Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Síða 29
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. 41 Sviðsljós Fjöldi gesta fagnaði með Þráni Gylfi Kib^mcii, DV, Akureyn; Fjöldi fólks fagnaði með Þráni Karlssyni, leikara á Akureyri, á fimmtugsafmæli hans í síðustu viku. Reyndar má segja að um tvöfalt af- mæli hafi verið að ræða því Ragna I Garðarsdóttir, eiginkona Þráins, varð fimmtug fyrir rúmum mánuði. Þráinn bauð gestum sínum til veislu í veitingastaðnum Fiðlaranum og var þar þröngt setinn bekkurinn. Leikhúsfólk var að sjálfsögðu áber- andi í hópi gestanna því samstarfs- Theódór Júlíusson var veislustjóri og fór á kostum eins og sjá má. menn Þráins á löngum leiklistarferli hans eru orðnir margir. Glatt var á hjalla í Fiðlaranum, lag- iö ' ar tekið, ávörp flutt og allt var „undir kontrol" veislustjórans, Theódórs Júlíussonar. Afmælisgestirnir kunnu vel að meta glæsilegar veitingar sem fram voru bornar. DV-myndir gk Þau hafa oft leikið saman en hér er lífið sjálft á ferðinni. Theódór Júlíusson kveikir i sigarettu fyrir Sunnu Borg. Þráinn og Ragna skera afmælistertuna sem leikarinn og bakarinn, Theódór Júlíusson, bakaði. Þorkell Bjamason sextugur Vinir og ættingjar Þorkels Bjarna- sonar, hrossaræktarráðunautar rík- isins, fjölmenntu á Laugarvatn í síð- ustu viku til að hylla Þorkel á sex- tugsafmæli hans. Þorkell er lands- þekktur maður og hefur verið hrossaræktarráðunautur frá 1961. Hann hefur verið virkur 1 starfi hestamanna og verið í mörgum dóm- nefndum. Þorkell er sonur Bjarna Bjarnasonar, skólastjóraog alþingis- manns á Laugarvatni. Myndirnar, sem birtast hér, eru teknar af Sigríði Símonardóttur. Þorkell og Ragnheiður ásamt börnum og barnabörnum. Meðal gjafa, sem Þorkell Bjarnason fékk á afmælinu, var mynd, sem Baltasar hafði málað af honum. Hann er hér fyrir framan myndina ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Ester Guðmundsdóttur. í tilefni af því aö íshöilin opnaði nýja isbúð í Geröurbergi 1 í Breiðholti buðu eigendur íshallarinnar börnum upp á frían ís. Krakkarnir í hverfinu tóku að sjálfsögðu þessu boði fegins hendi og flykktust í ísbúðina og var þessi mynd tekin af hópi barna fyrir framan íshöllina þar sem þau neyta uppáhaidsfæðu sinnar. Einkaþjónusta Landsbankans er greiðsluþjónusta, setn sþarar þér bœði tíma og jyrirhöfn. Sérstök umslög, merkt Einkaþjónustu, fást á afgreiðslustöðum Landsbankans. í Einkaþjón- ustuumslagið safnar þú saman þeim gíró- og greiðslu- seðlum sem greiða skal hverju sinni. Umslaginu má síðan koma á framfœri við afgreiðslufólk Landsbankans eða setja ípóstkassa merkta Einkaþjónustu, sem eru á flestum afgreiðslustöðum Lands- bankans. Strax nœsta virka dag sér Landsbankinn um að ganga frá greiðslunum með millifœrslu uf innlánsreikningi viðkomandi viðskiþtamanns. Ekki skal setja reiðufé í umslögin, hér er aðeins um millifcersluviðskipti að rœða. Nýttu þér Einkaþjónustu Ixmdsbankans nœst þegar þú þaift að borga reiknihga - jqfnt á nóttu sem degi. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í LANDSBANKANUM GETUR ÞÚ GREITT REIKNINGA JAFNT A NOTTU SEM DEGI Kodak ^ Express k Quality control servicc 'i. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 • SÍMI 68 58 11 imiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.