Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 40

Skírnir - 01.01.1894, Side 40
40 Mannal&t. og Bíðar Hallfríði Einarsdðttur, frá Skeggjastöðum í Pellum. Einn sonur lifir frá fyrra hjðnabandinu, Magnús, er nú les læknisfræði við háskðlann. Sæbjörn var búsýslumaður og einbver menntaðastur bðndi á Austfjörðum. Hann ritaði ýmsar greinar í blöð, einkum sögulegs efnis. Hann safnaði í Þjððsögusafn Jóns Árnasonar, og kunni margar þjóðsagnir og munnmæli og fðr svo vel með, er hann sagði frá eða ritaði, að því var brugðið við. Pétur Pálmason, bóndi á Álfgeiravöllum, andaðist 16. febr. (f. í Syðra-Vallholti 29. ágúst 1819). Hann var sonur Pálma bónda í Vall- holti í Skagafirði Magnússonar og Ingibjargar Bjarnadðttur. Hann var kvæntur Jórunni Hannesdóttur, frá Hömrum, er lifir hann, og 8 börn þeirra, öll einkar mannvænleg. Pétur bjð lengi í Valadal, og síðan á Álfgeirsvöllum. Haun var stilltur og tápmikill, iðjusamur og afkasta- maður til vinnu, og talinn fyrir margra hluta sakir einn með merkustu bændum í Skagafirði. Jalcob Rósinkarsson, bðndi í Ögri, andaðist 21. marz (f. í Æðey 23. júni 1854). Foreldrar hans voru Eósinkar Árnason, óðalsbóndi í Æðey, og kona hans, Ragnhildur Jakobsdóttir. Kona Jakobs var Þuríður Ólafsdóttir, er lifir mann sinn og 3 börn þeirra, öll í æsku. Hann þðtti vera fyrir- myndarbóndi í fiestu. Jörð sína, höfuðbðlið Ögur, hýsti hann prýðilega, og bætti hana á margan veg. Pall Eyjólfsson, gullsmiður, andaðist í Skálholti 30. marz (f. 23. febr 1822). Foreldrar hans voru Eyjðlfur bðndi Ásgrímsson á Torfastöðum í Grafningi og Valgerður EyjólfBdðttir frá Sólheimum. Kona Páls var Rósa Jðhannesdóttir, frá Hranastöðum í Eyjafirði. Hann var vel að sér um margt, glaðlyndur og hafði allmikinn áhuga á þjóðmálum. Hann fékkst fyrrum við blaðamennsku og hélt úti Tímanum og íslendingi (yngra). Hafliöi Eyjólfsson, dbrm., bóndi i Svefneyjum, andaðist 5. apríl (f. í Svefneyjum 23. ágúst 1821). Foreldrar hans voru Eyjólfur dbrm. Einars- son og Guðrún Jóhannsdóttir, prests í Garpsdal, Bergsveinssonar. Hafliði var kvæntur Ólínu Friðriksdóttur, systur Halldórs yfirkennara, og bjuggu þau hjðn lengi rausnarbúi í Svefneyjum. Hann var á yngri árum frækinn maður og karlmenni að burðum. Þegar í æsku gjörðist hann formaður. Hann þótti vera einhver bestur skipstjórnari á Breiðafirði. Hann fðr opt utan, stundum til stuðnings verslunarfyrirtækjum, en sumarið 1865 til fiskisýningar í Björgvin. Hann reit ýmsar greinar í blöð, er flestar snerta fiskiveiðar og sjávariðnað. Var hann jafnan talinn sæmdarmaður og í

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.