Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. TIL SÖLU Le Baron árg. 79 Scm nýr, kom á götuna í nóv. '80. • 8 cy/. sfáffsk. • vökvastýrí og-bremsur ® rafdrífnar rúður og /æsingar • /eðurák/æði á sætum • viny/toppur Skipti koma til greina á ódýrari. Uppl. gefur BÍLASALAN3UK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK—82018. Aflspennir fyrir aðveitustöö Sigöldu Opnunardagur: Þriðjudagur 8. júní 1982 kl. 14:00 RARIK—82022. Suðurlina, 800 fúavarðir tréstaurar Opnunardagur: Föstudagur 21. maí 1982 kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 19. apríl 1982. Revkjavík 15.04.1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS KJÖRSKRÁ til borgarstjórnarkosninga, er fram eiga að fara 22. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 21. april til 6. maí nk., þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en 8. maí nk. Menn eru hvattir til að kynna sér, hvort nafn þeirra sé á kjörskránni. „ __ 1 J Roykjavík, 17. apnl 1982. Borgarstjórinn í Rcykjavík. r SUMARHÚS Nú er tilvalið að huga að sumarhúsum fyrir vorið. Við bjððum sérstakt kynningarverð á 26 ferm. húsum til 15. febrúar. Ennfremur bjóðum við eftirtaldar stærðir: 22 ferm, 31 ferm, 37 ferm, 43 ferm og 49 ferm. ATH. að hægt er að fá húsin afhent á ýmsum byggingarstigum. - . e'' trt» .atÞ e'° Sumarhús Jóns hf. Kársnesbraut 4 (gegnt Blómaskálanum). Sími 45810. Til sölu í Hveragerði Húsió Reykjamörk 12 íHveragerði er ti/sö/u. Upp/. á sunnudag kl. 13—16 á staðnum eða í síma 99—4288. Tilboðóskast Húnavaka hefst á morgun: „Það verður ýmiss konar blanda og reynt að gera öllum leiðum skil” — aldrei verið jaf nf jölbreytt og nú, segir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum Húnavaka, hin árlega skemmti- og fræðsluvaka Ungmennasambands Austur-Húnvetninga hefst á morgun. Að vanda er dagskráin vönduð og fjölbreytt. Má nefna málverkasýn- ingu þar sem Pétur Behrens sýnir verk sín. Pétur er þýzkur að uppruna en flutti til íslands árið 1962 og gerðist síðar islenzkur ríkisborgari. Hann lagði stund á myndlistarnám í Berlín og nú stundar hann frjálsa myndlist. Pétur hefur dvalið í Húnaþingi undanfarnar vikur og sækir mikið af viðfangsefnum sínum í umhverfið á Blönduósi og til strand- arinnar. Þetta er fjórða einkasýning Péturs hér á landi. Þá sýna átta félagar úr Textíl- félaginu í Reykjavík verk sín. ,,Tvö leikrit verða flutt á Húnavöku, Kristnihald undir jökli eftir Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar sem leikfélagið á Blönduósi frum- sýndi 10. apríl sl. Leikstjóri er Svan- hildur Jóhannesdóttir. Kristnihald undir jökli verður sýnt þrisvar sinnum á Húnavöku en leikfélagið mun ekki ferðast með það að henni lokinni þar sem sviðsmyndin er það mikil,” sagði Magnús Ólafsson í spjalli við DV. ,,Þá mun leikfélag Skagastrandar sýna gamanleikinn Ólympíuhlaup- arinn en hann var áður sýndur á Skagaströnd í vetur. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrimsdóttir. Tveir kórar syngja á Húnavökunni, Söng- félag Skaftfellinga sem Þorvaldur Björnsson stjórnar og kór Rang- æingafélagsins í Reykjavík undir stjórn Sigurðar Daníelssonar og Njáls Sigurðssonar. Áttatíu manns skipa þessa tvo kóra. Kvikmyndin Rokk í Reykjavík verður frumsýnd á Norðurlandi á Húnavöku. Ekki má gleyma Hús- bændavökunni sem ávallt hefur verið sérstakur viðburður á Húnavökum. Þar er á boðstólum blönduð dagskrá, sett saman af heimamönnum og aðkomnum. Dagskráin byggist upp á húnvetnskum skemmtikröftum fyrst og fremst. Páll S. Pálsson hæsta- réttarlögmaður rabbar við gesti og Ómar Ragnarsson sér um gamanmál. Harmóníkusnillingarnir láta sig ekki vanta.” Að sögn Magnúsar Ólafssonar á Sveinsstöðum verður Húnavakan einstaklega fjölbreytt, „ýmisskonarBlanda og reynt að gera öllum leiðum einhver skil,” eins og; Magnús komst að orði í samtali við DV. „Börnunum er ekki gleymt. Fyrir þau er fjölbreytt dagskrá,” sagði Magnús. „Á sumardaginn fyrsta verður æskulýðs- og skátamessa í Blönduóskirkju og i félagsheimilinu árleg sumarskemmtun grunnskóla- nema á Blönduósi. Þar koma fram 130 nemendur undir stjórn kennara sinna. Barnaball verður um miðjan dag og unglingadansleikur um kvöldið. Unglingaskemmtun verður á föstudag þar sem Ómar Ragnarsson og fleiri bregða á leik. Dansað verður fjögur kvöld á Húnavöku og er það hljómsveitin Upplyfting sem sér um dansstuðið,” sagði Magnús Ólafsson. -ELA. Hressingarleskfimi kvenna og karla Vornámskeið hcfjast mánudaginn 19. apríl nk. í lcikfimisal Laugarncsskóla. ★ Fjölbreyttar æfingar — músík — slökun. ★ Gct bætt við örfáum ncmcndum. ★ Upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg Gunnarsdóttir iþróttakennari. Þaö eru ekki bara börnin sem velja Trabant Verðið er lægra en á nokkrum öðrum bfl, en samt lánum viö 35.000 í 8 mánuði. Þeir sem hugsa kaupa því Ingvar Helgason Vonarlandi .Sogamýri 6 simí 33560 Varahlutaversluri/ Rauðagerði Símar: 84510 & 84511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.