Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. 25 A VEL VIB Textis Þóruim Gestsdóttir Myndirs Arinbjörn Sigurgeirsson sögðu að það væri ekki hægt. Fiatinn seldist vel hér fyrir nokkrum árum og það væri erfitt sökum mik- illar samkeppni nú að endurtaka það. En þeir hafa tekið vel á móti mér í síðustu skipti, þegar árangur- inn var farinn að koma í ljós. Við auglýstum fyrst nokkra ársgamla, ónotaöa bíla sem seldust upp á einum degi. Sendingin átti að koma hingað til lands í maímánuöi. Svo frétti ég að sendingunni myndi seinka og eru bílarnir nú væntanlegir 21. júní. Þeg- ar ég frétti af seinkuninni dreif ég mig út til þeirra. Ég var óánægður með að geta ekki staöiö við það sem fólkinu hafði verið lofað hér heima. Það endaði með því að ég gat lækkað verðið á bílunum vegna seinkunarinnar og nú fá allir þessir bíleigendur end- urgreiddar um ellefu þúsund krónur hver. Stærsti bitinn Að kaupa fyrirtæki sem þetta í því ástandi sem það var er stærsti bitinn sem ég hef kyngt um æv- ina, en ég hlakka til hvers dags. Mér líkar vel að standa í því sem er erfitt og illframkvæmanlegt. Hvað geri ég þegar erfiðleikarnir eru að baki? Nú, ég fer þá að gera eitthvaö ennþá stærra. Við eigum eftir að byggja hér upp betri þjónustu sem á að verða rómuö þjónusta að öllu leyti. Stundum grípur mig að hlutimir gangi ekki nógu hratt fyrir sig, ég vil láta þá ganga mjög hratt. En þegar ég sest niður og lít yfir það sem hefur verið gert, róast ég. Nei, ég er ekki stressaður, bara vinnuglaður. Eg fer á fætur klukkan sex á morgn- ana og mæti með þeim fyrstu á vinnustað.” Klippti fyrir bjór Sveinbjöm er fæddur og uppalinn í Reykjavík, býr nú í Kópavogi, á íbúð þar, en eins og hann sagði er á leiðinni aftur í vesturbæinn í Reykjavík, stefnir þangað innan tíðar. Hann virðist ná því sem hann ætlar sér. En meira um fortíð Sveinbjarnar. „Þegar ég var sextán ára, á afmælisdaginn minn, ákvað ég að ég þyrfti aö læra eitthvað. Eg sá þá auglýst eftir nema í bifvélavirkjun hjá Hrafni Jóns- syni bifvélavirkja í Brautarholti. Fór þangaö, en þá var hann búinn að f á nema. Á leiöinni frá Hrafni nið- ur í bæ keypti ég Visi og sá þar auglýst eftir hár- skeranema hjá Eyjólfi Jóhannssyni, hárskera í Bankastræti, fór þangað og var ráðinn. Eg starfaöi aldrei sem rakari eftir að ég lauk náminu. Fór í siglingar og sigldi bæði á norskum og dönskum skipum. Eg byrjaði sem messagutti og var orðinn háseti tveimur mánuðum siöar. Nokkuð snöggur að hlutunum. Einu skiptin sem ég man eftir að hafa notaö rakarakunnáttuna var á Indlandi. Eg fór stundum í land meö skæri og greiöu í vasanum og bauð þjón- ustu mína á götum úti. Klippti hár og vann mér þannig inn aukapeninga fyrir bjór og fötum. Notaðir bílar og bílapartar Eg var tvö ár í útlöndum og auk siglinganna keyrði ég olíubíl í Danmörku og vann um tíma í glerverksmiðju. Eftir að ég kom heim vann ég í síldarverksmiöju um tíma og keyrði steypubíl. Og á meðan var verið að losa steypubílinn man ég að ég þreif oftast bilinn i stað þess aö halla mér á meðan. I kringum 1960 gerðist ég bilasali, seldi notaða bíla á bilasölu viö Vitatorg og það gekk ágætlega. Eftir það var ég með bílapartasölu í Höfðatúni, það hefur verið í ein sjö, átta ár, byrjaði þar 1971. Bæði þessi fyrirtæki gengu vel. „Nei, ég er enginn „gamblari” eins og þú orðar það. Þegar ég kaupi eitthvað þá er ég fullviss um það hverju sinni að um góða f járfestingu sé að ræöa. Eg kaupi ekki hluti bara til aö kaupa, ég bíö þangaö til ég tel að mig vanti hlutinn og síðan, eftir leit og yfirvegun, fjárfesti ég. Eg gef mér góðan tíma, er opinn fyrir hlutunum, vinn vel og fer vel með. Eg leggalúðistarfið. Ekki ákveðin bisnessstefna Það kann að virðast einkennilegt hvernig ég hef efnast og í raun er það skrítið mál en ekki nein fyrir- fram ákveðin bisnessstefria. Ég man eftir því að fyr- ir löngu var ég staddur á fasteignasölu að ganga er- inda fyrir annan aöila. Þá spurði fasteignasalinn hvort ég hefði ekki hug á því að kaupa íbúð sem var þar til sölu á mjög góðum kjörum. Eg keypti íbúðina og hún reyndist góð f járfesting. Það er líklega málið að fjárfesta í einhverju sem svo aðrir hafa áhuga á að kaupa síðar og helst margir. Eftirspurnin verði meiri... Kannski er þetta útsjónarsemi. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég á aö útskýra þetta. Við getum tekið tvo menn sem báðir vinna við það sama og hafa gert jafnlengi. Annar leggur alúö við það sem hann á og eignast en í höndum hins verða eigumar gamlar án viðhalds. Þetta eru bara tveir mismunandi einstaklingar. Eitt get ég sagt þér að ég fer ekki út í neina vitleysu í svona málum, þykist alltaf fullviss um það sem ég er að gera. Einstæður faðir Starfið er mitt áhugamál. En í annaö fer líka góð- ur partur af hobbýtímanum og það er sonur minn, Kristján Trausti. Hann verður tíu ára gamall í haust. Ég var giftur og á tvö börn. Við hjónin skildum fyrir átta árum og konan mín fyrrverandi er búsett í Danmörku og hefur dóttur okkar. Eg hélt syninum. Hann var tæplega tveggja ára gamall þegar ég varð einn með hann. Og þaö er eitt af því agalegasta sem ég hef lent i að skipta um bleiu á honum i fyrsta skipti. Mér finnst það erfitt að vera einstæður faðir. For- eldrar mínir dánir og engin systkini hér svo aö ég varð að standa mig. Eg var mjög áhyggjufullur þegar Kristján var yngri... hann mátti ekki hósta, þá hélt ég að hann væri fárveikur. Á meðan ég vann í bílapartasölunni vann ég þar einn um tíma og strákurinn í dagvistun. Svo var hann hjá mér yfirleitt í sölunni seinni hluta dags áð- ur en vinnu lauk svo að ég þurfti alltaf að baða hann þegar við komum heim. Hann var allur útataður í olíu. Ég baöaði hann stundum tvisvar á dag. Já, hann hef ur áhuga á bílum eins og pabbinn. Við erum miklir félagar og hann hefur algjöran forgang í öllu. Já, ég hef skúrað, ryksugað og þvegið þvotta en ég er mjög slæmur með að elda. Annars hef ég yfir- leitt einhver ja heimilishjálp. Hvers vegna hef ég ekki gift mig aftur? Sú rétta hefur ekki komið ennþá.” Starfið áhugamál Áhugamál eru ekki mörg fyrir utan starfið. En þaö er gaman þegar starfið og aðaláhugamáliö fara saman. Annars hef ég stundum farið á vélsleða upp í f jöll og get kannski farið að sinna einhverju fleiru, til dæmis badminton og h'kamsrækt almennt. I ein fimm ár fór ég á hverjum einasta degi í sund, en þegar ég flutti á Einimelinn, við Sundlaug Vestur- bæjar, hætti ég að stunda sundið. Ja, það er skrítið, það var of stutt aö fara í bíl og of langt að labba. Framundan? Leggja mig fram við það sem ég tek mér fy rir hendur. Gera skipulagsbreytingar á f yrir- tækinu sem htið hefur verið hægt að sinna þetta ár- iö. Eg hlakka til aö takast á viö þau verkefni sem framundan eru í samvinnu við þetta góða starfsfólk semhérstarfar.” Mörg ljón liggja í fótsporum Sveinbjörns M. Tryggvasonar og nokkur enn á veginum framund- an, en eitt og eitt. —ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.