Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 32
Landsvirkjun gagnrýnd fyrir að taka lægsta tilboði í lokubúnað Sultartangastíf lu: NÆSTLÆGSTA TILBOD ÞJÓDHAGSLEGA BETRA — lægsta tilboðið gerir ráð fyrir hærri f járhæðum til erlendra aðila, segir Samband málm- og skipasmiðja „Það kom okkur mjög á óvart að Landsvirkjun skyldi ekki sjá sér fært og hagkvæmt að taka tilboði Stáls hf. á Seyðisfirði og fleiri aðila, ekki sízt vegna vinsamlegra viðræðna sem við höfum átt við bæöi stjórnarmenn og tæknimenn Landsvirkjunar,” sagði Ágúst Hafberg, formaður Sambands málm- og skipasmiöja, í samtali við DV. Hagsmunaaðilar í íslenzkum málmiðnaði eru nú óhressir með þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar í gær að taka tilboði Framleiðslusam- vinnufélags iðnaðarmanna í loku- búnað Sultartangastíflu. Vill Sam- band málm- og skipasmiðja meina að Landsvirkjun hefði átt að taka næst- lægsta tilboöinu, tilboði Stáls og fleiri, en ekki tilboði Framleiðslu- samvinnufélagsins, jafnvel þó það hafi verið lægst. Rökstuðningurinn fyrir þvi er sá að í lægsta tilboðinu, tilboði samvinnu- félagsins, sé gert ráð fyrir því að er- lendir aðilar framleiði búnaðinn en innlendir annist aöeins uppsetningu. Samkvæmt næstlægsta tilboðinu eigi innlendir aðilar hins vegar mun meiri hlut í verkinu, allt nema hráefnið sé íslenzkt, hönnun, framleiðsla og upp- setning sé unnin af fslenzkum aðilum. Bent er á aö tilboð samvinnufélags- ins geri ráð fyrir 5,3 milljónum króna til erlendra aðila en tilboð Stáls að- eins 2 mUIjónum, til hráefniskaupa. „Samtök okkar hafa lagt áherzlu á aö innlendum aðilum sé sköpuð að- staða og tekið tillit til þess þjóðhags- lega ávinnings, sem er af því að láta innlenda aðila framleiða vöruna,” sagði framkvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiöja, Guðjón Tómasson. Ágúst Hafberg sagði að Raf- magnsveitur ríkisins, Reykjavíkur- borg og fleiri aðilar hefðu lengi notað þá reglu að islenzk tilboð, með miklu vinnumagni, mættu vera allt að 15% hærri ep erlendu tilboðin. Slíkt væri réttlætanlegt vegna þess að fjármun- irnir skiluðu sér aftur i formi skatta og annarra gjalda. Einnig fengist þekking og reynsla sem styrkti ís- lenzkt framtak. Sagði Ágúst ekki nema 8,7% mun á tveim lægstu tii- boðunum, væri miðað við sama verð- lagsgrundvöll. Eðlilegast og hag- kvæmast hefði því verið fyrir þjóðar- búið að taka tUboði Stáls, enda hefði það verið verulega lægra en kostnað- aráætlun Landsvirkjunar. -KMU. AIK gort klárt í vorblíðunni á Húsavik. Trúloga vcrður Núpur glæsilegur oftir þrifabaðið og væntanloga málningu. DV-mynd Einar Ólason. Hekla. Fyrirvaralausar smásprenglngar geta orflið I toppgfgnum. DV-mynd Eirikur Jónsson. Varað við ferðum á Heklu: Búast má við sprengingum hvenærsem er Fyrirvaralausar smásprengingar geta orðið f toppgfg Heklu næstu árin. Af þeim sökum hafa Almannavarnir rikis- ins varað vifl þeirri hættu sem getur verið samfara þvi að ganga á eldfjallifl. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur hefur valdfl athygli á þessari hættu. Bendir hann á að reynslan sýni að bóast megi vifl smásprengingum i gignum á toppi Heklu i nokkur ár eftir að eldsumbrotum lýkur. Jarðfræðinemar hafa nýverið orðið vitni að slikum sprengingum i Heklu. Ennfremur benda mælingar Norrænu eldfjallastöðvarinnar og Raunvísinda- stofnunar Háskólans tii þess að ekki sé enn komin kyrrfl á Heklu. -KMU. Áfall fyrir ríkisstjórnina: Skyldusparn- aðurinn kom- inn í strand — Albert og Eggert andvfgir Frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldusparnað er komið í strand. Bæði Albert Guðmundsson og Egg- ert Haukdal Iýstu yfir andstöðu við frumvarpið í viðtölum við DV í gær- kvöld. Án þeirra getur rikisstjórnin ekki komið málinu gegnum neðri deild. Yrði það töluvert áfall fyrir stjórnina ef svo mikilvægt mál yrði jarðað. „Það er ekki verjanlegt af sjálf- stæðismönnum að samþykkja svona frumvarp, ekki undir neinum kringumstæðum,” sagði Albert Guð- mundsson alþingismaður um stjórnarfrumvarpið um skyldu- sparnað af hátekjum. „Ég hef ekki verið talinn í því liði sem gerði stjórnarsáttmálann,” sagði Albert ennfremur. „Ég tel að fólk sem staðið hefur i skilum með öll sín opinberu gjöld eigi að hafa frjálsan afnotarétt af því sem þaðáeftir. Þetta er grundvallarstefna Sjálf- stæðisflokksins, að einstaklingurinn fái að ráðstafa sínum tekjum og sjálfum sér á frjálsan hátt eins og frjáls maður. Frumvarpið er andstætt mlnum lifsskoðunum, ég greiði atkvæði á móti þvi, ég tala á móti því. Ef aðrir sjálfstæðismenn finna ekki hjá sér hvöt til að vera á móti er það alvar- legt mál,” sagði Alhert. -KMU/HH. Srfálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. íslenzkir fiskréttirúr færeyskum kolmunna — framleiddir hjá lcelandic Seafood íBandaríkjunum „Ég get staðfest að Icelandic Sea- food Corporation í Bandarikjunum hefur keypt síðan í fyrrasumar verulegt magn af kolmunnamarningi frá Fær- eyjum. Marningurinn ér nýttur í fisk- rétti og hefur líkað vel,” sagði Ólafur Jónsson aðstoðarframkvæmdastjóri í sjávarafurðadeild SÍS. „Það skiptir hundruðum tonna sem þarna er um að ræða. Ég hef trú á því að mjög verulegur markaöur sé fyrir fiskmarning, það er af einhverjum ástæðum meiri eftirspurn nú en framboð.” f fréttaljósi DV i dag, á blaðsíðu 4, er fjallað um kolmunnamál. HERB. Góður afli hjá Vestfjarðabátum Med 275 lestirá Iínunaí21 róðriímarz Mjög góður afli var hjá línubátunum á Vestfjarðamiðum í marzmánuði. Jón Þórðarson BA 180 kom t.d. með að landi 275 lestir í 21 róðri en það gerir um 13 lestir að meðaltali í róðri. Jón Þórðarson var um páska kominn með í allt 575 lestir. Vestri, sem einnig er gerður út frá Patreksfirði, var þá með 592 lestir en hann hætti á línu í byrjun marz. Jón Þórðarson er því núna aflahæsti línubáturinn á Vest- fjörðum og þar með aflahæsti línubát- urinn yfir allt landið. -klp- 22.530 kærur vegna ölvunarundir stýriátíuárum 22.530 ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur hérlendis á síðasta áratug, á árunum 1971 til 1980. Er þessar upplýsingar að finna í skýrsl- um Umferðarráðs. Langflestir ökumannanna voru gripnir á götum Reykjavíkur, 9.730 talsins. Margir einstaklingar hafa verið teknir oftar en einu sinni, grunaðir um ölvun við akstur, og eru þeir því tví- taldir, ef ekki margtaldir. -KMU. LOKI Hvað ætli atkvæði bóndans á Bergþórs- hvoli kosti núna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.