Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. Uflönd____________________ Féilst á skilnað Margaret, eiginkona Pap- andreous, forsætisráöherra Grikklands, og Dindtra, vinkona hans, eru báöar í Brussel þar sem Papandreous situr Nato-fund. Það er DinUtra sem er í fylgd meö forsætisráöherranum en ekki Margaret, eiginkonan. Hún tekur hins vegar jþátt í fundi alþjóðlegr- ar friöarhreyflngar í Brussel. Og í gær tilkynnti Margaret aö hún heföi loks faUist á beiðni eig- inmannsins um skjótan skilnaö til þess að hann geti kvænst vin- konunni fyrir kosningamar í Grikklandi þann 18.júní. Ástalíf forsætisráðherrans hef- ur veriö helsta umræðuefni manna í Grikklandi í marga mán- uöi og hefur samband hans viö Dimitru skaðaö ímynd forsætis- ráðherrans, að því er fram hefur komiö í skoðanakönnunum. Hlaut sósíalistaflokkur hans aö- eins 25 prósent gegn 32 prósent- um Nýja demókrataflokksins. Með því aö kvænast Dimitru vonast forsætisráðherrann til þess að árásir stjómarandstæð- inga á einkaiif hans hætti. Reuter V/MIKLATORG Toyota Corolla 1600 1988, 16 ventla, 5 dyra, 5 gíra, steingrár. 1989, 1300, 3ja dyra, hvítur. MMC Lancer 1989, sjálfskiptur m/öllu. M. Benz 190 E 1988. Chevrolet Monza Classic SE1988 m/öllu. Oldsmobile Cutlass m/öllu 1985, 6 cyl., sjálfskiptur. ATH.! Þú færð hann hjá Guffa! Bílasala Guðfinns (i hjarta borgarinnar) Sími 621055 (Við seljum Benzana.) Fundur aðildamkja Atlantshafsbandalagsins: Tillögur Bush Bush Bandaríkjaforseti heilsar Manfred Wörner, framkvæmdastjóra Nato, í morgun. Fundur leiðtoga Nato-rikjanna hófst í Brussel snemma í morgun. Símamynd Reuter Bandaríska dagblaðiö New York Times segir í frétt í morgun að Bush Bandaríkjaforseti hafi sent leiðtog- um aðildarríkja Atlantshafabanda- lagsins, Nato, bréf í síðustu viku þar sem hann leggur til 10 prósent niður- skurð í herstyrk Nato í Evrópu, eða sem svarar til um 30 þúsund her- mönnum. Orðrómur um slíkar hug- leiöingar Bandaríkjaforseta hafa veriö á kreiki í Washíngton í nokkra daga og segja embættismenn að hann muni leggja slíkt fyrir fund leiðtoga aðildarríkja Nato en hann hófst í Bnissel í morgun. í fréttinni í New York Times í morgun segir einnig að Bush leggi til að Nato samþykki tillögu Sovét- ríkjanna þess efnis að flugvélar bandalagsins staðsettar í Evrópu falli undir samninga um niðurskurö hefðbundinna vopna. Þá segja bandarískir embættis- menn aö forsetinn muni leggja til við fulltrúa aðildarríkjanna að þau af- létti efnahagsþvingunum þeim sem George og Barbara Bush heimsóttu grafir bandariskra hermanna í Nett- uno á Ítalíu í gær áður en þau héldu til Brussel. Simamynd Reuter settar voru á Sovétríkin eftir innrás þeirra inn í Afganistan áriö 1979. Ósamkomulag innan Nato James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bush myndi íhuga frestun á endumýjun skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu ef framfór ætti sér stað í við- ræðum Nato og Sovétríkjanna um afvopnun. V-Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn deila nú um framtíð skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu og vilja þeir fyrmefndu að viðræður um fækkun þeirra við Sov- étríkin hefjist hið fyrsta. Bandaríkin og Bretland vilja aftur á móti bíða þar til niðurstöður viðræðna um fækkun heðfbundinna vopna, sem riú fara fram í Vín, Uggja fyrir. Við komuna til Brussel minntist Bush ekkert á deiluna um skamm- drægu vopnin en hét því að Nato myndi sækjast eftir afvopnun og reyna að lægja spennu þá er nú ríkir milli austurs og vesturs. Fastlega er þó búist við því að deilan um skamm- drægu kjarnorkuflaugamar muni skyggja á öll önnur viðræðuefni leið- toga Nato. Embættismenn í for með Thatcher, forsætisráðherra Bretlands sögðu í gær að hún væri enn andvíg viðræð- um við Sovétríkin um fækkun skammdrægra vopna fyrr en niður- stöður viðræðna um fækkun hefð- bundinna vopna lægju fyrir. Utan- ríkisráðherra V-Þýskalands, Hans- Dietrich Gencher, notaði aftur á móti tækifæriö í gær og endurtók hvatningu ríkisstjómar sinnar um að viðræður hefjist hiö fyrsta. Fundurinn settur Þessi fundur Nato nú er fyrsti fund- ir bandalagsins sem Bush sækir síð- an hann tók viö embætti forseta. Segja fréttaskýrendur að nauðsyn- legt sé fyrir Bush aö taka af skarið og skapa sér stöðu fremst í flokki Nato-ríkja. Við opnun fundarins í morgun sagði Manfred Wömer, fram- kvæmdastjóri Nato, að viö byggjum á stórfenglegum tímum breytinga. „Síðustu vikur hefur fjörutíu ára af- mæli Nato veitt okkur tækifæri til aö líta yfir farinn veg,“ sagði fram- kvæmdastjórinn. „í dag er rétti tíminn til að líta tii framtíðarinnar, til aö ákvarða framtíðarstefnu bandalagsins.“ Reuter Jóhannes Páll páfi II. tók á móti Bush Bandaríkjaforseta í páfagaröi í Róm á laugardaginn. Símamynd Reuter Rétt fyrir komu Georges Bush Bandaríkjaforseta til Brussel efndu andstæö- ingar kjarnorkuvopna til mótmælagöngu nálægt aðalstöövum Nato. Sfmamynd Reuter DV Ákæra í Palme-málinu Hinn flöratiu og tveggja ára gamii Svíi, sem setiö hefur í gæsluvarðhaldi frá því í desemb- er, verður ákærður í dag fyrir morðiö á Olof Palme, fyrrum for- sætisráðherra Svíþjóðar. Réttarhöldin í málinu byija þann 5.júní næstkomandi og enn vinna þrjátiu manns að rannsókn málsins því að vonin um að morð- vopnið finnist hefur ekki veriö gefln upp. Upp á síðkastið hafa fleiri vitni gefið sig fram við lög- regluna sem segir upplýsingar þeirra slíkar aö þær þarfnist rannsóknar. Áður hefrir því veriö haldiö fram að hinn grtmaði hafi aldrei komiö nálægt skotvopnum held- ur hafi hann beitt hnif eða byssu- sting. Eitt þeirra vitna, sem ný- lega hefur gefiö sig fram, segist hins vegar hafa séð hann beita skotvopni í miöborg Stokkhólms. Hann hafi þá neytt amfetamins og haldið aö nokkrar ruslatunnur væru lögreglumenn. Skaut hann þá á tunnurnar. Annað vitni seg- ist vita um ástæðuna að morðinu á Olof Palme. Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna vitni skjóti upp koll- inum á síðustu stundu. Hefur því verið haldið fram að þau hafi verið hrædd um að verða grunuð um aðild en þegar útht var fyrir að ákært yröi hafi vitnisburður ekki verið jafiiafgerandi. Þeir menn, sem um ræðir, hafa greint frá þvi að þeir hafi ekki viljaö verða til þess að fella hinn grun- aða. Hafi þeir ákveðið að greina frá vitneskju sinni þegar ljóst var að margt annað talaði gegn hon- um. tt Rithöfundurinn Rushdie hefur fariö huldu höfði siðan Khomeini hvatti til að hann yrði drepinn. Teikning Lurie. Mótmæíi gegn Rushdie LÖgreglan i London handtók hundraö manns á laugardaginn þegar átök bmtust út um leið og þtjátíu þúsund múhameðstrúar- menn gengu framhjá breska þinginu til aö mótmæia bók Sal- mans Rushdies, Söngvum Satans. Átökin urðu um tvö hundmð metra frá heimili Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, þegar stuðningsmönnmn írans og íraks lenti saman. Átján lögreglumenn eru sagðir hafa slasast í átökum við mannfjöld- ann sem kastaði dósum og prik- um aö lögreglumönnunum. Rushdie, sem er af indverskum ættum og býr í Bretlandi, hefur beðist afsökunar á því að hafa móðgað múhameðstrúarmenn með bók sinni. Hann hefur hins vegar neitað að draga hana til baka og hefur farið huldu höfði síðustu þijá mánuöi eða frá því að Khomeini íransleiðtogi lýsti hann réttdræpan. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.