Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1989, Page 14
14
MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn er sextíu ára um þessar mund-
ir. Flokkurinn var í upphafi stofnaður af þingmönnum
tveggja flokka, íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.
Hann varð strax stærsti flokkur þjóðarinnar og hefur
verið það alla tíð síðan. Sjálfstæðisflokkurinn var í far-
arbroddi á lokaspretti sjálfstæðisbaráttunnar, hann
mótaði utanríkisstefnu íslendinga og hann var og er
samnefnari þeirra borgaralegu afla sem börðust fyrir
auknu athafna- og atvinnufrelsi, sjálfsákvörðunarrétti
og einkaframtaki. Um miðbik aldarinnar var tekist hart
á um þær meginstefnur til vinstri annars vegar og
hægri hins vegar sem skipuðu þjóðinni í tvær fylkingar
og sú barátta endurspeglaðist í flokkadráttum og þá um
leið í flokkshollustu. Þessi átök áttu ekki síst þátt í því
að flokkamir í landinu vom nokkurs konar vébönd,
þeir gegndu lykilhlutverki í þjóðlífinu, teygðu anga sína
inn á hvert heimili og áttu sér fylgismenn sem óðu eld
og brennistein í þágu málstaðarins.
Hinar hörðu andstæður stjórnmálanna gerðu stjórn-
málaflokkana að upphafi og endi allra þjóðfélagsum-
ræðna og í þeirri orrahríð var Sjálfstæðisflokkurinn
vissulega sverð og skjöldur nær helmings þjóðarinnar.
Að því leyti hefur flokkurinn skráð merka sögu, verið
kjölfesta og athvarf.
Vissulega eiga sér enn stað átök í pólitíkinni og enn
er deilt um stefnur og leiðir. En eftir því sem dregið
hefur úr ágreiningi um utanríkismál, eftir því sem flokk-
amir allir hafa færst meir inn á miðjuna í afstöðu sinni
til atvinnu-, efnahags- og velferðarmála þá hefur dregið
úr öfgunum og hinum skörpu línum sem dregnar voru
áður milli vinstri og hægri. Einnig má segja að með
auknu frjálsræði, sjálfsbjörg, menntun og valddreifingu
hafi hlutverk stjórnmálaflokka minnkað í þeim skiln-
ingi að hinn almenni borgari er ekki lengur háður náð
og miskunn flokksvaldsins. Fólk fmnur ekki lengur til
hinnar sterku samkenndar flokksbandanna og þarf ekki
eins á þeim að halda.
Þessi þróun hefur leitt til þess að flokkarnir og þar
á meðal Sjálfstæðisflokkurinn eiga sér ekki sömu víga-
mennina, sömu áköfu fylkinguna og áður. Það kemur
kannski best fram í því að á hátíðarsamkomu sjálfstæð-
ismanna í Háskólabíói í síðustu viku mæta fáir og prúð-
búnir gestir en ekki óvígur her óbreyttra liðsmanna.
Tímamir hafa breyst.
Það breytir hins vegar ekki því að stefna Sjálfstæðis-
flokksins á ennþá brýnt erindi til þjóðarinar. Hún þarf
engrar endumýjunar við. í lýðfijálsu landi em stjórn-
málaflokkar eðlilegir og óhjákvæmilegir til að fylgja
fram og standa vörð um þær meginstefnur og þær lífs-
skoðanir sem skipta fólki í andstæðar fylkingar. Hvort
núverandi flokkaskipan eigi rétt á sér eða hvort margir
flokkar séu nauðsynlegir til að túlka viðhorf kjósenda
er annað mál. Tregðulögmáhð í pólitíkinni er lífseigt
en ekki að sama skapi heppilegt og eflaust em tíma-
skekkjumar í hérlendri flokkaskipan undirrót þeirrar
stjómmálakreppu sem hefur ríkt alltof lengi í þjóðmál-
unum.
Sjálfstæðisflokkurinn á sér merka sögu og hann hefur
farsæla stefhu. En flokkurinn verður að muna að hann
er ekki stofnun heldur hreyfing, lifandi hreyfing. Flokk-
ur er ekki til fyrir sjálfan sig heldur fólkið í landinu.
Sú staðreynd gleymist stundum í hita leiksins. Jafnvel
líka á hátíðarstundum.
Ellert B. Schram
„Aftaka er ofbeldisverknaður", segir greinarhöf. m.a.
Dauðarefsingar
íslandsdeild Amnesty Internati-
onal tekur nú þátt í alþjóölegri her-
ferð gegn dauðarefsingum. Eitt af
stefnumálum samtakanna er að
beijast fyrir afnámi dauðarefsinga.
ísland er eitt þeirra landa sem hafa
afnumið dauðarefsingu með öllu,
en það var árið 1928. Síðasta aftaka
fór fram á íslandi árið 1830 (Agnes
og Friðrik fyrir morðið á Natani
Ketilssyni), en síðasta aftaka ís-
lendings fór fram í Kaupmanna-
höfn skömmu eftir 1850. Dauða-
dómar voru þó kveðnir upp allt til
ársins 1913, en refsingu ætíð breytt
í fangelsisdóm.
Á síðustu tíu árum
Ríkisstjórnir margra landa hafa
gert sér grein fyrir því að dauða-
refsingar samrýmast ekki virðingu
fyrir mannréttindum. í dag hafa 35
þjóðríki afnumið dauðarefsingar
með öllu. Önnur 18 hafa afnumið
dauðarefsingar nema þegar um
stríðsglæpi er að ræða. 27 ríki
heimila enn dauöarefsingar en
hafa ekki staðið fyrir aftökum
lengi.
Áttatiu lönd, þ.e. yfir 40% allra
landa heims, hafa afnumið dauða-
refsingar úr lögum eða framfylgja
þeim lögum ekki lengur. Dauða-
refsing er enn við lýði í um 100
löndum. í sumum þessara landa
heyrir dauðarefsing ekki til undan-
tekninga. Fá lönd standa fyrir flest-
um þeim aftökum sem Amnesty
Intemational hefur aflað heimilda
um. Af þeim 3.399 aftökum, sem
vitaö er um á árunum milh 1985
og 1988, vom 2.219 aftökur, eða 65%
framkvæmdar í aðeins fjórum
löndum, Kína, fran, Nígeríu og S-
Afríku.
Á síðustu tíu árum er vitað um
15.320 aftökur í 90 löndum en þessi
tala segir ekkert um raunveruleg-
an fjölda aftaka á þessu tímabili.
Fjórtán ára böm hafa verið tekin
af lífi, sem og gamalmenni. Sam-
viskufangar og geðveilt fólk er
meðal þeirra sem hafa veriö hengd-
ir, skotnir, kæföir með gasi, settir
í rafmagnsstóla, eitrað fyrir, háls-
höggnir eða grýttir til dauða sam-
kvæmt fyrirskipun dómstóla á
undanfómum tíu árum. Sumir
vom téknir af lífi strax eftir að
dómur var kveðinn upp, aðrir allt
að 25 áram eftir dómsúrskurð.
Ýmsar ástæður
Þær ríkistjómir sem framfylgja
dauðarefsingu gefa upp ýmsar
ástæður fyrir þessari breytni sinni.
Algengasta réttlætingin er sú að
dauðarefsing sé lögmæt aðferð til
að hindra og refsa fyrir morð. í
öðram tilvikum er talið að dauða-
refsing sé nauösynleg til að stöðva
útbreiöslu og sölu eiturlyfja, eða til
að koma í veg fyrir og refsa fyrir
hermdaraögerðir, efnahagslega
spillingu, vændi og framhjáhald. í
sumum löndum era dauöarefsing-
ar notaðar til að koma þeim fyrir
KjaHarinn
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
mannfræðingur, form. íslands-
deildar Amnesty International
kattamef sem eru taldir ógna
stjómvöldum.
Önnur rök fyrir dauðarefsingum
era tilfmningalegs eðlis; að rétt sé
að gjalda í sömu mynt fyrir glæp
sem hefur verið framinn. Sam-
kvæmt þessu hafa vissir einstakl-
ingar framið svo hroðalega glæpi
að þeir hafa fyrirgert rétti sínum
til lífs og verðskulda að vera drepn-
ir vegna illra verka sinna. Þetta eru
tilfinningahlaðin rök sem grafa
undan almennum mannréttindum.
Grandvöllur mannréttinda er að
þau era óafsalanleg, veröa ekki
tekin af fólki, þó svo fólk hafi brot-
ið hryllilega af sér. Allir menn eiga
kröfu á mannréttindum og mann-
réttindi vemda okkur öll.
Rjöldi einstaklinga, konur og
karlar, hefur verið tekinn af lífi í
þeirri trú aö aftaka þeirra fæli aðra
frá að fremja glæpi, þá sérstaklega
glæpi eins og morð. Fjölmargar
rannsóknir hafa verið gerðar um
fælingarmátt dauðarefsinga. Aldr-
ei hefur tekist aö sanna að dauða-
refsing sem slík fæh fólk frá þvi
að fremja glæpi. Dauðarefsing
kemur augljóslega í veg fyrir að
einstakUngur, sem tekinn er af lífi,
endurtaki glæp sinn. Þó er ógerlegt
aö vita hvort einstakUngurinn
hefði framið glæp aftur ef hann
hefði fengið að lifa, auk þess er
ekki nauösynlegt að taka líf fanga
í þeim tilgangi að gera hann skað-
lausan. Þau lönd, sem hafa afnum-
ið dauðarefsingar, hafa sýnt fram
á að til era aðrar leiðir.
Tákn um ógn, viðurkenning
á veikleika
Dauðarefsingin vekur spuming-
ar um hver hættan sé á óréttlæti
og rangfærslum sem öU dómskerfi
geta gerst sek um. Ekkert dóm-
skerfi er eða getur veriö fullkom-
lega óskeikult, ekkert dómskerfi er
fært um að ákveða hver skuli lifa
og hver deyja. Dauðarefsing þýðir
í raun að hverjir era líflátnir og
hverjum þyrmt er oftar en ekki háð
þeim þjóðfélagshóp sem hinn
ákærði kemur úr, kynþætti, þjóð-
ernishóp, efnahagslegri stöðu og
stjómmálaskoðunum en ekki þeim
glæp sem hefur verið framinn.
Dauðarefsingin bitnar helst á fá-
tæklingum, þeim sem minna mega
sín, þeim sem tilheyra minnihluta-
hópum og þeim sem alræðisstjóm-
ir telja hyggilegt að losa sig við.
Þegar dauðarefsingu er beitt til að
bæla niður andstöðu við stjómvöld
er hún viðbjóðsleg. Þegar henni er
beitt til að vemda samfélagið frá
glæpum er hún blekkjandi. Hve-
nær sem dauðarefsingu er beitt er
um ódæðisverk að ræða. Dauða-
refsing er tákn fyrir ógn og um leið
viðurkenning.á veikleika. Alltaf er
um brot á grandvaUarmannrétt-
indum að ræða, á réttindum til að
lifa.
Herferðin, sem alþjóðasamtökin
Amnesty International standa nú
fyrir, er farin í þeirri von að fleiri
ríki nemi dauðarefsingu úr gUdi.
Markmiðið er heimur án dauða-
refsinga. Samtökin benda á að
dauðarefsing er sú tegund refsing-
ar þar sem grimmd, mannúðarleysi
og niðurlæging nær lengst og svipt-
ir manninn rétti sínum tU lífsins.
Aftaka er ofbeldisverknaður. Of-
beldi egnir oft til ofbeldis. Ákvörð-
un um dauðarefsingu og fram-
kvæmd hennar er grimnúleg öllum
sem hlut eiga að máU. Aldrei hefur
verið sýnt fram á að dauðarefsing
hafi nein sérstök fyrirbyggjandi
áhrif. Dauöarefsing kemur í vax-
andi mæli fram í því að menn
hverfa sporlaust, era teknir af lífi
án dóms og laga og í póUtískum
morðum. Líflát er óafturkallanlegt
og getur bitnaö á saklausum.
Hvaða skýringar sem gefnar eru
á dauðarefsingum stangast svo
miskunnarlaus refsing sem dauða-
refsing á við hugmyndir um mann-
réttindi. Amnestyfélagar um aUan
heim skrifa nú bréf til ríkisstjóma
í þeim löndum þar sem dauðarefs-
ing er við lýði og hvetja yfirvöld til
að afnema hana og vinna þannig
aö mannúðlegri heimi.
Jólianna K. Eyjólfsdóttir
„Algengasta réttlætingin er sú aö
dauðarefsing sé lögmæt aðferð til að
hindra og refsa fyrir morð.“