Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1982, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 17. APRIL 1982. Út um hvippinn og — Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og hvappinn Skólastjórinn Ivor Spcnccr sýnir ncmcndum hvcrnig vokja skuli horra sinn. Vorið ávallt roiðu búnir til að svara hvaða spurningu som or af fyllstu kurtoisi, hvorsu fárónlog som hún kann að virðast ykkur. OFURÞJÓNARÁ ENSKA VÍSU Muniði eftir Hudson, butlernura í Upstairs, downstairs — yfirbjóni, kjallarameistara, kæmeistara, ráðs- manni eða hvað ’/ið eigum að kalla það? Sagnir herma að slíkir kæmeist- arar hafi verið til svo hundruðum skipti fyrir síðustu heimsstyrjöld í Englandi, a.m.k. voru einar 30.000 fjölskyldur með slíka þegna i þjónustu sinni. Nú til dags eru þeir aöeins örfáir sem hafa efni á þeim lúxus sem fyrsta flokks kæ- meistari er i Bretlandi. En þeir fyrir vestan haf, þeir hafa efni á slíku og því eru nú ofurþjónarnir brezku að verða fyrirtaks útflutnings- vara og mun ekki tjallanum af veita! En kæmeistarar vaxa ekki á trjám, heldur þarf að búa þá til í þar til gerðum skólum. Einn slikur er til i London. Sex mánaða nám kostar 17000 íslenzkar krónur. Á siöasta ári sóttu um 500 manns um nám í skól- anum, en færri komust að en vildu, því að sumir umsækjandanna voru ó- enskir eins og Englendingar kalla það, þ.e.a.s. útlendingar. Og eins allir vita, ekki siður skólastjórinn, er hinn sígildi kæmeistari brezkur og annað ekki. Námið er enginn leikur. Drengirnir verða að læra að vera „vingjarnlegir en ekki kumpánlegir,” að leggja á borð og snyrta neglur, vekja húsbónda sinn og heila rétt í koníaksglös. Þeir læra aö ganga hljóðlega og standa beinir í baki, tala lágum rómi, sýnast aldrei taka eftir göllum í framkomu annarra. Þeir verða að kunna að handleika skotfæri, búa til sinnepsfótabað. . . . eiginlega allt sem húsbóndanum gæti mögulega dottið 1 hug að biðja þjóninn sinn að gera. Meðal kennara skólans er vín- kaupmaður Harrods-stór- verzlunarinnar sem kennir ofurþjón- unum tilvonandi allt um vín, því að slíkir þjónar eru bæði vínþekkjarar og sælkerar. Annar kennari er starfs- maður hjá Dunhill, og sá kennir með- ferð vindla. Tízkusérfræðingur kennir undirstöðureglur í réttum klæðnaði, gamlar góöar reglur á borð við: Aðeins svartir skór eftir kvöldmat, og sannur herramaður gengur aldrei í sokkum sem eru ljósari en síðbuxumar. Þetta þurfa þjónarnir að vita, því að það eru þeir, sem taka til fatnað herra síns hvern morgun. Og svo fara þeir flestir til Ameriku, þar sem þeir fá um 200.000 (nýjar) íslenzkar krónur á ári í laun. Matur, húsnæði og föt eru inni- falin. Kæmoistarar vorða afl ganga boinir (baki og notna þá kúnst á þonnan hátt! Bömin og „hitt” Sænsk börn hafa þegar á 10. aldursári vitneskju um tengsl samfara og ánægju. Ensk börn eru aftur á móti orðin 13 ára þegar þau uppgötva þessi tengsl. Þessar upplýsingar koma fram í bókinni „Childrens’ Sexual Think- ing,” en í henni eru viðtöl við sænsk, ensk, áströlsk og bandarisk börn um kynferðismál. í bókinni kemur m.a. fram að börn útivinnandi mæðra viti meira um „hitt”. Höfundar bók- arinnar komast að þeirri niðurstöðu m.a., aðholit væri að innræta börnum heilbrigðari viðhorf gagnvart nöktum mannslíkamanum, „mörg börn virðist álíta nekt óeðlilegt og fremur ógeðslegt fyrirbæri.” ••

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.