Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 7 Húsavíkurkaupstaður: Hátíðarhöld á 40 ára afinælinu Afmælishátíðarhöld Húsavík- urkaupstaðar sl. laugardag fóru ágætlega fram og á laug- ardagsmorgun mætti fjöldi bæjarbúa á Húsavíkurflugvöll til að taka á móti forscta ís- lands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur. Er forseti hafði heilsað sýslumanni, bæjarstjóra, bæj- arfulltrúum og mökum, snéri hún sér að börnunum og spurði frétta af fuglasöng á þessu vori. Pau voru mörg húsvi'sku börn- in sem frú Vigdís heilsaði, tók tali og miðlaði fróðleik, m.a. við opnun sýningar á verkum Ás- gríms Jónssonar í Safnahúsinu en þar gekk forsetinn um með hóp barna, ræddi um verkin og skýrði uppbyggingu myndanna. Eflaust mun afmælisdagurinn lifa í minn- ingu margra barnanna sem dag- urinn þegar forsetinn kom og tal- aði við þau. Fyrir hádegi var gengið til kirkju þar sem Kristrún Karls- dóttir flutti hátíðarræðu, einnig voru flutt ávörp, Sharon Thomp- son söng en David Thompson og Keith Miles léku á hljóðfæri. Stundin í kirkjunni var öllunt er að stóðu til sóma. Eftir að gestir höfðu snætt há- Afmælisveislan í fulluni gangi. Forsetinn sýnir börnunum málverkin og útskýrir mynduppbyggingu þeirra. Bakarar frá Brauðgerö KÞ við afmælistertuna sem 1220 manns áttu eftir að gæða sér á. degisverð í boði Húsavíkurbæjar opnaði frú Vigdís sýninguna í Safnahúsinu, verður sýningin opin frá kl 14-17 til 6. maí. Aðalhátíðarhöldin fóru fram í íþróttaluisinu þar sem Húsvík- ingar á ýmsum aldri skemmtu gestum sínum með tali og tónum. Dagskráin komst að vísu ekki nógu vel til skila í gegn um alla hátalara hússins, en fólk lét það ekki spilla sínu hátíðarskapi. Fjöl- menni var á hátíðinni og 1220 gestir þáðu þar veitingar, stórhá- tíðartertu sem bakarar frá Brauðgerö KÞ höfðu útbúið, og útdeildu. Reyndist kakan hið besta brauð. Gestum Húsvíkurbæjar var boðið til kvöldverðar og á hátíð- arsýningu í Samkomuhúsinu á Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson í flutningi Leikfélags Húsavíkur. Dansleikur var í Fé- lagsheimilinu um kvöldið en skömmu eftir miðnætti lauk há- tíðarhöldunum með glæsilegri flugeldasýningu. 1M Þorvaldur Vestmann Magnússon, Bergljót Jónsdóttir, frú Vigdís Finnbog- adóttir, Halldór Kristinsson, Guðrún B. Björnsdóttir og Árdís Jónsdóttir. SAMVINNU TRYGGINGAR Adalfiindir Samvinnutrygginga g.t. og Láftrygginga- félagsins Andvöku veröa haldnir í Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 18. maínk. ogliefjast kl. 13:30. Dagskrá: Venjuleg aöalfmidarstörf. Stjórnir félaganna. Framsóknarfólk Húsavík Umræðufundir um mótun stefnuskrár B - listans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Húsavík verða haldnir í Garðari sem hér segir: Miðvikudaginn 2. maí ki. 20.30. Skólamál. Menningarmál. Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Atvinnumál. Fjölmennum. Frambjóðendur! Þingeyingar! Á afmæli Húsavíkurkaupstaöar hefur Landsbanki íslands opnað sýningu á myndverkum úr safni bankans í afgreiðslusal útibúsins á Húsavík. FagniÖ afmælinu, njótiö listar og góÖrar þjónustu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.