Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 66

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 66
66 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 MGRGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Smáfólk /MEY, CHUCK..Y0U READ'i' ( FOR ANOTHER GREAT \F00T5ALL öAMET^/ JELL,I DON'T KN0UJ..0UR BE5T \55 RECEIVER HA5 A CONCU5SION, SPRAINEP WRI5T, A BRU/5ED ELBOW, ANPTWO BROKEN LE6S.. Hæ Kalli. Ertu til í Ég veit ekki. Besti bakvörðurinn okkar Leggðu eitthvað enn einn frábæran er með heilahristing, tognaðan úlnlið, kalt við það. fótboltaleik? marinn olnboga og báða fætur brotna. Barnahúsið og domar Frá Þóru Andrésdóttur: MIKIÐ var ég fegin að sjá grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 9. jan- úar sl. þ.s. Kjell Hymer og Júlíus Einar Halldórsson frá ísafjarðarbæ mótmæla staðhæfingum umboðs- manns bama að börn úti á lands- byggðinni gjaldi fyrir tilvist Bama- húss sem staðsett er í Reykjavík. Það em þá einhverjir sem eru tals- menn barnanna okkar og bera hag þeirra fyrir brjósti. Eg ætlaði ekki að trúa því að Þórhildur Líndal sem á að vera umboðsmaður barna vilji meina að böm úti á landsbyggðinni gjaldi fyrir tilvist Barnahúss sem er staðsett í Reykjavík. Vill hún virki- lega að við stígum stórt skref aft- urábak í rannsóknaraðferðum í kyn- ferðisafbrotamálum gagnvart bömum, til þess tíma sem var fyrir stofnun Barnahúss árið 1997. Það gæti orðið ef héraðsdómurum verður í sjálfsvald sett hvort þeir leiti til Barnahúss eða láti yfirheyrslur fara fram í sérstöku herbergi í dómhúsi. Ef ný lög kveða svo á um þarf að breyta þeim aftur þannig að þau séu í þágu almennings og ekki síst barn- anna okkar. Með tilkomu Bamahúss er búið að byggja upp góða aðstöðu með hag barnsins í huga, barns sem sætt hefur kynferðislegu oíbeldi. I Barnahúsi er öll tilhögun miðuð við að komast til móts við hrædd böm og draga úr kvíða með þvi að allar yfii'- heyrslur og viðtöl fara fram einu sinni og á einum stað. Þar getur barnið undirgengist rannsókn lög- reglu og læknis svo og viðtal við dómara og þegið stuðning og með- ferð á sama stað, í stað þess að börn- in komi til dómarans, og síðan til all- ra hinna einnig, og endurtaka sögu sína fyrir hverjum og einum. Það getur verið fullorðnu fólki um megn hvað þá litlum bömum. Þau eru nú búin að ganga í gegnum nóg samt. Það gæti jafnvel orðið til þess að fólk veigri sér við að kæra. Þegar búið er að byggja upp svo vel, að sérfræð- ingar í nágrannalöndum telja til eft- irbreytni, ætlum við rífa allt niður aftur, af því að börnin eiga að koma til dómarans. í Barnahúsi er góð aðstaða fyrir dómara til að taka skýrslur af baminu. Þar hefur safn- ast sérþekking og þverfagleg kunn- átta í meðferð kynferðisafbrota gegn bömum, sem hætta er á að tapist ef Barnahúsið verður lagt niður. Það getur varla verið verra fyrir börn ut- an af landsbyggðinni að böm í Reykjavík fái þessa þjónustu, en vonandi geta þau notið góðs af henni líka með því að vera í beinu sam- bandi við fagfólk í Bamahúsi með ráðgjöf. Era börn sem sætt hafa kynferðislegu oíbeldi ekki búin að þola nóg þótt við leggjum ekki meira á þau en þarf? Eiga börn okkar ekki skilið betra en að rifið sé niður það sem er búið að byggja upp fyrir þau? Er það virkilega svo að dómararnir myndu ekki nenna að leggja það á sig að koma til barnanna og vilji frekar að bömin komi til sín í yfir- heyrslur, þótt það kosti þau miklar þjáningar. Eghef það líka stundum á tilfinningunni að dómarar séu ekki að hugsa um hag barnsins, heldur frekar gerandans. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvernig sumir dómar eru. Eftir hverju er farið og hvar er siðferðið? Ég ætla ekki að fara út í mál sem vakti miklar umræður og reiði út í dómskerfið - þar sem þar lá ekki skýlaus játning fyrir. En það virðist ekki vera aðalatriðið, því að í öðru máli lá játning fyrir, og ekki bara fyrir einstakt brot heldur ítrek- að, þar var samt dómurinn ekki nema 15 mánuðir. Þetta barn mun kannski aldrei bíða þess bætur og líða fyrir þetta alla ævi, en það er ekki metið meira. Reyndar fékk það einhverjar bætur líka. Það er eins og peningar skipti meira máli en sálar- heill bams. Ef peningar eru í húfi, t.d. þjófnaður fá gerendur jafnvel þyngri dóm. Hvert er gildismat okk- ar og siðferði? Trúum við meira á Mammon en Guð? í grein sem heilsugæslulæknir úr Hafnarfirði skrifaði í Morgunblaðið í desember var margt mjög athyglisvert. Má þar nefna að karlmaður sem nauðgaði karlmanni fékk þyngri dóm en mað- ur sem nauðgaði konu á hroðalegan hátt. En barnanauðgari sem ræðst á saklaust barnið, vamarlaust, fær minnstan dóminn. Hvernig stendur á þessu? Er siðferðiskennd okkar al- veg blind? Af hverja látum við þetta afskiptalaust? Látum þessi mál okk- ur varða. Látum í okkur heyra. ÞÓRA ANDRÉSDÓTTIR hjúkranarfræðingur. Hafa skal það sem sannara reynist Frá Andreu Þorleifsdóttur: FLUGFÉLÖGIN voru tvö árið 1954, Flugfélag íslands og Loftleið- ir, og vpru 15 stofnendur Flugfreyju- félags íslands að sjálfsögðu frá báð- um félögum. Aður hefur komið fram, að Andrea Þorleifsdóttir og Hólm- fríður Mekkinósdóttir voru ekki fyrstu flugfreyjurnar. Fyrsta ís- lenska flugfreyjan var Sigríður Gunnlaugsdóttir, sem starfaði hjá Flugfélagi Islands. Hún hóf störf í júlí 1946. Ilún fórst í starfi vorið 1947 í Héðinsfirði. F.h. FFÍ, ANDREA ÞORLEIFSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.