Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 4
4 Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 17.APRÍL 1982. Bætt veiðitækni og vinnslutækni undanfari byltingar í veiðum og nýtingu kolmunnans: Færeyingar stika stórt á meðan við snig/umst — þeir leggja milljarð í og græða milljarð á ári, en hér er vandf undin milljón til þess að útbúa eitt skip á alvörukolmunnaveiðar Það mætti ætla að við íslendingar lægjum lamaðir á sálinni eftir loðnu- brestinn. Sérfræðingar okkar sitja stífir yfir prósentureikningi og telja út tapið. En austur í hafi sveima fimmtíu milljarðar af þorskfiskinum kolmunna og brosir hver að okkur út í bæði. Stórhópar af þessum sæg leggja leið sina inn í iandheigina okk- ar á sumrin og haustin og éta á sig spik, án þess að við skiptum okkur af því. Samt er jafnauðvelt að reikna það út og tapið af loðnubrestinum, að 200 þúsund tonna koimunnaveiðar á ári nægðu til þess að bæta skaðann. Liklega þó gott betur. Hingað til höf- um við aðeins lítillega krafsað í kol- munnann til nýtingar í dýrafóður. Þeir tilburðir hafa gefið svo h'tið i aðra hönd að ríkið hefur pungað út styrkjum og þannig hafa kolmunna- veiðar okkar og vinnsla til þessa verið hrein atvinnubótavinna. Nú eru Fær- eyingar frændur okkar með stórhuga áform uppi um byltingu í fiskveiðum og vinnslu. Þeir hafa gert árangurs- rikar tilraunir í framhaldi af rann- sóknar- og tilraunasamvinnu við okkur og Norðmenn og fá nú 70% af þorskafurðaverði fyrir fryst kol- munnaflök og marning, en flökin selja þeir á Bretlandsmarkað og i Austur-Þýzkalandi. Færeyingar ætla að leggja milljarö I kolmunnann og „græða” á þvi miiljarð á ári. Við förum okkur hægar og hér er vand- fundin milljón til þess að útbúa eitt skip á alvörukolmunnaveiðar. Þó er hér um að tefla svona 10% af útflutninsverðmæti sjávarafurða, 600—700 miiljónir króna, líklega kjörið verkefni fyrir um 30 stærstu togskipin okkar, sem nú er baslast meö I bullandi tapi, og vinnu fyrir þúsund manns. IMordfisk-samvinna við Fœr- eyinga og Norðmenn Fyrir hálfu öðru ári lauk sérstöku rannsóknar- og tilraunaverkefni í samvinnu við Færeyinga og Norð- menn. með nokkurri aðstoð Dana og Svia. Það stóð í þrjú ár og snerist um að breyta nýtingu á kolmunna til manneldis, en fram til þessa hefur kolmunninn verið veiddur í dýrafóð- ur. Þetta var kallað Nordfisk-verkefn- ið og kostaði 40 milljónir króna. Að því var unnið innan vébanda Nord- forsk sem er samvinnunefnd Norðurlandanna um rannsóknarmál ogvar stofnuðl947. í skýrslu um niöurstöður Nordfisk- verkefnisins frá í ágúst í fyrra segir svo: „Rannsóknum í Nordfisk-verk- efninu er nú lokið. Þróaðar hafa ver- ið aðferðir á öllum sviðum, veiöum, flutningi og vinnslu; heildarlausn fundin. Og því var þegar á tilrauna- tímanum haldið fram að markaðs- horfur fyrir kolmunnaafurðir væru góðar. — Það er lítið hægt að rann- saka meira: Nú er þaö iðnaðurinn sem verður að taka upp þráðinn. ” Þráflurinn er aðallege í Fœreyjum Eftir að sameiginlegri verkefnis- vinnu lauk, komst á nokkurs konar verkaskipting við nýtingartilraunir. Norðmenn einbeittu sér að marnings- gerð, við að skreiðarverkun og Fær- eyingar að flakafrystingu og marn- ingsgerð. Ahar þessar aðferðir eru taldar borga sig og fyrir flök og skreið fást um 70% af verði þorskaf- urða. Okkar hlutur í framhaldinu hefur samt verið ákaflega rýr. Nokkrar til- raunir með skreiðarverkun við jarð- hita, í Hveragerði, á Reykhólum og Laugum, sem allar hafa gefið góða raun. Veiðar í skreið eru á hinn bóg- inn ekki hafnar og ekkert skipulag til um útbúnað flota á þær né nýtingu aflans í landi. Færeyingar hafa á hinn bóginn verið með 2 þúsund tonna togara á tilraunaveiðum í eitt ár og tvö minni skip einnig. Þeir hafa nú, samkvæmt upplýsingum sem færeyskir ráða- menn gefa, náð mjög góðum tökum á veiðum og miklum vinnsluhraða í endurbyggðum sildarflökunarvélum. Flökin eru ekki kroppuð til eins og þorskflök, heldur hreinlega þeim flökum kippt út, sem ekki uppfylla tilteknar kröfur. Kolmunnann verður yfirleitt að frysta um borð, nema þeg- ar hann er allra næst landi, og eru skipin þá um tvo mánuði á veiðum í senn. í framhaldi af þessu eru Færeying- ar nú með á prjónunum ráðagerðir um að veiða 300 þúsund tonn á ári af kolmunna og fá úr því 185 þúsund tonna afurðir. Meðal annars hyggj- ast þeir smiöa 6 ný skip og breyta hátt f 20 skipum. Þeir skipta veiðisókn- inni f þrennt; ætla að reka 4 verk- smiðjutogara um og yfir 2 þúsund tonn á fjariægari miðum og til við- bótar einhver stór skip og ein 14 skip á miðum nær landi, svo og fáein skip til veiða f mjöl og lýsi. Þá ætla þeir aö fjárfesta bæði í endurbótum á fisk- vinnslustöðvum og byggja nýjar. Alls er það nokkuð yfir milljarður króna sem þeir ætla að nota í þessu skyni. Færeyingar áætla að útflutnings- tekjur af þessum kolmunnaveiðum nemi um milljaröi á ári og að við veiðar og vinnslu fái rúmlega 1.500 manns vinnu. Ársaflaverflmœti togskips á 4—5 mónuflum Hvers vegna erum við Islendingar svona rólegir I tíðinni. fyrst kol- munnaveiðar eru þetta ábatasamar? „Ætli menn hafi ekki verið of upp- teknir við að fleyta rjómann af fiskistofununum,” svaraði Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. Hann var í fjögurra manna stjórn Nordfisk- verkefnisins. Stofnun hans og þá einkum Sigur- jón Arason er nú að skipuleggja og teikna útbúnað í loðnuskipið Eld- borgina en útgerð hennar hefur ákveðið að gera í sumar tilraun til al- vörukolmunnaveiða. Þörungavinnsl- an á Reykhólum kaupir aflann til skreiðarverkunar. í samtali við Bjöm og Sigurjón gerðu þeir grein fyrir mörgum stórat- hyghsverðum röksemdum sem styðja rækilega áform Eldborgarmanna. Eldborgin hefur verið á kolmunna- veiðum og Bjami Gunnarsson skip- stjóri kvað hafa verið nokkuð auð- velt að ná 50 tonna dagsafla. Af þeirri reynslu og reynslu Færeyinga má marka aö hægt sé að gera út héð- an á kolmunna með góðum árangri f allt að 7 mánuði á ári. En á 4—5 mánuðum nást 5 þúsund tonn meö framangreindum afla á dag sem jafn- gilda í afurðaverðmæti ársafia meðaltogara á þorskveiðum! Enda sagði skipstjórinn áður en undirritað- ur fór að kynna sér þetta mál: „Þú átt eftir að verða undrandi á ýmsum tölum.” 200 þúsund tonna veifli með 30 skipum hæfileg Kolmunninn er flökkufiskur og á verulegri hreyfingu á okkar miðum og miðum Færeyinga, en á þessum miðum er hann einmitt að éta á sig þyngd eftir hrygningu, mest í brezkri landhelgi. Hann nær sér hér úr 135 gramma meðalþyngd í 235 gramma þyngd og er því mestur matfiskur veiddur á okkar slóðum. Það eru grófar áætlanir, eins og flestar aðrar lítt reyndar áætlanir, að við ættum hæglega að geta veitt 200 þúsund tonn af kolmunna á ári sem gæfi um 120 þúsund tonna afuröir. Til þess þyrfti um 30 skip á 6—7 mánaða veiðar, sem fengju líklega um 18 mánaöa tekjur fyrir, miðað við þorskveiðar. Til þessara veiða þarf stór og aflmikil skip. Stóru togararn- ir okkar henta mæta vel f slaginn og 10—15 stærstu loðnuveiðiskipin, að mati sérfræöinganna, en nú erum við í meiri eða minni vandræðum einmitt með þessi veiðiskip. Af öllu þessu má ráða, ef það er nærri lagi, að fálæti út i kolmunnann er vandskilið. Á Alþingi er búið að flytja árlega í mörg herrans ár tillög- ur um að drífa sig á kolmunnamiðin. Fyrst flutti slfka tillögu Ellert B. Schram, en við tók af honum svo Helgi Seljan. Þetta mál hefur ekki snert strengdar þingmannataugar aö neinu gagni hingað til. En hver veit nema Eyjólfur hressist eftir að búið er að bræða sfðustu loðnuna ofan f kálfaog svfn. í fyrra seldum við loðnuafurðir fyrir 574 milljónir króna sem voru um 11% af verömæti útfluttra sjáv- arafurða. Kolmunninn býður upp á 600—700 milljóna „skaðabætur” og að breyta í leiðinni öllu stórtogskipa- basli okkar í gróðaveg. En við látum ekki undan enn og þykjumst ekki einu sinni eiga milljón til þess að prófa í alvöru. Áform Eldborgarmanna hafa stuöning sjávarútvegsráðherra sem ætlar að útvega lán i tilraunina. Enda telur enginn sjóður sér skylt að standa í svona nokkru. Fyrirgreiðslan er þó enn svo óljós að ekki hefur þótt hættandi á að byrja á neinu öðru en teikningum. Þess vegna gæti þessi eina alvörutilraun allt eins farið út um þúfur af einu saman timahraki. Já, það er munur að geta migið upp i vindinn. Herbert Guömundsson. Þctta or mcðalkolmunni í pattaralcgu ástandi — hór í fullri stærð. Hann noma 30—40 scntímotrar. 10 milljón tonn, oða nálægt 50 milljarðar kol- munna, cru hrygningarstofninn, svo að af cinhverju cr að taka. ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.