Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 73

Skírnir - 01.01.1894, Page 73
Tyrkland. 73 í lækjum út úr kirkjunni. 32 þorp voru brennd og hjer um bil jafnmörg rænd. Ovíst er, hve margt manna var drepið, lægst er gizkað á 6000, en sumir segja, .að tala hinna myrtu manna muni nema 16,000. — Enn er ðvíst, þegar þetta er ritað, hvað gert muni verða til að girða fyrir það, að Tyrkir hafi framvegis slíka ðhæfu í frammi, en líklegt talið, að Bretar, Frakkar og Rússar mnni fylgjast að einu máli um, að rjetta hlut Armeníumanna og leggja einhver bönd á meðferð Tyrkja á kristnum mönnum. Kólera gerði allvíða vart við sig í Norðurálfunni þetta ár, einkum þó í austlægu löndunum, sjerstaklega á Bússlandi og Póllandi. í Pjot- ursborg dðu úr henni 294 dagana frá 8. til 14. júlí. Og í þeirri borg lágu sjúkir af henni á spítölum rúmlega 1000 manna þ. 25. júlí. Tii Þýzkalands, Hollands, Belgíu og Prakklands barst hún og, en ekki kvað eins mikið að henni þar eins og austur frá. Veðrátta í Norðurálfunni. Víða á suðurlöndum voru óvenjulega hörð frost eptir nýárið og snjókoma með mesta móti, einkum i hinum eystri fylkjum Bússlands. Þ. 11. og 12. febrúarmán. reið ofsastormur yfir norðurhluta álfunnar, svo mikill, að fáir muna meira ofveður. Á Norður-Þýzkalandi hrundn sumstaðar kirkjuturnar í grunn fyrir honum, en mannskaða ekki getið. — Þ. 7. júní kom haglhríð afarmikil í Vínarborg og þar umhverfis, svo að enginn veit dæmi til slíks þar um slóðir. Er sagt, að í borginni hafi brotnað á aðra miljón af gluggarúðum. Hargir meiddust af haglinu, sagt að um 200 manns hafi særzt. — í lok ágústm. kom hellirigning með hagli og ofsastormi á norðanverðu Prakklandi, í Belgíu og í útsuðurhluta Þýzkalands. Hlauzt af því óveðri afarmikið tjón á húsum, ökrum, skógum og fjenaði. — í lok nóvembermánaðar kom ó- veður mikið, froststormur og hellirigningar, á Englandi; fylgdu því veðri óvenjuleg árhlaup, og hlutust af skemmdir miklar og mannskaðar. Er ckki í maunaminnum dæmi slíks vaxtar í Temsá og um mörg stræti Lund- únaborgar varð að fara á bátum. Svo komu aptur stormar miklir rjett fyr- ir jólin á Englandi og víða i norðurhöfum og varð þá tjón allmikið á skipum og ógurlegarhrakningar. — Annars tið fremur góð og uppskera víðastíbetra lagi. Ofriður Japansmanna og Kínverja. Prá honum skai hjer skýrt með nokkrum orðum, þótt fijótt verði yfir sögur að fara.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.