Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 15
MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF Á 14 MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN DAGBLAÐIÐ & VÍSIR, LAUGARDAGUR 17, APRÍL 1982. MANNLÍF FYRIR NORÐAN DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 17. APRtL 1982. kcmur Ámi Sigurðsson stýrimaður moð börnin sín um borð. NO RÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF Starfsmonn Slippstöðvarinnar gátu vorið stoltir moð skipið. Kristján Orant bHstjóri boið þoss að koma Slippstöðvarmönnum til síns hoima. Þama or hann ábyrgðarfullur t.v. moð Páli Póturssyni. Allir forðafærir Skagstrcndingar voru komnir niður á bryggju til að fagna örvari. DV-myndir GS/Akureyrí. Velkominn, Örvar” Frá komuÖrvarstil heimahaf nar á Skagaströnd „Þetla leggst bara vel i mig, þvi að ég er með einstaklega góðan mannskap og mér lizt vel á skipið i alia staði, sagði Guðjón „Ebbi” Sigtryggsson, skip- stjóri & Örvari, nýjum skuttogara Skag- strendinga, f samtaii við DV. Örvar er tæplega 500 rúmlesta skip, sem völundar Slippstöðvarinnar A Akureyri voru 130 vinnustundir að smiða. Það mun samsvara þvf, að einn maður hefði verið ein 65 ár að dunda við smfði sldpsins. Það telst vart til tið- inda nú oröið, að nýr togari bætist i fisldskiptafiotann. Sumir segja jafnvel, að fiskiskipaflotinn okkar sé orðinn alltof stór. En það er önnur saga. Þjóöhátíö Það var uppi fótur og fit á Skaga- strönd á miðvikudag fyrir páska, þegar örvar sigldi í fyrsta sinn í heimahöfn. Það var sól og blíða. Allir sem ferða- færir voru stormuðu niður að höfn til að fagna fleyinu. Börnin veifuðu ís- lenzka fánanum og önnur voru með blöðrur. Allir voru prúðbúnir. Það var hátíð t bæ, rétt eins og þjóðhátíð í stærri kaupstöðum. En ég efast um að þjóðhátíðardagurinn á Skagaströnd verði jafn tilkomumikill. Þannig fagna smærri byggðarlög atvinnutækjum eins og togara. Ég minnist ferða til Hríseyj- ar með Snæfelli, Dalvíkur með Björg- úlfi og Ólafsfjarðar með Sigurbjörgu. Á öllum þessum stöðum voru móttök- urnar stórkostlegar. Það er svo sem ekkert undariegt, því að haft var á orði um borð i örvari á leiðinni til Skaga- strandar, að slíkt atvinnutæki þangað samsvaraði 1—2 álverksmiðjum til Akureyrar. Rœður og bænir Þegar örvar hafði verið festur tryggilega við bryggju hófust ræðu- höld. í upphafi flutti sóknarprestur Skagstrendinga, sr. Oddur Einarsson, blessunarorð. Síðan talaði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar. Afhenti hann Sveini Ing- ólfssyni, framkvæmdastjóra Skag- strendings, afsal fyrir skipinu. Síðan fluttu þingmenn kjördæmisins ávörp. Meðal þeirra voru ráðherrarnir Pálmi Jónsson og Ragnar Amalds. Einnig tal- aði Páll Pétursson, alþingismaður og þingflokksformaður Framsóknar- flokksins. Flutti hann kveðju frá Eyj- ólfi Konráð, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki hafði átt heiman- gengt til móttökunnar. Þótti mörgum kúnstugt, að sá kveðjuflutningur skyldi koma í hlut Páls en ekki Pálma, flokks- bróður Eyjólfs. Hafði Páll einnig á orði, að gætu Skagstrendingar ekki rekið slíkt skip, þá gætu engir íslend- ingar það. Gosþamb og súkkulaöiát Að ræðuhöldunum loknum var öll- um boðið um borð til að skoða fleyið. Yngsta kynslóðin fékk þar forgang, og ekki nóg með það, börnin fengu gos- drykki og „Conga” súkkulaði frá Ey- þóri í Lindu, að skoðun lokinni. Voru þau að vonum bústin og sælleg þegar þau gengu frá borði. Síðar um daginn var öllum „full- orðnum” Skagstrendingum boðið í „síðdegisdrykkju” í félagsheimilinu. Þar stungu menn upp f sig ostabitum og öðm góðgæti, sem var skolað niður með ljúffengum veigum, allt í boði Skagstrendings hf. Um kvöldið var síðan stiginn dans með miklum elegans. Dýr er örvar allur Eigandi örvars er Skagstrendingur hf. Sveitarfélagið er þar lang-stærsti hluthafinn, á um 40% af hlutafénu, sem er um 8 m. kr. Þar af bættust við 2,3 m. kr. frá íbúum Skagastrandar vegna togarakaupanna og hefur Skag- strendingur þegar greitt sin 15% í kaupverði skipsins. Fiskveiðasjóður fjármagnar 75% og Byggðasjóður leggur til þau 10%, sem upp á vantar. Tilbúiö kostar skipið um 80 m. kr„ með öllu, þar meö töldum fjármagns- kostnaði. Samsvarar það um 115 þús- undum á hvern ibúa Skagastrandar. Dýr er þvf örvar allur, en hann hefur líka ýmislegt umfram venjulegan tog- ara. Hann er sem sé búinn frystihúsi með öllu sem tilheyrir, flökunar-, roð- flettingar- og aðgerðarvélum, auk frystibúnaðar. En hvers vegna? Vantar nýtt frystihús „Þegar viö ákváðum að fara út í kaup á nýjum skuttogara, þá var ljóst að við urðum einnig að byggja nýtt frystihús,” svaraði Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. „Gamla frystihúsið er þröngt og óhent- ugt og þar verður ekki komið við þeirri hagræöingu, sem tíðkast í fiskvinnslu hérlendis í dag. Nú, stjórnvöld sam- þykktu beiðni okkar um togarann, en höfnuðu lánafyrirgreiðslu til byggingar nýs frystihúss. Við sáum að vonlaust var að gera út skip, sem ekki gæti land- aö aflanum f heimahöfn, þannig að við ákváðum að gera skipið að fljótandi frystihúsi. Um borð í skipinu verður hægt að vinna aflann fyrir Englands- markað á sama hátt og gert er i mörg- um frystihúsum hérlendis,” sagði Sveinn. Að öllu jöfnu verður hægt að vinna um 25 tonn á sólarhring um borð i örv- ari, en til þess þarf 24 manna áhöfn, I stað 16 manna áhafnar á samsvarandi togurum að stærð. En hvernig verður verkaskipting? „Þaö verður ekkibein verkaskipting milli veiða og vinnslu, þaö ganga allir i öll störf. Það voru ekki vandkvæði á Sr. Oddur Einarason^flutti blossunarorfl. Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, afhonti Ingdlfssyni, f ramk væmdastjóra Skagstrondings, afsal f yrir skipinu. Svoini Börnin voHuflu fslonzka fánanum. 3W sv. r-1 *» dí! Bflmin fongu afl fara fyrst um borfl. að manna skipið, því að færri komust að en vildu, og aðeins 4 búa utan kaup- túnsins,” svaraði Sveinn. — Nú er kvenfólk í meirihluta í flestum frystihúsum. Verða kvenmenn í áhöfninni á örvari? „Nei, ekki til að byrja með, en við höfum alls ekki útilokað að taka kven- fólk um borð.” Fyrir á Skagstrendingur hf. togarann Arnar sem keyptur var frá Japan 1973. Sveinn var að lokum spurður um rekstrarhorfur? „Við gerum okkur góðar vonir um að sameiginlega geti þessi skip staðið undir sér. En við gerum okkur grein fyrir að afborganir af nýja skipinu verða erfiðar, t.d. hefur þróunin I gengismálum mikið að segja. Miðað við stöðuna núna t.d., þá yrði afborg- anir af skipinu 5 m. kr. hærri ef lánin yrðu tryggð samkvæmt gengi Banda- ríkjadollars en ef þau yrðu tryggð sam- kvæmt gengi svissneska frankans. Við veðjuðum því á þann svissneska, þótt við gerum okkur grein fyrir því að þró- unin gæti snúizt við,” sagði Sveinn að lokum. Ætlaði að vera ár Skipstjóri á örvari er Guðjón Sig- tryggsson, sem aldrei er kallaður annað en „Ebbi” meðal kunningja. Guðjón er ísfirðingur, var áður stýrimaður á aflaskipinu Guðbjarti frá ísafirði og hefur aldrei unnið við annað en sjó- mennsku. „Ég kom hingað til Skagastrandar og tók við Arnari 1970. Upphaflega ætlaði ég aö vera hérna i eitt ár, en hér er ég enn. Ég kann vel við staðinn, hér er rólegt og gott að vera, og hér er líka sérdeilis góður mannskapur,” sagði Ebbi. Eiginkona Ebba er Halidóra Þor- láksdóttir og gaf hún örvari nafn, þeg- ar skipinu var hleypt af stokkunum. Þegar örvar var afhentur, höfðu samningar ekki verið gerðir við sjó- mennina, enda „fljótandi frystihús” nýjung f útgerð hérlendis. Um páskana var farið í reynsluferð og eftir að séð var hvernig hlutirnir gengu um borð, tókust samningar. Verður skipta- prósenta áhafnarinnar tæpum 2 prósentum hærri en á venjulegum skut- togurum. Nú er örvar úti í sinni fyrstu veiðiferð og þá ekki annað eftir en óska Ebba og skipshöfn hans góðs gengis. GS/Akureyri Péll A. Pálsson or hirðljósmyndari Slippstöflvarinnar. Hór or hann ésamt Ebba skipstjóra og Gunnari Skarphóðinssyni, starfsmannastjóra Slippstöflv- arinnar. Gamla kompan Björn á Löngumýri lót sig okki vanta og hann þckkir okkcrt kynstóflabil. Hjalti Skaftason, vöruflutningabflstjóri á Skagaströnd, var hross afl vanda. Pssr séu tll þoss afl akboi vantaði {glösin I kokktollvoizlunni. Hór or Pálmi Jónsson landbúnaðarráflhorra, scnnilcga að ræða um virkjun vifl Húnvctninga. Blöndu- Hér er Guðjón „Ebbi" Sigtryggsson skipstjóri ásamt eiginkonu sinni. Hell- dóru Þorláksdóttur, en hún gaf örvari nafn á sinum tima. SNJÓKORN - SNJÓKORN - SNJÓKORN - SNJÓKORN - SNJÓKORN ABt iandiö? „Róleg páskahelgl um allt iand- ið,” sagði DV í fyrirsögn á þriðju- daginn. Þumlungi neðar á sömu siðu stóð: „Akranes: Tvisetið i fanga- geymslum”. Einhvern veginn passar þetta ekki saman í mínum haus. Skaginn hlýtur að falla undir „ailt landlð”, en varia getur það talizt tii rólegheita, að „grjótið” sé tvisetið. Nema þá að það hafi flokkazt undir varúðarráðstöfun, til að tryggja ró- legheit. Ég minnist þess frá sokka- bandsárum minum fyrir austan að verðlr lagauna þar höfðu þann kæk um tima að setja ákveðinn ólátasegg í hlekld i upphafl hvers danslelks. Flokkaðist sá verknaflur undlr varúð- arráðstöfun. Hvar er Andrés? Þvi mlður hef ég hvorki heyrt né séð Andrés vin minn Templar frá Alkóhóli siðan síðast. Verða þvi eng- ar sögur sagðar af þelm merkismanni að þessu sinni. Ðtthvaðnýtt ÞaO er alltaf ánægjulegt, þegar menn finna upp á einhverju nýju tii aO auka fjölbreytnina i atvinnulif- inu. Kaninurækt hefur verið barna- gaman en nú hafa Bjarni Ólafsson og Þrálnn Stefánsson spurt bæjarráð Akureyrar hvort þeim verði heimil- uð kaninurækt i húsi númer 18 við Óseyri. Þetta var full-erfið spurning fyrir bæjarráO, þannig aO henni var visað tii bygginganefndar. Bankastrlð Nú hafa verkalýðsfélögin, rikls- sjóOur og Alþýðubankinn sótt um lóO i miOhæ Akureyrar fyrir verzlun- ar- og skrlfstofubyggingu. LóOin sem sótt hefur veriO um er þar sem nú stendur biðskýll strætisvagnanna. Mun riklssjóður ætla að byggja á lóðlnnl stórhýsi fyrir skrifstofur bæj- arfógeta og fleiri stofnanir hins opin- bera, í samvtnnu vlð verkalýðsfélög- in, sem væntaniega yrflu meO skrif- stofur sinar i byggingunni. Jafnframt mun vera gert ráð fyrir ráOstefnu- og fundaaðstöðu i byggingunni og jafn- vel einnig veitingaaðstöðu. Alþýðubankinn eða ? Þriflji aðilinn i þessu samstarfi er Alþýðubankinn sem til þessa hefur ekki haft útibú á Akureyri. Iðnaðar- bankinn hefur aftur á móti verið með útibú á Akureyri f mörg herrans ár. 1 mörg ár hefur bankinn beðið eftlr lóð á miðbæjarsvæflinu, en ekki fengið úrlausn. Nú hefur Iðnaflarbankinn einnig sótt um áðurnefnda lóð og jafnvel er hugsanlegt að Búnaðar- bankinn geri það einnig. Væri nú ekki nær fyrir bæjaryfirvöld að greiða götu þeirra banka sem fyrir eru, frekar heldur en afl stuflla að einu bankaútibúinu enn? Misheppnaður bW Nú hafa Strætisvagnar Akureyrar yfir afl ráða bil sem ætlaður er til innanbæjarferða fyrir fatlaða. Fatl- aðir munu þó ekkl vera alls kostar ánægðir með nýja farkostinn. Telja þeir afl mistök hafi átt sér stað við gerð sérbúnaðar fyrir fatlaða, og þá sér i lagi fyrir þá er eru i hjólastól. Er billinn hár og hjólastólabrautin upp i hann það brött að mikla krafta og kjarkmenn þarf tii að hafa sig upp hana. Upphaflega var ætlað að kaupa áþekkan bil og er i notkun i Reykjavik og reynzt hefur vel. Þó voru gerfl trávik varðandi sérbúnafl- inn sem ekkl reyndust til bóta. M.a. er hjólastólabrautin tekln út um aft- ur-dyr Akureyrarbilsins en um hliðardyr Reykjavfkurbilsins. Þannig getur Akureyrarbillinn i fáum tilvik- um nýtt sér hæðarmismun gangstétt- ar og götu. Grða á fuiri ferö Enn er unnifl að rannsókn og yfir- heyrslum i sambandi við innbrottð i bygglngu Hölds hf. aðfaranótt Þor- láksmessu. Ekki hefur tekizt að upp- lýsa hver eða hverjir voru að verki. En Gróa á Leiti hefur fundið ýmsa sökudólga. Menn eru nafngreindir og sagt að þeir séu búnir „að játa”. Önnur saga nafngreinir annan mann og segir hann hafa játað eftir stanz- lausar yfirheyrslur i marga sólar- hringa. Sannieikurinn er hins vegar sá, 14. april, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar að ekkert nýtt hefur komifl fram við rannsóknina. Já, hún Gróa á Leiti Akureyrar lætur ekki að sér hæfla. Tryggið strax Ólafur heitir sómakari á Akureyri. Er sá umboðsmaður Almennra trygg- inga hf. á staflnum. Annar maður heitir Herbert og er Ólason, kallaflur „Kóki”. Temur sá hesta, frystir kartöflur og nú ætlar hann að fara að steikja „Kóka-hamborgara”. Óli og Kóki hittast stundura f kaffi við „hringborðið” á „Teriunni". Eitt sinn þegar Kóki kemur afl borðinu, veður hann afl Óla, snýr harkalega upp á nefnið á honum, kippir siðan fast i — plopp — og sagði sfðan glafl- blakkalega: „Þú tryggir ekki eftir á”. MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORI DAN - MANNLÍF FYRIR NOROAN - MANNLÍF FYRIR NOROAN - MANNLÍF FYRIR NOROAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐAN - MANNLÍF FYRIR NORÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.