Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 1. maí 1990 íþróttir Liverpool meistari í 18. sinn - Sheffield Utd. stefnir að meistaratitli í 2. deild Um helgina fór fram næstsíð- asta umferðin í ensku knatt- spyrnunni og nú hefur flestum spurningum verið svarað í 1. deild. Liverpool er meistari, en Aston Villa verður að gera sér annað sætið að góðu. Þá eru Millwall og Charlton fallin í 2. deild, en það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferð hvort Luton eða Sheflield Wed. fylgja þeim niður. Enn er allt óráðið á toppi 2. deildar þar sem þrjú lið berjast um tvö efstu sætin. Liverpool vann sinn 18. meist- aratitil á laugardag er liðið lagði Q.P.R. að velli á Anfield. Minnugir þess hvernig Arsenal stal af þeim titlinum í fyrra voru leikmenn liðsins staðráðnir í því að láta ekkert slys henda að þessu sinni. Liðið lenti þó í kröppum dansi og hóf leikinn illa gegn leikmönnum Q.P.R. sem ekki voru mættir á Anfield Deildabikarinn úrslitaleikur Nottingham For.-OIdham 1:0 1. deild Arsenal-Milhvall 2:0 Aston Villa-Norwich 3:3 Charlton-Sheffield Wed. 1:2 Chelsea-Everton 2:1 Liverpool-Q.P.R. 2:1 Luton-Crystal Palace 1:0 Manchester City-Derby 0:1 Southampton-Coventry 3:0 Wimblcdon-Tottenham 1:0 2. deild Barnsley-W.B.A. 2:2 Brighton-Stoke City 1:4 Hull City-Bradford 2:1 Ipsvvich-Blackburn 3:1 Leeds Utd.-Leicester 2:1 Nevvcastle-West Ham 2:1 Plymouth-Watford 0:0 Port Vale-Portsmouth 1:1 Sheflicld Utd.-Bournemouth 4:2 Svvindon-Middlesbrough 1:1 Wolves-Sunderland 0:1 Úrslit í vikunni í 2. deild Hull City-Plymouth 3:3 Portsmouth-Oldham 2:1 Watford-Stoke City 1:1 Leeds Utd.-Barnsley 1:2 Middleshrough-lpsvvich 1:2 Newcastle-Svvindon 0:0 Oxford-Brighton 0:1 3. deild Bolton-Bristol City 1:0 Brentford-Blackpool 5:0 Bristol Rovers-Shrewsbury 1:0 Cardiff City-Fulham 3:3 Chcster-Rotherham 2:0 Leyton Orient-Birmingham 1:2 Mansfield-Crewe 2:1 Northampton-Huddersfíeld 1:0 Preston-Swansea 2:0 Reading-Bury 1:0 Walsall-Tranmere 2:1 Wigan-Notts County 1:1 4. deild Burnley-Scunthorpe 0:1 Cambridge-Colchester 4:0 Carlisle-Torquay 2:0 Doncaster-Rochdale 4:0 Exeter-Scarborough 3:2 Gillingham-Lincoln 1:1 Grimsby-Wrexham 5:1 Hartlepool-Aldershot 2:0 Hereford-Pctcrborough 1:2 Southend-Halifax 2:0 Stockport-Chesterfield 3:1 York City-Maidstone 0:0 til þess að liggja í vörn, heldur til að leika sóknarknattspyrnu. Roy Wegerle náði forystu fyrir Q.P.R. strax á 14. mín. og fór þá um marga stuðningsmenn liðsins, en Ian Rush náði að jafna leikinn 5 mín. fyrir hlé og það hleypti nýju blóði í leikmenn liðsins. John Barnes skoraði síðan sigur- mark Liverpool úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að brotið hafði verið á Steve Nicol á víta- teigslínu. Dómarinn taldi að Danny Maddix hefði fellt Nicol irtnan teigs og dæmdi strax víti. Hinir nýju meistarar hefðu getað unnið stærri sigur og Ronnie Rosenthal var klaufi að skora ekki undir lok leiksins, en mikill fögnuður var í Liverpool í leikslok er ljóst var að Liverpool hafði endurheimt meistaratitilinn sem leikmenn liðsins og aðstandendur þess líta á sem sína eign. Aston Villa þurfti að sigra Norwich á heimavelli sínum til þess að eiga einhverja möguleika á titlinum og um tíma virtist sem það yrði ekki erfitt verk. Pað var þó Ruel Fox sem náði forystu fyr- ir Norwich á 30. mín. og liðið hélt þeirri forystu þar til á 63. mín. Þá jafnaði Paul McGrath með skalla eftir hornspyrnu Gordon Cowans og á skömmum tíma fylgdu mörk frá Tony Cascarino, hans fyrsta fyrir Villa, og David Platt bætti 24. marki sínu á leiktímabilinu við eftir undirbúning Tony Daley. 3:1 forysta virtist pottþétt fyrir liðið og Liverpool yrði enn að bíða um stund eftir meistaratitl- inum. En enn einu sinni sannað- ist að ekkert er öruggt í knatt- Á sunnudag léku Nottingham For. og Oldham til úrslita um Deildabikarinn á Wembley og var uppselt á leikinn. Forest tókst að verja bikarinn sem lið- ið vann í fyrra gegn 2. deildar liði Oldham sem hefur staðið sig mjög vel í báðum bikar- keppnunum í vetur og gerði það einnig í úrslitaleiknum á Wembley. spyrnu, á 79. mín. varð miðvörð- urinn Öerek Mountfield fyrir því að skora sjálfsmark og þegar 7 mfn. voru til leiksloka jafnaði Robert Rosario leikinn í 3:3 og gerði þar með út um síðasta von- arneista Aston Villa. Á meðan allt þetta fór fram sigruðu fráfarandi meistarar Arsenal lið Millwall á heimavelli sínum 2:0. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik af þeim Paul Davis og Paul Merson, en leikmenn liðsins geta varla verið ánægðir með titilvörn sína sem var ákaflega slöpp. Enn berjast Sheffield Wed. og Luton harðri baráttu við að sleppa frá falli, en aðeins öðru liðinu mun takast það. Staða Luton er þó mun verri, liðið er þrem stigum á eftir Sheffield og hefur heldur verri markatölu. Ian Dowie skoraði eina mark leiksins ög sigurmark Luton á lokamínút- unum gegn Crystal Palace og Iið- ið hefur því enn smá von, á eftir að leika á útivelli gegn Derby. Sheffield Wed. á eftir heima- leik gegn Nottingham For., en liðið sigraði Charlton á útivelli á laugardaginn. Sheffield Wed. hafði yfir í hálfleik 1:0 með marki David Hirst. Andy Jones náði að jafna fyrir Charlton, en David Hirst skoraði síðan sigurmark Sheffield Wed., ákaflega mikil- vægt mark, er 8 mín. voru til leiksloka. Tottenham tapaði nú loks leik, er liðið varð að lúta í lægra haldi fyrir Wimbledon þar sem John Fashanu skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Chelsea sigraði Everton á Það var langt frá því að vera auðvelt fyrir Forest að vinna Deildabikarinn . í fjórða sinn. Sigurmarkið og eina mark leiks- ins skoraði Forest úr sinni fyrstu sókn í síðari hálfleik, eftir þunga sókn Oldham fyrstu 3 mín. hálf- leiksins. Nigel Clough sem að öðru leyti sást varla í leiknum, gerði mjög vel er hann skapaði Nigel Jemson gott færi. Andy Rhodes í marki Oldham varði vel heimavelli 2:1 og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleiknum. Kerry Dixon skoraði bæði mörk Chelsea, en Pat Nevin skoraði mark Everton. Derby hafði betur á útivelli gegn Manchester City, Mark Wright skoraði eina mark leiks- ins í síðari hálfleik. Southampton fór létt með Coventry og sigraði 3:0 á heima- velli sínum. Þeir Matthew Le Tissier, Barry Horne og Russell Osman skoruðu mörk Southamp- ton í leiknum. 2. deild Það er allt lagt undir í baráttunni um sætin tvö í 1. deild í síðustu umferðinni um næstu helgi. Liðin þrjú sem berjast um þau unnu öll leiki sína um helgina. Leeds Utd. hefur nauma forystu í efsta sæti, liðið sigraði Leicester 2:1 á Elland Road í Leeds. Mel Ster- land hægri bakvörður liðsins náði forystu fyrir liðið í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tókst Leicester að jafna leikinn. Það var síðan fyrirliðinn Gordon Strachan sem tryggði Leeds Utd. sigurinn með marki 5 mín. fyrir leikslok. Leeds Utd. tapaði í vikunni fyrsta heimaleik sínum í deildinni í vet- ur gegn Barnsley eftir að hafa haft yfir með marki Chris Fair- clough lengst af leiknum, en fékk síðan á sig tvö mörk í lokin. Leeds Utd. hefur farið mjög illa með forskotið sem liðið hafði, dómarar, hafa raunar lagt sitt af mörkum og nú virðist sem liðið þurfi að sigra Bournemouth á úti- frá Jemson, en boltinn hrökk aft- ur út og Jemson renndi honum í autt markið. Oldham hafði und- irtökin í fyrri hálfleiknum, leik- menn liðsins börðust af krafti, en fengu þó ekki nægilega góð færi. Andy Ritchie átti þó gott skot sem Steve Sutton markvörður Forest varði vel. Sóknarlotur Forest voru færri, en virtust betur útfærðar og hættulegri. Rhodes varði vel frá Franz Carr og Gary Parker í fyrri hálfleiknum. Leik- menn Oldham gáfust ekki upp og börðust allt til loka, en þeir virt- ust þreytast undir lokin og hinir reyndu leikmenn Forest í vörn- inni virtust hafa allt í hendi sér og liðinu tókst að verja þetta eina mark sitt og sigra íieiknum. Mið- vörður Forest, Des Walker, var valinn maður leiksins, en hann hélt Ritchie í gjörgæslu allan leikinn. Hjá Oldham átti Earl Barrett mjög góðan leik í vörn- inni og Neil Adams var hættuleg- ur á hægri vængnum í fyrri hálf- leik. Þorvaldur Örlygsson var ekki í leikmannahópi Forest að þessu sinni, en margir höfðu von- ast til að hann yrði að minnsta kosti á bekknum. Briap Clough hældi liði Oldham mjög eftir leik- inn og dáðist að baráttuvilja leikmanna sem hann sagði að hefðu verið framkvæmdastjóra sínum Joe Royle til sóma. Öld- ham á enn éftir 4 leiki í 2. deild og hefur enn smá möguleika á að komast í úrslitakeppnina í 2. deild. • Colchester féll úr deilda- keppninni á sunnudaginn er liðið tapaði 4:0 á útivelli gegn Cam- bridge. Þ.L.A. velli í síðasta leiknum til að tryggja sér sæti í 1. deild. Það verður erfitt því Bournemouth þarf sigur í leiknum til að halda sæti sínu í 2. deild. Það gæti því farið svo að Leeds Utd. hafnaði í þriðja sætinu eftir að hafa setið í því fyrsta allt frá 16. desember í vetur. Sheffield Utd. stendur nú best að vígi, liðið er aðeins stigi á eftir Leeds Utd. og á eftir tvo leiki, báða á útivelli gegn Blackburn og Leicester. Sheffield Utd. lagði Bournemouth að velli 4:2 á heimavelli á laugardag. West Ham hafði yfir 1:0 á úti- velli gegn Newcastle í hálfleik, en í þeim síðari tókst heimamönn- um að snúa leiknum sér í hag og sigra. Hefði Newcastle tapað stigum í þessum leik hefði Leeds Utd. verið komið í 1. deild. Newcastle leikur um næstu helgi á útivelli gegn nágrönnum sínum Middlesbrough sem eiga í mikilli fallbaráttu og verður þar örugg- lega hart barist. Swindon, Blackburn og Sund- erland eru í sætum sem gefa rétt til aukakeppni, en West Ham, Wolves, Ipswich og Oldham hafa ekki gefið upp alla von um þá keppni enn. Stoke City og Bradford eru fallin í 3. deild, en þriðja sætið reyna Middlesbrough, Bourne- mouth, Barnsley og W.B.A. að forðast. Þessi flókna staða á báð- um endum sýnir hve keppnin í 2. deild er spennandi og næsta helgi verður einhverjum erfið, það er næsta víst. Þ.L.A. Staðan 1 deild Liverpool 36 21-10- 5 71:36 73 Aston Villa 37 21- 6-10 54:35 69 Tottenham 37 18- 6-13 57:46 60 Arsenal 36 17- 7-12 50:35 58 Everton 37 17- 74 3 54:43 58 Chelsea 37 15-12-10 55:49 57 Southampton 36 15-10-11 69:59 55 Norwich 37 13-13-11 42:40 52 Wimbledon 35 12-15- 8 44:37 51 Q.P.R. 37 13-11-13 43:41 50 Coventry 37 14- 7-16 38:52 49 Nott. Forest 36 13- 9-14 48:47 48 Man. City 37 12-11-14 41:50 47 Derby 36 13- 7-17 41:36 46 Man. Utd. 35 12- 8-15 45:43 44 Crystal Palace 36 12- 8-16 39:64 44 Sheff. Wed. 37 11-10-16 35:48 43 Luton 37 9-13-15 40:55 40 Charlton 37 7- 9-21 31:56 30 Millvvall 37 5-11-21 38:62 26 2 . deild Leeds Utd. 45 23-13- 9 78:52 82 Shcff. Utd. 44 23-12- 9 73:56 81 Newcastle 45 22-14- 9 79:51 80 Swindon 45 20-13-12 78:58 73 Blackburn 44 19-15-10 73:58 72 Sunderland 44 19-14-11 60:68 71 West Ham 44 18-12-14 73:56 66 Wolves 44 18-12-14 66:55 66 Ipsvvich 44 18-12-14 61:61 66 Oldham 42 17-12-13 61:52 63 Port Vale 44 15-15-14 61:55 60 Leicester 44 15-14-15 64:71 59 Portsmouth 45 14-16-15 60:64 58 Hull 44 13-16-15 53:59 55 Watford 45 13-15-17 55:59 54 Oxford 44 15- 8-21 56:62 53 Brighton 45 15- 8-22 55:71 53 Plvmouth 45 13-13-19 57:63 52 W.B.A. 45 12-15-18 66:68 51 Barnsley 44 12-15-17 47:69 51 Bournemouth 45 12-12-21 57:75 48 Middlesbrough 44 12-12-20 48:61 47 Bradford 44 9-13-22 43:66 40 Stoke 45 6-18-21 34:62 36 Franz Carr, útherji Forest, var líflegur gegn Oldham en tókst þó ekki að skora. Forest tók deildarbikarinn - sigraði Oldham 1:0 á Wembley

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.