Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. Viðskipti____________________________ðv Samvinnan við Hollendingana bætir af komu skipadeildar SÍS Ómar Jóhannsson, framkvæmda- stjóri skipadeildar Sambandsins, segir að samvinnan við hollensku risaskipafélögin Seatrade og Nedio- yd, sem tekin var upp eftir áramót, hafi gefist nyög vel og bætt rekstrar- afkomuna, sérstaklega í Ameríku- siglingum skipadeildarinnar. „Nýtingin hefur stórbatnað í Am- eríkusiglingunum með samvinnunni við Seatrade. Við höfum náð fram aukinni hagræðingu. Tíðni siglinga er meiri og þar með þjónustan við inn- og útflytjendur betri,“ segir Ómar. Eftir að verulegur samdráttur varð á síðasta ári í útflutningi á freðfiski til Bandaríkjanna datt nýtingin nið- ur og tap varð á siglingunum Jökul- fellsins, eina frystiskips Sambands- ins í Ameríkusiglingunum. Að sögn Ómars leitaði skipadeildin eftir samvinnu við innlend skipafé- lög. Þegar það tókst ekki hóf hann viðræður við Hollendingana. Samn- ingar tókust. Seatrade fyrirtækið er ein stærsta frystiskipaútgerð í heimi, með um 70 stór frystiskip. Samvinnan gengur út á að félögin tvö komu á fót nýju leiðarkerfi sem hentar mjög vel þeim báðum. Leiðar- kerfið er Bandaríkin, Nova Scotcia, Nýfundnaland, ísland og Evrópa. Og afiur frá Evrópu til íslands og áfram til Bandaríkjanna. Nú eru tvö skip, Jökulfellið og skip Seatrades, Nidaros, í siglingum á þessarileið. Útkoman er sú að Jökul- fellið flytur núna um 30 til 35 þúsund tonn á ári í stað tæpra 15 þúsund Erlendur Hálfdánarson. Selfoss: Fyrrum bæj- arstjóri for- stjóri Inghóls Regina Thorarenaen, DV, Sellossi: Erlendur Hálfdánarson er nýtek- inn við sem framkvæmdastjóri veit- ingastaðarins Inghóls og Fossnestis hér á Selfossi, sem einnig rekur bens- ínafgreiðslu og verslun. Fastráðið starfsfólk er 35 manns en á launaskrá eru oftast á milli 60 og 70 á mánuði. Erlendur er fjölhæfur maður. Hann var síðasti sveitarstjórinn á Selfossi og fyrsti bæjarstjórinn, sam- tals í 8 ár. Þá tók hann við Bruna- bótafélaginu hér og hefur verið virt- ur í öllum sínum störfum. Það er ætlun hinna nýju eigenda veitinga- staðanna að veita góða þjónustu. Guðjón Egilsson er rekstrarstjóri Inghóls. Það koma nýir siðir með nýjum herrum. Byijað á að stækka griilið ng Fossnesti um 80 m2, gestamóttök- una um 30 m2, ferðamannaverslun- ina um 40 m2 og er meiningin að hafa mat- og hreinlætisvörur þar. tonna á síðasta ári. Astæðan er sú að skipið flytur núna mikið af vörum fyrir hollenska félagiö. Flutnings- magnið hefur aukist, nýtingin er betri. Gefum okkur að Jökulfelliö fari frá Bandaríkjunum með fisk innanborðs sem ætlað er að fara til Evrópu. Þaö kemur við í Nova Scotcia og Ný- fundnalandi til að lesta fisk til Evr- ópu. Næst tekur þaö íslenskan fisk í Reykjavík til Evrópu. í Evrópu lestar það aftur fisk og frystivörur til Bandaríkjanna. Kemur til íslands og lestar fisk tii Bandaríkjanna. Síðan er haldið vestur um haf. Þessa sömu rútu siglir Nidaros, skip Seatrade. Samvinna Sambandsins við hol- lenska félagið Nedloyd gengur út á flutning stykkjavara í gámum. Nedloyd er með risaskip í siglingum á milh Bandaríkjanna og Rotterdam í Hollandi. Það lestar vörur fyrir Sambandið í Bandaríkjunum og fleytir þeim yfir til Rotterdam. Þar fara þau í Evrópuskip Sambandsins sem sigla með vörumar í föstum áætlanasiglingum til íslands. Þar með hefur flutningsmagn Evrópu- skipanna aukist. „Samningurinn við Nedloyd er mjög hagstæður þannig að þetta kemur mun betur út fyrir okkur en áður,“ segir Ómar Jóhannsson. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 14-16 Vb.Sp Sparireikningar 3jamán. uppsögn 14-18 Vb 6mán. uppsögn 15-20 Vb 12 mán. uppsogn 16-16,5 Ab 18mán.uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp Sértékkareikningar 4-16 Vb,Ab,- Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsögn 2-3 Allir nema Úb Innlán með sérkjörum 27-35 Ab Innlángengistryggð Bandarikjadalir 8,25-9 Ab Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb Danskar krónur 7,5-8 Ib.Bb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 28-30,5 Lb.Úb Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgenqi Almennskuldabréf 27,5-33 Lb Viöskiptaskuldabróf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 31,5-35 Lb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7.25-9.25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb SDR 10-10,25 Allir Bandarikjadalir 11,25-11,5 nema Úb Allir Sterlingspund 14,5 nema Úb Allir Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 3.5 Úb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 38,4 MEÐALVEXTIR óverötr. maí 89 27.6 Verötr. mai 89 7,9 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 2433 stig Byggingavísitala maí 445 stig Byggingavísitala maí 139 stig Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 3,845 Einingabréf 2 2,138 Einingabréf 3 2,526 Skammtimabréf 1,326 Lífeyrisbréf 1,933 Gengisbréf 1,730 Kjarabréf 3,830 Markbréf 2,036 Tekjubréf 1,697 Skyndibréf 1,165 Fjölþjóöabréf 1,268 Sjóösbréf 1 1,846 Sjóösbróf 2 1,520 Sjóösbréf 3 1,305 Sjóósbréf 4 1,089 Vaxtasjóösbréf 1,3072 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 278 kr. Eimskip 348 kr. Flugleiöir 171 kr. Hampiöjan 154 kr. Hlutabréfasjóöur 127 kr. Iðnaöarbankinn 156 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 143 kr. Tollvörugeymslan hf. 106 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu- banki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýslngar um peningamarkað- Inn blrtast I DV á fimmtudögum. Frystiskip Sambandsins, Jökulfell. Eftir að skipadeild Sambandsins samdi við tvö stór hollensk skipafélög hefur afkoman batnað. Allt á uppleið aftur“ - þrjár saumastofur í Húnaþingi í rekstri ÞórhaHur Asmunds., DV, NorðurL vestra: „Það er greinilegt að botninum var alveg náð - nú er þetta allt á uppleið aftur. Salan síðustu mán- uði hefur gengið vel,“ segir Bjöm Valdimarsson, framkvæmdastj óri Pijónastofunnar Drífu á Hvamms- tanga. Fyrir nokkrum dögum tókst að tryggja fjárhagsgundvöll Drífu og innan skamms verða saumastof- umar þijár í Húnaþingi í fullum rekstri. Byggðasjóður leggur til sex millj- óna aukið hlutafé og annað eins kemur frá heimaaðilum. Nokkrir lánadrottnar hafa fallist á skuld- breytingar á lánum fyrirtækisins og Iðnlánasjóður komið þar til að- stoðar. Bjöm sagði að Drífa mundi einbeita sér að prjóninu og afköstin verða aukin með tilkomu prjóna- vélar sem keypt hefur verið úr þrotabúi Pólarpijóns á Blönduósi. Aukningin í pijóninu mun skila sér í meiri verkefnum til saumastof- anna í sveitimum - í Víðihlíð í Vatnsdal og á Húnavöllum. Það var ein af forsendum þess að Byggða- sjóður gerðist hluthafi. Hjá Drífu vinna nú 15 manns, sami fjöldi og sl. sumar. Drífa, ásamt pijónastofunni í Vík í Mýrdal, þjónar útflutningsfyrir- tækinu Árbliki í Garðabæ. Það stendur nú fyrir markaðsátaki og hefur sala þess á ullarvörum á er- lenda markaði gengið ipjög vel síð- ustu mánuði. Kaupfélag Skagörðinga: 37 milljona tap a siðasta ari nánast sama tap hjá Fiskiðjuimi, dótturfyrirtæki kaupfélagsins bórbaBnr AjmrnndMngi, HV, „Þrátt íyrir rekstrarerfiðleika í þjóöfélaginu ber að vara við óhóf- legri svartsýni Kaupfélag Skag- firðinga er traust og öflugt félag með eigið fé yfir hálfán miHjarö,“ sagði Þórólíúr Gíslason kaupfé- lagsstjóri á aðalfundi kaupfélags- ins sém var haldinn í Selinu ný- lega. Rekstrartap síðasta árs var 363 milljónir, 2,6 milijónum minna en árið á undan. Heildarveltan var 1,88 milijarðar króna og er það 15,7% hækkun frá árinu áður. Samanlögð velta KS og dótturfýrirtækisins Fiskiöjunnar var rúmur 2,1 miHarður. Fjár- magnskostnaöur nam 90 milljón- um og reyndist félaginu þungur i skauti. Fjármunamyndun frá rekstri varð 37,7 milijónir á móti 31,2 miUjónum 1987. Samtals nema skuldir félagsins rúmum milljarði. Þar af eru skammtímaskuldir 657 milijónir. Frá 1987 hafe skuldirnar hækkað um 123 milijónir. Tap Fiskiöjunnar á síöasta ári var nánast þaö sama og kaupfélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.