Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert'fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. Bruni á Stöövarfirði: Fiskvinnsluhús gjöreyðilagðist - grunur um íkveikju Slökkvilið Stöðvarfjarðar var kall- að út í gærmorgun vegna bruna í saltfiskverkunarhúsi. Þegar slökkvi- lið kom á vettvang var mikill eldur í húsinu - sérstaklega í vesturenda þess - en hann var alelda þegar að var komið. Húsið er tvö til þrjú hundruö fermetra timburhús - klætt með bárujárni. Auk hússins brann vinnuskúr sem stóð vil hhð þess. Skúrinn er mikið skemmdur að innan en óskemmdur að utan. Fátt bendir til þess að eldur- inn í fiskverkunarhúsinu hafi orðið til þess aö eldur komst í vinnuskúr- sinn. Eldsupptök eru ókunn en grun- er um að kveikt hafi verið bæði í fiskvinnsluhúsinu og vinnuskúm- um. Lögreglan vinnur að rannsókn- um vegna brunanna. Engin verkun hefur verið í húsinu frá áramótum. Lyftari og fleiri tæki til fiskverkunar voru í húsinu. Allt sem inni var er ónýtt. í október í fyrra varð mikið tjón er saltfiskverkun Hraðfrystihúss Stöðvarfiarðar skemmdist í bruna. Tahð er að sá eldur hafi orðið vegna skammhlaups í rafmagnskaph. Reykjavlk: Stunginn tví- vegis í kviðinn Tveir eða þrír menn veittust aö manni á Laugavegi snemma á sunnudagsmorguninn og stungu hann tvívegis í kviðinn með hnífi. Maðurinn hafði áöur neitaö að veita mönnunum sopa úr áfengisflösku sem hann hafði í fórum sínum. Þeir tóku afsvarinu iha og sfimgu mann- inn tvívegis eins og fyrr segir. Stung- ; ^jmar reyndust ekki vera djúpar og er maðurinn ekki í lífshættu. Eftir árásina fór maðurinn heim til kunningja síns. Sá hringdi th lög- reglu og tilkynnti um atvikið. Sá sem varð fyrir árásinni veit ekki hvort það vom tveir menn eða þrír sem veittust að honum á Laugaveginum. Rannsóknarlögreglan fer með rannsókn málsins. Árásarmennimir eraófundnir. -sme Bruni í Breiðholti Eldur varð laus í kjaharherbergi í Breiðholti á laugardag. Slökkvihð kom fljótlega á vettvang og tókst að i*ráða niðurlögum eldsins áður en hann náði aö breiðast út. Engin slys urðu á fólki en skemmdir í herberg- inu urðu talsverðar. .sme LOKI Sjómennskan er ekkert grín! Fíkniefnalöggæsla á landsbyggðinni: Ekkert 3ðQ6rt neinð talað digrum orðum segir Jóhamies OMsson, lögregiuvarðstjórí í Vestmannaeyjum „Það má segja að það sé ekkert eftirht á landsbyggðinni nema grunur sé um aö verið sé að reyna að smygla fikniethum. Það er alveg klárt aö hér þarf aö vera meira eft- irht með þessu. Þaö verður að gæta að því að það er mjög auðvelt að smygla fikniefiium þar sem mjög Mtið fer fyrir þeim. Það er full þörf á að taka þessa hluti fóstum tökum. Ráðamenn hafa átt tíl að tala um þetta digrum orðum - en þeir hafa ekki gert meira en það. Viö, hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, höftim óskað efdr að fá mann sem myndi sinna þessu að mestu. Ráöa- menn hafa ekki séð ástæðu th að verða viö þvi,“ sagði Jóhannes Ól- afsson, lögregiuvarðstjóri í Vest- mannaeyjum. Fleiri lögreglumenn á lands- byggöinni, sem DV talaöi við, tóku í sama streng. Ahir virtust vera á þeirri skoðun að átak þyrfti að gera í vömum gegn þeim vágesti sem allir em sammála um aö fikniefnin séu. Jóhannes sagði að flestir lög- reglumenn 1 Vestmannaeyjum heíðu farið á námskeið h)á fikni- eftiadehd lögreglunnar í Reykjavík. Jóhannes taldi það ekki nóg. Hann sagði að sér þætti nauösynlegt að fíkniefnalögreglan kæmi oftar út á land. Hann tók sem dæmi að fíkni- efnalögreglan kæmi á hverja þjóð- hátið og í hvert sinn væri lagt hald á fikniefni. Á síðustu þjóðhátíð var lagt hald á um 60 grömm af hassi og nokkra skammta af kókaíni. Jóhannes sagði að í verbúöunum í Vestmannaeyjum heföu fundist fíkniefni. Hann sagðistþess fuhviss að fikniefni væru í Eyjum, ekki síð- ur en annars staðar á landinu. -sme -sme Vel slompaöur sjómaður á Rifi: Tók Trausta traustataki - fannst á reki 13 sjómilur norður af Rifi Talsvert drukkinn sjómaður fór frá Rifi á fóstudagskvöld á bátnum Trausta SH. Trausti er 12 tonna tré- bátur. Maðurinn hafði ásamt félaga sínum tekið bátinn á leigu og hugð- ust þeir stunda handfæraveiðar frá Rifi í sumar. Félagi mannsins fór th Reykjavíkur á fostudag. Þeir vora byrjaöir að mála bátinn og gera hann kláran fyrir sumarið. Sá drukkni fékk þá hugdettu á fostudagskvöldið að klára undirbún- ingsvinnuna á Patreksfirði frekar en á Rifi. Hann sigldi í átt til Patreks- fjarðar og þegar hann taldi sig hafa siglt í um fjórar klukkustundir lagði hann sig. Öraggt er að tímaskynið var ekki í góðu lagi því tahð er að hann hafi í mesta lagi siglt í tvær klukkustundir þegar hann lagði sig. Þegar maðurinn vaknaði var togar- inn Runólfur frá Grundarfirði á reki skammt frá Trausta og eins var þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi fyrir ofan bátinn. Óskað haföi verið aðstoðar til að leita mannsins og togarinn og þyrlan fundu hann um nóttina. Trausti SH var þá á reki um 13 sjómílur norður af Rifi. Björgunarsveitarmenn frá Ólafsvík, sem voru um borð í Tindi SH, komu að bátnum og drógu hann th Ölafsvíkur. Lítil olía var á Trausta og hefði hún aldrei dugað til heim- sighngar og þaðan af síður th Pat- rekstjarðar, þangað sem ferðinni var heitið. Drukkni sjómaðurinn gerði sér enga grein fyrir því að hans væri leitaö og áttaði sig ekki á því fyrr en aht var um garð gengið. -sme Ökumaður slapp en bfllinn illa farinn Það var gott að fá sér grillaða pylsu eftir árangursríkan vorverkadag í Ártúnsskóla. Þar tóku kennarar, nemendur og foreldrar sig til á laugardag- inn og hreinsuðu nágrennið, plöntuðu 2000 plöntum, smíðuðu og settu upp leiktæki og bekki. Var þátttaka mjög góð og var það mál manna að vor- verkadagurinn hefði heppnast eins vel og vonast hafði verið eftir. Að lokn- um vinnusömum degi bauð Reykjavikurborg í grillveislu og var mynd þessi tekin við það tækifæri. DV-mynd BG Valdimar Hreiðaissan, DV, Stykkishólmi; I gærkvöldi fór bíh ofan í skurð á veginum, sem liggur að Selvallavatni í Helgafehssveit. Vegurinn, sem hef- ur verið ófær th skamms tíma vegna snjóalaga og aurbleytu, er grafinn í sundur á fimm metra kafla og tók ökumaðurinn ekki eftir skurðinum fyrr en í óefni var komið. Ökumann sakaði ekki en bíllinn, japanskur smábhl, er illa farinn ef ekki ónýtur. Veðrið á morgun: Hitnar í veðri Á morgun verður hæg vestlæg átt og skýjað vestanth á landinu og jafnvel Uthsháttar súld, en bjart veður á Austurlandi. Held- ur hlýnar í veðri. T A I M A N N 2 ORIENT BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.