Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ - VIÐSKIPTI Starfsmönnum Búnaðarbankans var veitt undanþága frá verklagsreglum um kaup óskráðra hlutabréfa NOKKUR hópur starfsmanna Bún- aðarbanka íslands keypti á síðasta ári bréf í DeCODE, móðurfélagi ís- lenskrar erfðagreiningar, þrátt fyrir ákvæði í verklagsreglum bankans um að kaup á óskráðum bréfum væru óheimil. Að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, voru undanþágur veittar frá reglunum, og samþykkis ríkisins, sem meirihluta- eiganda í bankanum, var ekki leitað. Samkvæmt 7. gr. verklagsreglna bankans er starfsmönnum óheimilt að eiga viðskipti með önnur verðbréf en þau sem skráð eru á opinberum verðbréfamarkaði eða ganga kaup- um og sölum á öðrum skipulegum markaði sem starfar reglulega og er opinn almenningi. í júní á síðasta ári keyptu Búnaðarbankinn, Lands- bankinn, FBA og eignarhaldsfélagið Hof nálægt 17% hlut í DeCODE, og var kaupverðið rúmir sex milljarðar króna. Stefán telur verklagsreglurnar ekki hafa verið brotnar, þar sem rík- ið hafi áður samþykkt að starfsmenn Búnaðarbankans keyptu óskráð bréf í bankanum. Er Stefán með því að vísa til þess að í lok árs 1998 gaf ríkið starfsmönnum Landsbanka og Bún- aðarbanka kost á að eignast hluti í bönkunum í lokuðu útboði, nokkrum vikum áður en almennt útboð fór fram á hlut ríkisins í bönkunum. Bréf í hvorugum bankanna höfðu þá verið skráð á Verðbréfaþingi. „Eftir á að hyggja má hins vegar vel vera að við hefðum átt að standa öðruvísi að hlutunum, en við mátum þetta heim- ilt þegar verklagsreglurnar tóku gildi,“ segir Stefán. Stjórnendur bank- ans telja undan- þágurnar eðlilegar Að hans sögn keyptu starfsmenn jafnt á verðbréfasviði sem öðrum sviðum bankans bréfin. „Hins vegar bauð bankinn ekki starfsmönnum sérstaklega að kaupa þau, heldur var undanþága veitt í hvert og eitt skipti þegar starfsmaður leitaði eftir henni,“ segir Stefán. Kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvaða önn- ur óskráð bréf starfsmönnum hefur verið heimilað að eiga viðskipti með fyrir eigin reikning. Hins vegar legg- ur hann áherslu á að þar séu einungis á ferðinni bréf í félögum sem eru á leið á markað. Stjórnendm- bankans telja undan- þágumar eðlilegar, að sögn Stefáns. „Við setjum þau skilyi'ði að mikil við- skipti séu með viðkomandi bréf sem starfsmaður kaupir, eins og reyndin hefur verið með bréf DeCODE, og að ekki sé um bréf að ræða sem starfs- menn geti haft áhrif á verðið á,“ segir hann og bætir því við að bankinn hvetji starfsmenn til að gæta hófs í viðskiptum með óskráð bréf. Aðspurður segir hann að ákveðið hámark sé sett á upphæð hverra við- skipta, án þess að það sé nánar skil- greint. Búnaðarbankinn hafi hins vegar engin tilmæli eða reglur sett um að starfsmenn þyrftu að eiga bréfin í tiltekinn lágmarkstíma. Að sögn Stefáns er þó í skoðun að taka upp slík ákvæði í verklagsreglumar. Verklagsreglur þær sem í gildi era innan Búnaðarbankans taka til starfsmanna á verðbréfasviði bank- ans og annarra sem aðgang hafa að trúnaðampplýsingum sem snúa að verðbréfamarkaðinum, þ.á m. helstu yfirmenn bankans. I heildina falla því um 70-80 starfsmenn undir ákvæði þeirra. Starfsmönnum Landsbréfa veitt undanþága Stjórnendur FBA og Landsbank- ans segja að undanþágur hafi al- mennt ekki verið veittar innan bank- anna frá ákvæðum verklagsreglna um viðskipti starfsmanna með óskráð bréf íyrir eigin reikning. „Við höfum skýr ákvæði um þetta í okkar verklagsreglum, en bann við viðskiptum með bréf nær þó ekki til erlendra félaga, svo lengi sem við- komandi félag er ekki í viðskipta- tengslum við bankann," segir Hall- dór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Astæðuna fyrir þeirri reglu segir hann vera þá að starfsmenn hafi ekki sérstakar upp- lýsingar um slík félög og geti al- mennt ekki haft áhrif á verðþróun þeirra. Hins vegar hafi stjórnendui- bankans túlkað reglurnar á þann hátt að starfsmönnum séu óheimil viðskipti með bréf DeCODE, þótt það sé erlent félag, vegna innlendra umsvifa félagsins. Starfsmönnum hafi þar af leiðandi engar undanþág- ur verið veittar til kaupa á bréfum í félaginu. Halldór segir aðeins eitt dæmi vera um að starfsmönnum innan Landsbankasamstæðunnar hafi ver- ið veitt undanþága vegna viðskipta með óskráð félög. Hafi þar verið um að ræða tilvik sem upp kom í byijun síðasta árs, þegar starfsmönnum Landsbréfa, sjóðafyrirtækis Lands- bankans, hafi verið veitt afmörkuð undanþága gegn mjög stífum skil- yrðum um langtímaeignarhald á við- komandi bréfum. Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, segir að þai- á bæ hafi undan- þágui- ekki verið veittar starfsmönn- um, að undanskildum örfáum tilvik- um þar sem leyfð vora kaup á hlutum í íþróttafélögum fyrir smáar fjár- hæðir. „Við teljum okkrn- hreinlega ekki í stakk búin til þess þar sem verklagsreglumar era staðfestar af Fjármálaeftirlitinu og sú stofnun hefur ekki staðfest neinar undan- þáguheimildir frá þeim,“ segir Bjami. Hann telur eðlilegt að reglur um viðskipti starfsmanna með óskráð bréf verði endurskoðaðar, þar sem þær séu famar að valda nokkrum óþægindum. Samt megi alls ekki gleymast í umræðunni að nú þegar séu í gildi innan hvers verðbréfafyi'- irtækis verklagsreglur sem Fjár- málaeftirlitið samþykki, og þeim beri að fylgja. Reglunum sé ætlað að tryggja hagsmuni viðskiptavina bankans. Leitast verði við að hafa þá hagsmuni áfram í öndvegi þegar hugað verður að breytingum. Halldór J. Kristjánsson segist vera fylgjandi því að rýmka heimildir starfsmanna tH að eiga viðskipti með óskráð bréf með þeim skilyrðum að eignarhald sé til lengri tíma og fyrir- framsamþykkis viðkomandi yfir- manns sé leitað í hvert og eitt skipti. Velta Kögunar hf. jókst um 59% milli ára VELTA Kögunar hf. á síðasta ári var tæplega 440 milljónir króna og hagnaður fyrir fjármagnsliði var 75,3 milljónir króna. Fjármagns- tekjur voru 6,3 milljónir króna, hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 81,5 milljónir og hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta 54,6 milljónir króna. Gengi bréfa í Kögun hefur hækkað úr 20 í byrjun desember í 35, eða um 75%. Eigið fé Kögunar hf. er 232 þús- und krónur og eigið fé og skuldir era samtals 380,6 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er 77 milljónir króna, veltufjárhlutfall er 2,01, eiginfjárhlutfall er 61%, innra virði er 3,09 og arðsemi eiginfjár er 32%. Gunnlaugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Kögunar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að síð- asta ár hefði verið besta ár félags- ins frá upphafi. „Veltuaukningin skiptist þannig að velta móðurfélagsins jókst um 45%, en velta Navision Financial- hluta félagsins jókst um 109%. Þetta gekk því vel á síðasta ári og ég vona að bjart sé framundan. Við eram að reyna að spreyta okkur í útflutningi og það gaf okkur svolít- ið á síðasta ári, en spurning er með framhaldið á því. Helstu vandamál- in eru fólgin í því að fá fólk til starfa, en vegna þess hve þjóðfé- lagið er hátt gírað núna er erfitt að finna fólk. Það er kannski helsti hemillinn á aukningu fyrirtækja í þessari grein,“ sagði Gunnlaugur. Stefnt á skráningu í febrúar Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Kögun keypt 90% hlut í Verk- og kerfisfræði- stofunni og er stefnt að því að skrá Kögun á Verðbréfaþingi íslands. Að sögn Gunnlaugs er stefnt að því að ná skráningu á þinginu í febrúar og er skráningarlýsing tilbúin. í hana á þó eftir að taka tillit til kaupanna á VKS samþykki aðal- fundur kaupin, en hann verður haldinn næstkomandi fimmtudag. Samherji í viðræðum um kaup á hlut í Hrað- frystihúsi Þórshafnar VERÐBREFAÞINGI Islands hefur borist tilkynning um að Samherji hf. eigi í viðræðum við Landsbanka Islands og fleiri aðila um hugsanleg kaup á talsverðum hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., með samvinnu fyrirtækjanna í veiðum og vinnslu að markmiði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að tilkynn- ingin hefði verið send Verðbréfa- þingi vegna þess að spurst hefði út að viðræður um kaup á hlut í hraðfrystihúsi Þórshafnar stæðu yfir. „Við höfum verið að þreifa á þessu máli en það er ekki komið á neinn leiðarenda. Ég reikna hins vegar með því að það fáist niður- staða nú um helgina. Á meðan þetta er ekki komið á leiðarenda ætla ég ekki að tjá mig nánar um rnálið," sagði Þorsteinn Már. Spá Landsbréfa um hagnað ársins 1999 hjá fyrirtækjunum sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ Upphæðir í milljónum króna Fyrirtækin sem mynda Úrvalsvísitölu VÞÍ: Spá um hagnað ársins 1999 Baugur 705 Búnaðarbanki fslands 1.220 FBA 1.255 Flugleiðir 2.025 Grandi 615 Eimskipafélag fslands 1.320 fslandsbanki 1.680 Landsbanki fslands - Marel 500 Olíufélagið 500 Samherji 400 SÍF 225 Tryggingamiðstöðin 285 ÚA 70 Þormóður rammi ■ Sæberg 430 Afkomuspá Landsbréfa Misjafn árangur í sjávarútvegi HRAFN Amason og Helgi Þór Logason, hjá eignastýringarsviði Landsbréfa hafa tekið saman spá Landsbréfa um afkomu fyrirtækja sem mynda Úrvalsvísitölu Verð- bréfaþings íslands fyrir árið 1999. , jUmennt má segja að afkomuhorf- ur, hjá þeim fyrirtækjum í Úrvals- vísitölunni sem Landsbréf spá fyrir um hagnað hjá, séu nokkuð góðar og útlit fyrir nokkra bætingu frá því í fyrra. Reikna má með að bankarnir haldi áfram að bæta afkomu sína og að hagnaður þeirra verði í takt við 9 mánaða afkomutölur þeirra. Reikna má með að afkoma sjávar- útvegsfyrirtækja verði ansi misjöfn og fari að mestu eftir því hvemig aflaheimildir þeirra era samsettar eftir tegundum. Þau fyrirtæki sem era með stóran hluta sinna aflaheim- ilda í bolfiski ættu að verða með nokkuð góð uppgjör á meðan upp- sjávarfisksfyrirtækin hafa þurft að þola verðfall á afurðum og dræma veiði. Töluvert er um óreglulegar tekjm’ hjá Eimskipafélaginu og Flug- leiðum, en þó reiknum við með að bæði þessi fyrirtæki bæti afkomu sína af reglulegri starfsemi frá fyrra ári. í heildina séð eram við því nokk- uð bjartsýnir á uppgjör þessara fyrir- tækja og teljum að þeim röddum sem hafa talað um ofmat á hlutabréfa- markaði eigi eftir að fækka,“ að því er fram kemur í spá Landsbréfa. Rekstrarleyfíshafar frísvæða Oheimilt að stunda heildsölu FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU hefur ekki borist beiðni frá Mat- kaupum um rekstur frísvæðis en fjármálaráðherra veitir leyfi til reksturs frísvæðis m.a. með því skilyrði að samþykki viðkomandi sveitarstjórnar liggi fyrir. Nýlega greindi Morgunblaðið frá því að Matkaup ehf., dótturfélag Daníels Ólafssonar hf., hefði sótt um leyfi til rekstrar frísvæðis í Skútuvogi 3 og vildi með því freista þess að fá slíka þjónustu á betri kjörum en fyrirtækið fær nú hjá TVG-Zimsen. Erindi Matkaupa fékkst sam- þykkt hjá borgarráði og mun nú vera til umfjöllunar hjá hafnar- stjórn. Fjármálaráðuneytinu hefur ekki, samkvæmt upplýsingum það- an, borist umsókn varðandi málið og munu slíkar umsóknir vera fá- tíðar. Að öðru leyti vildi ráðuneytið ekki tjá sig um málið. í 73. og 74. grein tollalaganna, nr. 55/1987, er kveðið á um að fjár- málaráðherra geti heimilað sveit- arfélögum, félögum eða einstak- lingum að setja á fót og reka almenna tollvörugeymslu. Leyfið er hins vegar bundið því skilyrði að innflytjendur almennt eigi þess kost á að fá leigð afnot af geymsl- unum. Jafnframt kemur fram í reglugerð um frísvæði, nr. 527/ 1991, að leyfi til reksturs frísvæðis, þ.e. afmarkaðs svæðis þar sem heimilt er að geyma ótollafgreidd- ar vörur, megi aðeins veita þeim aðilum sem starfa í þeim tilgangi að veita öðrum þá þjónustu sem felst í slíkum rekstri. Leyfishöfum er sjálfum óheimilt að stunda iðn- aðarframleiðslu, verslun, umboðs- sölu, heildsölu eða smásölu. Tvö fyrirtæki reka frísvæði af þessu tagi í dag. Það eru BM-flutn- ingar, sem er í eigu Samskipa og TVG-Zimsen, sem er í eigu Eim- skipafélagsins. Bankarnir hækka vexti BANKAR og sparisjóðir til- kynntu Seðlabankanum í gær um 0,8% hækkun útlánsvaxta í samræmi við nýlega hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum. Innlánsvextir hækka einnig, en minna, eða um 0,2-0,5%. Kjörvextir almennra skulda- bréfalána era nú 12,3% að með- altali, yfirdráttarlán einstak- linga 18,6% og meðalfoi’vextir víxla 16,1%. Vextir á almennum spari- sjóðsbókum era nú frá 1% til 1,5%. Á sértékkareikningum era vextir 1-1,9%.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.