Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 8
8 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: Sl'ÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 684611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblaö28kr. Tímamót Lýðveldið verðurfertugt á morgun. Á þessum tíma hef- ur ísland staðið af sér stóra sjói. Sigrar hafa unnizt. Ber þar hæst landhelgismálin, þar sem íslenzku þjóðinni tókst að hafa sigur, þótt stórveldi reyndi kúgun. Lítil þjóð á jafnan „í vök að verjast”. En sjálfstæði okkar höfum við haldið og tryggt. Um þessar mundir eru þó nokkur tíma- mót í öörum skilningi. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í sjón- varpi í vikunni, aö vera mætti, að íslendingar yrðu enn að skerða lífskjör sín. Hann benti á, að umhverfis okkur eru landsvæði, sem komast af á framfæri annarra. Ný- fundnaland nýtur styrkja frá Kanada. Grænland og Fær- eyjar frá Danmörku. Norður-Noregur frá Suður-Noregi. Ummæli sjávarútvegsráðherra eru nokkur dæmi um þau tímamót, sem við stöndum á. Nú á næstunni mun enn reyna á getu Islendinga til að varðveita efnahag sinn með reisn. Margt bendir til, að viö upplifum nú skuldadaga. Sjáv- arútvegurinn getur ekki staðið undir bættum lífskjörum svo neinu nemi. Við höfum orðið of sein með nýjar grein- ar. Launakjör á Islandi eru með því lakasta, sem þekkist í Vestur-Evrópu. Við höfum safnað erlendum skuldum í þeim mæli, að nemur sextíu af hundraði af þjóðarframleiðslunni. Samkvæmt athugunum, sem birzt hafa erlendis, er lánstraust okkar með hinu minnsta sem gerist. Víða um heim eiga þróunarríki í miklum erfiðleikum vegna skulda. Skuldasúpan stofnar sjálfstæði okkar í hættu. Skuldirnar eru eitt dæmi þess, að við lifðum lengi um efni fram. Fyrir ári kom til valda ríkisstjórn, sem einsetti sér að snúa vörn í sókn. Við skyldum framvegis láta enda ná saman. I þeim tilgangi hefur oröið hér á landi gífurleg kjaraskerðing. Lífskjör almennings hafa orðið stórum verri. En hjá slíku varð ekki komizt til lengdar, hvers konar ríkisstjórn sem við hefðum fengið. Menn hafa gert sér vonir um að geta brátt bætt lífskjör- in að nýju. Ummæli sjávarútvegsráðherra gefa okkur þó til kynna, hversu erfitt slíkt verður. Við getum sakazt við landsfeður mjög margra undan- farinna ára. Þeir hafa látið ógert að standa fyrir upp- byggingu nýrra atvinnugreina. Þeir létu reka á reiðanum og virtust treysta á sjávarútveg og landbúnað. Við erum að minnsta kosti tíu árum á eftir grönnum okkar í fiskeldi, grein sem gæti gefið okkur miklar tekjur. Við höfum ekki nýtt möguleika í lífefnaiðnaði að neinu ráði. Hér þarf að stórefla iðnað, bæði stóriðju og almenn- an iðnað. En þetta létu landsfeðurnir ógert. Þeir sköpuðu almennum iðnaði ekki þann grundvöll, sem hann þurfti. Iðnaður þarf ekki stuðning sem gælu- verkefni. Hann þarf aðeins eðlilegan skilning og jafnræði við aðrar greinar. Lífskjör okkar hafa drabbazt niður. Öllum fer væntan- lega að verða ljóst, að sjávarútvegur megnar ekki að rífa kjörin upp úr öldudalnum. En á öðrum sviðum erum við sein. Því mun á næstu árum reyna verulega á dug þjóðarinn- ar til aö varðveita hér mannsæmandi líf í hinu fertuga lýðveldi okkar. Þetta verður ein mesta þolraunin. HaukurHelgason. DV! LAÚGÁRDÁGUR16. JtJNl 1984. GRILLAÐI RIGNINGIMI venjulegur reykvískur heimilisfaöir les í blööunum um framferði ungling- anna í Þjórsárdal bölsótast hann auðvitaö yfir framferðinu í þessum unglingum. En um leið fyllist hann óþreyju og róast ekki fyrr en hann hefur rótað til í geymslunni og fundiö grillið. Hann hleypur umsvifalaust með það út í garð og lætur það verða sitt fyrsta verk aö kaupa kol og olíu. Og það merkilega er að allir gera þetta í einu, á einni helgi spretta upp útigrill í hverjum garði í Reykjavík og á flestum svölum líka! — Þessi grilldella er mér alveg óskiljanleg. Okkur gekk bara vel að innbyrða sönnunargögnin og félagi minn var nú orðinn æstur og hrifinn að nýju af hugmynd sinni. — Þú meinar auövitaö rigning- una. Ég kinkaði kolli því mér hefur aldrei þótt gott að borða regnblautar grillsteikur. — Þú hefur ekki aölagast þessu þjóðfélagi nógu vel eins og ég hef alltaf sagt. Fyrir venjulegan Reyk- víking skiptir regnið engu máli. Þú þarft ekki annað en að ganga um eitt- hvert íbúðahverfið hér í kring, hvaða laugardag eöa sunnudag sem er og þá sérðu hvemig rútíneraðir grill- kokkar bregðast við. Þeir fara bara inn og ná í regnhlíf! Ekki til að halda yfir s jálfum sér, heldur yfir grillinu. — Svona, nú skaltu hætta áður en þú röflar meira, fáðu þér bjór. — Þetta er alveg satt. Þú getur séð heimilisfeðuma í löngum röðum, einn í hverjum garði, um helgar. Allir hundblautir, með regnhlíf yfir grillinu. Þeir em orðnir svo vanir þessu sumir að þeir senda reykmerki milli garða, nýjar uppskriftir þú veist, og upplýsingar um víntegund- ir. Fyrir borgarbúa eru gömlu árs- tíðaheitin jafn úrelt og gömlu mánaðamöfnin fyrir bændur. Meira að segja veðurfar hefur allt aðra þýð- ingu. Þegar er sólskin og blíða, heitir það sólbaðsveöur í borgum. Þegar er hlýtt og bjart en sólarlaust þá er veöur til að bóna bílinn. Þegar fer að hausta huga bændur að heyfeng og útihúsum. Þá huga Reykvíkingar að kjörum á sólarlandaferöum. Þetta em gerólík samfélög og þau eiga sáralítið sameiginlegt. Þaö hafði gengiö mjög á sönnunar- gögnin og við snerum talinu að öðru. Að lokum höfðum við það af að eyða öllum sönnunum og gátum rólegir gengið til náða vissir um það aö ekk- ert gæti sannast. — Eg fékk ansi hreint góða hug- mynd um daginn, sagði hann og smjattaði á bjórnum. — Mér var boðið í grillveislu og sem ég var að japla á kjötsneiðinni sem kom í minn hlut datt mér skyndilega í hug að Reykvíkingar hafa allt annan skiining á gangi árs- tíöanna en þeir sem búa utan Reykjavíkur. Eg kinkaði kolli og reyndi að umla eitthvað uppörvandi, sem er erfitt þegar maöur einbeitir sér að góöum bjór. Ég var nýlega svo heppinn aö kunningi minn sendi mér nokkra bjóra. Ég hef það fyrir reglu í slíkum tilvikum að spyrja einskis en flýta mér að innbyrða sönnunargögnin. Þess vegna vildi ég hvetja gestinn til þess að tala sem mest svo mér gæfist tími til aö koma bjórnum á öruggan stað. — Sjáðu til. Fyrir þá sem búa úti á landsbyggðinni og þá auðvitað sér- staklega bændur eru tiltekin verk tengd hverri árstíð. Þannig er sauð- burður á vorin, sláttur á sumrin, göngur á haustin og á vetuma.... eitt- hvað. Hann saup á bjómum og lét sér í léttu rúmi liggja að hann vissi ekki hvað bændur gera aö vetri til. — Þannig þurfa bændur mikinn orðaforða yfir tíðarfar og árstíma. En borgarbúar hafa ekkert við slíkan óþarfa að gera! Fyrir borgarbúa em í hæsta lagi til tvær árstíðir. Vetrar- dekkja- og sumardekkjatími. Tíðar- far skiptir þá litlu máli og það sem einkennir vetrardekkjatímann er þaö að stundum koma þeir of seint í vinnuna vegna þess að það gengur illa að ryðja snjóinn. Um sumar- dekkjatímann koma þeir stundum of seint af því þeir sofa yfir sig. Það er nú allur munurinn. — Nei, þetta er nú fullmikið sagt, það fer í taugarnar á Reykvíkingum þegar rignir mikið meira en tvær vikur í einu án uppstyttu. Ég kunni ekki við að láta hann einan um að tala og auk þess er það reynsla mín að ef maður skýtur ekki öðm hvoru inn athugasemdum leiðist ræðumönnum og þeir þagna smámsaman. — Ég held það sé nú mest í nösun- um á þeim. Líttu bara á staðreyndir málsins. Fyrir bændum og skáldum í gamla daga var lóan vorboðinn ljúfi. Nú er það ljósmynd í dagblaði af ló- unni sem boðar Reykvíkingum vor. Eina vorverk Reykvíkings er að skipta um dekk undir bílnum og það er lögboöið. Úr ritvélinní Ólafur B. Guðnason Hann hugsaði sig um andartak og héltsvoáfram. — Að öðru leyti frétta Reykvíking- ar ekki af vorinu, nema þá þeir heyra um eggjaþjófa frá útlöndum sem koma hingaö á hverju vori. Ef þeir kæmu ekki er alls ekki víst að Reykvíkingar gerðu sér almennt grein fyrir því hvemig fuglar fjölga sér. — Og hvað er það þá sem boðar Reykvíkingum sumar? — Það er auðvitað ekki til sem árstíð, ég hef þegar sagt þér það. En ég held að menn hafi það almennt til marks um sumarkomuna að þeir lesa um dauðadrukkna unglinga í Þjórsárdal. Þetta kemur allt í gegnum blööin fyrir Reykvíkinga. — Þú talar alltaf um Reykvíkinga eins og sérstakan þjóðflokk. Þú ert Reykvíkingursjálfur! — Uss, nú tala ég sem félags- vísindamaður, þetta er allt saman visindalegt og byggt á rannsóknum. Ég er að leggja hér fram vísindalega kenningu. Við fengum okkur meiri bjór. Þaö ber að geta þess að við sátum inni í stofu á laugardegi þegar þessar samræður fóru fram. Það var grenjandi rigning úti. — Ég skal segja þér það, góði, að kenning mín er beinlínis bráðsnjöll. Ég smíöaði hana einmitt í grillveisl- unni um daginn. Sko, þegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.