Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 1. maí 1990 „Keppnisskapið er oft geysilegt“ - segir Þröstur Guðjónsson, mótsstjóri „Þegar tekið er tillit til fjölda þátttak- enda þá hefur þetta gengiö afar vel. Þetta hefur náttúrlega tekið ógnarlang- an tíma. í gær var ég búinn aö telja 16 tíma sem höfðu farið í mótshaldið og þá á eftir að bæta við 8-10 tímum í dag. En allt hefur gengið að óskum,“ sagði Þröstur Guðjónsson, mótsstjóri og yfir- dómari, þegar Dagur ræddi við hann í lok mótsins á sunnudag. Pröstur sagði að þetta væri stærsta íþróttamót fatlaðra á árinu og með þeim fjölmennari af þessu tagi hingað til. Fatl- aðir hefðu hins vegar ekki mjög mörg tækifæri til að keppa á slíkum mótum innanlands. „Það eru jú haldin hér á Akur- eyri innanhéraðsmót í boccia og borðtenn- is og þeir halda líka mót í Reykjavík. En einnig hefur verið farið á mót erlendis og það hefur sýnt sig að okkar fólk á þar rnjög góða möguleika. Árangurinn hefur verið afar góður og nægir að benda á síðustu ólympíuleika og Opna sænska meistara- mótið nú nýlega þar sem íslendingar unnu til fjölda verðlauna." Aðspurður um þann anda sem ríkti á mótum af þessu tagi sagði Þröstur að hann einkenndist bæði af keppnisskapi og ánægju yfir að vera með. „Það er stór hóp- ur sem kemur eingöngu til að vera með og hafa gaman af en aðrir koma til að keppa í fúlustu alvöru. Keppnin er oft hörð og það sést t.d. í boccia, þar er baráttan gríðarlega hörð. Þau eru farin að þekkja hvort annað, leita aö veilum hjá andstæð- ingunum og tæknileg geta er því farin að skipta miklu máli. Sama má segja um t.d. borðtennis. Keppnisskapið er oft geysi- Iegt.“ Þröstur sagði að Lionsklúbburinn Hængur hefði skipað 35 manna mótsnefnd og þeir hefðu allir verið að vinna við mótið nánast alla helgina. Einnig hefðu ýmsir aðilar aðstoðað við framkvæmdina, t.d. lyftingamenn, borðtennisþjálfari og fleiri. „Mér er óhætt að segja að Lionsklúbbur- inn Hængur standi sérstaklega vel að þess- um mótum. Framkvæmdin á þcssu er rnjög „rútíneruð" og til fyrirmyndar í alla staði.“ - Hvað gefur svona mót fötluðum? „Ég held ég megi fullyrða að þetta gefi þeim nánast allt. Þetta sýnir þeim að þau geta verið virk í fþróttum, ekki síður en þeir sem eru ófatlaðir. íþróttir hafa gjör- breytt lífi margra manna.“ - En hvað gefur þetta þeim sem standa að slíkum mótum? „Það er mikil ánægja í kringum þetta. Að sjá hvað fólk verður ánægt og glatt; það gefur geysilega mikið,“ sagði Þröstur Guðjónsson. Þröstur GuAjónssoR, mótsstjóri, kynnir næsta atriði. Mynd: JHB Akureyri: 150 keppendur á Hængsmótinu sem jafnframt var íslandsmót ÍF Hængsmótið, opið íþróttamót fyrir fatlaða fór fram í íþrótta- höllinni á Akureyri um helg- ina. Mótið var jafnframt hald- ið sem Islandsmót íþrótta- sambands fatlaöra. Þetta var í 8. sinn sem Lionsklúbburinn Hængur gekkst fyrir þessu móti og í annað sinn sem þeir sáu um framkvæmd Islands- mótsins. Um 150 þátttakendur mættu til leiks að þessu sinni og komu þeir frá 11 íþróttafé- lögum. Eins og fram kemur í spjallinu við Þröst Guðjónsson, móts- stjóra, heppnaðist mótið mjög vel og er óhætt að fullyrða að framkvæmdin hafi verið Hæng til sóma. Keppt var í boccia, borð- tennis, bogfimi og lyftingum en sundkeppnin á eftir að fara fram í Reykjavík. Greinilegt er að mót af þessu tagi eru fötluðum mikils virði. Gleðin skein úr hverju andliti en keppnisskapið var þó aldrei langt undan. Hér á eftir fara helstu úrslit mótsins ásamt viðtölum við nokkra þátttakendur. Boccia Einstaklingskeppni, 1. dcild: 1. Elvar Thorarensen, ÍFA 8 stig 2. Haukur Gunnarsson, ÍFR 5 stig 3. fris Gunnarsdóttir, Snerpu 3 stig Einstaklingskeppni, 2. deild: L Ólafur B. Tómasson, ÍFR 8 stig 2. Valdimar Sigurðsson, Eik 5 stig 3. Finnbogi Gunnarsson, Ægi 3 stig Einstaklingskeppni, 3. deild: 1. Sigrún Bessadóttir, ÍFR 8 stig 2. Kristófer Ástvaldss., Viljanum 5 stig 3. Björgvin Kristbergsson, Ösp 4 stig Einstaklingskeppni, 4. deild: 1. Helga Helgadóttir, ÍFA 5 stig 2. Jón J>. Ólafsson, ÍFR 3 stig 3. Ásdís Gísladóttir, Ösp 2 stig Konur, opinn flokkur: 1. Sigurrós Karlsdóttir, ÍFA 2. Sonja E. Ágústsdóttir, Ösp 3. Marta Guðjónsdóttir, Ösp Karlar, tvíliðaleikur: 1. Stefán Thorarensen og Elvar Thorarensen, ÍFA 2. Jón G. Hafsteinsson og Kristján Guðbrandsson, Ösp 3. Viðar Árnason og Örn Tómasson, ÍFR Konur, tvíliðaleikur: 1. Sigurrós Karlsdóttir ÍFA og Elín H. Steingrímsdóttir Ösp 2. Sonja E. Ágústsdóttir og Marta Guðmundsdóttir Ösp 3. Sigrún Benediktsdóttir og Hildigunnur J. Sigurðardóttir, Ösp Bogfimi Hreyfihamlaðir 1. Óskar Konráðsson, ÍFR 452 stig (10 gull) 2. Leifur Karlsson, ÍFR 437 stig (6 gull) 3. Jón M. Árnason, ÍFR 385 stig (8 gull) Karlar, opinn flokkur (ekki ísl.mót): 1. Gunnlaugur Björnsson, ÍFA 465 stig (5 gull) 2. Þröstur Steinþórsson, ÍFR 426 stig (4 gull) 3. Gísli Valdimarsson, ÍFR 395 stig (1 gull) Unglingaflokkur (ekki ísl.mót): 1. Ingimundur Níelsson, ÍFR 451 stig (6 gull) 2. Ólafur Ólafsson, ÍFR 407 stig (1 gull) Lyftingar Bekkpressa 1. Arnar Klemensson, ÍFR 80 kg (72,2 stig) 2. Jón Stefánsson, ÍFA 70 kg (67,7 stig) 3. Þórsteinn Sölvason, ÍFR 72,5 kg (64,5 stig) Elvar Thorarensen, ÍFA, stóð sig vel um helgina. Hann varð íslandsmeistari í boccia og einstaklings- og sveitakeppæni í borðtennis. Mynd: kk Sigurrós Karlsdóttir: Hefur verið skemmtilegt“ þetta mót hefði heppnast vel og verið skemmtilegt. „Aðalatriðið er að vera með. En það er keppn- isandi hérna líka og úrslitin skipta alltaf einhverju máli,“ sagði Sigurrós Karlsdóttir. „Ég keppi hér í borðtennis og boccia. Þetta hefur gengið þó nokkuð vel, ég sigraði í opnum flokki og tvíliðaleik í borð- tennis. Mér gekk hins vegar ekki alveg nógu vel í einstakl- ingskeppninni í boccia,“ sagði Sigurrós Karlsdóttir úr ÍFA er hún var að keppa í deilda- keppninni í boccia á sunnudag- inn. Sigurrós hefur keppt á þessunt mótum frá árinu 1979 og hefur því mikla reynslu. Hún sagði að Haukur Gunnarsson: Hobbí“ íþrótt Einstaklingskcppni, U. flokkur: 1. Stefán Thorarensen, ÍFA 8 stig 2. Stella Sigurgeirsdóttir, ÍFA 8 stig 3. Helga Bergmann, ÍFR 6 stig Sveitakeppni, 1. deild: 1. ÍFA-B 5 stig 2. ÍFR-B 4 stig 3. ÍFA-B 3 stig 4. Ösp-B 0 stig Sveitakeppni, 2. deild: 1. ÍFR-D 5 stig 2. Ösp-D 4 stig 3. Ösp-J 3 stig 4. Ösp-F 0 stig Sveitakeppni, 3. deild: 1. Eik-H 6 stig 2. Eik-G 6 stig 3. Eik-F 6 stig „Þetta er svona „hóbbí“ íþrótt. Það hentar mér vel að æfa þetta á veturna þegar ég er ekki að keppa í öðru. Tóm- stundunum er vel varið í þessu,“ sagði Haukur Gunn- arsson sem betur er þekktur sem frjálsíþróttamaður en þar á hann gildandi heimsmet í 100 m hlaupi, 12,88 sek. Haukur keppti í boccia á mótinu. „Eg stefui á heimsleikana í sumar og sjálfsagt fer ég líka á Ólympíuleikana. Það hefur lítið verið að gerast nýlega hjá mér. Það var að vísu Evrópumót á síð- asta ári en þar var maður ekki á fullri ferð. Allt frá Ólympíu- leikununr hef ég verið að undir- búa mig fyrir leikana í sumar ogi Borðtennis Hreyflhamlaðir, sitjandi: 1. Örn Ómarsson, ÍFR 2. Viðar Árnason, ÍFR 3. Jón Stefánsson, ÍFA Konur, þroskaheftar: 1. Sonja E. Ágústsdóttir, Ösp 2. Marta Guðjónsdóttir, Ösp 3. Guðrún Tómasdóttir, Gný Karlar, þroskaheftir: 1. Jón G. Hafsteinsson, Ösp 2. Stefán Thorarensen, ÍFA 3. Kristján Guðbrandsson, Ösp Karlar, opinn flokkur: 1. Elvar Thorarensen, ÍFA 2. Jón G. Hafsteinsson, Ösp 3. Stefán Thorarensen, ÍFA Mynd: JHB ’92. Heimsleikarnir leggjast vel í mig. Ég ætla að reyna að bæta mitt heimsmet og á í raun góða möguleika á því. Ég hef æft mjög vel í vetur og bætt mig verulega. Ég lofa þó engu,“ sagði Haukur. Mynd: JHB Gunnar Örn Erlingsson: „Hef æft stíft síðan 1986“ ,3Mér hefur bara gengið vel. Ég er búinn að koma þyngdun- um upp í bæði skiptin,“ sagði Gunnar Örn Erlingsson, Ösp, en hann keppti í lyftingum á mótinu. Gunnar var búinn að taka tvisvar á lóðunum með góðum árangri og átti eina umferð eftir þegar Dagur ræddi við hann. „Ég keppi bara í lyftingum hér. Ég byrjaði að æfa þær seint á árinu 1986 og hef æft stíft síðan. Ég er líka búinn að æfa sund síð- an 1982. Ég keppi líka í sundinu og er einmitt að fara til Finnlands að keppa í júní. Ég held að þetta tvennt henti mér bara alveg jafn vel, báðar greinarnar eru ofsa- lega skemmtilegar," sagði Gunn- ar Örn. Hann sagðist æfa lyftingar ann- an hvern dag og sund fjórum sinnum í viku. „Þetta geri ég allt- af eftir skóla. Ég keppi ekki eins mikið, ég held að þetta sé í þriðja sinn á ævinni," sagði Gunnar Örn Erlingsson. Mynd: JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.