Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR16. JUNl 1984. Alversandstæðingar draga f ram vopnin Andstæðingar fyrirhugaðs álvers viö Eyjaf jörð láta nú til sín taka með dreifibréfi og umræðufundum í byggðum Eyjaf jarðar. Þeir sendu ný- lega frá sér bréf þar sem tíunduð eru rök gegn því að byggt verði álver við innanverðan Eyjafjörð. Álverið er talin óskynsamleg fjárfesting vegna þess að það mengi loft, lög og láð. Ymsir aðrir möguleikar til atvinnu- uppbyggingar séu áhættuminni og er nefnd fullvinnsla á kjöti og fiski, líf- efnaiönaður og rafeindaiðnaður. Þeirri skoðun er lýst að landbúnaður eigi hvergi meiri möguleika á að blómstra enviðEyjafjörð. Undir dreifibréfið rita fjórir ein- staklingar fyrir hönd starfshóps gegn álveri. Þeir eru Erlingur Sigurðarson, Tryggvi Gíslason, Brynjar Skarp- héðinsson og Gunnhildur Bragadóttir. Erlingur sagði í samtali við DV að þetta væri áhugafólk sem hefði farið að hittast á útmánuðum og væri þar ekki einlitur flokkshópur á ferð enda ekki um flokkapólitík að ræða. „Við höfum oröið vör við að fólk ber fyrir sig skort á upplýsingum og viljum því koma af stað umræðu og veita upplýsingar um álver. Ef þögn ríkir þá getur hún svæft menn,” sagði Erlingur. Hann nefndi ýmis rök sem höfð hafa verið í frammi fýrir álveri, til dæmis aukna nýtingu vatnsorku og lækkað rafmagnsverð. Það virtist þó öðru nær, sagði hann, að almenningur hefði búið viö lágt orkuverð þrátt fyrir orkuframkvæmdir. Staðreyndin væri sú að stóriðjuframkvæmdir með til- heyrandi orkuframkvæmdum ykju á erlendar skuldir þjóðarinnar. Þjóðin skuldaði nú 36 milljarða króna og væri tæpur helmingur vegna orkufram- kvæmda. Það segði sig sjálft að stór- iðja eins og verið væri að tala um við Eyjafjörð kallaði á stórauknar er- lendar lántökur. Erlingur benti líka á að störf í nýju álveri yrðu 40—50 sinnum dýrari en í almennum iðnaöi. Dæmi væru á siöustu mánuðum um að komið hefði verið upp iðnaöi við Eyjafjörð sem hefði þurft litla fjárfestingu. Auk þess skapaði álver tiltölulega fáum mönnum vinnu. Ef smáiðn- aðurinn fengi til dæmis þær fjórar milljónir af erlendu lánsfé sem þyrfti ef farið yröi í stækkun álversins í Straumsvík, mætti skapa 3500—4000 ný störf á móti þeim 200 sem feng just. Andstæðingar álversins hafa ekkert á móti rannsóknum á lífríki Eyja- fjarðar í tengslum við fyrirhugaða stóriðju, sagði Erlingur, sérlega ef máliö yrði kveðið niður nú. Rannsóknir þessar gætu orðið gagnlegar þegar næst kæmu upp hugmyndir um eitt- hvað slíkt., ,Það getur hins vegar verið hættulegt að svæfa fólk með rann- sóknartali. Eg minni líka á að Náttúru- vemdarþing ályktaöi um nauösyn vandaðra rannsókna og lagði áherslu á að samningar yrðu ekki hafnir fyrr en niðurstöður væru fengnar.” Á næstunni verða nokkrir fundir um álversmálið í Eyjafjarðarbyggðum. Fyrsti fundurinn var í í Freyvangi í Eyjafirði. Hann var fjölsóttur og umræður fjörugar. Þar var með einu mótatkvæði samþykkt ályktun þar sem öllum hugmyndum um álver við Eyjafjörð er harölega mótmælt en bent i staöinn á ónýtta möguleika í matvælaframleiðslu, fiskirækt, líf- efnaiönaöi og rafeindaiðnaöi. „Okkar aöferð er aö halda upp- lýsinga- og umræöufundi þar sem verður frætt um álver sem stóriðju- kost, síðan um stöðu rannsókna, hvað búið er og hvað vantar, félagslega Sandnes, sem liggur við Ægis- garð. DV-mynd GVA Ellefu læknar á seglskútu I vikunni kom seglskúta hingaö til Reykjavíkur með ellefu sænska lækna innanborðs; þeir eru í sænskum siglingaklúbbi og tóku skútu þessa á leigu hjá norskum einstaklingi. Siglingin tók alls fimm sólarhringa og komu þeir við í Færeyjum og dvöldu þar í einn og hálfan sólarhring. Létu þeir vel af ferðalagi þessu og voru heppnir með byr. Læknar þessir komu eingöngu til þess að taka þátt í Norðurlandaþingi bæklunarskurðlækna, sem haldið er í Háskóla íslands. Skúta þessi er úthafssiglari og er vel búin siglingatækjum og vistarvemr áhafnar eru mjög vandaðar, með setu- stofu, litlum svefnklefum, salemi og sturtu.. —KF 17. júnf hátíðarhöld á Seltjarnarnesi Hátíðardagskráin 17. júní á Seltjarn- arnesi hefst með því að skrúðganga fer af stað frá horni Lindarbrautar og Hof- garða kl. 13.30. Gengið verður að Mýrarhúsaskóla, en þar er áætlaö að dagskrá hefjist kl. 14.00. Þar mun verða flutt hátíðarræða, f jallkona flyt- ur ávarp, Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnamess leikur nokkur lög og sýndur verður breakdans. Trúðar verða á svæðinu og munu þeir dreifa sælgæti til barnanna og standa fyrir leikjumá svæðinu. I Félagsheimilinu verður kaffisala á vegum Slysavarnardeildar Seltjamar- ness frá kl. 15.00. Siglingaklúbburinn Sigurfari mun hafa opiö hjá sér og kynna aðstöðu sína. Kl. 14.30 mun Lúðrasveit Tónlistarskólans leika fyrir utan íbúöir aldraðra á Seltjamarnesi. Tómstundaráð og J.C. Nes sáu um undirbúning hátíðarhaldanna á Nesinu. SJ þætti og aðra iðjukosti. Við gerum ráð fyrir að fmmmælandi verði á hverjum stað úr tölu búenda. Næstu fundir verða í Barnaskólanum á Svalbarösströnd 19. júni, daginn eftir í Hlíðarbæ og síðar fyrir Svarfdæli, Árskógs- strendinga og Hríseyinga. Fundurinn á Akureyri verður 26. júni. Auk fundanna er farin í gang undirskrifta- söfnun og verður listum dreift í byggðum Eyjafjarðar. Þar er byggingu álvers mótmælt og skoraö á yfirvöld að fara aörar leiöir til atvinnu- uppbyggingar.” JBH/Akureyri Notaðir sérflokki Mazda 626 árg. 1979. Þokkalegur bíll á veröi og kjörum. MMH4BK JBYROÐ Dodge Aspen Coupé árg. gÓÖU 1978. 6 cyl., sjálfsk., í gólfi, með stólum, vökvastýri, út- varpi, toppbíll, ekinn aðeins 62.000 km. SK($>DA Skynsemin 1982. Ekinn 22.000 kjör. rœöur km. Góð Subaru 4WD 1977. Þokkalegur bíll á nýjum dekkjum, gott verð. Jeepster V61968 Ovenjulegur eldri með original V6 Buickvél. jeppi Opiö í dag 1—5 JOFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.