Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. maí 1990 81. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 j Byssumaður í Gagnfræðaskóla Ólafsijarðar veldur umsáturs ástandi í bænum: Gafst upp fyrir víkingasveit með alvæpni Sá fáheyrði atburður varð í Ólafsfírði í gær að vopnaður maður braust inn í Gagnfræða- skólann og hótaði að skjóta á fólk í nágrenninu. Hann skaut tveimur skotum úr haglabyssu að lögreglumönnum við skóla- lóðina, og lenti annað skotið í hlið lögreglubíls. Engin slys urðu þó á fólki, en talsverðar skemmdir voru unnar á hús- næði Gagnfræðaskólans. Sjö víkingasveitarmenn fóru til Ólafsfjarðar, en þurftu ekki að beita vopnum eða táragasi sem þeir höfðu meðferðis. Maðurinn sem urn ræðir er 24 ára Ólafsfirðingur. Hefur hann alloft áður komið við sögu lög- reglu og yfirvalda, en hefur þó ekki lent í neinu sem talist getur stórvægilegt. Hann mun hafa átt við áfengisvandamál að stríða, en auk þess sögðu Ólafsfirðingar sem rætt var við að maðurinn hefði misnotað lyf, jafnvel eitur- lyf. Talið var að hann væri í vímuástandi í gærmorgun. Byssumaðurinn tók tvíhleypta haglabyssu frá kunningja sínum ófrjálsri hendi, skömmu áður en hann braust inn í skólann. Lög- reglan Ieitaði mannsins um bæinn, en vart varð við hann í húsnæði Gagnfræðaskólans á sjö- unda tímanum í gærmorgun. Börn, sem voru stödd skammt frá, heyrðu skoti hleypt af klukk- an 07.15. Mun það skot hafa lent í hlið lögreglubílsins, af um 30 metra færi. Fleiri skotum skaut hann út um glugga, í átt að hótel- inu. Lögreglan í Ólafsfiröi og menn úr björgunarsveit S.V.F.Í., Tindi, lokuðu þegar götum áð Gagnfræðaskólanum. Símasam- band var haft við nemendur skól- ans og þeim tilkynnt að ekki yrði úr samræmdu prófi í stærðfræði, sem halda átti í gær. Önnuðust félagar í Björgunarsveitinni Tindi það verk. Kaupfélag Eyfirðinga: 177 milljónir króna í mínus „Við verðum að standa bet- ur sainan uni þetta félag, tryggja að við getum snúið aftur þeim taprckstri sem nú er til betri vegar og tryggt að Kaupfélag Eyfírðinga verði það sterka afl í þcssari byggð sem það hefur alltaf verið.“ Þetta sagði Jóhannes Sig- valdason, formaður stjórnar KEA á aðalfundi félagsins sl. laugardag. Þar var upplýst að 177 millj- óna tap hefði orðið á rekstri KEA á sl. ári, en tapið var 235 milljónir króna árið 1988. Heildarvelta félagsins árið 1989 nam tæpum 11 milljörð- um króna. Rekstrartekjur voru 7,8 milljarðar en rekstr- argjöld 7,6 milljarðar. Nánar er sagt frá aðalfundi KEA á bls. 5 í dag. óþh Eftir að byssumaðurinn hafði skotið í sundur stórt fiskabúr og skemmt fleiri innanstokksmuni hringdi hann í nokkra menn, m.a. lögregluþjón á Akureyri sem hann þekkti. Lögreglu- þjónninn hafði áður starfað í Ólafsfirði. Laust eftir átta kvaðst maðurinn myndu gefast upp, en lét þá ósk eða skilyrði í ljós að umræddur lögreglumaður kæmi til Ólafsfjarðar og ræddi við sig áður. Varð hann við þeirri ósk. Sjö víkingasveitarmenn fóru til Ólafsfjarðar vegna þessa máls, sex frá Reykjavík en einn frá lög- reglunni á Akureyri. Þeir fóru að skólanum sinn úr hverri átt, með alvæpni og byssur á lofti. Foringi þeirra ræddi við manninn, sem kom óvopnaður út um sundur- skotinn glugga í anddyrinu. Gekk maðurinn með hendur á höfði til lögreglumannanna um tíuleytið, og óku þeir honum Hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí, er í dag. Hátíðahöld verða um allt land af því tilefni, undir stjórn 1. maí- nefnda verkalýðsfélaganna. Hátíðahöldin á Akureyri hefj- ast kl. 13.45, með leik Lúðra- sveitar Akureyrar við Alþýðu- ,húsið. Því næst er kröfuganga en tafarlaust á lögreglustöðina. Sofnaði hann þar skömmu síðar. Víkingasveitarmenn gerðu vettvangskönnun, en rannsókn- arlögreglumenn frá Reykja- vík komu seinna um daginn vegna skýrslugerðar og rann- sóknar á vettvangi. Tóm skothylki lágu á stéttinni við anddyri skólans þegar að var komið, rúður voru brotnar, t.d. var kringlótt gat í einni rúðunni sem skotið hafði verið í gegnum af litlu færi. Ólafsfirðingar fylgust með atburðum af húsþökum og bíl- skúrsþökum, með sjónauka og myndavélar. Víkingasveitarmenn vörðust allra frétta er þeir voru spurðir. Þó sagði Jón Bjartmars, foringi þeirra, að þetta væri í fyrsta sinn sem sveitin væri kölluð út „í alvöru“ svo langt frá Reykjavík. að henni lokinni útifundur fyrir framan Alþýðuhúsið. Jökull Guðmundsson flytur ávarp dagsins, einnig verða flutt ávörp þriggja stéttarfélaga. Opið hús verður á 4. hæð Alþýðuhússins, þar verða flutt skemmtiatriði, söngur, leikþáttur o.fl. Barna- gæsla verður í hliðarsal. EHB • Einna alvarlegasti flötur þessa rnáls mun vera að skotið var á lögregluþjóna. er þeir sinntu skyldustörfum. Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri, sagði í gær að þrátt fyrir allt hefðu skemmdir getað orðið rniklu meiri en raun varð á. „Maðurinn fór augljóslega ekki Gengið hefur verið frá samn- ingi milli Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri og útgerðarfyrir- tækisins Oss hf. í Vestamanna- eyjum um að smíðað verði nýtt togskip fyrir útgerðina hjá Slippstöðinni á Akureyri. Eins og hlaðið skýrði frá fyrir helg- ina á skipið að afhcndast eftir 14 mánuði en byrjað verður á smíðinni í haust. Samnjngur milli aðila var undirritaður á föstudag. Hann er gerður með fyrirvara um að fyrir- greiðsla fáist frá Fiskveiðasjóði Islands til smíðinnar og verður umsókn þess efnis send sjóðnum nú á næstunni. Þá er samningur- inn einnig gerður með fyrirvara unt samþykki stjórna fyrirtækj- anna en eins og blaðið hefur skýrt frá hafði stjórn Slippstöðv- arinnar falið Sigurði Ringsted, forstjóra, að ganga frá samningn- um viö Ós hf. Smíðaverð skipsins er um 260 milljónir og verður það búið til tog- og netaveiða. Skipið verður mjög svipað raðsmíðaskipi Slipp- stöðvarinnar að stærð en það skip er óselt. Aðspurður segir Sigurð- ur Ringsted að ekki hafi komið til greina að útgerðin keypti rað- smíðaskipið í stað þess að láta smíða nýtt þar sem skipið sé ekki hingað inn til að valda skemmdum, þar hefur annað leg- ið að baki. Björgunarsveitar- menn stóðu sig mjög vel, þeir afgirtu stórt svæði og héldu fólki frá. Auk þess var gengið í nær- liggjandi hús og menn beðnir að hafa vara á sér," sagði hann. útbúiö á þann hátt sem útgerðin hafi óskað eftir. JÓH Þórshöfn: Listi fram- farasinna sjálfkjörinn Nú cr Ijóst að engar kosningar verða á Þórshöfn 26. júní nk. Aðeins einn framboðslisti er koniinn fram, listi framfara- sinnaðra kjósenda, og hann telst því sjálfkjörinn. Að sögn Brynhildar Halldórs- dóttur, formanns kjörstjórnar, frantlengdi kjörstjórn framboðs- frest um tvo daga, eins og lög kveða á um í slíku tilfelli. Enginn annar listi kom fram og því skipa fimm efstu menn listans hrepps- nefnd Þórshafnarhrepps til næstu fjögurra ára. Þeir eru: Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri, Jón- as S. Jóhannsson, skipstjóri, Hilmar Þ. Hilmarsson, verk- smiðjustjóri, Þuríður Vilhjálms- dóttir, fulltrúi og Ragnhildur Karlsdóttir, fulltrúi. Nánar er fjallað um sveitar- stjórnarkosningarnar í vor á bls. 2. óþh Víkingasveitarmenn, vopnaöir skaininbyssúm, táragasi og hríöskotabyssum, ganga út af lóð skólans. Litla myndin var tckin er byssuniaðurinn var færður í lögreglujeppa. Myndir. EHB 1. maí: Hátíðarhöld á Akureyri EHB Byssumaðurinn skreið lít um sundurskotinn glugga þegar hann gafst upp. Slippstöðin smíðar nýtt skip: Umsókn um fyrirgreiðslu til Fiskveiðasjóðs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.