Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN 300.000.000 vefsíður SÍFELLT spá menn í það hversu veraldarvefurinn er umfangsmikil og fá út mjög ólíkar niðurstöður. Þann mun má skýra með mismun- andi mælingaraðferðum og -tólum, en samkvæmt nýlegri könnun Digital, sem rekur AltaVista leit- arvélina, eru á vefnum 275 milljón kyrrar síður, þ.e. síður sem ekki eru búnar til uppúr gagnagrunni um leið og beðið er um þær. Könnun Digital byggðist á því að leitað var að um 20.000 atriðum af handahófi í öllum leitarvélum sem fyrirtækið komst í. Síðan voru síðumar bornar saman og af því hversu þær sköruðust og hversu margar síður var að flnna í síðusafni AitaVista mátu starfs- menn Digital umfang vefjarins. Á vefsetri Digital má lesa að síð- ur á vefnum hafi verið um 125 milljónir um mitt síðasta ár. í nóv- ember vom síðurnar síðan orðnar 200 milljónir og loks 275 milljónir í mars sl. Samkvæmt mati Digital- manna er aukningin um 20 milljón síður á mánuði og því má gera því skóna að þær séu nú komnar á fjögur hundruðustu milljónina. Á setri Digital má og lesa að mesta síðusafnið sé að fínna í fór- um AltaVista, um 40% af vefnum, 110 milljón síður. Þar næst kemur HotBot með um 36% vefjarins, 100 milljón síður, en næstu leitarvélar, Infoseek og Excite, náðu yfir um 12% vefjarins, 33 milljónir síðna hver. VARLA hefur það farið fram- hjá mörgum að heimsmeistara- mótið í knattspyrnu er hafið suður í Frakklandi. Hafín er mikil fótboltaveisla og hún fer og að nokkru fram á Netinu. Á heimaslóð HM-vefjar Morgun- blaðsins er að finna eftirfar- andi slóðir á aðra vefi en á HM- vefnum er og að finna upplýs- ingar um landsliðin og alla leik- menn og þjálfara, aukinheldur sem þar má lesa sögu HM frá upphafi, kanna stöðuna í hverri umferð og einstökum leikjum og svo mætti telja. Slóðin á HM-vef Morgunblaðsins er http://www.mbl.is/bolt- inn/hm.html. •Opinber heimasíða heimsmeistara- mótsins í knatt- spyrnu 1998 er á slóðinni http://www.france98.com/. Þegar þangað er inn kom- ið er hægt að velja franska útgáfu eða enska og síðan má eyða drjúgum tíma í að skoða vefinn því hann er gríðarstór. •Sjálfsagt er að líta inn á vef- setur alþjóða knatt- 4 spyrnusambandsins, FIFA, á slóðinni http://www.fifa.com/. Þar er mikið magn upplýsinga,listi yf- ir alla leikmenn, fróðleikur um reglur og siðvenjur og hvað- eina, aukinheldur sem þar er að finna stutta samantekt um sögu HM. •Sportsline heitir vefsetur sem sinnir íþróttafréttum af miklum krafti. Þar er kominn upp veg- legur HM-vefur og lifandi. Slóðin er http://worl- dcup.soccernet.com/. •Gríðar- legur áhugi er fyrir heims- meistaramótinu í Englandi sem vonlegt er enda segja Englend- ingar nú loksins, loksins, líkt og KR-ingar á hverju vori. Á vefsetri Sky sjónvarpsstöðvar- innar, http://www.sky.co.uk- /sports/center/index.htm, er þekkilegur heimsmeistaramóts- pakki og vel fram settur. •Breska blaðið Daily Tele- graph var með fyrstu blöðum sem komu sér upp fréttavef og nýtti möguleika Netsins af ein- hverju viti. Sem vonlegt er er þar kominn upp sérvefur um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Þar er ýmislegt skemmtilegt að finna, þar á meðal grein um knattspymu- leiki sem snúast upp í að vera hálfgerð andhverfa við íþróttir, eða í það minnsta ganga á svig við íþróttaandann. Slóðin er hálfgerð maraþonslóð: http://www.telegraph.co.uk- /et?ac=000128399151980rt- mo=keJJZkop&at- mo=99999dM9& pg=/world- cup/index.html. •ESPN er vef- setur sjónvarpsstöðvar sem var líkt og Daily Telegraph snemma á ferð í að nýta sér möguleika nýs miðils. Á vef- setrinu er nú kominn upp efn- ismikill HM-vefur á slóðinni http://espn.sportszo- ne.com/soccer/worldcup98/ind ex.html. •Það er líka áhugi fyrir knatt- spyrnu í Kanada, þó kanadíska landsliðið sé ekki hátt skrifað; í 77. sæti á styrkleikalista FIFÁ. Á kanadíska veffréttasetrinu Canoe, Canadian Online Ex- porer, er prýðilegur HM-vefur; http://www.canoe.ca/SoccerW orldCup/home.html. •Banda- ríska blaðið USA Today er líka með fréttasetur á vefnum í tU- efni af heimsmeistarakeppninni og þar er HM-vefur á slóðinni http://www.usatoday.com/spor ts/soccer/sos.htm. •Stupðningsaðilar HM’98 í Frakklandi em íjölmargir, þar á meðal íþróttavöm- og sæl- gætisframleiðendur. Mjólkur- vömframleiðandinn Dannon er í þeim hópi og hefur meira að segja komið sér upp HM’98- síðu. Á slóðinni http://www.- dannon.com/fcup_us.html er meðal annars að finna ýmisleg- ar upplýsingar um heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu, en krefst góðar tengingar því allt er sett upp í Shockwave eða Flash. •Yahoo! netskráin er gríðar- lega vinsæl. Þar má finna hvaðeina og ekki bara fótbolta, en Yahoo! rekur meðal annars einnig fréttaþjónustu og sú sinnir eðlilega HM’98 í Frakk- landi af sóma. í HM-hluta íþróttavefseturs Yahoo!- manna, http://soccer.ya- hoo.com/wc98/, má lesa um landsliðin og einstaka leik- menn og fá fréttir af því sem fram fer. •íþróttaþjónusta Yahoo! netskrárinnar býður hveijum sem vill að setja saman draumalið og láta það lið etja kapp við 200.000 aðra liðs- sljóra. Á slóðinni http://dream- league.smaIIworld.com/ er hægt að velja draumalið leik- manna úr HM’98 og taka þátt í sérstakri deildarkeppni með liðið. AUÐUNDHF. AÐALFUNDUR Aðalfundur verður haldinn á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík þann 23. júní 1998, kl. 16:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings 1997-1998 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar 4. Tillaga um breytingar á samþykktum sem varða heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 1.442.300.000 kr. og til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör sem skal ráðast af virði eigna og skuldbindinga sjóðsins og markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjárhækkuninni er að ná fram aukinni áhættudreifingu. Lagt er til að hluthafa- fundur víki frá áskriftarrétti hluthafa vegna hækkunarinnar. Heimild þessi gildir til 1. júní 2003 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins 6. Kosning stjórnar félagsins | 7. Kosning endurskoðenda félagsins I 8. Ákvörðun um laun stjórnarmanna 9. Erindi um íslenskan hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Reykjavík 11. júní 1998 Stjórn Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. KAUPMNG HF Ármúla 13A • 108 Reykjavík • Sími 515-1500 Fax 515-1509 • www.kaupthing.is * lUokia 5110 • 270 klst. rafhlaða • 5 klst. taltími • Sendir og mót. SMS • Vegur 170 gr. • 132x47,5x31 mm • Hægt að skipta um framhlið GCS slimline 9000 • 41 klst. rafhlaða • 2 klst. taltimi • Sendir og mótt. SMS • Vegur 195 gr. • 130 númera minni ——— Panasonic G600 • 80 klst. rafhlaða • 3 klst. taltími • Sendir og mót. SMS • Vegur 137 gr. • 180 —— númera símaskrá • 1*7,^ Titrari, upptökuminni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.