Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR16. JUNI1984. 27 30.Hxg7+ Kf8 31,Hfl og vinnur. Eftir hinn geröa leik eru hvítum allar bjargir bannaöar. Ef 29.Dxe2 Rf3+ 30.Dxf3 hefur e-línan opnast og svartur leikur 30.-Hxel+ 31.KÍ2 Hfl+ og vinnur. — Larsen gafst upp. Hvítt: MikhailTal Svart: Bozidar Ivanovis Tarrasch-vöm. l.Rf3 d5 2,d4 e6 3.c4 c5 4.cxd5 exd5 5. Bg5!?Be7? Svartreitabiskupinn er mikilvægur því aö hann valdar reitina kringum staka peöið á d5 sem svartur fær brátt. Hvítur reynir oft mikið til þess að ná fram þessum uppskiptum en sjaldan tekst þaö svo auðveldlega. Betra er 5.-f6 6.Be3 c4, eins og leikiö var í skák Kortsnoj viö Grigorjan 1967. 6. Bxe7 Rxe7 7.dxc5 Da5 8.Rc3 Rbc6 9.e3 Dxc5 10.Be2 0-0 11.0—0 Be6 12.Hcl Had8 13.Ra4 Dd6 14.Rc5 Bc8 15.Dd21)616.Rb3 Bg417.Hfdl Dh6 Sóknartilburöir svarts eru dæmdir til að mistakast einmitt vegna þess aö hann vantar svartreita biskupinn. Og nú hefur hann ekki spil á reit- unum kringum staka peöiö eins og svoalgengt er. lS.Kbdi Hd6 19.b4 Dh5 20.b5 Rxd4 21.Rxd4 Bxe2 22.Rxe2 Hfd8 23.Hc7 Rf524.Hc6! Skák Jón L Ámason Hvítur má ekki vera of veiði- bráöur. Eftir 24.Hxa7? d4! nær svartur gangfærum. Þá strandar „mátfléttan” 25.exd4?? Rxd4 26.Rxd4 Hxd4 27.Dxd4 á 27.-Dxdl+! og svartur mátar á undan! 24.-Dg5 25.Rd4Rh4? Hótar máti en að öðru leyti er leikurinn slæmur. 26.f4! Dg6 27.DÍ2 Rf5 28.Rxf5 Dxf5 29. e4! Dg4 Þar meö fellur staka peðiö á d5 en ekki gekk 29.-Dxe4?? vegna 30.Hxd6 Hxd6 31.Hel og mát uppi í borðinu vofir yfir. 30. Hd4 f6 31.Hxd6 Hxd6 32.Dd2 He6 33.h3Dh4 34.Hxd5g5?? Svo virðist sem óvænt franu-ás e- peðsins í 29. leik hafi kippt svörtum úr sambandi. Annars hefði hann reynt 34.-h6 því aö ekki er öll nótt úti enn. 35.Hd8+ Kf7 36.Dd7+ He7 37.Dd5+ Kg6 38.Hg8+ Hg7 39.DÍ5+ — Og svartur gafst upp. Hættulegra að gleypa kokk enffl Eins og gengur er fólk misjafnlega matvant nú til dags og þótt varla sé hægt að kalla það dyggð að borða ekki allan mat kemur matvendnin ekki að sök þar sem matvælaúrvalið er orðið svo mikið að fólk ætti ekki að þurfa að sveltaþessvegna. Þegar ég var aö alast upp var úr- valiö hins vegar lítið og við vorum stöðugt aö borða einn spón af hafra- graut fyrir svöngu bömin í Kína og ef viö gerðum þaö ekki fengum við ekki neitt af því aö þá var síríos og kókó- puffs ekki til og þaðan af síður fransk- arkartöflur. En þó að flestir séu matvandir er til fólk sem borðar hvaö sem er. Einu sinni fékk ég til dæmis verðlaun fyrir að syngja Gamla Nóa á einhverri skemmtun við undirleik hljómsveitar sem hélt svo illa takti að þegar ég var að syngja guðhræddur og vís var hún að spila þá samt bar hann prís og voru verðlaunin rakspíri af dýr- ustu gerö í pínulitlu glasi. Daginn eftir kom lítill frændi minn í heimsókn og drakk verðlaunaspírann enda var hann á þeim aldri að hann hélt að það ætti að drekka allt sem rynni en borða hitt. Hann var gjör- samlega laus við matvendi því að þeg- ar hann var búinn með spírann fór hann út og borðaði svo mikið úr sand- kassanum að hann var í vandræðum með að leika sér í honum. Þar að auki át hann stundum flugur og varö honum miklu minna meint af því en f lugunum. Vöruvöndun Á tímum svöngu bamanna í Kína var vöruvöndun ekki á háu stigi og þar að auki ekki alveg öruggt að fólk sem vann í kjötvinnslu hafi munað eftir að þvo sér um hendurnar eftir að hafá haft hægðir og lægðir eins og nemandi nokkur orðaði svar sitt við spurningu um hreinlæti stuttu eftir að f arið var aö sýna veöurspárí sjónvarpi. Nú er öldin hins vegar önnur í þess- um efnum og vegna þess hve mikið er til af sýkladrepandi sápu finnst manni dálítið einkennilegt að hægt skuli vera að fara út í búð og kaupa matareitrun á tvö hundruö og f immtíu krónur kilóið. Matareitruninni valda gerlar sem heita clostridia og stafylokokkar, þetta eru kvikindi sem fjölga sér svo ört að það ætti að varða viö lög og svo lítil að þótt milljón kokkar séu að stunda sitt stóðlíf í kjötbollunni manns er ekki viölit að koma auga á þá og eina ráöið til aö forðast þennan ófögnuð er aö hætta að borða kjötboliurnar sínar með hníf og gaffli og fara að gera þaö með hníf og smás já. Meögöngutími þessara kvikinda er sem sagt mun styttri en til dæmis fílsins og þess vegna er miklu hættu- legra að gleypa kokk en fíl og þar að aukiauöveldara. En það eru fleiri tegundir gerla en kokkar og clostridiur í unnum kjöt- vörum, þar er allt fullt af kóií og saur- kólí sem drepast þegar þeir eru soðnir eða steiktir og bragðast aö því búnu alveg sérlega vel með brúnni sósu og bökuðum kartöflum. Háaloftið Benedikt Axelsson 17. júní Eg hef aldrei verið mjög hrifinn af því skrúðgöngubrjálæði sem heltekur þjóðina á hátíðisdögum en þegar ég hef lýst því yfir að morgni sautjánda júní aö skrúðganga fram í eldhús nægi mér alveg og konan mín vill fá að vita hvort virðing mín fyrir sjálfstæði Islands nái ekki lengra en þangað gefst ég upp fyrir jafneinföldum rökum og arka niður á Miklatún þar sem trúöarnir eiga að skemmta fólki með því að detta á rassinn og missa niöur um sig buxumar. « : Á Miklatúni er búið að koma upp mjög góðri aöstöðu fyrir trúðana að missa niður um sig buxumar á, þeir gera það á palli sem er sérstaklega hannaöur í þessu skyni og njóta þeir einir skemmtunarinnar sem hafa kom- ið snemma og lagst háifir upp á pallinn en hins vegar eiga þeir það á hættu aö trúðamir stigi ofan á nefið á þeim ef þeim verður fótaskortur. Við sem komum seint verðum á hinn bóginn að taka okkar stöðu við hliðina á Einari Ben. og getum svo sem alveg eins snúið okkur undan eins og hann þar sem við sjáum ekkert sem fram fer á sérhannaöa pallinum fyrir mann- fjöldanum. Tíu ára gamall sonur minn er ekki ánægður með þetta og heimtar að ég taki sig á háhest en þegar ég treysti mér ekki til þess hótar hann að kiifra upp á hausinn á Einari og á ég í mestu vandræðum meö að koma honum í skilning um aö það sé bannaö að príla á þjóðskáldunum og þar að auki eigi enguin aö sjá neitt af skemmtiat- riðunum sautjánda júní.allra síst börn. Hins vegar sé gert ráð fyrir því að aliir fari niður í bæ að kaupa blöðru og pylsu og íslenska fánann handa börn- unum sínum sem eiga að erfa landið og skuldirnar við útlönd. Síðan er arkað í tífaldri röö niöur Laugaveginn með lúðrasveit í broddi fylkingar og um kvöldið er dansað á strætum úti en ég fer heim að yrkja lýðveldisljóð. Sá dagur lifir enn með okkar þjóö er einhugur á föstum rótum stóð. Þá þjóðin bjó við áþján erlends valds og okkur skorti menn til trausts og halds. Þú gfast ei upp og enginn nema þú gat eflt vort þrek og sty rkt þá veiktu trú að þjóðin gæti ennþá fært þá fórn að frelsa sig og lúta eigin stjóm. Vors sjálfstæðis vér syngjum glaðan brag því sigur vor vannst einmitt þennan dag og sigrinum vér fögnum kampakát við kóka kóla drykkju og pylsuát. Eg vona aö það sé ekki talandi tákn um virðingu okkar fyrir lýðveldinu að síðast þegar ég keypti blöðru sautjánda júní var hún með á- letruninni: Old MacDonald had a farm. Sem betur fer sprakk hún áður en dagur var aö k veldi kominn. Kveðja ‘.............Ben.' Áx. ‘ Lausstaða Staða ritara við embætti ríkisskattstjóra, rannsóknardeild, er hér með auglýst laus til umsóknar frá 15. júlí. Góð vélritunar- og ritvinnslukunnátta áskilin. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsóknarstjóra, Skúlagötu 57 Reykjavík, fyrir 13. júlí. Reykjavík 13. júní 1984. SKATTRANNSÓKNARSTJÖRI. NÝIR OG NOTAÐIR ÐÍLAR SELJUM í DAG TEGUND ÁRGERÐ EKINN LITUR VERÐ BMW 528i 1982 30.000 grásans. 680.000 BMW 518 1982 28.000 dökkblár 505.000 BMW 320 1982 30.000 blásans. 450.000 BMW 318í 1982 30.000 gráblár 385.000 BMW 315 1982 20.000 rauður 330.000 Renault 5TL 1980 50.000 grænn 150.000 BMW 732i 1982 22.000 silfurgrár 910.000 SELJUM IMOTAÐA BÍLA í DAG ÚRVAL ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ, ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG. OPIÐ 1 - 5 KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI HF. 686633. SAAB 900 GLS árg. 1982, 4 dyra, rauður, ekinn aðeins 26.000 km, beinskiptur, 5 gira. Bíll i sérflokki. TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 SELJUM í DAG n=D A V A SAAB 99 GL árg. 1982, 4 dyra, rauður, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 45.000 km. SAAB 900 GL árg. 1982, 5 dyra, Ijós blár, beinskiptur, 4 glra, ek'mn 49.000 km. A góðu verði. SAAB 900 GLE árg. 1982, 4 dyra, Ijós- blár, beinskiptur, 5 gira, vökvastýri, lit- að gler og fleira, ek- inn 39.000 km.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.