Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN 300.000.000 vefsíður SÍFELLT spá menn í það hversu veraldarvefurinn er umfangsmikil og fá út mjög ólíkar niðurstöður. Þann mun má skýra með mismun- andi mælingaraðferðum og -tólum, en samkvæmt nýlegri könnun Digital, sem rekur AltaVista leit- arvélina, eru á vefnum 275 milljón kyrrar síður, þ.e. síður sem ekki eru búnar til uppúr gagnagrunni um leið og beðið er um þær. Könnun Digital byggðist á því að leitað var að um 20.000 atriðum af handahófi í öllum leitarvélum sem fyrirtækið komst í. Síðan voru síðumar bornar saman og af því hversu þær sköruðust og hversu margar síður var að flnna í síðusafni AitaVista mátu starfs- menn Digital umfang vefjarins. Á vefsetri Digital má lesa að síð- ur á vefnum hafi verið um 125 milljónir um mitt síðasta ár. í nóv- ember vom síðurnar síðan orðnar 200 milljónir og loks 275 milljónir í mars sl. Samkvæmt mati Digital- manna er aukningin um 20 milljón síður á mánuði og því má gera því skóna að þær séu nú komnar á fjögur hundruðustu milljónina. Á setri Digital má og lesa að mesta síðusafnið sé að fínna í fór- um AltaVista, um 40% af vefnum, 110 milljón síður. Þar næst kemur HotBot með um 36% vefjarins, 100 milljón síður, en næstu leitarvélar, Infoseek og Excite, náðu yfir um 12% vefjarins, 33 milljónir síðna hver. VARLA hefur það farið fram- hjá mörgum að heimsmeistara- mótið í knattspyrnu er hafið suður í Frakklandi. Hafín er mikil fótboltaveisla og hún fer og að nokkru fram á Netinu. Á heimaslóð HM-vefjar Morgun- blaðsins er að finna eftirfar- andi slóðir á aðra vefi en á HM- vefnum er og að finna upplýs- ingar um landsliðin og alla leik- menn og þjálfara, aukinheldur sem þar má lesa sögu HM frá upphafi, kanna stöðuna í hverri umferð og einstökum leikjum og svo mætti telja. Slóðin á HM-vef Morgunblaðsins er http://www.mbl.is/bolt- inn/hm.html. •Opinber heimasíða heimsmeistara- mótsins í knatt- spyrnu 1998 er á slóðinni http://www.france98.com/. Þegar þangað er inn kom- ið er hægt að velja franska útgáfu eða enska og síðan má eyða drjúgum tíma í að skoða vefinn því hann er gríðarstór. •Sjálfsagt er að líta inn á vef- setur alþjóða knatt- 4 spyrnusambandsins, FIFA, á slóðinni http://www.fifa.com/. Þar er mikið magn upplýsinga,listi yf- ir alla leikmenn, fróðleikur um reglur og siðvenjur og hvað- eina, aukinheldur sem þar er að finna stutta samantekt um sögu HM. •Sportsline heitir vefsetur sem sinnir íþróttafréttum af miklum krafti. Þar er kominn upp veg- legur HM-vefur og lifandi. Slóðin er http://worl- dcup.soccernet.com/. •Gríðar- legur áhugi er fyrir heims- meistaramótinu í Englandi sem vonlegt er enda segja Englend- ingar nú loksins, loksins, líkt og KR-ingar á hverju vori. Á vefsetri Sky sjónvarpsstöðvar- innar, http://www.sky.co.uk- /sports/center/index.htm, er þekkilegur heimsmeistaramóts- pakki og vel fram settur. •Breska blaðið Daily Tele- graph var með fyrstu blöðum sem komu sér upp fréttavef og nýtti möguleika Netsins af ein- hverju viti. Sem vonlegt er er þar kominn upp sérvefur um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Þar er ýmislegt skemmtilegt að finna, þar á meðal grein um knattspymu- leiki sem snúast upp í að vera hálfgerð andhverfa við íþróttir, eða í það minnsta ganga á svig við íþróttaandann. Slóðin er hálfgerð maraþonslóð: http://www.telegraph.co.uk- /et?ac=000128399151980rt- mo=keJJZkop&at- mo=99999dM9& pg=/world- cup/index.html. •ESPN er vef- setur sjónvarpsstöðvar sem var líkt og Daily Telegraph snemma á ferð í að nýta sér möguleika nýs miðils. Á vef- setrinu er nú kominn upp efn- ismikill HM-vefur á slóðinni http://espn.sportszo- ne.com/soccer/worldcup98/ind ex.html. •Það er líka áhugi fyrir knatt- spyrnu í Kanada, þó kanadíska landsliðið sé ekki hátt skrifað; í 77. sæti á styrkleikalista FIFÁ. Á kanadíska veffréttasetrinu Canoe, Canadian Online Ex- porer, er prýðilegur HM-vefur; http://www.canoe.ca/SoccerW orldCup/home.html. •Banda- ríska blaðið USA Today er líka með fréttasetur á vefnum í tU- efni af heimsmeistarakeppninni og þar er HM-vefur á slóðinni http://www.usatoday.com/spor ts/soccer/sos.htm. •Stupðningsaðilar HM’98 í Frakklandi em íjölmargir, þar á meðal íþróttavöm- og sæl- gætisframleiðendur. Mjólkur- vömframleiðandinn Dannon er í þeim hópi og hefur meira að segja komið sér upp HM’98- síðu. Á slóðinni http://www.- dannon.com/fcup_us.html er meðal annars að finna ýmisleg- ar upplýsingar um heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu, en krefst góðar tengingar því allt er sett upp í Shockwave eða Flash. •Yahoo! netskráin er gríðar- lega vinsæl. Þar má finna hvaðeina og ekki bara fótbolta, en Yahoo! rekur meðal annars einnig fréttaþjónustu og sú sinnir eðlilega HM’98 í Frakk- landi af sóma. í HM-hluta íþróttavefseturs Yahoo!- manna, http://soccer.ya- hoo.com/wc98/, má lesa um landsliðin og einstaka leik- menn og fá fréttir af því sem fram fer. •íþróttaþjónusta Yahoo! netskrárinnar býður hveijum sem vill að setja saman draumalið og láta það lið etja kapp við 200.000 aðra liðs- sljóra. Á slóðinni http://dream- league.smaIIworld.com/ er hægt að velja draumalið leik- manna úr HM’98 og taka þátt í sérstakri deildarkeppni með liðið. AUÐUNDHF. AÐALFUNDUR Aðalfundur verður haldinn á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík þann 23. júní 1998, kl. 16:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings 1997-1998 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar 4. Tillaga um breytingar á samþykktum sem varða heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 1.442.300.000 kr. og til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör sem skal ráðast af virði eigna og skuldbindinga sjóðsins og markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjárhækkuninni er að ná fram aukinni áhættudreifingu. Lagt er til að hluthafa- fundur víki frá áskriftarrétti hluthafa vegna hækkunarinnar. Heimild þessi gildir til 1. júní 2003 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins 6. Kosning stjórnar félagsins | 7. Kosning endurskoðenda félagsins I 8. Ákvörðun um laun stjórnarmanna 9. Erindi um íslenskan hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Reykjavík 11. júní 1998 Stjórn Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. KAUPMNG HF Ármúla 13A • 108 Reykjavík • Sími 515-1500 Fax 515-1509 • www.kaupthing.is * lUokia 5110 • 270 klst. rafhlaða • 5 klst. taltími • Sendir og mót. SMS • Vegur 170 gr. • 132x47,5x31 mm • Hægt að skipta um framhlið GCS slimline 9000 • 41 klst. rafhlaða • 2 klst. taltimi • Sendir og mótt. SMS • Vegur 195 gr. • 130 númera minni ——— Panasonic G600 • 80 klst. rafhlaða • 3 klst. taltími • Sendir og mót. SMS • Vegur 137 gr. • 180 —— númera símaskrá • 1*7,^ Titrari, upptökuminni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.