Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐID& VlSIR. LAUGARDAGUR 17. APRtL 1982. 13 Salurinn í Norrœna híisinu er eflaust góður til tónleikahalds og ekki siöri sem fyrirlestrasalur. Á skákmótum þarf hins vegar að rikja algjört næði og er þvi góður hljóm- burður óþarfur á meðan verið er að tefla. Þetta er það sem mér er minnis- stæðast að loknu Skákþingi tslands. I byrjun mótsins var ég kominn á fremsta hlunn meö að hætta þátt- töku. Sérstaklega eftir 3. umferð, sem fram fór á sunnudegi, þegar mikill umgangur var á kaffistofunni. Meira að segja áhorfendur áttu erfitt með aö einbeita sér að skákunum fyrir hávaða. Þar við bættist að dimmt var i skáksalnum og reykmett- að loft, enda loftræsting engin. Ég lét þetta a.m.k. fara i taugarnar á mér, gat ekki meö nokkru móti einbeitt mér að skákinni og tapaði. Þetta var ein af úrslitaskákum mótsins, gegn Jóhanni Hjartarsyni. Reyndar var þvi gaukað að mér að aðstæðurnar hefðu fyrstversnaðeftlrtapið, en það er önnur saga . . . Ég óskaði eftir lagfæringu og ekki stóð á aðgerðum: Inngangurinn var færður frá kaffistofunni, opnað inn í bókasafnið svo að ferskur and- varinn ætti greiða leið að heilum skákmanna, renningur settur undir stólana og ég fékk meira að segja lampa! Þar meö voru aðstæður hvað mig snerti þokkalegar, þótt ekki hafi gengiö áreynslulaust aö halda fengn- um hlut. Hins vegar skil ég ekki hvemig aðrir keppendur gátu teflt í myrkrinu, og enn var hljóðbært í salnum. Leiðinlegt að sussa á menn, sem hvísla eins lágt og raddböndin leyfa. En nóg um það. Mótið var spennandi og fjörlega teflt. Stór- meistarajafntefli sáust t.a.m. ekki, enda allir keppendur fullir sjálfs- trausts og sigurvilja. Ég held að Spennandi skákþing í Norræna húsinu óhætt sé aö segja aö allir þeir, sem tefldu i mótinu eigi það sameiginlegt að treysta fremur á hyggjuvitið og hæfileikana heldur en bækurnar. Það fór enda svo að „katastrófur” komu inn á milli. Tvær 14 leikja skákir, ein 17 leikja og önnur 18 leikja skák. Svo stuttar tapskákir eiga auðvitaö ekki að sjást í landsliðs- flokki (og enn síður jafnteflisskákir), en nokkrir keppendur mættu vopnlausir til leiks og hreinasta hending var ef þeir sluppu lifandi út úr byrjuninni. Jóhann Hjartarson tók forustu i upphafi og ekkert lát virtist ætla að verða á sigurgöngu hans. Er þrjár umferðir voru eftir var hann hálfum vinningi fyrir ofan næsta mann, undirritaöan. Þá tapaði hann óvænt fyrir Jóni Þorsteinssyni, á meðan keppinauturinn gerði jafntefli við Elvar Guðmundsson. í næstsiðustu umferð gerði Elvar siðan jafntefli við Jóhann, en undirritaður vann Róbert og skauzt þar með upp í efsta sæti. f síðustu umferð unnu báðir sinar skákir og þar með lauk kapp- hlaupinu. Lokastaðan í lands- liðsflokki varð þessi: 1. Jón L. Ámason, 9v. af 11 mögul. 2. Jóhann Hjartarson 8 1/2 v. 3. Sævar Bjarnason 7 1/2 v. 4. Elvar Ouömundsson 6 1/2 v. 5. Bjöm Þorsteinsson 6 v. 6. Július Friöjónsson 5 1/2 v. 7. Jón Þorsteinsson 4 1/2+ biðskák ■> Skák Jón L Árnason 8. Róbert Harðarson 4 1 /2 v. 9. MagnúsSólmundarson4v. + biðskák 10. Sigurður Daníelsson 3 1/2 v. 11. Stefán Briem 3 v. 12. Benedikt Jónasson 2 1/2 v. Sævar Bjamason og Sigurður Daníelsson sigruðu í áskorendaflokki i fyrra. Þeir tefldu saman i 5. umferð. Þá hafði Sævar unnið allar. sínar skákir, en Sigurður tapaö öllum sín- um. Viðureign þeirra gat ,þvf ekki farið nema á einn veg: Sigurður vann! Þar meö minnkuðu möguleikar Sævars á 1. sæti og urðu úr sögunni er hann tapaði fyrir Magnúsi í 9. umferð. Elvar byrjaði mjög illa, með tveimur töpum. Hann bjargaði sér á góðum endaspretti, hlaut 5 v. úr 6 síðustu skákunum. Júlfus byrjaði hins vegar af miklum krafti og var kominn með 5 v. úr 7 fyrstu um- ferðunum. En hann náði aðeins 1/2 v. úr 4 síðustu. Björn Þorsteinsson átti góða spretti og sömu sögu er að segja um Jón Þorsteinsson. Jón tefldi mjög skemmtilega á köflum. Eins og minnzt var á hér áðan lagði hann Jóhann Hjartarson að veUi og gegn undirrituðum tefldi hann einkar frumlega, þótt ekki hafi hann haft árangur semerfiði. Hvltt: Jón Þorstelnsson. Svart: Jón L. Árnason. Óregluleg byrjun. 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. c3 Dc7I? Ég hafði óljóst hugboð um að hvítur ætlaði að stilla mönnum sinum upp með Bf4, e3, Bd3,0—0 o.s.frv. 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0—0 g6 7. Ra3 a6?! Betra er 7. — Bg7, því 8. Rb5 Dc6 9. a4 a6 10. Rh4 d5 er notalegt á svart. 8. Bf4 d6 9. dxc5 Dxc5 10. Db3 Rbd7 11. Be3 Dc712. Rg5 d5 13. c4! h6. 8 7 6 5 4 3 2 1 14. Rxf7I? Fórn í anda gömlu meistaranna. Hvitur fær tvö peð og sterka stöðu i skiptum fyrir manninn. Jón haföi engan áhuga á jafntefli sem hann fær sennilega eftir 14. Rh3 dxc4 15. Dxc4 Dxc4 16. Rxc4 Bxg2 17. Kxg2 með hníf jafnri stöðu. 14. — Kxf7 15. cxd5 Kg7 16. Hacl Dd8 17. Bd4! Eftir 17. Rc2 Kh7 18. Rd4 bjargar svartur sér með 17. — Rc5! 17. — Kh7 18. e4 Bg7 19. Rc47! En þessi leikur er að líkindum of hægfara. Eftir 19. e5 Rxd5 20. Bxd5 Bxd5 21. Dxd5 Rxe5! nær svartur að jafna taflið. Hann gæti einnig reynt 19. — Re8 20. f4 með afar tvísýnni stöðu. Annar möguleiki fyrir hvitan er 19. f4, sem sennilega er best svarað með 19. — Hb8! með hugmyndinni 20. e57 Rxd5! 21. Bxd5 Rc5! 22. Hxc5 bxc5 og vinnur. 19. — b5 20. Re3 Re8! 21. Bxg7 Rxg7 22. Db4(?) Benóný gagnrýndi þennan leik réttilega. Nú fer frumkvæðiö endanlega yfir til svarts. Betra er 22. f4, en svartur hefur alla möguleika á aðrétta úrkútnum. 22. — a5! 23. Dd2 Db6 24. f4 Rf6! 25. Khle6! Hvíta miðborðið riðar til falls. 26. dxe6Rxe4 27. De2 27. Rd5 er ekki svarað með 27. — Rxd2?? 28. Rf6 mát, heldur með 27. — Bxd5 28. Dxd5 Rf2+ og vinnur. 27. — Hhd8 28. f5 gxf5 29. Rxf5 Hd2 30. De3 Eða 30. Dxe4!? Hxg2!! og vinnur. 30. — Rxg3 +1 31. hxg3 Bxg2+ 32. Kgl Dxe3+ 33. Rxe3 Bxfl og hvítur gafst upp. Lightnerdoblið mistókst, en slemman tapaðist samt íslandsmótið í sveitakeppni 1982 var hið 32. í röðinni, en alls hefur 51 einstaklingur unnið hinn eftirsótta titil. Fimmtán hafa aðeins unnið til verðlauna einu sinni. en eftirtaldir ein- staklingar hafa unnið oftast: Stefán Guðjohns. Einar Þorfinnsson Eggert Benónýss. Símon Símonars. Hjalti Elíasson Ásmundur Pálss. Hallur Símonars. Lárus Karlsson Kristinn Bergþórss. Gunnar Guðmundss. Þorgeir Sigurðss. 12 sinnum 10 9 9 8 8 7 7 6 6 6 Úrslitaleikurinn stóð að þessu sinni milli sveita Þórarins Sigþórssonar og Arnar Arnþórssonar, og þurfti hvor um sig að vinna stórt. Hér er spil frá leiknum og óneitanlega var gæfan með Þórarni. Austur gefur/allir á hættu * AG4 ^ AK732 0 D9 * K62 Norhur *D% DG5 KG10752 * 3 Ao>tl'r ♦ 102 109864 o_ *AD 10974 Frá leik Sævars og Steinbergs úr siðustu umferð. Valur Sigurðsson (fyrir miðri mynd) og Jón Baldursson spila við verkfræð- ingana. Rikarð Steinbergsson og Braga Erlendsson (lengst til hægri). (Ljósm. Bj.Bj.). Sverrisson og Þorgeir Eyjólfsson. en a- v Guðlaugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson. A-v fundu aldrei hjartalit- inn og lentu í vonlausri slemmu: tfí Bridge fimmtudaginn 22. apríl, 2. umferð kl. 19.00 sama dag og 3. umferð kl. 17 föstudaginn 23. april. MjmjK AK8753 n__ °A8643 +G85 í lokaða salnum sátu n-s Símon Símonarson og Jón Ásbjörnsson, en a- v Guðmundur Arnarson og Þórarinn. Þar gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður pass 2S dobl pass 3L pass 3H pass 3S pass 3G pass 5H pass pass pass Þetta er með betri slemmum, sem sjást. Hins vegar liggur trompið 3—0 og eftir spaðaútspil norðurs var ekki hægt að fá nema 11 slagi. í opna salnum sátu n-s Sigurður Austur Suður Vestur Norður pass pass 1L 1T dobl 4T pass pass 6L pass dobl pass pass Þorgeir Lightnerdoblaði sex lauf til þess að fá útspil í hjarta. Það var erfitt fyrir Sigurð að finna út, að a-v ættu tíu hjörtu eftir sagnirnar og hann spilaöi út tfgli. Það skipti hins vegar engu máli hvert útspilið var — slemman var von- laus — og sveit Þórarins græddi 13 impa. Bridgesamband íslands Spilarar eru minntir á að íslands- mótið í tvimenning byrjar fimmtudag- Stefán Guðjohnsen inn 22. apríl kl. 13.00 i Dómus Medica. Skráning í mótið er enn í gangi og verður haldið áfram til kl. 17.00 21. apríl. Þeir spilarar sem hafa áhuga á að spila í mótinu eru beðnir að hafa sam- band við stjórn þeirra félaga sem þeir eru félagar í eða stjóm Bridgesam- bands fslands. Keppnisgjald er 400 krónur á par og 24 pör komast áfram í úrslitakeppnina sem verður spiluð 24.- 25. apríl á Hótel Heklu. Undankeppnin er spiluð i 4 riðlum en stærð þeirra fer eftir þátttöku. Spiluö verða a.m.k. 90 spil í 3 um- ferðum og er riðlunum alltaf raðað upp á nýtt (slönguraðað) fyrir hverja um- ferð. Spilatími er: 1. umferð kl. 13.00 Bridgefólag Breiöholts Siðastliðinn þriðjudag var spilaður einskvölds tvímenningur og var spilað í einum tólf para riðli. Úrslit urðu þessi: 1. Gylfi Ólafsson-Kristján Ólafsson 136 2. Helga Magnúsd.-Sveinn Þorvaldsson 131 3. Helgi Skúlason-Kjartan Kristófersson 122 4. Anton Gunnarss.-Baldur Bjartmarsson 117 Meðalskor 110. Næstkomandi þriöjudag verður líka einskvölds tvímenningur, en þriðju daginn 27. apríl verður spiluð hin ár- lega firmakeppni sem er einmenningur og er spilaö um veglegan farandbikar. Spilað er í húsi Kjöts og fisks. Selja- braut 54, kl. hálfátta. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 6. apríl sóttu félagar í Bridgedeild Húnvetningafélagsins okk- ur heim í Drangey. Spiluð var 32 spila sveitakeppni með þátttöku 12 sveita frá hvoru félagi. Eins og jafnan áður var um skemmtilega keppni að ræða og voru Húnarnir ívið harðari að venju. Úrsbt urðu sem hér segir: Borfl Húnvetningar E.B.L. = stig 1. Steinn Steinss. 97 20 2. Inga Bernburg 129 20 3. HJörtur Cýruss. 55 0 4. Guflmundur Magnússon 46 0 5. Haukur tsaksson 87 5 6. Halldór Magnúss. 108 20 7. Jóhann Lútherss. 107 19 8. Valdimar Jóhannss. 74 13 9. Haukur Sigurjónss. 48 9 10. Lovisa Eyþórsd. 38 6 11. Garflar Björnsson 99 14 12. Gunnar Helgason 93 12 982 102 Borfl Skagfirflingar E.B.L. = stig 1. Lárus Hermannsson 42 0 2. Jón Stefánss. 78 0 3. Guflrún Hinriksd. 158 20 4. Pála Jakobsdóttir 141 20 5. Sigmar Jónsson 109 15 6. Hjálmar Pálsson 56 0 7. Eriendur Björgvinss. 64 1 8. Sigurlaug Sigurflard. 63 7 9. Jón Hermannsson 52 11 10. Tómas Þórhallsson 52 14 11. Gestur Pálsson 81 6 12. Hafþór Helgason 86 8 979 138 Bridgedeild Skagfirðinga Staða efstu para er þannig: 1. Guflrún Hinrikss.-Haukur Hannesson 160 2. Baldur Ásgeirsson-Magnús Halldórsson 158 3. Bjarni Pétursson-Ragnar Björnsson 150 4. Högni Torfason-Steingrimur Jónsson 149 5. Garðar Þóröarson-Guöm. Ó. Þórflarson 147 6. Pála Jakobsd.-Valdimar Þórflarson 141 Síðasta lota verður spiluð þriðjudaginn 23. apríl. Þar næsta þriðjudagskvöld hefst þriggja til fjögurra kvölda tvímenningur. Nýir spilarar velkomnir. Spila- mennska hefst stundvíslega kl. 19.30. Bridgefólag Hafnarfjarðar Að átján umferðum loknum í baró- metertvímenningi BH er staða efstu para eftirfarandi: 1. Stefán Pálsson-Ægir Magnússon 176 2. Sævar Magnússon-Arni Þorvaldsson 141 3. Ragnar Magnússon-Svavar BJömsson 123 4. Georg Sverrisson-Rúnar Magnússon 107 5. Einar Sigurflsson-Dröfn Guflmundsd. 101 6. Ragnar Halldórsson-Þorsteinn Þorsteinsson 96 7. Aflalsteinn Jörgensen-Ásgeir P. Ásbjömsson 89 Stefán og Ægir tóku heldur betur flugið og skoruðu 110 stig yftr kvöldið. Staða þeirra er afar góð þvi að aðeins fimm umferðir eru óspilaðar. Næsta spilakvöld verður mánudaginn 19. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.