upplýsingar veitir Hanna Rúna á skrifstofutíma í síma 515 5500. Verslunarhúsnæði 123 fm Til leigu er vandað verslunarhúsnæði í Skip- holti. Húsnæðið verður laust 1. júní. Upplýsingar veitir Hanna Rúna á skrifstofutíma í síma 515 5500. Til leigu Atvinnuhúsnæði í fallegu húsi í vesturbæ. Góð aðkoma, og góð bílastæði. 130 fm á 2. hæð og 256 fm á 3. hæð. Uppl. gefur Hrönn eða Steinar í s. 551 1570. Sendiráðsstarfsmaður íslenskur, einhleypur óskar eftir 3ja herb. íbúð til leigu í vestur- eða austurbæ. Vinsamlega sendið upplýsingar og tilboð, merkt: „R — 777" til afgreiðslu Mbl. fyrir 25. þessa mánaðar. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb.1 ■ 1475127 - Lf.* FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 563-2533 Miðvikudagur 13. maí kl. 20.30. Myndakvöld að Mörkinni 6: Hálendlð — Árbókarsvœðið — Sumarleyfisferðakynning. Myndakvöld i Ferðafélagssalnum i Mörkinni 6 er tileinkað hálendi íslands, en fyrir hlé mun Björn Hróarsson, jarðfræðingur, sýna □ EDDA 5998051219 I Lf. 1 fjölbreyttar myndir af náttúru- perlum á hálendinu og af svæði nýju árbókarinnar: Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Eftir , hlé verða nokkrar spennandi sumarleyfisferðir kynntar, auk hvítasunnuferða. Verð 500 kr. Góðar kaffiveitingar í hléi. Allir eru velkomnir. Gerist félagar og eignist hina nýju og glæsilegu ár- bók. Hægt er að skrá sig á mynd- akvöldinu. Afmælistilboð á ferða- bók Konrads Maurers er fram- lengt út þessa viku, en bókin er seld á skrifstofunni á 3.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.