Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 4
.Mei iMTJt .81 HUOÁdífA41ITA, T Vfl DV. LAUGARDAGUR16. JONI1984. 4 Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Rainbow Navigation Inc. þyrnir sem stingur okkur: ER BANDARISKIREGNBOGINN BRASK OG HEMILL Á ÍSUNSK SKIPAFÉLÖG? I mörg ár hafa Eimskip og Haf- skip flutt vaming frá Bandaríkjun- um og til Bandaríkjanna fyrir vam- arliöiö sem hér er á vegum NATO og fyrir vamarliösmenn. I fyrra vom þetta 3.000 gámaeiningar og flutn- ingsgjaldið var um 11 milljónir doll- ara — 330 milljónir króna. Skyndi- lega eru þessir flutningar úr sögunni. Skipadeild SlS var ekki einu sinni komin á spenann. En langaði þang- aö, mjög líklega. En allt í einu var allt tekið f rá okk- ur. Rainbow Navigation Inc. tók bit- ann í heilu lagi. Þetta er nýtt banda- rískt fyrirtæki, sem skaut upp kollin- um og þaö tók viö jafnvel öllu saman á grundvelli 80 ára gamalla laga í Bandaríkjunum sem segja aöheima- menn þar njóti forgangs í flutningum af þessutagi. Lögin frá 1904 Þessi lög um forgang bandarískra útgeröa voru sett á sínum tíma til verndar bandarískum skipafélögum gegn öðrum bandarískum skipafé- lögum, sem höföu þá veriö skráö er- lendis vegna hagstæöari skatta og reglna. Lögunum er nú beitt í allt öörum tilgangi þegar þau vemda algerlega bandarískt félag gegn íslenskum. Dýr fíutningur Þráspurt er um það hvort íslensku skipafélögin hafi ekki hreinlega gengiö fram af Bandaríkjamönnum meö óhóflegum flutningsgjöldum. Svariö er nei. Þaö svar á rök í því aö Rainbow Navigation tekur sömu gjöld og aö forstöðumenn þeirra stofnana sem sjá um flutninga bandariska hersins hingaö og héöan hafa ekki boðið flutningana út eins og þó tíðkast. Þótt það sé aöeins innan Bandaríkjanna. Venjan mun vera sú aö flutningar af þessum toga séu boðnir út hálfs- árslega. Engu aö síöur hefur DV heimildir fyrir því aö kvartaö hefur veriö yfir of dýrum flutningsgjöldum íslensku skipafélaganna. Því má vera aö þau hafi grafið sér gröf í málinu. En þau eru að flytja 200 gáma í skipi á móti 1500 eða þar um bil í algengum flutn- ingum fyrir bandaríska herinn og þar munar miklu á hagkvæmni. Ódýr skip B'lutningar fyrir bandaríska her- inn eru eins og fyrr segir almennt í útboði. Þeir sem áhuga hafa geta tiplað inn í viðkomandi stofnun og kynnt sér verkefni og hvaö þau kosta hverju sinni og síðan boöiö betur ef vill. Þeir sem stofnuðu Rainbow Navi- gation áttu auk þess aögang að tveim flutningaskipum sem eru mjög nýleg en lágu ónotuö og voru á snærum bandarískrar stjómarstofnunar, boöin á þægilegum kjörum. Annað skipanna, Rainbow Hope, hefur þeg- ar sleikt islenska landsteina. Þessi skip voru fáanleg meö vildarkjörum. Þessi tengsl almennra möguleika bandarískra félaga meö einkaleyfi og boð um ódýr, nýleg skip eru at- hyglisveröar staöreyndir. Hvort tveggja er gulltryggt af bandarísk- um stjórnvöldum. Sem borga síðan sama flutningsgjald og þeim þótti dýrt hjá íslensku skipafélögunum. Maðkur í mysunni? r Miöaö viö þetta, sérstaklega þó aö veröiö stendur óhaggaö og meira aö segja meö verulegri hagræðingu til enn meiri gróöa fyrir flutningsaðila, hvarflar þaö að ýmsum aö maökur sé í mysunni. I samtali viö Geir Hallgrímsson utanríkisráöherra viðurkenndi hann aö hafa heyrt ýmsar tilgátur um til- drög þess aö Rainbow Navigation var stofnað nú. Hann vildi þó ekki nefna aðrar en þá aö þama hefðu menn í viðskiptalífinu einfaldlega nýtt sér þann kost aö fá ódýr skip til nota viö verndaö verkefni. Aðrir geta sér þess til meöal ann- ars aö menn sem tengjast viöskipt- um og flutningum bandaríska hers- ins hafi notað sér aöstööu sína og spili á bak við tjöldin. Svo óvenjuleg séu tildrögin aö Rainbow og þau megi öll rekja til bandarískra stjóm- arstofnana. Enn aörir álíta jafnvel aö þessir menn noti skipin og skipa- félagið í skjóli einokunarlaganna til þess að þrýsta á íslendinga í viöræö- um um auknar varnarliösfram- kvæmdir hér. En margt er þar í deiglunni. Það þýði aftur meiri og tryggariviðskipti. Mi/liríkjamál Svo mikið er víst að flutningar fyr- ir vamarliðiö og varnarliösmenn eru nú orönir aö samningamáli milli ráð- herra í ríkisstjómum beggja land- anna, milli Geirs Hallgrímssonar utanríkisráöherra annars vegar og hins vegar varnarmálaráðherra og utanríkisráöherra Bandaríkjanna. Geir segir ekkert aö frétta af þeim viöræöum og óvíst hvenær máliö skýrist eða hvort þaö skýrist. Menn hér era á einu máli um aö una ekki þessum afarkostum Banda- ríkjamanna og krefjast samkeppni um flutningana. Þeir eru þá væntan- lega um leið tilbúnir til þess aö standa í samkeppni viö bandarísk eöa önnur erlend skipafélög um aöra flutninga einnig. Enda er slík samkeppni veruleg nú þegar. Og alveg þykir fráleitt aö Banda- ríkjamenn beiti einokunarlögum sín- um með núverandi hætti þar sem þeir em hér með lið sitt vegna gagn- kvæms vamarbandalags, NATO. Eða er tsland hemumiö eftir allt saman? Ekki lcg móti lögum Sú hugmynd hefur veriö uppi síö- ustu mánuöi aö hér skuli sett sams konar einokunarlög og gilda í Banda- ríkjunum, um flutninga fyrir opin- bera aöila. Því er jafnvel haldiö fram aö lagafrumvarp hafi veriö samiö og hægt sé aö setja bráöa- birgðalög fyrirvaralaust. Geir Hallgrímsson sagöi viö DV aö hann teldi þaö í litlu samræmi að krefja Bandaríkjamenn um að láta af úreltri einokunarstefnu og ætla síðan aö taka hana upp sjálfir. Þaö er því allavega ekki á hans stefnu- skrá aö slík lög verði sett hér, ekki eins og er. Áætlunarsiglingar í hættu Talsmenn Einskips, sem hefur haft um 65% vamarliðsflutninganna og Hafskips meö um 35% þeirra, telja missi þessa 330 milljóna króna bita geta valdið því aö hinar tíðu, reglubundnu siglingar milli Islands og Bandaríkjanna riðlist vemlega. Þeir svartsýnustu sjá fram á eintóm- ar leiguferöir í náinni framtíö. Enda þótt varnarliösflutningamir hafi veriö aö umtalsverðu leyti með leiguskipum hafa þeir gefiö bæði fé og svigrúm fyrir íslensku félögin til þess aö veita góöa, almenna þjón- ustu á siglingaleiöinni. En hvort þeir hafa riöið og ríöa baggamuninn er erfittaödæmaum. Texti: Herbert Guðmundsson 17. júnfíReykjavík: Týnd börn verða í strætó Ef foreldrar eru svo óheppnir aö týna börnum sínum í miöbæ Reykja- víkur 17. júní þegar hátíðarhöldin standa yfir, þá geta þeir leitaö til lög- reglunnar sem verður meö strætis- vagn fyrir framan Stjórnarráöshúsið viö Lækjargötu. Lögreglan mun sjá um aö tilkynna nöfn þeirra bama sem leita til þeirra. Rétt er að geta þess aö dansleiknum í Laugardalshöll lýkur kl. 02.30 en ekki kl. 03.00 eins og auglýst hefur verið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ekki veitt leyfi nema til kl. 02.30. Garðabær: Þjóðhátíðardagskrá Þjóöhátíöamefnd Garöabæjar hefur séð um undirbúning hátíöarhaldanna þar í bæ. Dagskráin mun hefjast kl. 10.00 viö Amarvog meö siglingakeppni á vegum Siglingaklúbbsins Vogs. Á sama tíma verður knattspyrna og víðavangshlaup yngri flokka á íþrótta- vellinum við Ásgarð. Hátíöarguösþjón- usta veröur kl. 11.00 íGaröakirkju. Skrúöganga muri leggja af staö frá safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli eftir helgistund sem séra Bragi Friðriksson sér um, en hún hefst kl. 14.00, gengið verður aö Garðaskóla. Þar fara há- tíðarhöldin fram og mun formaður þjóðhátíðarnefndar, Gísli Valdimars- son, setja hátíðina, síöan flytur forseti bæjarstjómar ávarp, sem og f jallkona, síðan verður boöhlaup og íþróttir bama og unglinga. I Garðaskóla verö- ur kaffisala á vegum kvenfélagsins og þar verða sýndar teiknimyndir og kvikmyndir. Kl. 16.30 hefst síðan skemmtidagskrá í íþróttahúsinu Ás- garöi þar sem Magnús Olafsson, Dans- neistinn og fleiri koma fram. Hátíöar- lok í Garöabæ eru fyrirhuguð kl. 19.30. SJ 17. júní-útihátíðin í Grindavík: Fjölbreytt dagskrá Grindavíkurbær heldur í fyrsta skiptið 17. júní-útihátíðarhöld á morg- un. Hátíðarhöldin veröa hin fjölbreytt- ustu og við allra hæfi. Þegar er búiö aö útbúa flaggstangir, hljómsveitarpall og fleira tilheyrandi og er ekkert eftir nema bíöa morgundagsins. Hátíöarhöldin hefjast á guðsþjón- ustu í Grindavíkurkirkju og þjónar sóknarpresturinn, séra Jón Ámi Sigurðsson, fyrir altari. Siðan rekur hvert atriðið annaö eftir hádegiö: farið veröur í skrúögöngu viö íþróttavöllinn klukkan 13.00 og barna- skemmtun veröur klukkan 14.00 óiö skólalóöina. Á skemmtuninni flytur fjallkonan hátíðarljóð, stúlkur syngja nokkur lög og leiknir veröa tveir leikþættir, annar úr Kardimommubænum og hinn úr Dýrunum í Hálsaskógi. Síöan veröur diskódans og kemur unglingahljóm- sveitin Rip fram. Margt fleira veröur til skemmtunar um daginn. Á þjóðhátíöarkvöldið hefst svo úti- skemmtunin klukkan 20.30 og veröur þar fjallað um bæjarmálin í léttum dúr. Hljómsveitin Upplyfting spilar svo fyrir dansi fram til klukkan eitt. -JGH Stuðmenn taka nokkur létt spor, frá vinstri þeir Jakob, Þórður, Valgeir, Ásgeir og fómas en á milli þeirra tveggja síðastnefndu eru tveir meðlimir Svart og sykurlaust, þau Guðjón Petersen og Edda Bachmann. D V-mynd Arinbjörn Lokadansleikur Listahátíðar í Laugardalshöll: ÞRJÁR HUÓMSVEIDR OG SVART OG SYKURLAUST Lokadansleikur Listahátíðar Hefðbundinn 17. júní á Self ossi veröur haldinn meö pomp og prakt í Laugardalshöllinni 17. júrií og hefst hann á miðnætti. Fram koma hljómsveitirnar Stuðmenn, Bara flokkurinn og Pax Vobis auk þess sem leikhópurinn Svart og sykur- laust mun veröa á svæðinu og koma gestum á óvart aö venju. Stuömenn efndu til blaðamanna- fundar í Höllinni vegna dansleiks þessa, allir nýkomnir úr klössun hjá Ragnari rakara sem endur- hannaöi hárgreiöslu: _ þeirra til samræmis við þjóösönginn. Á fundi þessum kom fram að lokadans- leikurinn er upphafiö aö feröalagi Stuðmanna í flest horn landsins í sumar. Dagskrá 17. júní á Selfossi veröur meö svipuöu sniöi og venjulega. Það er nefnd á vegum bæjarins sefn sá um undirbúning hátíöarhaldanna. Kl. 10.00 opna. lögreglan, Bruna- vamir Ámessýslu í slökkvistööinni og safnahúsið dyr sínar fyrir bæjarbúum. Barnamessa veröurkl. 10.30. Eftir hádegi hefst skrúðganga frá kirkjunni og gengið verður aö íþrótta- húsinu. Þar hefst dagskráin kl. 14.00, klukkustund síðar verður svo skemmtidagskrá í Sundhöllinni. Bamabíó veröur í Selfossbíói kl. 17.00 og kl. 17.30 hefst bamadiskó. I íþrótta- húsinu verður síðan skemmtidagskrá um kvöldið og hefst hún kl. 20.30. Tveir dansleikir veröa í bænum: í Tryggva- skála leikur hljómsveit Þorsteins Guö- mundssonar og í Selfossbíói veröur Lotus. Böllin standa til kl. 02.00. Strætisvagn mun ganga um bæinn frá kl. 8.30 og Flugklúbbur Selfoss býð- urfólkiíútsýnisflugallandaginn. -SJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.