Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.01.2000, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rétt skal vera rétt! STÚDENTARÁÐ hefur á undanfömum árum verið öflugur málsvari stúdenta og náð fram fjölmörgum breytingum sem haft hafa grundvallarþýð- ingu fyrir nemendur. Röskva hefur ávallt lagt höfuðáhej-slu á þetta hlutverk Stúd- entaráðs, þ.e. að vera vakandi fyrir því hvar pottur sé brotinn í sam- félagi stúdenta og ráða bót á vandanum. Því miður hefur of mikið af dýrmætum tíma Stúd- entaráðs farið í innra rifrildi milli fylkinganna, Röskvu og Vöku, um stöðu og eðli ráðsins. Hefur það helgast af reglubundnum áróðurs- herferðum minnihlutans um að Stúdentaráð hafi glatað öllu sjálf- stæði og þá hafa stóru orðin ekki verið spöruð. Mér þykir í raun miður að þurfa heila grein til að fjalla um stöðu Stúdentaráðs og leiðrétta rangfærslur, þegar ég gæti verið að fjalla um öll þau fjöl- mörgu mál sem þarf að framkvæma til að bæta stöðu stúdenta. Vegna skrifa minnihlutans undanfarið sé ég mig þó knúinn til að setja nokkur orð á blað um þjónustusamning Stúd- entaráðs og Háskólans um rekstur réttinda- skrifstofu. Fullt sjálfstæði Stúdentaráðs í íyrsta lagi hefur því verið haldið fram að sjálfstæði Stúdentaráðs hafi verið fórnað. Slík fullyrðing er 01- skiljanleg þegar samningurinn er skoðaður. Stúdentaráð fær fé til að Stúdentaráð Við eigum að einbeita okkur, segir Eiríkur Jónsson, að baráttu sem meira máli skiptir - bar- áttunni fyrir betri hag stúdenta. reka öfluga réttindaskrifstofu, en hefur sjálfræði um það hvernig þjón- ustan er veitt og hvaða mál eru rek- in. Þetta kemur t.d. skýrt fram í 7. gr. samningsins þar sem segir að Stúdentaráð geti vísað málum til Réttindaskrifstofunnar. í 10. gr. kemur einnig skýrt fram að Stúd- entaráð hafi fullt vald til að gera breytingar á rekstri Réttindaskrif- stofunnar. Eiríkur Jónsson Persónuvernd stúdenta er tryggð í öðru lagi hefur því verið haldið fram að Háskólinn hafi samkvæmt samningnum aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum um stúdenta. Unnur Brá Konráðsdóttir gengrn- m.a.s. svo langt í grein í Morgun- blaðinu 18. janúar að segja að rneiri- hluti Stúdentaráðs sé með samning- unum að selja Háskólanum aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum um stúdenta. Þessi fullyrðing er fjar- stæða í ljósi 14. gr. samningsins þar sem fram kemur að Háskólinn hafi ekki aðgang að persónuupplýsingum um skjólstæðinga Réttindaskrifstof- unnar. Engin eftirlitsskylda Háskólans í þriðja lagi hefur því verið haldið fram að samkvæmt samningnum hafi Háskólinn eftirlitsskyldu með Stúdentaráði. Samkvæmt 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins sé Stúd- entaráð orðið hluti af stjórnsýslu Háskólans og Háskólinn hafi þar með lagalegan rétt til beinnar íhlut- unar í einstök mál stúdenta. Ekki PORRABLÓT SAA 5. febrúar 2000 kl. 20:00 í Valsheimilinu að Hlíðarenda Húsið opnar Ómar Ragnar Annáll ársins Kórinn “1 Dagur í Leikir og happdrætti glens og grín mt * ........ . i-, '!■........ Veislustjóri: Friðrik Theódórsson Hljómsveitin Grái fiðringurinn Þorramatur frá Múlakaffi Forsala aðgöngumiða hefet mánudaginn 24. janúar kl. 12:00 Ármúla 18, 2. hæð. Verð aðgöngumiða á þorrablót og dansleik 2900 kr. Greiðslukort - nýtt tímabil fyrir þá sem vílja (tekið á móti símgreíðslum í síma 5307600). Verð á dansieik (eftir kl. 23:00) 700 kr. veit ég hvað býr að baki þessum full- yrðingum en þær fá hvorki staðist samninginn né lög um fjárreiður rík- isins. I 30. gr. laga um fjárreiður rík- isins er aðeins fjallað um hvenær heimilt sé að gera slíka samninga og hvernig staðið skuli að þeim en hvergi er mælt fyrir um eftirlits- skyldu eða rétt til beinnar íhlutunar. í samningnum er heldur ekkert sem rennir stoðum undir þessar fullyrð- ingar. Þar er einungis mælt fyrir um að Háskólinn geti fengið upplýsingar um framkvæmdina á samningunum og hvort framkvæmd þjónustunnar sé i anda samningsins. Eftirlits- skylda kemur hvergi fram. Persónu- vernd stúdenta er tryggð og Háskól- inn hefur engan rétt til beinnar íhlutunar um einstök mál. Stúdentaráð veitir aðhald í fjórða lagi hefur því verið haldið fram að óeðlilegt sé að Stúdentaráð þiggi fé frá Háskólanum til reksturs réttindaskrifstofu og því líkt við að Neytendasamtökin væru kostuð af Hofi. Eins og Finnur Beck formaður Stúdentaráðs kom inn á í Morgun- blaðsgrein sinni 15. janúar er ekki um sambærilega hluti að ræða. Langmestur hluti hagsmunamála stúdenta gagnvart Háskólanum leysist í samvinnu við háskólayfir- völd og háskólaráð hefur sýnt vilja sinn til að Háskólanum sé veitt að- hald. Háskólinn vill að ákveðin þjón- usta sé veitt og telur stúdenta best fallna til þess að gera það. Ekki er heldur hægt að nefna eitt einasta dæmi um að Stúdentaráð hafi á ein- hvem hátt slakað á gagnvart Há- skólanum í þeim málum þar sem bor- ið hefur á milli. Auk þess má benda á að Stúdentaráð og Háskólinn sinna sama hópi einstaklinga - stúdentum, meðan neytendadasamtökin sinna neytendum og Samtök stórkaup- manna kaupmönnum en þetta eru ekki sömu hóparnir. Að lokum má benda á þá einföldu staðreynd að ef sú staða kæmi upp að Stúdentaráð teldi samninginn ekki lengur viðunandi fyrir stúdenta, þá yrði honum einfaldlega sagt upp. Samningurinn hefur ótvíræða kosti Eins og sést af framansögðu eru þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram um slæmar afleiðingar samningsins fyrir stúdenta ekki á rökum reistar. Staðreyndin er sú að sjálfstæði Stúdentaráðs er tryggt og samningamir tryggja áframhald- andi góða og öfluga þjónustu við stúdenta. Af hverju að fara að segja upp samningi sem tryggir slíka þjón- ustu og skaðar ekki á nokkurn hátt hagsmuni stúdenta og Stúdentar- áðs? Ef það væri gert þyrfti að afla fjár annars staðar frá. Ein leiðin væri þá að reyna að fá allt féð frá fyr- irtækjum. Ég tel hinsvegar að tíma starfsmanna skrifstofunnar sé betur varið í hina raunverulegu hagsmuna- baráttu en að eyða ómældum tíma í fjáröflun Stúdentaráðs. Önnur leið væri að leggja frekari álögur á stúd- enta. Þeirri leið hafnar Röskva alfar- ið. Ljóst er að langbesta leiðin er að gera þjónustusamninga við Háskól- ann, enda tryggja þeir öfluga og góða þjónustu og skaða ekki á nokk- urn hátt hagsmuni stúdenta eða Stúdentaráðs. Röskva vill öfluga hagsmunabaráttu Eins og ég gat um í upphafi þessa greinarstúfs þykir mér miður að þurfa heila grein til að svara rang- færslum, en nauðsyn bar einfaldlega til. Röskva telur ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið enda aug- Ijóst að staða Stúdentaráðs og stúd- enta er trygg. Ég tel það í raun sorg- lega staðreynd að við sem stöndum í hagsmunabaráttu stúdenta þurfum að deila með þessum hætti á síðum Morgunblaðsins um mál sem lýtur að innri starfsemi Stúdentaráðs. Sérstaklega þegar umræðan ein- kennist af háværum slagorðum sem eiga ekki við rök að styðjast. Við eig- um að einbeita okkur að baráttu sem meira máli skiptir, baráttunni fyrir betri hag stúdenta. Það hefur Röskva gert og mun gera áfram. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.