Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982. mmuBWMsm Útgáfufólag: Frjóls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páli Stefánsson og Ingótfur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfflumúla 12—14. Auglýsingar: Síflumúla 8. Afgreiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. i Askrfftarverfl á mánufli 110 kr. Verflí lausasölu 8 kr. Helgarfalað 10 kr Blikur á lofti Þegar spá Þjóðhagsstofnunar er lesin fer ekki á milli mála, að horfur framundan eru iskyggilegar fyrir land og þjóð. Framleiðsla þjóðarinnar mun fara minnkandi og þá um leið þjóðartekjur. Yrði það í fyrsta skipti síðan 1975 sem framleiðslan drægist saman. Viðskipta- hallinn við útlönd verður áfram umtalsverður og ýmsar blikur eru á lofti sem geta enn breytt stöðunni til hins verra. Samt er spá Þjóðhagsstofnunar bjartsýnisspá. Hún gerir ráð fyrir óbreyttu olíuverði, sem nú er með allra lægsta móti, hún gerir ráð fyrir einhverri loðnu- veiði, þótt ekkert útlit sé fyrir þær veiðar og hún gerir ráð fyrir óbreyttu efnahagsástandi erlendis, sem felur í sér sterkan dollar og viðunandi viðskiptakjör. Síðast en ekki síst er miðað við óbreytt grunnkaup, þrátt fyrir að samningar séu nú allir lausir og kröfu- gerð launþega um 13% launahækkun. Það þarf mikla bjartsýni og talsvert hugrekki til að senda frá sér þjóðhagsspá sem byggist á slíkum for- sendum. Enda er það svo að þjóðhagsstjóri hefur uppi mikla fyrirvara og aðvaranir, þegar hann er inntur frekar eftir útskýringum í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vekur að þjóðhagsstjóri lýsir yfir því, skýrt og skorinort, að ekkert svigrúm sé til grunn- kaupshækkana á árinu. Það verða svo sannarlega að teljast tíðindi þegar opinber og ábyrgur embættismað- ur tekur svo djúpt í árinni og undirstrikar auðvitað hversu ástandið er alvarlegt. Þjóðhagsstjóri bendir jafnframt á, að auk þess sem forsendur spárinnar gangi út frá óbreyttum aðstæðum, þurfi enn að grípa til róttækra efnahagsaðgerða, ef verðbólgumarkmið ríkisstjórnarinnar um 35% verð- bólgu áaðnást. Þetta síðastnefnda hafa ráðherrar raunar sagt áður og eru þvi ekki ný tiðindi, þótt enginn viti enn, og allra síst þeir sjálfir, í hverju þær ráðstafanir verða fólgnar. Þjóðviljinn telur það fréttnæmast í þjóðhagsspánni að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um 3% á mann og þar með hærri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Nú er það út af fyrir sig athyglisverð niðurstaða að kaupmáttur aukist einmitt á því ári, þegar verðbætur á laun voru skertar um 7% í upphafi árs. En þessar tölur segja litið um kaupmátt kauptaxta, enda hefur hann lækkað um 1% á sama tíma. Ef kaupmáttur ráðstöf- unartekna hækkar, þá er það einfaldlega vegna þess, að launþegar hafa bætt við sig vinnu, lengt vinnudag- inn, til að auka tekjur sínar, eins og reyndar er staðfest í þjóðhagsspánni. Þjóðviljinn er því að gleðjast yfir lengri vinnudegi launþega, en ekki auknum kaupmætti fyrir hverja unna vinnustund, kannske er það nýjasta baráttumál Þjóðviljamanna að vinnudagurinn verði sem lengstur! í stað þess að hrósa sigrum á fölskum forsendum eiga stjórnmálaöfl og aðilar vinnumarkaðarins að horfast í augu við þá staðreynd, að dökkar og ískyggi- legar blikur eru á loft. Þær kippa því miður fótum undan þeim vonum, sem menn hafa gert sér um almennar grunnkaupshækkanir í vor. Þjóðhagsspáin er tilkynning til þjóðarinnar um að kakan minnki, sem til skiptanna sé. Þeir sem ekki hlusta á þá aðvörun eru annaðhvort ekki með öllu mjalla, ellegar ráðnir í að kippa fótunum undan efna- hagslífi íslendinga. Nema hvort tveggja sé. ebs Hefur einhverri héma verið nauögað sem get- ur talaö ensku? enda ef þeir sem þjást eru mælandi á tungu heimspressunnar. Þeir kunna sitt fag þessir kallar og þaö kæmi mér ekki á óvart þótt frammámen.t stóru sjónvarpsstöðv- anna hittusi reglulega á fundum til aö ákveða framgang heimsmálanna eitthvað í þessum dúr: BBC: — Þetta Póllandsmál er orðið heldur dauft og Magga tjáir okkur að hún treysti sér ekki til að segja af sér fyrr en í júní. Eurovlsion: — Jaruzelski var búinn aö bóka út apríl. Ég veit ekki, hvort viö getum afturkallað það. NBC: — Galtieri forseti Argentínu hefur gert okkur gott tilboð um að ráöast á Falklandseyjar ef viö treystum okkur til að fastbóka hann á öllum rásum til maíloka. Við Úrrítvél Jóns Björgvinssonar Þegar þotan fórst í vetur I Potomac-ánni í Washington fylgd- ust Bandaríkjamenn með því i sjón- varpinu. Margir, sem höfðu horft á Towering Inferno án þess aö brotna, buguðust, þegar þeir urðu aö horfa þarna á bræður sína berjast fyrir llf- inu í beinni útsendingu. En þetta er vist þaö, sem koma skal og nýlega bættust íslendingar í hóp þeirra þjóða, sem fylgst geta meö mannkynssögunni i beinni útsend- ingu. Frá og meö deginum í dag verða allar styrjaldir háðar inni i stofu heima hjá okkur. Vopnahlé heyra þar með sögunni til. 1 staðinn veröur gert hlé á bardögum á 10 minútna fresti til að koma að auglýsingum. Annaö hvort það eða hermenn Uöanna munu klæðast einkennisbúningum merktum Goöa pylsum og Bygginga- vöruverslun Kópavogs. Einu sinni þótti fjölmiðlunum mikiö púöur í flugránum. Nú hafa vinsældir þeirra dvínað. í staðinn hefur komið þáttaröð, sem kalla mætti „Þeir hafa skotið hann!” eða „The Shoot the President Show”. í þessum þáttum eru ýmsir frægir menn skotnir, forsetar, bandarískir og egypskir, páfar og popparar. Þessir þættir og flugránin eiga það sameiginlegt, að sumra mati, að ýta undir fleiri slík hryðjuverk með ýtar- legri umfjöllun. í Bandaríkjunum fylgist metfjöldi áhorfenda með því, er aðalnúmer hvers þáttar er dregið upp úr götunni eftir skotárás og þvf rúllað 1 beinni útsendingu inn eftir spítalaganginum. Inn á milli er skotið æviatriðum til- ræðismannsins, viðtölum við konurnar, sem bjuggu í sömu götu og hann fyrir 9 árum og jafnvel léttri tónlist og augiýsingum. Fréttir eru vinsælasta sjónvarps- efnið ef þær uppfylla þær kröfur að vera spennandi og auðskildar. Ekki eins og deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafsins og hryðjuverkin i Norður-írlandi. Þeir framhalds- þættir eru búnir að ganga sér til húðar. Handritin orðin útvöskuð og svo gömul, að fæstir muna, hver var kveikjan að þeim í upphafi. Við vitum ekki einu sinni lengur, hverjir eru vondu kallarnir og hverjir eru góðu kallarnir. Slíkt er hins vegar öllum Ijóst, þegar þjóðhöfðingjar eru skotnir eða þegar gerðar eru innrásir. Eins og innrásin 1 Pólland. Að vísu tókst ekki að sjónvarpa henni beint, en úr því var bætt eftir á með því að sjónvarpa beint um víða veröld skemmtiþætti, sem búinn var til úr efninu. Falklandseyjadeilan hefur líka reynst afbragðs sjónvarpsefni. Þar er deiluefnið nógu auðskilið til að öll fjölskyldan geti fylgst með frá upphafi. Þegar þetta var skrifað stefndi breski flotinn í stríð i suður- höfum. Gífurleg spenna ríkti um framhaldið í næsta þætti. Þetta er ástand, sem í sjónvarps- bransanum er nefnt „cliffhanger”. Þeir gæta þess í lok hvers þáttar að skilja við söguhetjuna hangandi á annarri hendinni á bjargbrúninni, svo viö neyðumst til að opna aftur í næstu viku til að frétta af afdrifum hennar. Innan hvers þáttar eru að auki nokkur ris, sem enda á því að skúrkurinn dregur upp byssu og skilti, sem á stendur „Place Comm- ercials Here”. Stundum falla heimsviðburðirnir svo vel inn I þennan ramma, að það er eðlilegt, að áhorfendur eigi stöðugt erfiðara með að greina á milli skáld- skapar og raunveruleika á skjánum sinum. Það vaknar jafnvel sá grunur, að sjónvarpsfólkið stjómi mann- kynssögunni á bak við tjöldin. Fræg saga úr Biafrastríðinu ýtir undir þennan grun. Aftökusveitin átti að taka fanga af lifi og mynda- tökumennirnir fjölmenntu. — Tilbúnir, hrópaði sveitarfor- inginn. — Miðið . . . Nei! Bíddu! Biddu gall við í einum kvikmyndatöku- manninum. Batteríið í vélinni hans var dautt. Aftökusveitin hinkraði á meðan hann útvegaði sér , annað batterí. — Byrjið! hrópaði hann, þegar það var komið á sinn stað. — Tilbúnir, miðið, skjótið, öskraði sveitarforinginn. Bang, bang, bang! Fanginn féll til jarðar. „Hefur einhverri hérna verið nauðgað, sem getur talað ensku?” er kaldhæðinn titill á nýútkominni endurminningarbók bresks alþjóða- fréttamanns. Þetta eru orð, sem duttu út úr fréttamanni innan um fórnarlömb ónefndrar borgarastyrj- aldar. Það eykur vitanlega á gild fréttarinnar og meðaumkun áhorf- yrðum þá að tilkynna Jaruzelski, að hann hafi ekki uppfyllt þær vonir, sem við bundum við hann. CBC: — Við erum mjög spenntir fyrir þessu tilboði, okkur sýnist að það megi framleiöa þessar fréttir á mjög lágum kostnaðargrundvelli (eða ódýrt eins og sagt var í gamla daga, ritstj.). En hvar eru þessar Faik- landseyjar? Niðurstaðan verður sú, að Galtieri gengur á land á Falklandseyjum til að snapa sér stríð og fréttalægðin breytist í jólavertíð. Það kemur í ljós, öllum til mikils léttis, að vígbúnaðarkapphlaupið, fullkomnu aðvörunarkerfin og við- bragðsflýtirinn eru ekki lengra á veg komin en það, að það tekur herinn tvær vikur, bara að komast í stríðið. En til aö spennan falli ekki í millitíð- inni hóta Bretar að sökkva öllu, sem flýtur, er argentínskt og vogar sér inn fyrir 200 mílurnar. Farsinn fer að minna á þorskastríð. Þið megið sjálf gera upp við ykkur, hver er í hlut- verki hvers að þessu sinni. Aðalatriðiö er, að báðar þjóðirnar gleyma sínum raunverulegu vanda- málum og sundraður múgurinn sameinast í trylltri þjóðernisást syngjandi „Don’t Cry For Me Argentina” á meðan við hin bíðum spennt eftir næsta þætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.