Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. 9 Utlönd Mótmæla kosningu í æðsta ráðið Þúsundir manna komu saman í Moskvu í gær til að mótmæla þvi að um- bótasinnar náðu ekki kjöri í nýja æðsta ráðið. Símamynd Reúter Um sjötíu þúsund Sovétmenn fóru í gær í fjöldagöngu til að mótmæla kjöri fulltrúa í hið nýja 542 manna æðsta ráð í Sovétríkjunum en sam- kvæmt niðurstöðum kosninga, sem birtar voru á laugardag, náðu fæstir hinna þekktari sovéskra umbóta- sinná kiöri. Hið nýja æðsta ráð verð- ur mun valdameira en fulltrúaþingið 9g mun starfa átta mánuði á ári. íhaldsmenn halda meirihluta sæta í ráðinu. Þúsundir Moskvubúa söfnuðust saman í Luzhniki-garðinum í Moskvu og mótmæltu því að Boris Jeltsin, fyrrverandi flokksformaður kommúnistaflokksins í Moskvu, og aðrir þekktir umbótasinnar náðu ekki kjöri. Jeltsin var kjörinn sem fulltrúi Moskvubúa á fulltrúaþingið með miklum meirihluta. í ræðu, sem andófsmaðurinn An- drei Sakharov hélt á mótmælafund- inum í gær, gagnrýndi hann kosn- inguna í æðsta ráðið og sagði yfir- völd ráðskast með fulltrúa á hinu nýja fulltrúaþingi. „Fólkið treystir FLUGLEIDIR INNANLANDSFLUG ekki yfirvöldum og yfirvöld treysta ekki fólkinu," sagði Sakharov við dynjandi lófaklapp. Fleiri umbóta- sinnar tóku til máls á þinginu og gagnrýndu alhr yfirvöld. Umbótasinnar hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun að æðsta ráðið en ekki fulltrúaþingið skuh hafa löggjafar- valdið á sínum snærum. í dag verður gengið til kosninga um varaforseta en í síðustu viku var Gorbatsjov kosinn forseti. Varafor- setaframbjóðandi flokksins, Anatoly Lukyanov, hlaut mikla gagnrýni á fundi þingsins um helgina. Hann er talinn hafa átt þátt í að semja nýgerð lög sem sett voru til að berjast gegn andófi gagnvart flokknum. Þá er hann einnig tahnn eiga þátt í þeirri ákvörðun áð nota hermenn gegn mótmælum. Tuttugu létu lífið í Tibl- isi, höfuðborg sovétlýðveldisins Ge- orgíu, í síðasta mánuði en þá var hemum beitt th að sundra stórum hópi mótmælenda. Margir vonast til að Jeltsin muni bjóða sig fram gegn Lukyanov en Boris Jeltsin, fyrrum (lokksformaöur kommúnistaflokksins i Moskvu, náði ekki kjöri i æðsta ráðið en niðurstöður kosninganna voru birtar á laugardag. Simamynd Reuter ÞRJAR □NFALDAR LEIDIR HVERT Á LAND SEM ER Við einföldum þér leitina að hagkvæmasta ferðamöguleikanum [ hinni nýju sumaráætlun okkar eru allar ferðir merktar með rauðum, grænum og bláum lit. Blár litur þýðir ferð á fullu fargjaldi, grænn þýðir 20% afsláttur og rauður 40% afsláttur. Sumaráætlunin 1989 fæst á öllum söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Sumaráætlun Flugleiða - lykillinn að ferðum þínum um landið. Jeltsin bauð sig ekki fram th forseta gegn Gorbatsjov. Flestir fulltrúa á þinginu muni án efa veita fulltrúa flokksins atkvæði sitt í kosningu um varaforseta. Reuter Karimenn misskilja Raisu Raisa Gorbatsjova, eiginkona for- seta Sovétríkjanna, vísaði á bug ásökunum um að hún hefði of mikh áhrif á eiginmann sinn. í samtali við tvo bandariska blaðamenn á fóstu- dag sagði hún að eingöngu karlmenn misskhdu sig. Raisa hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni heima fyrir og á fundi hins nýkjöma fuhtrúaþings Sovétríkj- anna á fimmtudag voru Gorbatsjov- hjónin gagnrýnd. Þar kvaðst einn fuhtrúanna hafa fengið símskeyti þar sem sagt var að Gorbatsjov ætti erfitt með að standast skjah og áhrif eiginkonu sinnar. Raisa vísaði þessu á bug, sagði slíkar athugasemdir hluta málfrelsis og sagðist viss um að eingöngu menn segðu slíkt. Reuter sindola VenbAxia LOFTRÆSIVIFTUR GLUCGAVIFTUR - VEGCVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta ( FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.