Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 9
 vera öðruvísi en aðrír nokkurri mótsögn við það sinnuleysi, sem fólk sýnir bænadögunum að öðru leyti. Halda mætti, að fermingarnar séu orðnar venja, sem hafi ekki annan tilganga en þann að fylgja gamalli hefð og gleöja ungling- ana með gjöfum; gera eins og allir hinir. Eflaust og vonandi er sú tilgáta röng, og vissulega hefur það sýnt sig, aö hvað sem allri kirkjusókn liður, þá á kristin trú rik itök í íslendingum. Þeim er ekki gefið að sýnast og þeir iáta hverjum degi nægja sina þján- ingu, án þess að tiibiðja Ouð i tima og ótima. Varla geta þeir talist minni guðsmenn fyrir þá sök, og varla hefur kirkjan áhuga á væminni til- beiðslu og bænahjali umfram það sem heilbrigð skynsemi og þörf segir til um. Ef andi Krists svífur yfir vötnunum og manneskjan fínnur Guö sinn nálægan i nauðum og sorg, ber það þess vott, að boðberar kristindómsins og boðskapur kirkj- unnar nái langt út fyrir raðir þeirra, sem fylla kirkjubekki á sunnudögum. A vegaleidd athöfn En á sama tíma og fermingarnar bera þvi vitni, að almenningur vilji staðfesta þátttöku barna sinna i kristnu samfélagi, þá eru þær löngu afvegaleiddar í tiidri og tilstandi. Tiigangurinn er góðra gjaJda verður, en tiltektirnar bera hann ofurliði. t þeim efnum eltir hver annan og býður þeirri hættu heim, að að- standendur, hvað þá fermingarböm- in sjálf, missi sjónar á inntaki athafnarinnar geri bara eins og allir hinir og helst aðeins meira. Veislurn- ar, gestirnir og gjafirnar eru orðin verstu einkenni neysluþjóðfélagsins í staöinn fyrir að vera hljóðlát játning unglingsins um að lúta Kristi og kenningum hans. Hversvegna gera prestarnir ekki áhlaup gegn þessum fáránleika og óhófi? Hversvegna má ekki staöfesta skirnina með þeim einfaldleika, sem kristin trú boðar? Fullyrða má, að ekkert skrumskæl- ir og svertir athafnir kirkjunnar og trúarjátninguna meira heldur en oflæti og íburður. Sagt er að með fermingunni séu unglingarnir komnir í fullorðinna manna tölu. Það er ekki gott veganesti fyrir hálfþroskaðan ungling að skyggja á veröldina og framtíðina með gjafaflóði og alis- nægtum. Ef fyrstu sporin inn i heim hinna Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar fullorðnu eru gjöfum stráð, óhófi og íburði, hvernig er þá hin upprenn- andi kynslóð i stakk búin til að mæta mótlæti og þrengingum, sem síðar kunna að verða á vegi þeirra? Samdauna tíóarandanum Sem betur fer virðist almenn vel- megun ríkja hér á landi. Ekki ber á öðru en fólk hafi peninga til gjafa- kaupa og veisluhalda, feröalaga og lífsþæginda. Það er eitt af undrum nútímans, hvernig tslendingum tekst að halda út í lífsgæðakapphlaupinu þrátt fyrir verðbólgu og efnahags- öngþveiti. Sú er kannski ástæðan til þess, að stjórnmálamennirnir geta sífellt leikið sér f sandkassa og boðið almennu pólitísku siðgæði byrginn, að fólk er löngu hætt að hlusta eftir orðum þeirra eða taka mark á hjali þeirra. Fólk bjargar sér einfaldlega upp á eigin spýtur, aðlagar sig vitleys- unni og kærir sig kollótt hvort þessi eða hinn situr í ráðuneytum. Það er orðið samdauna þeim tíðaranda að slá lán út á framtiðina, eyða þvi sem til er og bjarga sér frá einum degi til annars. Aðfe/gðarósi Þannig flýtur allt sofandi að feigðarósi og allt er slétt og fellt á yfirborðinu. En gleymum þvi ekki, að til eru þeir, sem eru utangátta í lífsþægindunum. Til eru þeir, sem vegna veikinda, ómegðar, einstæðis eða efnaleysis hafa enga möguleika til aö efna til veisluhalda, sigla til út landa eða gera sér glaðan dag. Og þeir eru margir, ótrúlega margir allt í kringum okkur. Þetta fólk reynir að einhverju leyti að taka þátt i kapp- hlaupinu með þvi að leggja nótt við nýtan dag í vinnu. Það reisir sér hurðarás um öxl með því að leggja i innkaup með afborgunum og lánum. Það hefur uppi viðleitni til að sýnast í lifnaðarháttum til að standazt gervi- kröfur samfélagsins. Þrælar nayslusam- fólagsins En hverjar eru afleiðingarnar? Skuldirnar falla i gjalddaga með ofurþunga verðtryggingar og banka- menn segjast aldrei áður hafa horft fram á jafn uggvænlegt ástand. Vinnuálag veldur almennri streitu í þjóöfélaginu, sem fær útrás í drykkjuskap og uppgerð. Félagsleg vandamál hrannast upp og kljúfa fjölskyldur í herðar niður. Fólk beitir öllum brögðum til að verða sér úti um fé. Sómakært fólk grípur til örþrifaráða og þegar upp- lýst er um fjárdrátt og sjóðþurrð, þá eru orsakirnar ekki óheiðarleiki við- komandi, heldur afleiðing þess sjúka andrúmslofts, sem af lifsgæðakapp- hlaupinu hlýst. Við erum öll þrælar neyslusamfélagsins og þeirra gervi- þarfa, sem hafa hlaðist upp í nafni velmegunar. Enginn þorir lengur að vera hann sjálfur, ýmist af hræðslu við hræsni samfélagsins eða hégómann í sjálfum sér. ÖH eruþau skrítín Hvað um fermingarbarnið, sem afþakkar veisluna og gjafirnar og vill fá að eiga sína trúarjátningu i friði? Það er taUð skrítið. Hvað um ungu hjónin, sem vilja eyða meiri tima í samvistum hvort við annað en brauð- strit og húsbyggingar? Þau eru taUn skrítin. Hvað um giftu konuna, sem vill finna sjálfa sig í stað þess að þvo nærbuxumar af karlrembunni og þiggja matarpeninga að launum? Hún er talin skrítin. Þjóðfélagið snýst allt um að lifa fyrir aðra, beygja og bugta sig fyrir einhverjum siðalögmálum og lífs- háttum, sem okkur er sagt að fylgja. Sjálfstæð hugsun, hvað þá þrek til að svara kalli eigin tilfinninga, er orðin undantekning en ekki regla. Svarihvar fyrirsig Þetta kann að hljóma sem ádrepa úr munni siðapostula, hér prédiki hinn vammlausi og sannkristni maður. Því fer víðs fjarri, enda getum við öll játað, að það er þægi- legt að fljóta með straumnum og ganga hégómanum og hræsrúnni á hönd. Við getum öll viðurkennt að það er ósköp þægilegt að vera og gera eins og allir hinir. En emm við að sama skapi ánægð og hamingjusöm? Hvort er mikilvægara að sækja kirkju af skyldurækni eða trúa í einrúmi? Hvort er heiðarlegra að hlýða siðum samfélagsins eða rödd samviskunn- ar? Hvort veitir meiri fullnægingu að gera eins og hinir eða vera öðru vísi en aðrir? Hvort er betra að vera einn af fjöldanum — eða maður sjálfur? Svari hver fyrir sig. Ellert B. Schram DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. Stundum spyr maður sjálfan sig, hvort hin miklu og löngu frí yfir bænadagana séu ekki orðin tíma- skekkja í nútimaþjóðfélagi. Til hvers að fella niður vinnu á skirdag og annan í páskum? Er sú virðing sem við sínum þessum helgidögum i sam- ræmi við þann trúaráhuga sem með fólkinu býr? öllum finnst okkur ágætt að hvílast í fimm heila daga, og páska- helgin er notuð til ferða og afþreying- ar fyrir allan þorra manna. En fer ekki tilefnið fyrir ofan garð og neðan? Hversu margir leiða hugann að krossfestingunni og píningu Krists? Hversu margir halda minningu Jesú í heiðri i athöfn og orði? Skyldurækni ættingja í dymbilvikunni varpaði DV fram þeirri spurningu til vegfarenda hvort þeir færu i kirkju á páskum. Af þeim sex, sem spurðir voru, svöruðu allir neitandi. Enginn þeirra hugðist sækja kirkju. Hvort sem hér var um tilviljun að ræða eða ekki mega kirkjunnar menn ekki loka augunum fyrir því, að svörin endurspegluöu af- stöðu fjöldans. Vissulega eru kirkjur sæmilega sóttar um páska, en ein- hvern veginn læðist sá grunur að manni, að sú kirkjusókn sé sprottin af skyldurækni ættingja við ferm- ingarbörn, frekar en trúaráhuga. Páskarnir, krossfestingin og upprisan höfða ekki til almennings eins og jólin gera. Vera má að vorið, ferðahugurinn og möguleikarnir á útiveru dragi úr helgihaldi, en engu að síður er tilfinningin fyrir kross- festingu og örlögum Krists ekki eins sterk og ástæða væri til. Þó er enginn vafi á því, að krossfestingin og upprisan hafa haft miklu sterkari áhrif á útbreiðslu kristindómsins heldur en fæðing frelsarans. Ekkiminni guðsmann Fermingar eru snar þáttur i páska- haldinu. Að því leyti er vilji fiestra fjölskyldna til að ferma börn sin i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.