Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. 7 Vegna mikillar ef tirspumar... Vegna eftirspurnar verður aukasýning á dans- og söngvaleiknum Jazz-inn sem Jazzballettskóli Báru setti í svið undir stjórn Báru Magnúsdóttur. Aukasýningin verður á sunnudaginn i Háskólabiói kl. 21. Jazz-inn er nútimasaga, dönsuð, sungin og leikin við undirieik hressilegrar tónlistar frá Árna Scheving, Fryðrik o.fl. o.fi. Það hafa ekki farið margar sögur af leikritinu Uppgjörið, farandsýningu Þjóðleikhússins, sem sviðsett var í tilefni Árs fatlaðra og hélt merkinu á lofti. löngu eftir að því ári er lokið. Uppgjörið var samið i hópvinnu undir stjórn Gunnars Gunnars- sonar en leikendur eru tveir, þau Guðmundur Magnússon og Edda Þórarinsdóttir. Leikritið hefur verið sýnt í skólum og á vinnustöðum í vetur og fengið fínar undirtektir, enda skemmti- legt og vekjandi um leið. Og allra síðasta sýning verður i Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudaginn kemur kl. 20.30. Lítið lát var á aðsókn að leik- ritinu Elskaðu mig eftir hið umrædda skáld frænda vorra Dana, Vitu Anderson. Alþýðu- leikhúsið sér ekki annað fært en bjóða upp á aukasýningar á leiknum og verða þær í kvöld og svo á föstudaginn 23. apríl. Tveir leikarar koma fram í sýningunni, þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jóns- son. Af Alþýðuleikhúsi er auk þess það að frétta að Don Kíkóti fékk aldeilis afburða dóma, ekki sízt þeir Arnar og Borgar Garðars- son í titilrullunum. Sölusýning á notuoum ÍT13ZD3 bílum frá 10-4 alla laugardaga Nú geta allir verið sérfræðingar í því að velja og kaupa notaóan bíl. Þiö athugið útlit bílsins, ástand hjólbaröa og annað sem sést. og viö ábyrgjumst þaó sem ekki sést. Tryggið góð og örugg viðskipti. veljið notaðan MAZDA BÍL MEÐ 6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Við erum eini aðilinn á landinu sem veitir ábyrgö á öllum notuðum bilum. og tryggir þannig öryggi i við- skiptum. __ BÍLABORG HB ‘Smiðshöfða 23, sími 81299. Fáar sýningar eftirá Karlin- umíkassanum Garðaleikhúsið fer nú senn að hætta sýningum á gamanleiknum Karlinn i kassanum eftir Arnold og Bach. 17. sýning er i kvöld kl. 20.30 i Tónabæ (gamla Lidó). Leikstjóri er Saga Jónsdóttir en með helztu hlut- verk fara Magnús Ólafsson og Aðal- steinn Bergdal. Myndin er úr einu atriði leiksins. <SÝNING laugardag og sunnudag KL. 14.00— 18.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.