Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 10
A t~\*T * r h\»Vn f forót^nn „Fékk hreint ógeðá brauðsúpunni” — segir kylf ingurinn Ragnar Ólafsson sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni Ragnar Ólafsson ásamt eiginkonu sinni, Hólmfríði Jónu Guðmundsdóttur. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Björg Kristin Ragnarsdóttir. Þaö er oröiö nokkuö langt síðan Ragnar Olafsson gat sér gott orö sem golfleikari. Um árabil hefur hann verið í fremstu röð íslenskra kylfinga og sá eini sem hef ur verið valinn til að keppa með Evrópuúrvali og það er ekki lítill heiður. Ragnar er ekki aðeins snjall golfleikari, hann lék um nokkurt skeið meö HK í handknattleik og einnig á þeim vígstöðvum fengu hæfileikar hansaðnjótasín. „Ahugamálin eru kannski ekki mjög mörg en eitt þeirra er elda- mennska. Mér hefur samt aldrei dottið í hug að fara út í að læra kokkinn. Það eru misjafnir snillingar sem þaöan koma. Ég hef mjög gaman af aö elda mat og að sjálfsögðu er sá matur sem ég bý tö sjálfur mun betri en hjá öðrum. Það má segja að við skiptum eidamennskunni á milli okkar, hjónin. Hún sér um fiskréttina og ég um kjöt- réttina. Ég geri mest aö því aö grilla og allur grillmatur finnst mér hrein- asta hnossgæti. Jafngóður og mér finnst til dæmis brauðsúpa vond. Eg fékk hreinlega ógerð á henni í æsku.” I ábyrgðarmiklu starfi hjá Landsbanka íslands „Eg vinn hjá Landsbanka Islands, í birgöavörslu og sé um eyðublaðalager Landsbankans. Það er því eins gott að hafa alltaf nóg til af öllu því ekki yrði viðskiptavinurinn ánægður ef hann gæti ekki tekið út eyrinn sinn en til þess þarf hann aö nota eyðublöð sem við sjáum um. Ég byrjaði í Landsbankan- um 1979 og líkar alveg stórvel. Vinn með góðu fólki og það er mikið og stórt atriði.” Vil helst ekki vita hvað al- þingismenn heita Fylgist þú mikið með þjóömálum eða pólitík? „Eg fylgist með því sem fram fer hverju sinni og les blöð og hlusta á fréttir. Um pólitík vil ég ekki hugsa og ég get sagt þér eins og er að ég vil helst ekki vita hvað alþingismenn okkar heita.” konr tT^Ttr tir mrnArrrr DV. LAUGARDAGUR16. JONl 1984. Hvað ætlar þú að bedrífa í sumarfrí- inu? „Þaö er nokkuð víst að ég tek mitt f rí í kringum Islandsmótið í golfi. Konan ætti ekki aö taka því svo illa því hún er Hótel Búðir Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Vmbcer matur Beztan mat á íslenzku veitingahúsi á þessu ári hef ég fengiö á Hótel Búðum hjá Rúnari Marvinssyni og kunningjafólki hans, sem hefur átt og rekið staöinn í nokkur sumur. Enda er frægð þessa veitingahúss oröin slík, aö menn eru farnir að aka útlendingum þangaö í stað þess aö faratilGullfoss ogGeysis! Landslagið að Búöum er fallegt og dulrænt. Sérstaklega er skemmtilegt að ganga Klettsgötu um hraunið að Búöakletti og skoða burkna á leið- inni. Hvergi er útsýni til Snæfells- jökuls betra en einmitt frá Búðum. Það er því engin furða, þótt 36 ár séu liðin, síðan hér var opnað gistihús fyrir ferðamenn. Einkum vinalegt Sjálft hótelið er ekki merkilegt. En setustofan er einkar notaleg, laus við einhæf húsgögn nútímans. Enda hefur einn kerfiskarlinn, svonefndur formaður matsnefndar vínveitinga- húsa, undirritað bréf, þar sem fullt vínveitingaleyfi að Búðum er háð því skilyrði, „að húsgögn í setustofu verði endurnýjuð eftir þörfum með tilliti til þess, að þau verði sam- stæðari en nú er”. Ekki er einleikið, hversu mikið af undirmálsmönnum hleðst upp í nefndum og ráðum hins opinbera, varpandi með ýmsum hætti skugga á líf okkar hinna. Við megum ekki einu sinni hvíla okkur í fallegum húsgögn- um, án þess að þeir séu að heimta stöðluð nútimahúsgögn í staðinn. í borðsalnum eru falleg húsgögn frá fyrri timum. Þar á meðal er skatthol, sem er notað fyrir eins konar vínskáp. Þá er þar fallegt saumaskrin með ótal hólfum. Ekki má heldur gleyma firnalöngu skenk- borðinu með skúffum allt í kring. Þar er sjálfsagt komið hlaðborðið, sem Lóa hótelstýra gerði landsfrægt á fyrra blómaskeiði Hótel Búða. Hin litlu hlutföll í matsalnum, smáir gluggar og renndir stólar við dúkuð borð veita gamaldags stemmningu, sem fyrst og fremst er vinaleg. Þaö orð á einnig við starfs- fólkiö, sem flest er hluthafar í hótel- rekstrinum. Þannig er þjónustan í matsalnum í stíl við matreiðsluna og andrúmsloftið á staðnum. Ölkelduvatn á borðum Ölke'duvatn úr nágrenninu var borið gestum. Svo og heimabakað brauö úr eldhúsinu, volgar heil-. hveitibollur og þéttar hveitibrauðs- flautur. Hrásaiatið var gott, olíuvætt og vel kryddað með pipar og hvítlauk. Vínlistinn að Búöum er hins vegar ómerkilegur. Sérgrein Rúnars er sjávarréttir, enda eru þeir fyrirferðarmestir á handskrifuðum og listskreyttum matseðlinum, sem breytist dag frá degi. Hann sækir daglega fisk til Olafsvíkur, fær silung í nágrenninu, rær til fiskjar úr Búöaós og fær send- ar kinnar frá Eskifirði, svo að dæmi séu nefnd. Grafinn lax var sérlega vel verkaöur og laus við seltu, meyr og bragðgóöur. Hið sama var að segja um grafinn silung. Sinnepssósan, sem fylgdi þessum réttum, var mjög mjúk og fín, að vísu í meira lagi sykruð, en laus yið majonesið, sem flestir ímynda sér ranglega, að hæfi gröfnum fiski. Fiskisúpan var eiginlega frekar seljurótarsúpa en fiskisúpa. Þetta var tær súpa meö margvíslegu græn- meti, en frekar litlu af fiski. Seljurót- a rbragðið var f yrir ferða rmest. Smjörristaðar rækjur reyndust vera smáar úthafsrækjur, sem höfðu verið legnar, svo að rauði liturinn var orðinn rauðbrúnn. Þeim var fallega raðað á disk með karríhrís- grjónum. Hörpuskelfiskur var meyr og fínn, nákvæmlega eins og hann á að vera, laus viðallaseigju. Sítrónulegin vatnableikja, ekkert elduö, var mjög góður réttur. Til hliðar fylgdu heimabakaöar fransk- brauösneiðar með hvítlaukssmjöri, hitaöar í álpappír í ofni. Fínleg kryddun Kæfa hússins var fremur feit, fínlega krydduö og viökunnanleg á bragðið, borin fram með olífu- sneiðum. Það er einmitt hin næma og fínlega kryddun, sem einna mest einkennir matreiðsluna að Búðum. Steikt vatnableikja með banana var ofnsteikt í álpappír, kviðarholið fyllt meö banana. Þetta var frábær matur. Sama var aö segja um smjör- steiktar þorskkinnar, pönnusteiktar íraspi. Skarkolarúllur, vafðar utan um krækling, gráöaost og hvítlauk, voru fínn matur. Enn betri var þó heili skarkolinn, fylltur gráðaosti og rækjum og síðan smjörsteiktur. Kryddlegin lúðusneið var meyr og fín, pönnusteikt, hóflega krydduð, frábær matur. Soðin ýsa var svo hreinlega fullkomin. Rauövinssoðinn kjúklingur var mjög góður, borinn fram með mildum karríhrísgrjónum og brok- káli. Lambalundir með púrtvíns- sveppum voru meyrar og góðar, bomar fram með sterkri vínsósu, bakaðri kartöflu og blómkáli. Allt eldað grænmeti að Búðum var afar hóflega eldað, al dente eins og Italir mundusegja. Ýmsir skemmtilegir eftirréttir voru í boði á Búðum. Mjög góö var fíkjuterta með þeyttum rjóma, enn- fremur Sigríöarterta hin meiri, appelsínur í rauðvíni og ferskar perur með koníaki og rjóma. Þá var heimalagaður bananais einnig góöur. Ekki lærður___________________ Rúnar Marvinsson er ekki lærður kokkur og hefur sér til aðstoðar í eld- húsinu stærðfræðinginn Matthías Jóhannesson frá Frakklandi. Þaö, sem öörum mistekst að læra í kokka- skólum, hafa þeir í eðlinu og ná því betri árangri en flestir aðrir. Astæða er til aö vona, aö Búðverjum eða Búðingum, eins og þeir kalla sig, gangi vel reksturinn á þessu gamla hóteU, sem hefur sjarmann fram yfir nýju haUirnar. Vont er þó, að Reykvíkingar þurfa að aka í þrjá og hálfan tíma hvora leið tU að komast í ógleymanlegan mat. Og verst er, að þessi Mekka skuli ekki vera opin nema þrjá og hálfan mánuö á ári. Jónas Kristjánsson. Þjónustan í matsalnum er i stíl við matreiðsluna og andrúmsloftið á staðnum. Rúnar Marvinsson ber hór kræsingar á borð fyrir gesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.