Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 1. maí 1990 Bílstjórar Akureyri Tjamargeröi, sumarbústaöur bílstjóra verður leigöur í sumar frá 15. júní. Skriflegar umsóknir berist á BSO fyrir 15. maí. Launþegar, á skrifstofu Einingar. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaöarfundur Akureyrarsóknar veröur haldinn í Safnarheimili Akureyrarkirkju eftir guösþjónustu sunnudaginn, 6. maí n.k. Fundurinn hefst kl. 15.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin. * N AKUREYRARB/ER IJf- Tjaldstæði Akureyrar Laus eru til umsóknar störf tjaidvarða við tjaldstæðið í sumar. Málakunnátta nauösynleg. Vaktavinna. Upplýsingar um störfin veitir forstöðumaður Skíöastaöa í síma 22280 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyöublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 11. maí. Forstöðumaður Skíðastaða. Lausar stöður Við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar stöður æfingakennara. Um er að ræða kennslu á unglingastigi, kennslu yngri barna og tónmenntakennslu. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa aflað sér framhalds- menntunar eða starfað að verkefnum á sviði kennslu og skólastarfs sem unnt er að meta jafngilt framhaldsnámi. Umsóknum ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- og starfsferil skal skila til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 23. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1990. Styrkir til háskólanáms í Portúgal og Tyrklandi Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1990-91. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknareyðublöð fást í sendiráði Portúgala í Ósló (Josefines gate 37, 0351 Oslo 3, Norge) og þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní n.k. Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í sömu löndum fjóra styrki til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1990-91. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendiráð Tyrklands í Ósló (Halvdan Svartes gate 5, 0268 Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 30. júní n.k. Ofangreindir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskófa. Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1990. Sveitarstjórnarkosningar í fámennari sveitarfélögum í Norðurlandskjördæmi eystra: Engar kosningar á Þórshöfii - listi framfarasinnaðra kjósenda sjálfkjörinn Listakosning verður í tveim sveitarfélögum, er ekki hafa hlotið kaupstaðarréttindi, í Norðurlandskjördæmi eystra í sveitarstjórnarkosningun- um í vor. Sveitarfélögin eru Skútustaðahreppur, og Rauf- arhafnarhreppur. Hins vegar er framkominn listi framfara- sinnaðra kjósenda á Þórshöfn sjálfkjörinn. Dagur birtir í dag framboðslista í þessum þremur sveitarfélögum og birtir auk þess yfirlit yfir fyrirkomulag kosninganna í öðrum smærri sveitarfélögum kjördæmisins. Samskonar yfirlit fyrir Norður- land vestra birtist síðar í vik- unni. Eyjafjarðarsýsla Óhlutbundin kosning verður þann 26. maí nk. í eftirtöldum sveitarfélögum í Eyjafjarðar- sýslu: Grímseyjarhreppi Svarfaðardalshreppi Hríseyjarhreppi Arskógshreppi Arnarneshreppi Glæsibæj arh reppi Hrafnagilshreppi Saurbæjarhreppi Öngulsstaðahreppi Kosningar verða 9. júní í Skriðuhreppi og Öxnadals- hreppi. Suður-Þingeyjarsýsla Óhlutbundin kosning verður í eftirtöldum sveitarfélögum í S- lJing: Svalbarðsstrandarhreppi Grýtubakkahrcppi Ljósavatnshreppi Aðaldælahreppi Reykjahreppi Tjörneshreppi í Skútustaðahreppi eru lirír listar í kjöri, F-listi, H-listi og K- listi. Skipan fimm efstu sæta list- anna er: F-listi 1. Sigurður Rúnar Ragnarsson 2. Puríður Snæbjörnsdóttir 3. Ásdís Illugadóttir 4. Hörður Sigurbjarnason 5. Hafdís Finnbogadóttir H-listi 1. Kári Þorgrímsson 2. Þórgunnur Eysteinsdóttir 3. Þuríður Pétursdóttir 4. Gylfi H. Ingvarsson 5. Hjörleifur Sigurðsson K-listi 1. Ólöf Hallgrímsdóttir 2. Ingibjörg Þorleifsdóttir 3. Sigfríður Steingrímsdóttir 4. Sigríður Valdimarsdóttir 5. Steinunn Ósk Stefánsdóttir Kosið verður þann 9. júní nk. í þremur sveitarfélögum í S-Þing., Hálshreppi, Bárðdælahreppi og Reykdælahreppi. Norður-Þingeyjarsýsla Óhlutbundin kosning verður í eftirtöldum sveitarfélögum í N- Þing: Kelduneshreppi Fjallahreppi Sauðaneshreppi Eftir að ljóst er að listi fram- farasinna á Þórshöfn er sjálfkjör- inn verður listakosning aðeins í einu sveitarfélagi í sýslunni, Raufarhöfn. Röð efstu manna listanna er eftirfarandi: B-listi (Framsóknarflokkur) 1. Sigurbjörg Jónsdóttir 2. Haraldur Jónsson 3. Lilja V. Björnsdóttir 4. Jón Eiður Jónsson 5. Hildur Stefánsdóttir D-listi (Sjálfstæðisflokkur) 1. Helgi Ólafsson 2. Hafþór Sigurðsson 3. Jón Ketilsson 4. Jóhannes Björnsson 5. Þorgeir Hjaltason G-listi (Alþýðubandalag) 1. Angantýr Einarsson 2. Björg Eiríksdóttir 3. Þorsteinn Hallsson 4. Reynir Þorsteinsson 5. Sigurveig Björnsdóttir I-listi (óháðir) 1. Þóra Jones 2. Jónas Friðrik Guðnason Félag fréttamanna Útvarps og Sjónvarps mótmælir harðlega þeirri valdbeitingu Útvarpsráðs, sem fram kemur í ályktun ráðsins 28. apríl 1990 og lesin var í kvöldfréttatíma Utvarps sama dag. Félag fréttamanna hafnar rit- skoðun Útvarpsráðs og að það taki sér vald til þess að úrskurða um fréttir og ómerkja þær. Með yfirlýsingu Útvarpsráðs er fréttastofan neydd til að ómerkja frétt sem hún stendur staðfast- lega við, enda hefur fréttin á eng- an hátt verið hrakin efnislega. Félag fréttamanna lýsir furðu sinni á vinnubrögðum Útvarps- ráðs í þessu máli og vill láta á það reyna hvort Útvarpsráði sé heim- 3. Ása Guðmundsdóttir 4. Gunnar F. Jónsson 5. Gylfi Þorsteinsson Þórshöfn Sú sérkennilega staða er nú kom- in upp á Þórshöfn að þar verða engar kosningar 26. nk. Aðeins einn listi er í kjöri, listi Framfara- sinnað'ra kjósenda, og hann er því sjálfkjörinn. Hinn sjálfkjörna lista skipa (fimm efstu sæti listans eru aðalmenn í hreppsnefnd næstu fjögur ár): 1. Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri 2. Jónas S. Jóhannsson, skipstjóri 3. Hilmar Þ. Hihnarsson, verksmiðjustjóri 4. Þuríður Vilhjálmsdóttir, fulltrúi 5. Ragnhildur Karlsdóttir, fulltrúi 6. Henrý M. Ásgeirsson, rafveitustjóri 7. Ester Þorbergsdóttir, húsmóðir 8. Sóley Óladóttir, skrifstofumaður 9. Axel Gunnarsson, verkstjóri 10. Danfel Árnason, sveitarstjóri Kosið verður þann 9. júní í þremur sveitarfélögum í N-Þing., Presthólahreppi, Öxarfjarðar- hreppi og Svalbarðshreppi. óþh ilt með þessum hætti að þvinga fréttastofurnar til að birta álykt- anir eða upplýsingar þvert gegn vilja fréttastjóra. Félag fréttamanna mótmælir þeirri ákvörðun útvarpsstjóra að skipa fréttastofu Útvarps að birta athugasemdir við frétt sem frétta- stofan stendur við. Fréttamenn Útvarps og Sjón- varps krefjast þess að fá að stunda frjálsa fjölmiðlun án íhlutunar pólitísks kjörins Útvarpsráðs. Með afskiptum ráðsins er verið að rýra álit beggja fréttastofa Ríkisútvarps- ins, sem skoðanakannanir sýna að njóta trausts almennings. Ályktun þessi var samþykkt samhljóða á félagsfundi F.F. 29. apríl 1990. Félag fréttamanna ályktar: Mótmælir harðlega valdbeitingu Útvarpsráðs Stjórn Blaðamannafélags íslands ályktar: Lýsir fulliim stuðningi við frétta- stjóra og fréttamenn Útvarps Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á stjórnarfundi Blaðamannafélags íslands, mánudaginn 30. apríl 1990. Stjórn Blaðamannafélags íslands lýsir fullum stuðningi við fréttastjóra og fréttamenn útvarps í þeirri deilu, sem þeir eiga í við Útvarpsráð og yfir- menn Ríkisútvarpsins. Stjórn Blaðamannafélags íslands er þeirrar skoðunar, að vald og ábyrgð fréttastjóra Fréttastofu útvarps hafi verið gróflega skert með ályktun Útvarpsráðs laugardaginn 28. apríl, þar sem Fréttastofan er neydd til að ómerkja frétt sem hún stóð aö öllu leyti við. Þessi ályktun Útvarpsráðs felur í sér alvarlega skerðingu á sjálfstæði fréttamanna Ríkisútvarpsins. Stjórn Blaðamannafélags íslands bendir á að með af- greiðslu sinni hafa Útvarpsráð og yfirstjórn Ríkisútvarpsins gengið lengra, en áður hefur tíðkast í stofnuninni. Stjórn Blaðamannafélags íslands er þeirrar skoðunar, að valdbeiting Útvarpsráðs og yfir- stjórnar Ríkisútvarpsins gagnvart fréttamönnum varði í raun alla fréttamenn og fordæmir allar til- raunir yfirvalda til að rýra frétta- stofur og ritstjórnir því sjálf- stæði, sem tryggir áreiðanleika frétta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.