Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 39
uiorTvrm. 3r HTTOACTHAOUAJ .Vd DV. LAUGARDAGUR16. JUNI1984. Meryl Streep túlkaði Karen Silkwood, konuna sem barðist gegn lélegum varúðarráðstöfunum í kjarnorkuveri. Um hana er myndin Silkwood. Stórbrotnar sögur úr verulelkanum eru gott kvikmyndaefni. Bladagreinar um merka vidburdi verda æ oftar kveikjan að kvikmyndum eins og myndir á bor ð við Silkwood og Saturday Mght Fever sanna Fonda gerði sig einnig líklega til að kaupa réttinn að sögu Silkwood. Gloria Steinem hafði hins vegar vinninginn og Fonda sneri sér að gerð myndarinnar The China Syndrome sem fjallar um hættuna af notkun kjarnorku líkt og sagan um Silkwood. öll áform Steinem og Ms. kvikmyndagerð fóru hins vegar út um þúfur og á endanum gat Buzz Hirsch keypt réttinn að sögunni. Faöir Karenar Silkwood gaf einnig grænt ljós á að gerð yrði kvikmynd um dóttur hans og loks árið 1979 gerði Hirsch og félagi hans Larry Cano samning við ABC Films um framleiðslu myndarinnar. Margir bandariskir blaðamenn eru orðnir mjög áhugasamir um kvikmyndimar og myndu gera því sem næst hvað sem er til aö geta selt kvikmyndafélagi skrif sín. Aðrir eru tregir til og meðal þeirra er Sydney H. Schanberg. Hann skrifaði ágæta grein í New York Times um leit að kambódískum vini sínum árið 1980. Schanberg fór frá Ksmbódíu eftir sigur rauðu kmeranna og fékk þegar allmörg tilboð í söguna um leitina að Pran. Hann neitaöi hins vegar lengi vel því hann sagðist ekki kæra sig um venjulega ameríska lummu með hvítar hetjur í öllum aðalhlutverk- um; sagan væri fyrst og fremst um Asíubúa. David Puttnam sem fram- leiddi Chariots of Tire og Local Hero ræddi hins vegar þráfaldlega við Schanberg sem á endanum ákvaö að selja kvikmyndaréttinn. Ástæðurnar sagði hann vera bæði góðar og slæm- ar; hann vildi að fleiri heyrðu sög- una, en hann gat einnig þegið pening- ana og frægðina svona i leiöinni. Sögur úr raunveruleikanum seljast oftast betur en þær sem verða til í huga einhvers handritshöfundar, en þær sönnu eru líka dýrari. Fyrir- myndir allra persóna í sannri sögu þurfa að fá greiðslu og greiðslumar geta oröiö margar og háar áður en yfir lýkur. Þess vegna verður enn um sinn vinsælla og fyrirhafnar- minna að láta rithöfund sjá um verk- ið fremur en að nota úrklippu úr dag- blaði. -SKJ AF síðuiuii Á tialdið Samband Pauls (Eric Roberts) og Dorothy Stratten (Mariel Hemingway) endaði með morði og sjálfsmorði og um þessar hörmungar var gerð kvikmyndin Star 80. Það gerist æ algengara að kvik- myndagerðarmenn í Bandaríkjun- um leiti á náðir dagblaðanna um efni í kvikmyndir sinar. Blaðamenn þar vestra skrifa oft snjallar frásagnir af atburðum úr veruleikanum sem virðast eins og sérlega tilsniðnir í kvikmyndahandrit. Sem dæmi má nefna SILKWOOD sem segir frá lífi og dauða Karenar Silkwood. Kveikjan að þeirri kvikmynd var grein sem framleiðandi myndarinn- ar, Buzz Hirsch, las í New York Tim- es. Kvikmyndin STAR 80 um Play- boystúlkuna Dorothy Stratten er annað dæmi um safarika frétt sem varð að kvikmynd og frásögn blaða- mannsins Nicholas Gage af morði móður hans i Grikklandi verður kvikmynduð í sumar og ber nafnið Eleni. íslenskir kvikmyndagerðar- menn hafa hingað til ekki fengist við að kvikmynda samtímasögur úr mannlifinu en hver veit nema áhorf- endur þæðu með þökkum myndræna frásögn af ÁTVR/Landsbankarán- inu eða kvikmyndaða sögu kartöflu- einokunar? Kvikmynd sem byggir á sannri sögu höfðar alveg sérstaklega til áhorfandans, hann hefur heyrt per- sónanna getið áður og kannast jafn- vel við lungann úr söguþræðinum. Persónurnar eru ekki bara einhver fjarlægur skáldskapur heldur ná- kvæm saga raunverulegs fólk; saga sem snerti áhorfandann sérstaklega vegna þess að hún gerðist ekki ýkja langt í burtu. Hollywood hefur löngum verið tal- in gerviheimur og hver kannast ekki viö tal um draumaverksmiðjur? Kvikmyndir eru gerðar í framhaldi hver af annarri og gamlar og góðar myndir eru endurgerðar. Það er því gjarnan nýnæmi að kvikmyndum sem sækja efni sitt í daglegt líf, þó auðvitað verði myndin að segja frá einhverju óvenjulegu til að púður sé í henni. Blaðagrein breytt í met- sölumynd Breyttur stíll í blaðamennsku vest- anhafs á án efa sinn þátt í því að kvikmyndagerðarmenn eru farnir aö lesa blöðin, en þó einkum tímaritin, af sérstökum áhuga. Nú til dags er góð frásögn í tímariti snotur lítil saga með upphafi, miðju og endi. Blaöamaöurinn kemur vanalega skoðunum sínum á framfæri á óbein- an hátt og ræður miklu um það með hverjum samúð lesandans verður. Greinin verður því miklu meira en staöreyndaupptalningin tóm, stað- reyndir málsins eru líka oft öllum kunnar úr fréttaklausum dagblaö- anna. Fullsköpuð frásögn blaðamanns- ins er miklu álitlegri til kaups en brotakenndar frásagnir sjálfra per- sónanna sem fram koma í sögunni, þó auðvitað veröi kvikmyndagerðar- menn einnig að tryggja sér leyfi þeirra til að gera um þær kvikmynd. Myndin sem opnaði augu kvik- myndagerðarmanna fyrir ágæti blaðamanna var engin önnur en SATURDAY NIGHT FEVER sem öll aösóknarmet sló árið 1977. Söguþráð þeirrar myndar má nefnilega rekja til frásagnar Nik Cohn í tímaritinu NEW YORK, en þar sagði frá ungum og áhugasömum diskódansara, lík- um þeim sem John Travolta túlkaði síðan. Síðan hafa kvikmyndafélög og tímarit gert með sér ýmiskonar samninga. Sumir fela í sér að ákveð- ið kvikmyndafélag fái jafnvel aö sjá greinar áður en þær birtast. Twenti- eth Century-Fox hefur haldið nám- skeið fyrir efnilega blaðamenn og kynnt þeim listina að skrifa kvik- myndahandrit og önnur kvikmynda- félög hafa á sínum snærum menn sem lesa öll möguleg og ómöguleg blöð og tímarit upp til agna. Dýrkeyptur veruleiki En þegar góð saga finnst er ekki þar með sagt að nóg sé að hafa sam- band við greinarhöfund og stilla síð- an upp kvikmyndavélinni. Margir höfðu til dæmis áhuga á að kvik- mynda söguna um Karen Silkwood meðal annarra Gloria Steinem og aörirviðtímaritið Ms. Steinem vildi stofna Ms. kvikmyndafélag og kvik- myndin um Silkwood átti að verða fyrsta mynd félagsins. Þetta var árið 1975 og ekki ófrægari kona en Jane

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.