Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 11
11 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 17. APRIL 1982. It um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og hvap r Svona sogja vísindamonnirnir að Josús hafi litiö út, samkvæmt rannsóknum á likklæðum hans. Jesús fékk slag Nýjustu fréttir herma að banamein Jesú hafi verið hjartaslag sem fylgdi í kjölfar hins andlega ójafnvægis er hrjáði Jesúm síðustu dagana fyrir krossfestinguna. Er þetta niðurstaða rannsókna vísindamanna á líkklæðum Jesú. Samkvæmt rannsóknunum fékk Jesús aðkenningu að hjartaslagi aðfaranótt miðvikudagsins, þegar hann dvaldi í Getsemane-garðinum, versnaði svo þegar hann var handtekinn og enn meir í göngunni löngu til Golgata. Er talið að hann hafi látizt um 16 klukku- stundum eftir fyrstu aðkenninguna, þótt sumir vilji meina að um 60 klukkustundir hafi liðið þar á milli. Það eru líkklæði Jesú sem þarna eru lögð til grundvallar en á þeim er að finna bletti er við efnagreiningu hafa reynzt vera að hálfu leyti blóð og að hálfu leyti litlaus líkamsvessi sem verður til við hjartaáfall. Þá telja sömu vísindamenn sig geta sagt til um útlit Jesú með því að skoða líkklæðin. Samkvæmt því var hann 1,79 á hæð og 79,320 kíló á þyngd. Líkklæðin eru varðveitt í Tórínó á Ítalíu þar sem prestar gæta þeirra dag og nótt. Dánarorsök Jesú og upplýsingarnar um líkamsstærð hans voru birt í Sivilta Catolica sem er opinbert málgagn Jesúítahreyfingarinnar. Það er ítalski læknirinn Malantrucco, sem starfar við Sankti Péturs sjúkrahúsið í Róm, sem hefur komizt að þessum niðurstöðum eftir rannsókn á likklæðunum. KÞ. ífótsporSæ- mundar fróða „Til þess að verða galdramaður, varð fyrst að læra að móta hugsunina og gefa henni form og búning. Hvíta- galdur er eins konar skóli í þessu efni og undirstaða hins virkilega hugar- galdurs eða svartfræði. ...” segir i formála Galdraskræðunnar eftir Skugga. Galdraskræðan mun vera eitt örfárra rita um galdra og galdrastafi og hefur nú veriö endurútgefin af Bókavörð- unni. Höfundur skræðunnar hét Jochum M. Eggertsson og nefndi sig Skugga. Hann er nú látinn fyrir nokkru. Efni skræðunnar sótti hann til gamalla handrita í Landsbókasafni o.fl. Ýmissa grasa kennir í Galdraskræð- unni, ekki sízt galdrastafa fyrir öll hugsanleg afnot. Til gamans er hér mynd af staf til að fá stúlku. Um þann staf segir: „Þennan staf skaltu skrifa á svínsbelg úr blóði þínu úr vinstri geir- vörtunni og láta siðan stúlkuna sofa á honum næturlangt; og þarftu þá ekki að biðja hennar eftir það framar.” Engan staf fundum við í bókinni til að hjálpa stúlkum að krækja í karl, en á því eru líklega augljósar skýringar! Og ef grannt er skoðað eru flestir galdra- stafirnir til handa körlum til að nota í þeim störfum sem í algleymi galdra á Islandi voru enn þá karlastörf hvað svo sem nú er orðið. Það skyldi þó aldrei verða að kvenfólkið hafi stólað meira á sjálft sig en annarlegar kúnstir?! BJÖRNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Smurbrauðstofan MELTAWAY SNJÓBRÆÐSLUKERFI í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga, torg og íþróttavelli. Síminn er: 77400 Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða degi. PÍPULAGNIR SF Smiðjuvegur 28 — Box 116 — 202 Kópavogur Til sölu Mercedes Benz Unimog torfærubíll meö husi Til sölu UNIMOG torfærubill með læstu drifi á öllum hjólum, mjög hátt undir lægsta puntk. Húsið er vel búið og vandað að gerð, m.a. eldavél, isskápur, fataskápur og vaskur. Gott svefnpláss cr fyrir 2 og gott borðpláss fyrir 4—5. Þaki hússins má lyfta að framanverðu til þess að auðvelda umgang. Hér er um að ræða lúxus torfærusumarbústað. Upplýsingar í síma 31236 frá kl. 13—17 í dag og 9—18 virka daga. Alþýdubankinn hf Aðalfundur Alþýðubankans hf árið 1982 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu Reykjavík laugardaginn 24. apríl 1982 og hefst kl. 14.00. Á dagskrá fundarins er: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 18. gr. samþykkta bankans. b) Samþykktir og reglugerð bankans. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 20., 21. og 23. apríl nk. og við innganginn á fundarstað. F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. Benedikt Davíósson formaður Þórunn Valdimarsdóttir ritari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.