Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUK 17. APRÍL 1982. 29 Menning Menning Menning Menning DRAMATISK FIGURATION Myndlist Gunnar B.Kvaran Vignir Jóhannsson sýnir 41Ú fjölda myndverka í Listmunahúsinu við Lækjargðtu. Þetta er 4. einkasýning listamannsins sem fæddur er á Akranesi og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum ’74—’78 og síðan við Rhode Island School of Design, en þar lauk hann prófi 1981. Ný f iguration Figurationin sem lifað hefur síðast- liðin 15 ár samhliða afar fræðilegri list (concept, minimal, etc) hefur sýnilega notfært sér þessa nálægð. Fígúran hefur fengið nýja umfjöllun og nú gjarnan tekin inní „fræðilegt” kerft, þar sem lögð er áhersia á vitsmunalega forsendu. Myndverk Vignis falla inn í þetta munstur, þar sem dramatique, ofbeldi og óvissa áhorfandans gagnvart lista- verkinu er framkölluð samkvæmt ákveðinni þekkingu. Sérhvert tákn á myndfletinum hefur sitt hlutverk í myndlestrinum. Kerfi í fyrri myndverkum listamannsins, (Hundar í gildrum) VI nr. 6. Mattheusarpassían: YNDISLEG STUND MEÐ FRÁBÆRUM FLYTJENDUM J.S. Bach: Mattheuearpaasian, flutt laugar- daginn 10. apríl. FÍytJendur Pólýfónkórínn, Kór öldutúnsskóla, Hamrahlfóarkórinn, tvaar kammersveitir og einsöngvaramir Michasl Goldthorpe, lan Caddy, Elfsabet Eriingsdóttir, Sigrfóur Ella Magnúsdóttir, Kristlnn Sigmundsson, Simon Vaughan, Una Elefsen, Margrét Pálmadóttir og Ásdfs Gfsladóttir. Stjómandi: Ingóffur Guðbrandsson. Það er kannski óguðlegt að segja það, en mikið óskaplega fannst mér gaman. Það var nú víst ekki það sem gamli Bach ætlaðist tii þegar hann samdi Mattheusarpassíuna. Henni var víst fremur ætlað að koma mönn- um til að gráta. En síðan er mikið vatn til sjávar runnið og nú hreinlega skemmta menn sér við verkið. Það gerðu að minnsta kosti áhorfendur og heyrendur á tónleikunum sem ég hlýddi á. Flytjendur stóðu sig enda allir með hinum mesta sóma. Kórarnir sungu hreint og bjart með skýrum texta- frambuði sem Ingólfur virðist réttilega leggja mikla áherzlu á. Einstaka sinnum komust tenórar í Pólýfón á flugstig og skáru sig ögn úr. Annars var alltaf eins og einn maður syngi. Ef nokkuð á skorti þá var það meiri kraftur. Til dæmis í Sind Blitze, sind Donner og Barra- bam. Einsöngvarar voru allir alveg frá- bærir. Michael Goldthorpe var aldeilis alveg stórkostlegur. 1 hléi kom fram að hann væri orðinn hálf- lasinn af þreytu. En það var ekki á honum að heyra. Söngur hans var meira en óaðfinnanlegur, hann var frábær. Mér fannst Ian Caddy líka akkúrat eins og ég vil hafa Jesúm. Ég hef vanizt bjartari röddum i þessu hlutverki en finnst miklu fallegra að hafa svona djúpan og dökkan bassa. Annar bassasöngvari stóð sig ekki síður. Kristinn Sigmundsson, þótt ungur sé að árum og ekki síður að frama, var alveg frábær. Sigríður Ella og Elísabet sömuleiðis. En mér fannst þeð skaði hvað oft heyrðist lítið í þeim. Kenndi ég um staðsetn- ingu á sviði, því að mun betur heyrðist t.d. í Kristni þegar hann færði sig fram á sviðið en þegar hann stóð við hlið þeirra. í dúett þeirra Sigríðar og Elísabetar var undirleikur líka of sterkur þannig að þær hálf- drukknuðu. Simon hef ég ekki heyrt syngja fyrr en hef hugsað mér að hlusta meira á hann í framtíðinni. Hann hefur fallega mjúka rödd og er greinilega mikill túlkandi. Stúlkurnar þrjár i litlu hlutverkunum voru ekki alveg nógugóðar. Tónlist Dóra Stefánsdóttir Undirleikur var fyrir utan það sem ég nefndi áðan, of sterkur á köflum, alveg ágætur. Einleikur gekk allur Ijómandi vel, sérlega hafði ég þó gaman af einleik Alfred Lessing á víólu da gamba. Rut Ingólfsdóttir, konsertmeistari í stærri hljómsveit- inni, lék einnig á hugljúfan hátt undir með Sigríði EUu í Erbarme Dich. Svona í lokin langar mig að finna að svolitlu, eftir alla lofrulluna. Áheyrendum var á köflum sýndur dónaskapur. Þeir voru hvað eftir annað látnir bíða og bíða eftir tónlist- inni. í upphafi tónieika höfðu þeir bókstaflega verið beðnir að þegja á þeirri forsendu að verið væri að taka tónleikana upp á band. En þegar búið er að borga sig inn á tónleika eru tónleikarnir fyrir áheyrendur en ekki áheyrendurnir fyrir tónleikana. Þökk samt fyrir dásamlega stund. DS. og ríkið styður við, 2 nr. 15. er myndefnið gjarnan sett inn í staðlað kerft, þar sem hver myndræn eining og sérhver hreyfing er mæld og útreiknuð tU að gefa Ustaverkinu ákveðið skU- greint inntak. Þó svo dregið hafi úr „nákvæmum mæUngum” þá verðum við strax vör við „geometrískt”, „vísindalegt ástand” i myndverkunum, semleiðir m.a. af sér sérstæðar and- stæður mUli hreyfingar og kyrrstöðu. Inn tak myndanna (hraði, ótti, ofbeldi) er magnað upp með jessum andstæðum. Annars vegar röfum við kvika krampakennda ireyfingu dýrsins og hins vegar hina iauðu kyrrstöðu geometrísku form- inna. (Sjá myndir: Hundar í gUdrum). En myndirnar fjaUa ekki endUega um tiunda, heldur er dýrið aðeins tákn fyrir áhorfandann, sem upplifir dýrið sem Ukama, sinn eigin líkama. Áhorfand- inn tileinkar sér umfjöUunina í mynd- verkinu. Þannig skapast viss tjáskipti miUi myndverksins (ekki listamannsins) og áhorfandans, sem þó ekki er hægt að setja upp I vísindalega theoríu. Stöðluðsýn En listamaðurinn kannar einnig þann möguleika að ganga út fyrir hið dýnamíska myndrými. Listamaðurinn hefur komið fyrir í salnum tvUitum stöngum, sem tengjast ótvírætt inntaki ákveðinna mynda (og rikið styður við). í þessum myndum er inntakið orðið mun „fræðilegra”, og minni skirskotun tU dulrænna hvata og ann- arlegs ástands. Hér er fyrst og fremst um að ræða úttekt á skynjun áhorfand- ans á samsvörun og hlutföUum. í þessum listaverkum er það lengd stangarinnar (sem eru fyrir utan mynd- rammann) sem er mælikvarði á innri hlutföU myndarinnar. Listamaðurinn leikur sér að því að umbreyta og afskræma okkar venjubundnu skynjun á þekktum hlutum úr umhverfmu, og segir okkur á sama tima tU um þá stað- reynd að okkar skynjun byggir á fyrir- fram gerðum' „skoðunum”, sem er afleiðing okkar stöðluðu þekkingar. Við upplifum heiminn, náttúruna, Hluti af Flugdrekasafni Ó.V.V.F. aö velfæru 2 nr. 18. myndrænu kerfi (mælistikur tíma og rýmis.), sem örlar á hér á sýningunni. Því ljóst er að styrkur sýningarinnar Jiggur í þessum „vitsmunalegu mynd- verkum”, þar sem áhorfandinn getur lesið út úr vel grundvöUuðu ferU. En samt má ekki skilja þetta svo að listin sé sett inní kerfi sem gengur upp. Langt því frá. Listamaðurinn nær aldrei fullkomlega fyrirfram gerðri hugsýn. Jafnvel íhuguð form og út- hugsaðir litir koma á óvart á léreftinu/blaðinu. Listaverkið er því ávallt háð viskum tilviljunum og um fram allt innri logík verksins, því að öll listaverk, málverk sem og ljóð hafa sitt innra gangverk, sem er ekki aðeins „dýpstu þankar listamannsins” held- ur sú dialectique sem á sér stað milli formsins og litarins, inntaksins og structursins. Þannig hagræðir lista- maðurinn sínum tilfinningum sem og formum og litum á léreftinu. Listaverk- ið getur ekki verið annað en „endur- bygging” á persónulegum tilfinningum og sýn listamannsins. Stœrra f ormat Þessi sýning er einn eitt dæmið um þá endumýjun og öru gerjun sem á sér stað i íslensku listalífi. Hér er það hefð- bundin tækni, grafik og litur sem enn eru notuð til að tjá okkur nýja sjón- menntamöguleika. Þá væri einnig gleðilegt að sjá þessi verkfni í stærra formi og kröftugri útfærslu. Þetta er eflaust aðeins byrjun á miklu ævintýri. -GBK. umhverfið og jafnvel okkar innra lif í gegnum staðlaðar sjónpípur, sem eðli- lega á rætur sínar að rekja til okkar félagslega og pólitíska uppeldis. Tvœr leiðir Á þessari sýningu höfum við tvenns konar myndverk, tvær leiðir til nýjunga í listrænni sköpun. En þrátt fyrir þessar tvær myndgerðir, þá er til staðar ákveðinn viiji hjá listamannin- um til að nota/skapa afmarkað mynd- mál til að skilgreina sína persónulegu stöðu sem skapandi listamaður. Og það væri virkilega spennandi að sjá kristallast enn frekar þessa notkun á Ljósm. GBK. Vantar ykkur innihurðir? • Fullkomna^velar • Þjálfað staBfslið tryggir vandaða vöru á verði. «®r Mfmwfa Greíbsluskilrrtálar, sem allir ráða við. Söluumboð: ■yXv Iðnverk hf. IMóatúni 17, sími 259ÍI*259||) Axel Eyjólfsson Smiðjuvegi 9, Kópavogi, simi 43577. TrcsmlSja I "þorvaldar Olafssonar bf ■-----■ Iðavöllum 6 - Ketlavlk - Slmi 3320

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.