Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Page 15
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. 15 Um verkföll, laun og lífskjör Ein sjálfsagðasta krafa hvers manns til þjóðfélagsins er að fá að starfa og að geta lifað af vinnu sinni. Finni hann ekki sjálfur þá vinnu sem han kýs og hæfileikar hans, menntun eða önnur tækifæri geta gera honum kleift að inna af hendi ætti að vera hægt að leita til stofnana innan þjóðfélagsins sem hjálpa honum til að finna þessa vinnu. Mismunandi lífskjör Það er vitað mál að fólk gerir afar mismunandi kröfur til lífsins. Suiriir verða aldrei ánægðir fyrr en þeir eru komnir í einhýlishús 'með tvo til þijá lúxusbíla fyrir framan, sumarbústað á fallegum stað og vel búinn bát til siglinga. Aðrir láta sér nægja að eiga þak yfir höfuðið og hafa nokkum veg- inn nóg til fæðis og klæðis. Enn aðrir verða að komast af með minna. Það sem einum finnst mannsæmandi líf finnst öðrum hundalíf o.s.frv. Þó ætti að vera fremur auðvelt að gera staðlaða mynd af því sem telja mætti sóma- samlegan aðbúnað í þjóðfélagi eins og því sem við búum við nú á dög- um og miða kröfurnar við það. Þetta gæti vel orðið hópvinna fyr- ir félagsfræðinga, hagfræðinga og stjómmálafræðinga sem einnig gætu kallað fleiri fræðinga til ráð- gjafar eftir því sem þurfa þætti. Laun mætti síðan miða við þennan staðal og ætti þá að vera unnt að losna við þá óvissu er skapast af því hve mismunandi það er sem fólk kallar mannsæmandi líf. Eru verkföll nauðsynleg? Þessar hugleiðingar eru fyrst og fremst til orðnar vegna þess ástands sem verkföll ýmissa stétta KjaUarinn Guðsteinn Þengilsson læknir í þjófélaginu hafa skapað. Það er aðallega í heilbrigðis- og skólamál- um sem ástandið er óviðunandi, en auðvitað eru víðar mikil vandræði. Flestir viðurkenna að verkfalls- rétturinn sé dýrmætur, og hann er hið einasta vopn sem láglaunastétt- ir hafa handbært í lífsbaráttunni. En þetta vopn er vandmeðfarið og lífsnauðsyn að beita því réttilega. Launabaráttan fram fyrir miðbik þessarar aldar hefur oft verið geysihörð, og ef launastéttir heíðu ekki getað notað verkfallsréttinn í þeirri baráttu er hætt við að kjör þeirra væru ærið bágborin. Senni- lega væri hér fámenn auðmanna- stétt sem öllu réði og sankaði til sín obbanum af þjóðartekjunum, en almenningur lifði við sult og seyru. En því miður hafa verkalýðs- og launastéttir ekki getað samið um raunhæfar kjarabætur hin síðari ár. Ekki hefur reynst mögulegt að semja um verðstöðvun svo neinu nemi né verðlækkun á lífsnauð- synjum sem náðst hefði með meiri skattiagningu á lúxusvarning. Ein- imgis verið samiö um fleiri krónur, en sú kjarabót hefur oftast verið horfin þegar talið var upp úr næsta launaumslagi eftir samninga. Þar með hefur árangur baráttunnar verið fokinn út í veður og vind. Þá hefur baráttan stafað af ótölulegum fjölda launaflokka og hafa hóparnir staðið í sífelldum metingi við að komast upp fyrir þá sem næstir eru í stiganum. En alltaf hljóta ein- hverjir að vera neðstir. Eg hef þá skoðun að þetta flókna launastiga- kerfi sé afar skaðlegt og blátt áfram heimskulegt. Það sé beinlínis frum- orsökin að þeim vandræðum, sem nú steðja að, og þessi villta barátta hljóti að halda áfram meðan fólk í þessum launaflokkum er að reyna að brjótast hvað upp fyrir annað. Þetta kerfi mætti því kalla baráttu- og verkfallshvetjandi. Hverjir bera ábyrgð í starfi? Oft hefur það verið röksemd vissra starfshópa fyrir kröfu þeirra um hærri laun að ábyrgðin, sem fylgi starfinu, sé það mikil að hún réttlæti þessa kröfu. Vissulega má segja það um flest störf að mikils sé um vert að þau séu samvisku- samlega af hendi leyst. Ég get í svipinn ekki komið fyrir mig hvaða starf það er sem það ætti ekki við, a.m.k. ef einhver þörf er fyrir það í samfélaginu. Á sjúkrahúsinu reynir vissulega mikið á færni læknisins við hand- læknisaðgerð eða þekkingu hans og rökhugsun við sjúkdómsgrein- ingu, en hvernig færi ef sóknarkon- an, sem nú er mikið höfð til viðmið- unar, væri ekki búin að þrífa allt í hólf og gólf. Þar fylgir einnig mikil ábyrgð. Ég vil því undirstrika að allt tal um ábyrgð sumra starfs- hópa eða einstaklinga umfram aðra er ekkert annað en tómt rugl. Þessi ábyrgð er ekki til í raun og veru nema í þeim mæh að það er hluti af störfum yfirmanns eða forstjóra stofnunar að vera talsmaður henn- ar út á við. Ábyrgð þessara manna er einskis virði, ef eitthvað fer úr- skeiðis. Þetta sést m.a. á því sem gerist þegar eitthvert fyrirtæki fer á hausinn. Hvað gerir þá sá sem ábyrgðina á að bera? Varla mikið að gagni. Burt með alla launaflokka Þeirri blekkingu, sem gjarnan er haldið að fólki, að sum störf séu svo merkilegri en önnur að launa verði þau meir, verður að eyða ef vel á að fara. Öll þarfleg störf, sem unnin eru af trúmennsku og samvisku- semi, eru jafnmikilvæg í þeim skilningi að samfélagiö getur ekki án þeirra verið. Þess vegna er nauðsynlegt að brjóta niður launa- flokkakerfið, svo framarlega sem mönnum finnst það ekki ómissandi skemmtun að standa í þrefi og þrasi, eins og gert hefur verið und- anfarnar vikur, til stórtjóns og leið- inda fyrir almenning í landinu. Helst ætti ekki að greiða nema eftir einum launaflokki, samkvæmt þeim rökum sem ég hef tæpt á hér að framan. Hitt er annað mál, að margir hafa eytt fjölmörgum árum ævi sinnar til framhaldsmenntun- ar. Laun þeirra þyrfti að reikna út á grundvelli ævitekna þar til náms- menn fá laun fyrir sína vinnu eins ogannað fólk. (Þarna er fundin leið til að losna við óhugnanlegt þras við lánasjóð námsmanna.) Vitur maður sagði einhvern tíma að við búum við það stjórnarfar, sem við eigum skilið, hvorki betra né verra. Ef ætti að heimfæra þessi ummæli upp á það sem er að ger- ast í kjaramálum þessa dagana lít- ur ekki út fyrir að við eigum mikið gott skilið. Við erum að burðast með launakerfi sem hefur gengið sér til húðar fyrir ævalöngu. Það hafa ýmsir viðrað þá hugmynd, sem tæpt hefur verið á í þessari grein, aö einfalda launakerfið, gera það manneskjulegra og útiloka marga þá augljósu galla, sem launastigaþrefið hefur. Ég hef stundum verið að hugsa um hvort þögnin, sem að öðru leyti ríkir um þessa hugmynd, og allt viðbragða- leysið stafi af því að í rauninni finn- ist mönnum spennandi íþrótt að þrasa um laun og kjör enda þótt sú íþróttamennska komi nokkuð iha við almenning. Guðsteinn Þengilsson „Ég vil því undirstrika að allt tal um ábyrgð sumra starfshópa eða einstakl- inga umfram aðra er ekkert annað en tómt rugl.“ Hægri og vinstri í íslenskri pólitík Lesandi góður. Efnahagsmál eða réttara sagt efnahagsvandamál koma nú illilega við kaunin á al- menningi, fyrirtækjum og ríkis- sjóði. Efnahagsstjóm hefur verið í molum á íslandi um langt skeið. Um það er ekki lengur deilt. Mótun skynsamlegrar efnahagsstefnu er því það vandamál sem brýnast er að leysa. Og umræðan í fjölmiðlum snýst nú um það hvort sé rétt, hægri eða vinstri, til að leysa vand- ann. I september á síðasta ári áttu sér stað atburðir sem urðu til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr rík- isstjórn og Alþýðubandalagið kom inn í ríkisstjórn í staðinn. Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur hafa setið í ríkisstióm frá síðustu kosningum. Þetta kalla menn að vinstristjórn hafi tekið við af hægristjórn. Hvað breyttist? Hvaða munur er á Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- bandalaginu? Hver er munurinn á núverandi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og fráfarandi rík- isstjóm Þorsteins Pálssonar? Ligg- ur lausnin á efnahagsvanda okkar í einhverju sem hægt er að flokka í hægri og vinstri og ganga síðan skipulega til verks við að vinna úr? Ég er ansi hræddur um ekki. Hver er þá tilgangurinn með að flokka nánast öll vandamál, stjórn- málamenn, stefnur, póhtíska flokka og allt þjóðfélagið niður í hægri og vinstri? Málefni einstakl- Kjallarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur, fyrrv. formaður efnahagsnefndar Borgaraflokksins inga og fyrirtækja er ekki hægt að flokka niður í hægri og vinstri. Því fæ ég ekki skilið tilganginn með að flokka öll þjóðmálin niður í hægri og vinstri. Enda hefur það komið á daginn að lausnin hggur ekki í því. Það er löngu kominn tími til að hætta þessu tilgangslausa tah um hægri og vinstri. Það leysir ekki vandann. Þröngsýni fjölmiðla íslensk stjórnmál standa á tíma- mótum í dag. Gamla fjórflokka- kerfið 'er gengið sér til húðar. Göm- ul og úrelt viðhorf, stöðnuð hug- myndafræði, valdabrölt og khku- skapur, sem viðgengst í æ ríkara mæli innan gamla fjórflokksins og því miður víðar, er ekki þaö sem almenningur þarf á að halda á ís- landi. Pólitískt miðstýrð flokksmálgögn og póhtískt miðstýrðir ríkisfjöl- miðlar, hvort tveggja greitt af skattborgurum, sjá um áróðurinn hvað varðar almenning. Og með því að mæla alla skapaða hluti á úreltan hægri-vinstri mæhkvarða er málefnalegri umræðu um þjóð- þrifamál haldið innan þess ramma sem sjóndeildarhringur gamla fjór- flokksins nær. Því er íslensk stjórnmálaumræða f þeirri blind- götu sem raun ber vitni. Nýjasta nýtt á þessum vettvangi er að breyta hugtökunum hægri- vinstri í frjálshyggja-félagshyggja. Með shkri breytingu á að selja al- menningi gömlu úreltu pólitíkina áfram í nýjum umbúðum. Gamh fjórflokkurinn er sprottinn úr þeim pólitíska jarðvegi sem skapaðist á fyrri hluta þessarar aldar. Þá voru uppi hugsjónamenn sem skópu íslenska pólitík og að- löguöu hana þörfum samtímans. Þessa menn var að finna í öllum stjórnmálaflokkum þeirra tíma. Framlag þeirra til íslenskra þjóð- mála og það gagn sem þeir unnu landi og þjóð verður aldrei fuh- þakkaö. En starfi þeirra er lokið og hjól tímans halda áfram að snú- ast. Núna er komin upp ný og önnur staða. Gömlu leikflétturnar og gömlu giidismötin verða ekki færð óbreytt yfir á vandamál sam- tímans. Þeir meðalmennskupóh- tíkusar, sem nú hafa flotið upp sem forystumenn og áhrifamenn í gamla fjórflokknum, hafa ekki bor- ið gæfu til þess að aðlaga flokka sína þörfum íslensks þjóðfélags eins og það er í dag, því miður. Enginn verður óbarinn biskup Það er hvergi pláss fyrir pólitíska hugsjónamenn sem vilja aðlaga póhtíkina þörfum samtímans inn- an gamla fjórflokksins. Sú stað- reynd verður ekki umflúin. Það virðast menn nú vera að skhja. Léleg svörun í skoðanakönnunum sannar það. Það er hins vegar ekki öfundsvert hlutskipti þeirra manna sem berjast fyrir því að byggja upp nútímapólitík á íslandi. Þeir menn voru fyrir stofnun Borg- araflokksins í öllum örmum gamla fjórflokksins, og sumir utan hans. Nútímapóhtík nær út fyrir þann ramma sem gamh fjórflokkurinn og áróðursstofnanir hans skynja og mæld er með mæheiningunni hægri-vinstri, frjálshyggja-félags- hyggja. Lesandi góður. Lýsingar póh- tískra ríkisfjölmiðla og flokksmál- gagnanna á málefnum Borgara- flokksins er óvönduð lýsing óvin- arins, gamla fjórflokksins, á and- stæðingi sínum. Það er hins vegar ekki vandalaust að byggja upp það pólitíska afl sem á að þjóna Islend- ingum á komandi árum, og verður ekki gert án átaka, gagnrýni og mistaka. Það kostar svita, tár, þol- inmæði, fé og fyrirhöfn. Atburða- rásin í Borgaraflokknum síðustu vikur er sönnun þess. Sú hug- myndafræði að ætla sér að kúga íslenskan almenning til hlýðni við gamla fiórflokkakerfið með ríkis- ritskoðun og flokkun efnahags- vandamála í hægri og vinstri geng- ur ekki til lengdar. Brynjólfur Jónsson „Islensk stjórnmál standa á tímamót- um 1 dag. Gamla fjórflokkakerfið er gengið sér til húðar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.