Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 4

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frá vinstri: Ray Smih, fyrrverandi háseti frá Hull, James Weatherall, fyrrverandi freigátukafteinn á HMS Tartar, Laurie Wileman, fyrrver- andi skipstjóri frá Hull og Paul Canter, fv. kafteinn á HMS Juno. Jim McCulIoch, breski sendiherrann á Islandi, og Helgi Hallvarðsson, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, rifjuðu upp minningar frá þorskastríðsárunum. ^ Nýir heimildaþættir um þorskastríðin kynntir Atökin skoðuð frá sj ónarhóli Br eta Morgunblaðið/Kristinn Þau Magnús Viðar Sigurðsson, Jónina Pálsdóttir og Margrét Jónasdóttir, stóðu að gerð hins nýja heimildaþátt- ar um Þorskastríðin, sem ber heitið „Sfðasti valsinn." FJÓRIR Bretar, tveir fyrrverandi sjómenn og tveir fyrrverandi freigátukafteinar breska sjóhersins sóttu veislu í varðskipinu Þór í gær- kvöld. Tilefnið var útgáfa nýs heim- ildaþáttar um þorskastríðin, en að sögn Margrétar Jónasdóttur, fram- leiðanda og handritshöfundar, þótti tilvalið að kynna þættina, sem heita „Síðasti valsinn“, um borð í Þór, þar sem skipið tók m.a. virkan þátt í stríðinu á sínum tíma. „Það hefur tekið um tvö ár að gera þessa þætti,“ sagði Margrét. „Þetta hefur fyrst og íremst verið mjög skemmtilegur tími og í raun ótrúlegt hvað þetta hefur gengið hratt og vel fyrir sig.“ Þættirnir, sem eru hver um sig um 45 til 50 mínútur, verða sýndir á Stöð 2 og verður fyrsti þátturinn sýndur 8. febrúar. Að sögn Margrétar er mjög dýrt að gera svona þætti og var heildar- kostnaðurinn við þetta verkefni á annan tug milljóna. Hún sagði að mesti kostnaðurinn hefði verið fólg- inn í kaupum á gömlum fréttamynd- um frá BBC og Hull. Margrét sagði að í þáttunum væri litið á þorskastríðin frá svolítið nýju sjónarhomi, þar sem mikið væri fjall- að um áhrif þeirra á líf sjómannanna í Bretlandi og umræðuna þar. Hún sagði að í fyrstu tveimur þáttunum væri fjallað um veiðar breskra tog- arasjómanna á íslandsmiðum og upphaf stríðsins. í þessum þáttum væru mörg viðtöl m.a. við kafteina breska sjóhersins og skipherra ís- lensku Landhelgisgæslunnar, sem og íslenska og breska togarasjó- menn. Margrét sagði að í þriðja og síðasta þættinum væri áherslan hinsvegar lögð á stjórnmáhn og að í þeim þætti væri m.a. rætt við sir Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, Lord Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra, og John Prescott, núverandi varaforsætisráð- herra. Margrét sagði að í lokaþættin- um væri einnig fjallað um aðstæður hinna bresku togarasjómanna, sem misstu vinnuna eftir þorskastríðin, en þeir hafa háð langvinna baráttu við breska ríldð um að fá greiddar vegna þess fjárhagslega tjóns sem þeir urðu fyrir er þeir gátu ekki leng- ur stundað veiðar íslandsmiðum. Að sögn Margrétar er þátturinn tekinn upp á þremur stöðum þ.e. á íslandi, í Bretlandi og Bandaríkjun- um, en þar var rætt við fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Hún sagði að ýmislegt nýtt kæmi fram í þáttunum og sagði hún að um 80% af gömlu fréttamyndunum, sem keyptar hefðu verið frá BBC og Hull hefðu ekki birst hérlendis áður. „Við höfum alltaf verið vinir“ JAMES Weatherall, prótókollmeist- ari Bretadrottningar, var í veisl- unni um borð í Þór í gærkvöldi, en hann var kafteinn á freigátunni HMS Tartar í þorskastrfðunum. „Ég var mjög spenntur þegar ég fékk boð um að koma hingað og það að vera í þessu skipi er mjög undarleg en skemmtileg tilfinn- ing,“ sagði Weatherall. „Ég sá þetta skip oft þegar ég var á mið- unum að sinna skyldustörfum mín- um, en hef aldrei áður komið um borð. Ég tók þátt í tveimur af þremur þorskastrfðum. Árið 1958 var ég 22 ára og þá vorum við mikið fyrir ut- an Langanes og ég held að ég vilji aldrei sjá það nes aftur, því veðrið þar var vægt til orða tekið afar leiðinlegt. En þetta var víst mjög harður íslenskur vetur.“ Weatherall sagði að fyrsta þorskastríðið hefði alls ekki verið neitt sérstaklega erfitt. „Það var mikið um hótanir og þess háttar, en það gerðist aldrei neitt. Þriðja þorskastríðið var hins- vegar öðruvísi, en þá var ég líka orðinn kafteinn. Á þessum tíma var fslenska Landhelgisgæslan komin með fallbyssur og meiri alvara komin í málin, en ég tók þetta aldrei neitt persónulega þvf við vorum sendir þarna til að sinna ákveðnu starfi og vorum því ein- faldlega að vinna okkar vinnu. Það voru aldrei nein heiftarleg illindi í þessari deilu - ég meina, það var ekkert blóðbað. Við höfúm alltaf verið vinir og þessar þjóðir verða það áfram. Þessi deila var fyrst og fremst pólitfsk, en ég ætla ekki að ræða um það því það er ekki mitt sérsvið, en ég hef mínar hugmyndir um þetta allt saman. Ray Smith, sem hóf veiðar á ís- landsmiðum sem háseti á breskum togara árið 1956, sagði að breskir sjómenn hefðu verið reiðir á sínum tíma, þ.e. í þorskastríðunum. „Við vitum hinsvegar nú að þetta var ekki fslenska fólkinu að kenna, heldur var þetta hápólitfskt mál,“ sagði Smith. „Deilan árið 1958 var í raun ekkert til að tala um en árið 1972, þegar færa átti lögsöguna út í 50 mílur, varð málið alvarlegra. Undir niðri var samt alltafgott á milli okkar sjómannanna. Eg man eftir því er togarinn bilaði í miklu óveðri fyrir utan Seyðisfjörð. Þá kom fslenska Landhelgisgæslan okkur til aðstoðar og dró okkur til Seyðisfjarðar, þar sem gert var við skipið. Þótt við værum úr sitthvoru liðinu áttum við það sameiginlegt að vera sjómenn. Helstu afleiðingar þessa stríðs voru þær að heil kynslóð sjómanna varð atvinnulaus á einu bretti og það hafði mikla erfiðleika í för með sér.“ nioksins komin Við þökkum frábærar móttökur við Leggðu rækt við sjálfan þig. : Anna Því miður hefur ekki verið hægt J Valdimarsdóttir ^ anna ef^rSpUrn en nú er ný prentun komin í verslanir. „Rosalega góð fýrir alla" | Guðríður Haraldsdóttir, Rás 2 „Alveg stórmerkileg bók" Súsanna Svavarsdóttir, Bylgjan „Margir hefðu gott af að lesa [bókina]" Katrín Fjeldsted, Morgunbtaðið 4> ! FORLAGIÐ wwwjmalogmenningul^ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Dagur á legudeildum kostar frá 29.100 til 145.700 króna HVER sólarhringur á legudeild Landspítala kostar 43.700 krónur en á vökudeild nýbura og gjörgæslu- deild kostar sólarhringurinn 145.700 krónur. Þetta eru viðmiðanir sem notaðar eru þegar innheimta þarf hjá þeim sem ekki eru sjúkra- tryggðir kostnað spítalans vegna læknisþjónustu. Fram kom í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að kostnaður á vökudeild á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum gæti verið á bilinu hálf til ein milljón króna. Margrét K. Sigurðardóttir, yfirviðskiptafræðingur á fjárreiðu- deild Landspítala, sér um reikn- ingagerð fyrir þjónustu sem spítal- inn veitir þeim sem ekki eru sjúkratryggðir. Hún segir að hér sé varlega farið í innheimtu miðað við tölur sem hún hafi t.d. heyrt nefnd- ar frá Bandaríkjunum og telur að tölurnar þyrftu trúlega að vera nokkru hærri. Hún sagði nú unnið að nýjum kostnaðarútreikningi á ýmsum þáttum spítalaþjónustunnar. í fyrra voru skrifaðir út reikning- ar fyrir milli 75 og 80 milljónir króna en Margrét segir dálítið um afföll. Nokkuð er um að veita þurfi börnum bandarískra hermanna þjónustu t.d. vegna fyrirbura á vökudeild Landspítalans og geta það verið allt frá nokkrum sólar- hringum og upp í nokkrar vikur og eru þá innheimtar 145.700 kr. fyrir sólarhringinn. Rúmar 72 þúsund fyrir fæðingarhjálp Margrét nefndi sem dæmi að fyr- ir botniangaskurð væru innheimtar 145.700 kr. og það sama fyrir hjartaþræðingu en í þeim tilvikum væri innheimt sérstaklega ef setja þyrfti til dæmis stoðnet. Þá er inn- heimt sérstaklega ef setja þarf nýja liði, kringum 400 þúsund fyrir hnjá- liði og 72.850 kr. eru innheimtar fyr- ir að veita fæðingarhjálp. Til viðbót- ar þeirri upphæð eru innheimtar 29.100 kr. fyrir hvern sólarhring á kvennadeild. Kostnaður á kvenna- deild er því ívið lægri en á hand- lækninga- eða lyfjadeildum. Eins og fyrr segir er innheimt vegna þeirra sem ekki eru sjúkra- tryggðir, og getur það bæði átt við Islendinga og útlendinga. Ekki er innheimt fyrir íbúa landa Evrópu- sambandsins en Margrét nefndi sem dæmi að innheimt væri fyrir íbúa frá Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu sem þyrftu að leita læknis- þjónustu hérlendis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.