Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 28
28 DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. Gunnar Júlíusson nuddari: Eg er að hugsa um að setja þá í 3. sæti. Annars er erfitt aö spá um þetta. lAeða IBK vinnur mótið. Bjarni Jónsson, vinnur í Bíla- naustí: Þeir eru ekki fyrir hendi. Breiða- blik tekur þetta meðstæl. Stefán Sigurðsson, garðyrkju- bóndi í Skagafirði: Eg veit ekki. Eg hef aldrei séð knattspymu en spái KR sigri. Aðalsteinn Steingrímsson verk- stjórl: Framarar hafa leikið nokkuð vel og ef þetta smellur saman hjá þeim geta þeir unnið. Þeir veröa alla vega ofarlega. Rúnar Guöjónsson, vinnur hjá Pósti ogsíma: Eg veit það ekki. Eg hef enga trú á þeim. Skagamenn vinna þetta. Guðmundur Vilhjálmsson versl- unarmaður: Eg tel að Fram eigi mikla mögu- leika á að verða Islandsmeistari í sumar. Fram—Fram—Fram — Fram—Fram — Fram—Fram—Fram „ÉG ER NOKKUÐ BJARTSÝNN Á FRAM-LIÐIÐ í SUMAR” segir Kristinn Jörundsson, fyrrum leikmaður með félaginu „Flestir strákarnir sem leika með Fram í dag hafa staðið sig vel í gegnum tíðina með félaginu og unnið mörg mót í yngri flokkum. Því er ekki að neita að margir leikmenn liðsins eru ungir að árum en innan um eru gamlir og reyndir leikmenn þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á Fram-iiðið í sumar,” sagði Kristinn Jörundsson, en Marteinn Geirsson, sem lék með Fram um árabil, hefur leikið flesta leiki með Fram af öllum ieikmönnum frá upphafi, leikirnir orðnir 319. Marteinn leikur ekki með Fram í sumar, þjálfar 2. deildar lið Víðis frá Garði. Næstur Marteini kemur gamla brýniö Gunnar Guðmundsson en hann æfir enn meö liðinu. Ásgeir Elíasson, sem nú þjálfar Þrótt, hefur leikið 270 leiki fyrir Fram, Sigurbergur Sig- steinsson 225, Kristinn Jörundsson 208 hann lék um árabil með meistaraflokki Fram og skoraði mikið af mörkum. „Leikir Fram-liösins hafa verið nokkuð gloppóttir. Liöið hefur oft leikiö vel en dottið niður þess á milli og jafnn- vel hafa þessir hlutir átt sér stað í sama leiknum. Liðið hefur oft verið óheppið að tapa leikjum að minu mati. Liðið hefur kannski ekki alltaf átt og BaldurScheving 196. Af þeim leikmönnum sem leika með meistaraflokki á dag er Trausti Haraldsson leikjahæstur meö 192 leiki, Guðmundur Baldursson hefur staðiö í marki Fram í 167 leiki, Guömundur Torfason er með 130 leiki, Hafþór Sveinjónsson 109, Kristinn Atlason 101, Guðmundur Steinsson 99 (leikur sinn 100. leik með Fram í dag gegn Víkingi) og Viðar Þorkelsson hefur leikið 74 leiki. skilið að vinna en oft átt annaö stigið skilið. Mér sýnist á öllu að Skaginn og Keflavík verði í toppbaráttunni en ég hika ekki við að spá Fram einu af fjórum efstu sætunum. Þrátt fyrir að IA og IBK hafi nú nokkurt forskot er þetta fljótt að koma hjá hinum liðinum eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp. Sú regla finnst mér vitlaus. Það átti að gefa þrjú stig fyrir þrjú mörk Ómar Torfason, Víkingi. „Framarar sterkir” — segir Víkingurinn ÖmarTorfason „Mér list mjög vel á Fram-liðið. í liðinu er góð blanda af ungum og reyndum leikmönnum og minu viti er það bara spurning hvenær liðið springur út,” sagði víkingurinn Ómar Torfason í samtali við DV. „Eg hef þá trú að Fram-liöið verði toppliö hér eftir eitt til tvö ár. 1 liöinu eru margir mjög skemmtilegir leik- menn og nægir þar aö nefna þá Guömund Steinsson og nafna hans Torfason og svo spillir þaö ekki fyrir að Pétur Ormslev fer líklega að leika með liðinu að nýju. Miöjan hefur nefni- lega verið veiki hlekkurinn hjá Fram í sumar og ég held að Pétur sé sá leik- maður sem liðið vantar á miðjuna. Fram-liðið er eitt af þeim liðum í 1. deild sem ávallt reynir að leika sóknarknattspymu, sama hver and- stæðingurinn er. Eg held að Skaginn og Keflavík verði á toppnum alla vaga eins og staðan er í dag. Fram, Þróttur, og Breiðablik verða ekki langt undan en hin liðin sem eftir eru verða í neðri kantinurrr,” sagði Omar Torfason. —SK Kristinn Jörundsson lék með Fram um árabil og þótti með eindæmum mark- heppinn leikmaður. eins og gert var í Reykjavíkurmótinu. Eg tel að þaö hefði haft í för meö sér mun skemmtilegri knattspyrnu,” sagði Kristinn Jörundsson. —SK Eftir þá yngingu á leikmönnum Fram- liðsins í knattspyrnu eftir að liðið féll í 2. deild fyrir tveimur ár- um varð ljóst að næstu ár yrðu liðinu erfið. Með glæsibrag tókst liðinu að vinna sigur í 2. deild og liöiö hefur náð að spjara sig þokka- lega í sumar. Liðinu til hróss má segja að alltaf er reynt að leika knattspyrnu og hafa gaman af því sem verið er að gera hverju sinni. í liðinu eru margir reyndir og stór- skemmtilegir leikmenn en innan um aðrir reynslugrennri en engu að síður leikmenn framtíðarinnar. Þegar þeir hafa náð „fullum þroska” á knattspyrnu- vellinum þurfa Fram- arar ekki að ganga nið- urlútir af leikvelli. Spá manna er að eftir eitt til tvö ár verði Fram- liöiö eitt besta liðið hér á landi. Ég veit að allir Framarar vona að svo verði. En spár einar sér gera ekkert lið betra en annað. Leik- menn sjálfir verða að taka á hlutunum, ætli þeir sér að verða í fremstu röð og taka framtíðina með stæl. -sk. —SK Leikmenn Fram Eftirtaldi leikmenn æfa með meistaraflokki Fram í sumar: Guðmundur Baldursson, 24 ára markvörður, 167 leikir með Fram, 8 Iands- leikir og 4 leikir U-18 ára. Haukur Bragason, 18 ára markvörður, 8 leikir með Fram og 4 leikir U-18 ára. Nýliði. Jónas Björnsson, 17 ára tengiliður, einn leikur með Fram og 12 leikir U-16 ára. Nýliði. Árni Arnþórsson, 20 ára bakvörður, 19 leikir með mfl. Bragi Bjömsson, 20 ára tengiliður, 18 leikir með mfl. Guðmundur Steinsson, 23 ára sóknarmaður, 99 leikir með mfl., 1 A-lands- leikur og 1 ieikur U-21 árs. Guðmundur Torfason, 22 ára sóknarmaður, 130 leikir með mfl., 3 leikir U- 18 ára og 4 leikir U-16 ára. Gunnar Guðmundsson, 37 ára tengiliður, 283 leikir með mfl., 3 A-landsl., 5 leikir U-21 árs, 4 U-18 ára og 4 leikir U-16 ára. Jón Sveinsson, 18 ára bakvörður, 7 leikir með mfl., 6 leikir U-18 ára og 4 leikir U-16 ára. Steinn Guðjónsson, 20 ára tengiliður, 54 leikir með mfl., 3 leikir U-18 ára. Sverrir Einarsson, 25 ára vamarmaður, 84 leikir með mfl., 4 leikir U-18 ára og 3 leikir U-16 ára. Trausti Haraldsson, 27 ára bakvörður, 192 leikir með mfl., 19 A-landsleikir og 1 leikur U-18 ára. Valdimar Stefánsson, 20 ára tengiliður, 19 leikir með mfl., 4 leikir U-18 ára og 7 leikir U-16 ára. Viðar Þorkelsson, 21 árs tengiliður, 73 leikir með mfl. Bryngeir Torfason, 24 ára sóknarmaður, 20 leikir. Einar Bjömsson, 20 ára sóknarmaður, 31 leikur með mfl„ 4 leikir U-18 ára og 8 leikir U-16 ára. Gísli Hjálmtýsson, 20 ára varaarmaður, 33 leikir, 6 leikir U-18 ára og 7 leikir U-16 ára landsl. Guðjón Ragnarsson, 20 ára bakvörður, einn leikur. Kristinn Atlason, 27 ára vamarmaður, 101 leikur og 1 leikur U-18 ára landsl. Kristinn Jónsson, 19 ára tengiliður, 40 leikir og 4 leikir U-18 iandsl. Láms Grétarsson, 22 ára sóknarmaður, 34 leikir. Óiafur Hafsteinsson, 22 ára sóknarmaður, 25 leikir. Ómar Jóhannsson, 24 ára tengiliöur, 12 leikir með mfl., 1 leikur U-21 árs, 4 leikir U-18 ára og 7 leikir U-16 ára landsl. Lék áður með Vestmannaeying- um. Þorsteinn Vilhjálmsson, 20 ára bakvörður, 10 leikir með mfl., 1 leikur U-18 ára landsl. Nýliði. Þorsteinn Þorsteinsson, 19 ára vamarmaður, 61 leikur, 2 A-landsleikir, 1 leikur U-21 árs, 6 leikir U-18 ára og 7 leikir U-16 ára landsl. Ora Valdimarsson, 18 ára sóknarmaður, 4 leikir með mfl., 9 leikir U-18 ára og 2 leikir U-16 ára landsl. Lék áður með Fylki. Ástþór Óskarsson og Vilhjálmur Hjörlelfsson em iiðsstjórar og þjálfari Jóhannes Átlason. Marteinn er leikiahæstur — Trausti hefur hins vegar leikid flesta leiki af þeim sem leika í sumar Fram — Fram—Fram — Fram — Fram — Fram—Fram—Fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.