Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 16
DV. LÁUGÁRÖAGUR16. JtTNl 1984. Heimsmet í munnhörpuleik Það var enginn sem trúði þvi að hann gæti það. En margur er knár þótt hann só smár. Hann litli Leo Carpato var ekki i vandræðum með að setja heimsmet i munn- hörpuleik. Hann spilaði i25 tima á 14 mismunandi stöðum i Kaup- mannahöfn. Hann er þvi hór með kominn í heimsmetabókina eins og allir hinir. Brésnef og gallabuxur Við rákumst nýlega á þessa sér- vinsælaríSovét. stæðu auglýsingu í einu erlendu dag- Brésnef hvíslar í eyra Nixons: „Eg blaði. Það sem er verið að auglýsa hata kapítalismann en ég elska eru gallabuxur sem eru víst nokkuð gallabuxumarykkar.” BOXARARERU ILLA FARNIR Um 87prósentaf þeim boxurum íBandaríkj- unum sem gengust undir rannsókn þar i landi eru með varanlegar heilaskemmdir. Þetta er ein af niðurstöðum könnunar sem nýlega var gerð í Bandarikjunum. Þetta þýðir að 13 af hverjum 15 boxurum þar i landi eru með heilaskemmdir sem ekki er hægt að lækna. Það er því ekki að ástæðulausu sem þessi íþrótt er bönnuð á ís- landi. Hinn kunni kappi Floyd Patterson var meðal þeirra sem þátt tóku í þessari könnun. Það kom i Ijós i könnuninni að hann er einn þeirra sem er með skaðaðan heila. Kryddarinn er að þessu sinni sagður af Sigurði Baldurssyni hæstaréttarlögmanni og segir hann svofrá: Vísir, fyrsta dagblaö á Islandi, hóf göngu sína árið 1910. Þegar ég man fyrst eftir mér á þriöja ára- tugnum, var blaðið 4 síöur og fremsta síðan þakin augiýsingum. Neðst yfir þvera síðuna var þessi auglýsing, að mig minnir, á hverjumdegi: „Vísis kaff iö gerir aila glaða” Blaðið var prentað í Féiagsprent- smiðjunni við Ingólfsstræti, og einn af eigendum þess var Guðmundur Hannesson prófessor. Verslunin Vísir var aftur á móti aö Laugavegi 1 og eigandi hennar Sigurbjörn Þorkelsson, þekktur maður í bænum, m.a. sem einn af forystumönnum KFUM. Nú gerðist þaö einu sinni, að setjarar Visis brugðu á leik og „löguðu” auglýsinguna án þess að prófarkalesarar fengju rönd við reist: VísLs kaffið gerír alla graða Auglýsingin vakti mikla athygli og kátinu í bænum. Rétt á eftir hitt- ust þeir Sigurbjörn og Hannes Guð- mundsson húðsjúkdómalæknir, sonur Guömundar prófessors. Sig- urbjörn var bæði sár og reiður og sagðist ætla i mál við blaðiö vegna þessarar svívirðu. Hannes hlustaði á.ensagöi lítið. Nú liðu nokkrir dagar. Þá mætti Hannes Sigurbirni og spurði, hvort hann væri byrjaður á málssókn- inni. „Nei,” sagöi Sigurbjörn. „Salan hefur aukist svo mikið.” Sigurður skorar á Þorstein Thor- arensen borgarfógeta sem næsta Kryddarahöfund. Við hittum þennan apa nú fyrir skömmu og eins og allir vita eru apar ákafiega getspakir um veðurfar. Hann vildi koma þvíá framfæri við þá er hyggjast njóta útiverunnar á þjóðhátiðar- daginn að vissara væri að taka með sér regnhlif að þessu sinni. En við vonum að sjálfsögðu að apinn hafi á röngu að standa. HEILRÆÐIUM ELDINGAR AFMÆLIS- BARNIÐ Afmælisbamið okkar að þessu sinni er Kristbjörg Kjeld leikkona. Hún er fædd áriö 1935 í Reykjavík og mun því eiga stórafmæli á næsta ári. Hvað segir svo afmælisdagabókin um þessa leikkonu sem leikhúsgestir kannastsvovelvið. — Þú hefur aðlaðandi, áhuga- vekjandi persónuleika en verður aö temja þér jákvæðari afstööu gagn- vart lífinu. Láttu ekki hindranir halda aftur af þér. Vertu ákveðnari og meira drottnandi og sjálfsörugg- ari. Við óskum Kristbjörgu innilega til hamingju með afmælið. Við tslendingar erum ekki vanir því að hér á landi komi þrumuveður og eld- ingar. Erlendis er þrumuveður hins vegar nokkuö algengt. Við ferðumst orðið nokkuð mikið erlendis og er því ekki úr vegi að fræða eilítiö um það hvernig hægt er að forðast það að fá eldingu í sig. Það er þó ekki mikil ástæða til að óttast eldingar um of. En þar sem slíkt er algengt verða alltaf nokkrir fyrir eldingum og hefur slíkt stundum dauða í för með sér. En til að vera örugg getum við litið á hvað hægt er að gera til að forðast eld- ingar. 1. Forðist að vera á opnum svæðum og reynið að komast hjá því að standa þar sem landiö er hæst. 2. Ekki hlaupa í skjól undir trjám sem standa ein úti á víðavangi. 3. Sitjið ekki í nánd við glugga eða ar- inn þegar þiö eruð innan dyra. 4. Notið ekki rafmagnsáhöld og takið símann úr sambandi. 5. Farið ekki í bað á meðan á þrumu- veðri stendur. 6. Að vera úti á bát í slíku veðri getur veriðvarasamt. 7. Það getur verið hættulegt aö nota veiðistangir úr málmi í þrumuveðri. Oruggasti staðurinn að vera á með- an þrumuveöur og eldingar eru er að dvelja í bílnum sínum. Ef eldingu slær niður í bilinn fer straumurinn í gegn- um bílinn og beint í jörð. Breid síðan DJÖFLADÝRKEND- UR í NOREGI? Eins og við öll vitum fer það orð af Norðmönnum að þeir séu manna kristnastir og trúræknir eftir því. Nú hafa hinsvegar borist þær fréttir frá Noregi að í stærstu bæjum þar sé að finna söfnuði sem dýrka satan sjálfan. Þessir söfnuðir munu víst vera litlir að stærð enn sem komið er. Sérfræðingur í trúmálum telur aö skipta megi þeim sem stunda þessa dýrkun í tvo hópa. Þetta er fólk sem hefur komist á skjön við kristindóminn og gengur í slíka söfnuði í þeim tilgangi að mótmæla kristnum söfnuðum. Þetta fólk trúir ekki á satan. Hinn hlutinn er fólk sem raunverulega trúir á skrattann sem andlegt afl og fýsir mjög aö komast í náið samband við hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.