Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði. . . Juliane Philips hefur ástæðu til að brosa breitt. Hún var eitt sinn gift Bruce Springsteen en skildi við hann fyrir stuttu. Bruce var eitthvað hræddur um að hún færi að gefa yfirlýsingar um hjónaband þeirra eða jafnvel að hún myndi skrifa bók um það. Hann bauðst því til að borga henni litlar 800 milljónir íslenskra króna gegn því að hún steinþegði. Juliane samþykkti boðið umsvifalaust. En hlýtur ekki eitthvað að hafa verið bogið við þetta hjónaband, eitthvað sem ekki þoldi dagsins ljós? Dolly Parton dreymir nú um það dag og nótt að eignast eitt stykki bam. Kyn- bomban, sem nú er 44 ára, getur ekki átt bam en vill þess í stað ættleiða barn. Eitthvað hefur gengið brösuglega að fá bam en Dolly segist vera staðráðin í því að gefast ekki upp. Enda bendir hún á að margar fátækar ungar stúlkur, sem verða ófrískar, geti ekki séð bömum sínum farborða. Þær ættu því að senda sér línu því hún eigi svo sannarlega nóga peninga til að sjá bami farborða. - einn af leikurunum í Falcon Crest - er víst alveg ómögulegur eiginmaður. Hann giftist fýrir stuttu Kathleen Kinmont en hjónabandið entist ekki nema tvo mánuði. Ástæðan fyrir því að frú- in gafst upp var sú að Lorenzo meðhöndlaði hana eins og hús- hjálp en ekki eiginkonu. Unga frúin mátti sætta sig við það kvöld eftir kvöld að vera skilin eftir ein heima til að pasSa hund- inn á meðan Lorenzo var úti að skemmta sér með félögum sínum. Hún var fljót að yfirgefa eigin- manninn og er nú komin á hjóna- bandsmarkaðinn aftur. DV-myndir S 41 nemandi útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn og skólastjóri, er með nemendunum á myndinni. Lögregluskóli ríkisins útskrifar í fyrsta sinn A föstudaginn útskrifaðist 41 lög- regluþjónn úr Lögregluskóla ríkisins sem nú er orðinn sjálfstæð stofnun. Nemendur eru af öllu landinu. Aö sögn Gunnlaugs Snævarr yfirkenn- ara „verður skólinn í framtíðinni starfræktur frá september og fram í mai - eins og venjulegur skóli. Að öðru leyti eru námskeið í gangi meirihlutann af árinu. Lögreglu- þjónamir ganga í gegnum bóklega og verklega kennslu og lögð er áhersla á framkomu o.fl.,“ segir Gunnlaugur. Við útskriftina afhenti Halldór Ás- grímsson dómsmálaráðherra efni- legasta lögreglumanninum áletraða kylfu í verðlaun. Hana hlaut Jóhann Davíðsson frá Selfossi og þótti hann standa sig best allra í samanlögðum árangri. Halldór Asgrímsson dómsmálaráð- herra afhendir Jóhanni Davíðssyni frá Selfossi áletraða kylfu. Hann þótti efnilegastur allra í samanlögð- um árangri. Sauðárkrókur: Afmælisveisla á bílaverkstæði ÞórhaDur Ásmundssan, DV, Sauðárkxóki Heiðursmaðurinn Olli á Áka varð sextugur á dögunum og Olli - Ingólf- ur Guðmundsson - minntist tíma- mótanna með því að slá upp veislu. Það var ekkert verið að taka sal á leigu þó séð væri fram á að veislan rúmaðist ekki fyrir heima, heldur var bíiaverkstæðið skverað upp í hátíðabúning. Þeir voru margir sem lögðu leið sína til Olla og eiginkonu hans, Fjólu Þorleifsdóttur, á afmælisdaginn. í Olli þurfti að taka í höndina á mörgum í veislunni. bílaviðgerðum og viöskiptum hefur drengurinn úr dalnum, eins og hann kallar sig stundum, kynnst mörgum. Tæplega 170 manns skrifuðu í gestabókina þannig að líklega hafa 200 manns sótt veisluna hjá „höfð- ingja smiðjunnar" eins og Ingvar Gýgjar Jónsson byggingarfulltrúi kallaði Ingólf. Veislustjórinn, Hilmir Jóhannes- son, með gítarinn meðferðis las heillaskeyti sem bárust og skaut inn gamanmálum á milli og stjórnaði fjöldasöng. Ingólfur „Olli“ Guðmundsson til vinstri og veislustjórinn, Hilmir Jóhannes- son. DV-myndir Þórhallur Verðlaunahafar á Króknum Þórhallur Asmimdsson, DV, Sauðáxkróki; Umhverfis- og gróðurvemdar- nefnd Sauðárkróks gekkst fyrir teiknimyndasamkeppni nemenda grunnskóla Sauðárkróks í tengslum við umhverfisátak í sumar. Nemend- ur sýndu keppninni mikinn áhuga, sérstaklega némendur neðra stigs og bárust rúmlega 320 myndverk. Myndimar vora sýndar í safnahús- inu og við opnun hennar vora afhent verðlaun fyrir bestu myndimar. Fyrstu verðlaun, glæsilegt reiðhjól, kom í hlut Helga Páls Jónssonar nemanda í 5. bekk. Tinna Dögg Gunnarsdóttir, einnig 15. bekk, fékk önnur verðlaun, myndavél. Bóka- verðlaun hlutu Valur Valsson of Syl- vía Dögg Gunnarsdóttir, forskóla- deild, Inga Rut Hjartardóttir og Jón Óskar Jónsson í 1. bekk, Pálmi Jóns- son og Sindri Freyr Sigurgíslason í 2. bekk, María Hjaltadóttir 3. bekk, Bryndís Jónsdóttir í 4. bekk, Inga Dóra Magnúsdóttir og Ómar Helgi Svavarsson í 5. bekk, María Ólafs- dóttir í 6. bekk og Inga Huld Þóröar- dóttir í 7. bekk. Verðlaunahafarnir I teiknimyndasamkeppninni. Tinna Dögg og Helgi Páll lengst til vinstri. DV-mynd Þórhallur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.