Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. Fréttir Spá Þjóðhagsstofnunar um afkomu atvinnuveganna: Áframhaldandi tap í flestum greinum Botnfiskveiðar og vinnsla var rek- in með 3 prósent halla í byxjun maí- mánaðar samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Veiðar voru reknar með 2,5 prósent halla. Bátaflotinn var rekinn með um 9,5 prósent tapi. Togarar voru hins vegar reknir með um 3 prósent hagn- aði. Frystingin var rekin með rúmlega 2 prósent tapi en söltunin með um 1 prósent tapi. Þjóðhagsstofnun hefur ekki kann- að afkomu í öðrum greinum sjávar- útvegs. Stofnunin telur þó að afkoma loðnuvinnslu verði viðunandi í ár. Hins vegar er búist við að afkoman verði slæm í rækjuvinnslu og vinnslu á hörpudiski. Þjóðhagsstofnun telur að afkoma samkeppnisiðnaðar muni eitthvað skána í kjölfar minnkandi launa- kostnaðar og lækkandi raungengis. Stofnunin telur þó ekki víst að þetta nægi til að samkeppnisiðnaðurinn skili hallalausum rekstri. í verslun eru horfur lakari þar sem minnkandi velta segir til sín. í bygg- ingariðnaði er áfram búist við viðun- andi afkomu þrátt fyrir samdrátt. Sama er að segja um stóriðju ef af- urðaverð helst óbreytt. „Þótt staða atvinnuveganna í heild komi til með að batna á árinu 1989 frá því sem hún var á síðasta ári vantar mikiö á að eigið fé almennt fari að ávaxta sig. Ávöxtun eigin fjár fyrirtækja ætti til lengri tíma litið að vera jafnmikil eða meiri en áhættulaus ávöxtun til dæmis í ríkis- skuldabréfum. En það er skilyrði þess að treysta megi rekstraröryggi og eiginfjárstöðu fyrirtækja með al- mennri aukningu hlutafjár," segir í spá Þjóðhagsstofnunar. -gse Byggingarnar á Vogastapa þar sem Brunamálastofnun vill setja upp æfinga- svæði fyrir slökkviiiðsmenn. DV-mynd Ægir Már Erfitt aö fá samþykki viö æfingasvæði slökkviliðsmanna: Efasemdir vegna mengunarhættu Þjóöhagsstofiiun: Rýrnun kaupmáttar og atvinnuleysi Kaupmáttur mun verða um 6 til 7 prósent lakari í ár en í fyrra sam- kvæmt spá Þjóðahagsstofhunar. Þessi samdráttur er svipaður og gert var ráö fyrir í þjóðhagsáætlun í byijun vetrar. Hins vegar hafa þær forsendur sem hggja að baki kaup- máttarrýmuninni breyst umtals- vert. í Þjóðhagsáætlun var gert ráð fyrir að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs yrði 6 prósent. Nú er gert ráð fyrir að hún verði um 21,5 pró- sent. í Þjóðhagsáætlun var gert ráð fyrir að ráðstöfunartekjur heimil- anna yröu um 5 prósent hærri í ár en í fyrra. Nú er gert búist við að þær muni hækka um 11 prósent. í spá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að á síðari mánuðum ársins veröi atvinnuleysi áfram meira en á undanfömum árum. í spánni er bent á að vegna mikiis afla á fyrstu mán- uðum ársins megi búast við auknu atvinnuleysi þegar líður á árið og kvótar klárast. Þá kemur fram í spánni að búist er við að framboð á sumarvinnu til handa skólafólki verði minna í ár en í fyrra og muni þar um 2.000 störf. -gse Skaut tóf ur með lugt á byssunni ÞóihaHur Asmundsacm, DV, Sauðarkrólo: „Þetta dugði mér vel, ég hafði níu tófúr upp úr krafsinu," sagði Kristj- án Stefánsson í Gilhaga en hann var með sérkennilegan útbúnað við tófu- veiðar sl.vetur - með sjónauka og sterka lugt sem bensluð var með lím- bandi viö haglabyssuna. Lugtín lýstí 25-30 metra og í sjónaukanum sést betur í rökkri en dagsbirtu. Kristján lá í vetur nokkrar nætur í veiðihúsum uppi á Gilhagadal og frammi í Norðurárdal, rétt þar fram- an við sem vegurinn beygir yfir Noröurá og upp á Öxnadalsheiði. Hann telur aö lágfóta eigi erfiða daga framundan þar sem hún komist ör- ugglega ekki í grenin sem enn eru undir fónn. Því má búast við aö hún þurfi að gjóta undir næsta steini og spuming hvort ungamir séu það harðgerðir að þeir iifi af næturkuld- ann. Brunamálastofnun gengur erfiö- lega aö fá samþykki heilbrigðisyfir- valda viö uppsetningu æfingasvæðis fyrir slökkvilið landsins á Voga- stapa, rétt við Grindavíkurveg. Orsakir þess að ákvörðun um æf- ingasvæðið hefur ekki verið tekin eru efasemdir vegna þess að einstaka aðili telur mengunarhættu stafa frá æfingum slökkviliðsmanna, einkum þegar æft er aö slökkva olíuelda. Mengunarótti þessi tengist beint nýlegum mengunarslysum sem orð- ið hafa á Suðumesjum. Brunamálastofnun telur enga mengunarhættu stafa af æfingum slökkviliðs. Þegar olíueldur er notað- ur er hann kveiktur í þróm sem koma í veg fyrir að olían berist út í umhverfið. Bmnamálastofnun hefur farið þess á leit að fá til starfsemi þessarar gamiar byggingar á Vogastapa. Um er að ræða byggingar sem ekki er hægt að nýta til annarrar starfsemi. Máhð er nú til umfjöllunar hjá heil- brigðisnefnd á svæðinu og er búist við greinargerð frá henni innan skamms. Það er varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. -HV Haglabyssan með lugt og sjónauka. DV-mynd Þórhallur I dag mælir Dagfari Túristatollur Fjármálaráðherra hefur gefiö út reglugerð. Það er ekki nýtt að ráðu- neytin gefi út reglugerðir en í þetta skipti er reglugerð fjármálaráö- herra sérstaklega ánægjuleg. Hún gengur nefnilega út á það að taka toll af innfluttum matvörum sem bakpokalýðurinn flytur með sér til landsins af því hann tímir ekki aö kaupa sér mat á íslandi. Hingað til lands kemur mýgrútur af ferða- mönnum á hveiju sumri. Margir þeirra koma með Norrænu og flytja þá með sér bíla og tæki og stóra farma af fæði sem endist þann tíma sem ferðamennimir dvelja hér á landi. Það er nógu slæmt að þessir túr- istar flytji með sér bílana og komi sér hjá því að leigja bíla hjá bíla- leigum eða ferðast með rútum milli landshluta. Margir þeirra hafa meira að segja með sér bakpoka og sníkja sér far á þjóðvegunum, ferð- ast á puttanum eins og sagt er, og komast næstum því ókeypis frá dvölinni hérlendis, með nestið í pokanum og tjald til næturgistinga. Menn eru hér að byggja hótel í gríð og erg og fara á hausinn af ein- skærri fómfýsi gagnvart ferða- bransanum og svo þegar kemur í ljós að túristamir mæta alls ekki á hótelunum, hvað þá að þeir borði þar, þá er mælirirím auðvitað full- ur. íslendingar era ekki að byggja hótel fyrir sjálfa sig. Þeir em ekki að fara á hausinn vegna sjálfra sín. Öll ferðaþjónustan á íslandi er undir því komin að ferðamennimir meti það við íslendinga að þeir byggja hótel með því aö þeir gisti þar. Landbúnaðaiframleiðslan hef- ur sama tilgang. íslenskir bændur væra ekki að puða allt áriö við kýr og kindur og íslenskir skattgreið- endur væm ekki að greiða land- búnaðarframleiðsluna niður ér eft- ir ár nema til að framleiðslan sé étin af þeim sem í landinu em hveiju sinni. Kaninn vill ekki borða kindaKjötíð og Evrópu- bandalagiö ætlar að banna útflutn- ing íslenska lambakjötsins og svo halda túristamir að þeir komist upp með það að éta sinn eigin inn- flutta mat á meðan okkar eigin framleiðsla hleðst upp óétin. Nei takk, það er kominn tími til að setja stopp á þessa misnotkun útlend- inga á gestrisni íslensku þjóðarinn- ar. Eftir að fjármálaráðherra setur toll á innfluttar matvörur út- lenskra túrista sitja þeir við sama borð og landinn. Hvaða sanngimi er líka í því aö útlendingurinn fái að éta ódýran dósamat og hræódýrt grænmeti meðan við Islendingar höfum ekki undan við að troða í okkur rándýmm matvörum? Og þaö hlið viö hlið. Lágmarkskrafan er vitaskuld sú aö útlendingar étí að minnsta kosti ekki ódýrari mat en við sjálfir úr því að þeir em á annað borð að þvælast hingað til landsins fyrir slikk. Þeir em ekki of góðir, túristamir, aö borga fyrir sinn mat eins og aðrir. Með því að setja toll á matinn, sem útlendingamir flytja með sér til landsins til að spara sér matar- kaup hérlendis, er nokkum veginn tryggt að íslensk feröamannaþjón- usta getur kreist út úr feröalöngim- um hveija þá krónu sem jjeir hafa undir höndum. Matur á Islandi er dýrari en nokkurs staðar annars staðar og ef þetta fólk hefur áhuga á aö kynnast íslenskri náttúru, ís- lenskum lífsháttum og íslenskum lifsstandard verður það að sjálf- sögðu að borga það sem upp er sett og búa við þau kjör sem íslendingar sjálfir verða að búa við. Útiending- ar fá ranga mynd af landi og þjóð ef þeir sleppa við að greiða rétt verð fyrir matinn. Það er lítið varið í þann túristann sem þykist vilja njóta feröalagsins en tímir svo eklti að borga almennilega fyrir þann mat sem hér er á boðstólum. Einhver kann að segja að þetta dragi úr ferðamannafjölda til landsins. En hvað um það? Til hvers erum við að byggja hótel nema til að græða á því? Til hvers erum við að framleiða mat nema til að hann seljist? Og til hvers halda menn að ferðabransinn sé nema til að hafa eitthvaö upp úr þeim fáráölingum sem hingað flækjast fyrir tilviljun í þessa fjórar vikur sem fært er um landið? Ólafur Ragnar gerir rétt með því að setja reglugerð um túristatoll. Hann er að vemda landiö fyrir óþarfa ágangi ferðamanna og hann er aö efla neyslu á innlendri mat- vælaframleiðslu ofan í fólk sem tímir ekki að éta fyrir réttan prís. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.