Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 69

Morgunblaðið - 22.01.2000, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 69 1 " 11 U—L ÍDAG : * 1 BRIDS llmsjón (iuðmundur Páll Arnarson NORÐMAÐURINN Tor Helness er ótrúlega „lykt- næmur“ spilari og á það til að landa samningum sem „prósentuspilarar“ væru stoltir af að tapa. En Helness fylgir nefinu, fyrst og fremst. Vestur gefur; AV á hættu. Norður A D1094 V 63 ♦ G82 * ÁKG3 Vcstur Austur AÁG6 4k 8 V 8752 V ÁKDG4 ♦ 9543 ♦ 76 *D8 * 107542 Suður * K7532 V 109 * ÁKD10 * 96 Spilið er úr leik Norð- manna og Frakka í und- ankeppni HM á Bermuda: Vesíur Norður Austur Suður Mari Furun Multon Helness Pass 1 lauf 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4spaðar Pass Pass Pass Mari kom út með hjarta og Multon tók þar tvo slagi, en skipti síðan yfír í tígul. Helness tók slaginn í borði á gosa til að spila spaða á kónginn. Mari drap á ásinn og spiiaði aftur tígli, sem Helness átti heima. Hann spilaði spaða, sexan frá Mari og ....tían úr borði, reyndar eftir nokkuð langa um- hugsun. - Hvað hafði Hel- ness fyrir sér? Hækkun Multons í þrjú hjörtu var upplýsandi. Ekki átti hann mikið af mannspil- um, svo sögnin var vænt- anlega byggð á góðri skiptingu. Bompis tapaði fjórum spöðum á hinu borðinu. Þar passaði norður í upp- hafi og vestur opnaði á hjarta. Eftir þá byrjun mæltu engin rök með svíningu fyrir spaðagosa. SKÁK Umsjðn Helgi Áss Grótarson Hvítur á leik. Þessi staða er frá skák- móti ungra meistara í des- ember síðastliðnum í Gron- ingen. Zhao Xue hafði hvítt og Werle svart. 30.Hf4!! ef 31.ef Dg4 31...Dh5 32.Dd4 Hh7 33.DxfB+ Kg8 34.Hhl Dxhl+ 35.Bxhl Hxhl+ 36.Kd2 Hh7 37.Í5 og hvítur vinnur. 32.Dd4 Hh7 33.Dxf6+ Kg8 34.Hhl Svartur gafst upp enda óverjandi mát. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með i'Voggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðaimanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfs- íma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Arnað heilla Ljósmyndastofa Reykjavíkur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. desember sl. í Kol- beinsstaðarkirkju af sr. Pétri Porsteinssyni Ingi- björg Ósk Guðmundsdóttir og Hallur Magnússon. Heimili þeirra er í Reykja- vík. Ljósmyndastofa Reykjavíkur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. október sl. af sr. Pálma Matthíassyni Guðrún Guðmundsdóttir og Jónas Bragason. Heimili þeirra er í Reykjavík. Með morgunkaffinu Ast er. . að Jara+iiað.teik+neð börnunum þegar hún vill vera í friði TM Reg. U.S. Pat. Off. — afl nghta reserved (c) 1997 Los Angeles Timea Syndicate Og konan mfn ætlar að fá það sama og ég. Hann var ör- ugglega að spyrja hvort við ætluðum að borða hér eða taka matinn heim. COSPER LJOÐABROT Sofandi barn Nú er barnið sofnað og brosir í draumi, kreppir litla fingur um leikfangið sitt. Fullorðinn vaki hjá vöggu um óttu, hljóður og spurull hugsa ég mitt. Það glepur ekki svefninn, að gull sitt bamið missir úr hendinni smáu og heyrir það ei. Þannig verður hinzta þögnin einhverntíma. Ég losa kreppta fingur um lífið mitt og dey. Jón úr Vör. STJ ÖRJVUSPA eftir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbam dagsins: Þú ert skjótráður ogstund- um um of, en yfirleitt tekst þér þó að hemja þig þannig að hiutirnir gangi. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Það getur verið gott að hressa upp á tilveruna með einhverju óvæntu uppátæki. Láttu það eftir þér, en gættu þess bara að skaða engan í leiðinni. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki þrjózkuna spilla samstarfi eða vináttu. Það er sjálfsagt að viðurkenna það, þegar maður hefur rangt fyrir sér. Annars siglir allt í strand. Tvíburar . (21.maí-20.júní) AA Þú átt ekki að setja þig upp á móti því að aðrir gagnrýni skoðanir þinar opinberlega. Ekkert jafnast á við rökræður og þú gætir lært af þeim. Krdbbi (21. júní-22. júlí) Það er sjálfsagt að sýna fyrir- hyggju og leggja til hliðar, þegar vel gengur. Það er í iagi að gera sér glaðan dag, en haltu kostnaðinum í hófi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Vertu viðbúinn því að eitthvað kunni að koma upp á. Það er þó óþarfi að draga sig algjör- lega inn í skel; það dugar al- veg að vera á varðbergi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (SpSL Eitt og annað drífur á dagana og það svo, að þér kann að finnast nóg um. En slepptu öilum áhyggjum, því þú ert maður tii þess að ráða fram úr málum. ^Og TTT (23. sept. - 22. október) A 4* Það er engin ástæða til þess að fyrtast, þótt aðrir leiti svara hjá þér. Hvernig ætlar þú að koma einhveiju í verk, ef enginn skilur þig.? Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu ekki óþolinmæðina ná tökum á þér. Það borgar sig að bíða, því þinn tími mun koma og þá ganga allir hlutir upp hjá þér á bezta máta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) líO Það hefur mikið að segja að kunna að meta sjálfan sig og það sem tekizt hefur að íram- kvæma. Sá hefur nóg sér nægja lætur. Sýndu sjálfum þér tillitssemi. Steingeit (22. des. -19. janúar) æííp Ekki eru allir viðhlæjendur vinir, en það er samt ekki ástæða til þess að vera með hundshaus við hvern þann, sem við þig talar. Brostu með lífinu! Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) Þótt þú teljir þig hafa alla hluti á hreinu, sakar ekki að endurskoða sjálfan sig við og við. Það getur leitt tii hollra breytinga, ef vel tekst til. Fiskar mt (19. febrúar - 20. mars) >%■•> Það er stundum bezt að halda sér til hlés, þótt það kosti mis- tök þjá öðrum. Fólk verður að læra að taka ábyrgð á sér sjálft; þú átt ekki að stjórna öllu. Stjömuspána á að iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. yjfm.œlisþakkir Þakka öllum þeim sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum á áttatíu ára afmœli mínu hinn 29. desember sl. Einnig þakka ég bridsfélaginu Muninn í Sandgerði fyrir mótið sem það hélt til heiðurs mér. Einar Jútíusson, Sandgerði. leiðbeinandi MARKm/ð/un „„ námskeið til árangurs *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt Frábær námskeið í sjálfsrækt og markmiðasetningu m m r iK r m m^m m ^rían Tracy m Naðu arangri og Phoentx Kynningarfundur á Hótel Loftleiðum haldinn miðvikudaginn 26. janúar kl. 20 Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 27. janúar kl. 18 www.markmidlun.is s.896 5407 markmidlun@markmidlun.is fHARKmðlun Upplýs. og skráníng Utsalan er byrjuð Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 Verðdæmi á Queervdýnu með grind: Verð áður kr. &&00CT Nú kr. 70.400 Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. 20'40% afsláttur af rúmteppum. Skipholti 35 • Sími: 588-1955 © ÚTFARARÞJÓNUSTAN ‘a 1990 - 2000 Persónuleg þjónusta Aðstoðum við skrif minningarrgreina Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.